Þjóðólfur - 03.04.1908, Side 2

Þjóðólfur - 03.04.1908, Side 2
56 ÞJÓÐOLFUR. Er þá lokið að skýra hér stuttlega frá þeim kafla bókarinnar (bls. i—159) er dr. Jón Þorkelsson hefur safnað til og samið, og þó fátt eitt tekið af fróðleik þeim, sem þar er saman kominn. A hinn marg- vísi höf. þökk og aufúsu allra góðra drengja íslenzkra fyrir gott verk og gagn- samlegt, er hann þar hefur unnið. Yandræðamál í Húnaþingi. Þegar eg las kveinstafi Rangæinga í blöðunum um misrétti það, sem þeir þykjast hafa orðið og verða fyrir, af hálfu þings og stjórnar, kom mér til hugar, að leggja orð í belg, og sýna það bæði Rangæingum og öðrum, að fleiri eiga um sárt að binda, en þeir, og dettur þó hvorki mér né öðrum 1 hug, að vanþakka forsjóninni, stjórninni eða þinginu, það sem þau hafa vel gert til Húnvetninga, eða okkar Norðlinga yfir höfuð, enda hefur það nú verið töluvert margt, sumt þarft, en sumt miður heillavænlegt, þótt gert hafi verið af góðum hug. — Og því er svo varið um sumt, sem hér vill verða brestur á, að það stafar af fyrirhuguðum framförum og framkvæmdum. Einkum á þetta við brúamál; það var farið vel af stað, þegar byrjað var á því, að brúa verstu vatnsföll, og hefði vel mátt verða gott framhald á þeim framkvæmdum, en þá komu lögin um akbrautirnar, og síðan hefur heldur en ekki dofnað yfir brúa- gerðum. Brýrnar eru látnar bíða eptir akbrautunum. Þannig hafa þessi akbrauta- lög hér í sýslu og víðar, orðið versti þröskuldur í vegi hinum þörfustu fram- kvæmdum, sem unnt er að gera til sam- gangna á landi, c: brúagerðum á vötnum og elfum. Þannig renna yfir þvera þjóð- brautina hér í Húnaþingi 6 ár, sem allar geta orðið og verða árlega ófærar vor og haust, og opt að vetrinum líka. Eina þeirra, Miðfjarðará, hefur Sigurjón póstur sagt mér að hann teldi verstu torfæru á sinni póstleið, frá Akureyri til Staðar. Má nærri geta, hvort ekki er þörf á þvf, að koma beizli við slíkar ótemjur. Hinar árnar eru : Víðidalsá, Gljúfurá, Vatnsdalsá (Skriðuvað), Giljá og Laxá. Sú á er ör- skammt frá Blönduósi, og argasta vatns- fall haust og vetur, þótt hún sé ekki vatns- mikil. Eins er Gljúfurá. A báðum þess- um ám eru ágæt brúarstæði rétt við þjóð- veginn, og myndu brýr' á þær kosta smámuni eina. Sama er um Giljá, Víðidalsá og Vatnsdalsá, sem eru mikil vötn og opt ófærar af vatnavöxturn, en þó vanalega ferjutækar, sem hinar eru ekki. Er hin mesta nauðsyn á, að fá allar þessar ár brúaðar, og skammarlegt, að það skuli ekki vera búið fyrir nokkru. Álít eg að Húnvetningar geti vel gert sig ánægða með að bíða alllengi eptir akbrautinni, ef þeir fengju árnar brúaðar. Myndi þá verða einhver vegur til flutn- inga, ef þær væru aldrei farartálmi. Enda vill svo vel til, að hér um sýsluna, — á því svæði einkum, sem akbrautin á að liggja um — er til að vetrinum önnur braut ódýrari og betri: ísinn á vötnunum 1 Þingi, Vatnsdal, Vfðidal og vfðar. Þó verður ekki ekið sleðum frá búðardyrun- um á Blönduósi og fram á hvern bæ í þessum sveitum, eins og f Eyjafirði og Skagafirði. Þar má aka af kaupstaðar- torgunum eptir logandi svellgljá um allan þann hluta héraðsins, sem akbrautirnar liggja og eiga að liggja um. Virðist það heldur kátleg »komedía«, að byggja sam- hliða slíkum brautum, sem fást fyrir ekk- ert, akvegi, sem kosta tugi og hundruð þúsunda, til þess aðallega, að vera reið- vegi og klyfjagötur eptir sem áður. Er þess þó enn ógetið, að ár þessar og allar ár raunar, eru ávallt til þess búnar, að drepa menn, og valda þannig meiru og verra tjóni, en reiknað verði til fjár. Þetta er nú það, sem eg vildi sérstak- lega tala um að þessu sinni, af þeim vandræðum, sem Húnvetningar eiga við að búa um samgöngur innanhéraðs. Og auk þessa er þetta málefni almennings, því allar eru ár þessar á þjóðveginum milli Suður-, Norður-, Austur-, og Vestur- lands. Eg mun síðar taka til máls um þær hörmungar, sem allir þeir, er heima eiga kringum Húnaflóa, eiga að sæta um skipaferðir og siglingar. Hafa auðvitað aðrir gert það áður, en þar verður ávallt nægilegt efni til umræðu og athafna, til þess er full bót er á ráðin. £n áður en eg enda þessar línur, vil eg minnast á farartálma einn illan, sem er á vegi þeirra, er fara milli Norður- og Suðurlands, og sem snertir ekki fremur Húnvetninga, en aðra vegfarendur. Sá andskoti er Miklagil á Holtavörðuheiði; það er vatnsfall, sem rennur frá útsuðri, vestan úr Tröllakirkju og til landnorðurs í Hrútafjarðará nyrzt á heiðinni. Er það hið argasta vatnsfall og opt ófært, bæði af vexti og nppbólgu á vetrum. Er það heldur óþægileg kví að vera í, þegar maður er búinn að keyfa ófærð marga klukkutíma sunnan frá Fornahvammi, og koma þá að Miklagili ófæru og Hrúta- fjarðará ófærri líka. Við slíku lá í fyrra, þegar sunnanpósturinn fór norður snemma í janúar. Eg var þá með honum, og við vorum fulla io klukkutíma frá Eorna- hvammi að Miklagili, og langan tíma að leita hófanna við að komast yfir það. Mátti það heita ófært, var uppbólgið ofan á ís, og fóru allir hestar í taglhvarf, en frost var töluvert. Hygg eg að þá hefði illa farið, ef brostið hefði á norðanstór- hríð og frostgrimmd, sem opt vill tíðkast í Norðurlandi, og þó ekki hefði verið meira en það, að við hefðum mátt dúsa við gilið eða snúa aptur. Þetta vatns- fall þarf að brúa strax. Er mikil s m á n , að það skuli ekki vera brúað fyrir löngu, en mesta svívirðing, ef það dregst lengur en til næsta þings. — Brúarstæði eru nóg á því. Ritað 26. febr. 1908. Arni Árnason. „Nýjar kvöldvökur“ og J. J. í riti, sem nefnist „Nýjar kvöldvökur", gefnar út á Akureyri, eru meðal annars góðgætis kaflar, sem nefnast „bókmenntir", ritaðir af manni, sem finnst vissara að hylja sig, og kallar sig því að eins J. J. Eg er að vísu ekki markglöggur, en þó bygg eg að hann tilheyri andlegu stéttinni, þótt orða- lagið og rithátturinn beri með sér, að hann sé fremur lítt menntaður drengur. J. J. þræðir eptir mætti í kjölfar þeirra, sem Iastað hafa bækur þær, sem eg hef gefið út, og þykist sem þeir, gera það af umhyggju fyrir móðurmálinu(H), þótt fáum geti dulizt, að á bak við liggi allt önnur ástæða — náskyldari maganum. Eg fer nú að undirbúa nokkrar sögur til prentunar, og hef því engan tíma til að greina þann sora sundur, sem J. J. kastar fram, en gríp að eins eitt atriði af handa hófi, því nóg er af slíku á borð borið. J. J. fræðir Iesendur sína á þeim vísdómi(!), að í menningarlöndunum séu menn, sem riti sögur einungis af sulti, til að fá eitthvað í munn og maga. Andans postula þessum þykir þetta svo einstakt, að hann notar tækifærið að geta þess, og hyggur að hann með því geti fellt gildi þeirra bóka, sem þannig kunna að vera ritaðar. Honum er auðsjáanlega r ekki ljóst, að hvert það verk, sem unnið er meðal þjóðanna, stefnir fyrst og fremst að því beinlínis eða óbeinlínis, að uppfylla þarfir og þægindi líkamans, og og einmitt af því að einn eða annar vinnur verk, hvort heldur er að rita bók eða ann- að, og gerir það af brýnni þörf, eru miklu meiri líkur til að slík verk séu leyst betur af hendi heldur en þeirra manna, sem taka sér verk í hönd að eins til að stytta sér stundir frá sællífi og allsnægtum. Svo vil eg spyrja? í hverjum tilgangi eru „Nýjar kvöldvökur" gefnar út? Er það einungis af ást og umhyggju fyrir þjóðinni? Það er slður en svo. Þær eru háðar því algenga lögmáli, að vera mældar á matar- kvarðann, enda ekki undarlegt, ef þær ganga I gegnum andlegar greipar. En vilji J. J. halda fram því gagnstæða, mun eg glögg- lega sýna og sanna, að ritið er fulldýrt selt og auðsjáanlega stofnað í gróðaskyni. J. J. vítir harðlega á sína vísu sögur mínar fyrir efni þeirra, en í „Nýjum kvöld- vökum — sjálfs hans fóstri — er ein sú hroðalegasta „reyfara“-saga, sem frekast er unnt að hugsa sér, og gengur hún í gegn- um nær allan fyrsta árganginn, Hvernig sem eg lít á þessar árásir á bækur mínar, get eg ekki fundið annað, en þær séu ein- göngu sprottnar af öfund yfir hvað vel þær seljast. Og eptir því sem ráðizt er meira á þær, skoðað frá þessu sjónarmiði, eyk eg framleiðslu þeirra ár frá ári, án þess að taka tillit til sultar einstakra andstæðinga. Eg vona því að J. J. stilli sig, þótt hann sjái bækur mínar seljast hér eptir sem und- anfarið, og reyni sjálfur að rita það eitt, sem fólk vill lesa. En þótt eitthvað kunni að vera áfátt því er eg framleiði, jafn synd- ugur maður, mun hann vera í þeim flolcki manna, sem hrópar hátt til lýðsins um bróð- urlegt umburðarlyndi, þótt hann geri það fyrir munn sinn og maga. Reykjavík 2. apríl 1908. Jóh. Jóhannesson. Skemmt an ir. Hinn 28. og 29. f. m. var haldinn sam- söngur í Bárubúð undir forustu Brynjólfs Þorlákssonar organleikara, og var sú skemmtun mjög vel sótt. Öll voru lögin, er sungin voru, eptir landa vorn Svein- björn Sveinbjörnsson í Edínaborg, og öll við íslenzka texta, er prentaðir voru á söngskránni í heilu lagi. Hr. Einar Ind- riðason söng einsöngva og virðist honum veia að fara fram, heíur góða rödd, en ekki nógu æfða enn. Hngfrú Elín Matt- híasdóttir söng þar og einsöngva, þar á meðal lag við kvæði H. Hafsteins „Við Valagilsá", en það naut sín ekki hjá benni, vegna þess að það útheimtir miklu sterlc- ari og kraptmeiri rödd, en ungfrú Elín hefur yfir að ráða, og hefði þvl átt að syngast af karlmanni. En á því mun ekki hafa verið völ í þetta skipti. Ungfrú Elín hefur lipra og laglega söngrödd, en ekki mikla né víðtæka. Kórsöngurinn (karla og kvenna) tókst yfirleitt mjög vel, einkum við konungskomuljóð Þorsteins Gíslasonar. Hefur það eflaust kostað mikla fyrirhöfn fyrir söngstjórann, að æfa jafnstóran söng- flokk til að syngja Ijóð þessi jafnsamstillt og jafnliðlega, eins og þar var gert. Þótti skemmtun þessi hin bezta. Hinn 28. f. m. var haldin skemmtun í Goodtemplarahúsinu til ágóða fyrir út- breiðslusjóð templara. Hið nýstárlegasta við skemmtun þessa var það, að þar kom í fyrsta skipti fram á sjónarsviðið 11 vetra gamall piltur, Þórarinn Guðmundsson (tré- smiðs Jakobssonar hér í bænum) og lék nokkur lög á fíólín svo vel, að áheyrendur dáðust að því, hversu jafnungur piltur handlék hljóðfæri þetta fimlega, óttalaus og ófeiminn, sem alvanur fiðluleikari, enda var honum klappað mjög lof í lófa, og „kallaður fram“ aptur hvað eptir annað. Piltur þessi hefur haft nokkra hríð tilsögn hjá frú Henríettu Brynjólfsson, og kvað hafa frábærlega góða hæfileika í hljóðfæra- list, eins og hann líka sýndi þarna, jafn- ungur hnokki. Önnur nýung við skemmtun þessa var sú, að lítil telpa á reki fiðluleik- arans (dóttir Ólafs Eiríkssonar söðlasmiðs) flutti (bókarlaust) kvæðið „Litli fossinn" eptir Pál Ólafsson og tókst það furðu vel, með réttri áherzlu, þar sem vera átti, og með góðum skilningi á efni kvæðisins, eptir því sem við mátti búast. Mannalát og slysfarlr. Hinn 25. febr. síðastl. andaðist Krist- ján Sigfússon yfirkennari barnaskól- ans á Akureyri, rúmlega fertugur (f. 22. apríl 1866), vandaður maður, og bezti drengur. Hann var son Sigfúsar bónda Guðmundssonar, er fyrrum bjó á Varðgjá, og Margrétar Kristjánsdóttur frá Sigríðar- stöðum Arngrímssonar. Um mánaðamótin febr,—marz varð úti í Fnjóskadal Björn Jónsson „búfræö- ingur" frá Austari-Krókum þar í dalnum. Elding drepur hesta. Hinn 5. f. m. snemma morguns sló eld- ingu niður í hesthús hjá Benedikt bónda Kristjánssyni í Einholti á Mýrum I Austur- Skaptafellssýslu. Voru 5 hestar í húsinu og drap eldingin 3, en 2 biluðust eitthvað eða skemmdust. Hafði sézt far í moldar- gólfinu, eins og eptir mannshandlegg, er skrifað þaðan að austan. Kappglíma var haldin hér í Iðnaðarmannahúsinu í fyrra kveld um silfurskjöld þann, er glímu- félagið „Armann" hefur látið gera handa mesta glímumanni Reykjavíkur, að afstað- inni kappgllmu, er eptirleiðis skal halda 1. febrúar ár hvert. Vinni sami maður skjöldinn þrisvar f röð, verður hann full- kornin eign hans. Við þessa fyrstu kapp- glímu um skjöldinn var húsfyllir af áhorf- endum og troðningur svo mikill við inn- ganginn, að sjaldan eða aldrei hefur meiri verið við nokkra skemtun hér, og þóttust margir þar komast í hann fullkrappan. En aðsókn þessi er gleðilegur vottur þessv að Reykvíkingar eru farnir að hafa áhuga á þessari fornu þjóðlegu list vorri — glím- unum — og sýna þeim viðurkenningu. 1 kappglímu þessari tóku þátt 12 reyk- vískir glímumenn: Benedikt Sveinsson, Eyjólfur Björnsson, Guðmundur Sigurjóns- son, Guðmundur Stefánsson, Guðjón Kr. Jónsson, Hallgrímur Benediktsson, Her- mann Stefánsson, Jónatan Þorsteinsson, Ólafur Magnússon, Sigurður Sigurðsson, Sigurjón Pétursson og Snorri Einarsson. Skjöldinn vann, samkvæmt úrskurði dóm- nefndarinnar, HalIgrfmurBenedikts- son verzlunarmaður, sá hinn sami, er 1. verðlaun vann á Þingvöllum í sumar er leið. Hann vann 11 glfmur og tapaði engri. Næstur honurn gekk Sigurjón Pétursson verzlunarmaður, vann 10 glímur, tapaði 1 (að eins móti Hallgrími), þá Guðmundur Stefánsson með 9:2 og Jónatan Þorsteins- son með 8 : 3. Landsyfirrétturinn. Sú breyting er nú á honum orðin, að' Lárus E. Sveinbjörnsson háyfirdómari hefur fengið lausn í náð frá embætti 3p, f. m., og var Kristjáni Jónssyni 1. með- dómanda veitt það embætti s. d., en Jón Jensson settur 1. meðdómandi og Eggerti Briem skrifstofustjóri 2. meðdómandi. L. E. Sveinbjörnsson hefur verið í lands- yfirréttinum rétt 30 ár (síðan 1878), þar af tæp 20 ár forstjóri réttarins eða síðan 1889.. Hann var sæmdur kommandörkrossi dannebrogsorðunnar 1. floklri um ieið og hann fékk lausn frá embættinu. Um Vlðvíkur-prestakall sækja séra Einar Pálsson í Gaulverjabæ, séra Jónmundur Halldórsson á Barði, séra

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.