Þjóðólfur - 15.04.1908, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 15.04.1908, Blaðsíða 2
66 ÞJÓÐOLFUR. þeir hlífi sér við slíkri aðferð, þeim mun fremur sem þeir, sem mesta ullina eiga, hafa hana optast lakari en þeir, sem minni ull eiga, en á hinn bóginn gera mikinn reikning við verzlunina, ef þeir eru kyrrir, enda gcrir kaupmanninum þetta ekki svo mikið til, það erum við, bændurnir, sem bíðum skaðann, það erum við, sem fáum þeim mun minna fyrir ullina, sem hún er verri. Mikið af þeirri ull, sem lögð er 1 kaupstað hvít (að eg ekki tali um mis- lita) að minnsta kosti i Reykjavík, — annar- staðar er eg ekki svo kunnugur — er þannig að allri verkun, að hreinustu undantekn- ingar eru, ef nokkur kona í sveit léti vinna úr henni í sokka heima eins og hún er; og á meðan slík vöndun er á henni, þarf maður naumast að vonast eptir góðu eða jöfnu verði fyrir hana til langframa, og má enda heita furða, hvað hún hefur þó verið í verði. Nei, kaup- menn bæta ekki ullarverkunina að neinu liði, sú alda verður að koma frá okkur bændunum, helzt með sameiginlegri verk- un fyrir fleiri 'bæi. Eg vildi því skjóta þeirri spurningu til rjómabúasambands Suðurlands eða »Ingó!fsfélagsins« á Stokks- eyri, sem er bændaverzlun, hvort það vildi ekki taka þetta mál til athugunar, áður en langt um líður. Þess væri full þörf. Srajörið frá rjómabúunum hefur í ár verið yfirleitt með minna móti, sem eg hygg að .stafi af því, hve sumarið var stutt fyrir málnytupening, því eptir snjó- inn (2. sept.) mátti heita að málnyt væri að öllu leyti horfin, að minnsta kosti hér um. Einnig var sala á smjörinu að mun lakari en 1 fyrra frá þessu rjómabúi, sem hér er, 5 a. til jafnaðar, og svo var víst víðar, enda sumstaðar meir. — Þó virð- ist keyra fram úr hófi hækkun á alls- konar fiskæti og útlendri matvöru. Harð- fisksvætt t. d. 28 kr., saltfiskur (stútungur) 14 kr. forugur og söndugur, og yfirleitt öll soðning eptir þessu, eða með öðrum orðum 1 pd. af harðfiski 35—40 a., 1 pd. af saltfiski slæmum af trollurum 171/2 e-> en kjötið seljum við frá 18—26 a. pd., og verð eg að álíta það ekki góða verzlun. Að þessu öllu athuguðu, ásamt sístíg- andi kaupgjaldi ár frá ári til allra, sem að einhverju leyti fást til að vinná að landbúskapnum og auknum árlegum út- gjöldum til allra stétta, virðist ekki ótrú- legt, þótt bændur megi hafa gát á sér, að verjast skuldum í hverju meðalári. — En þó hef eg nú samt þá trú, að menn mundu lengi klóra í bakkann, ef menn hefðu nóg fólk eða nægilegt og ráð með að fá fé til að vinna jörðum sínum eitt- hvert verulegt gagn, sem yrði til þess, að á sínum tíma gæti verið hægt að fram- leiða sama fénað með færra fólki. Það er aðalskilyrðið, ásamt allri vöru- vöndun og batnandi verzlun, og eg þykist vera viss um það, að það er allur fjöld- inn af bændum, sem vita þetta, — en að koma því í lag, það er þyngri þrautin. Það sem mér finnst liggja allra næst þessu viðvíkjandi, er að girða túnin og slétta þau, og gera það vel. Og aldrei get eg annað en sársaknað gaddavírsgirðinga- laganna frá þinginu 1903, og trúað gæti eg því, þótt mér væri sagt það, að þau lög hefði alþingi samið, sem landbændur á íslandi mættu bezt þakka, en því und- arlegri þykir mér alltaf sú mótspyrna, sem þau fengu hvaðanæfa að. En það er trúa mín, að nú mundu þeir verða teljandi, scm hefðu á móti þeim afsveitabændum, en margir, sem vildu nota þau og þakka fyrir. Þvl eins og eg tók fram, munu flestir bændur sjá, hvað þetta tvennt er þeim nauðsynlegt, að girða og slétta; þó eru fæstir, sem geta komið því í fram- kvæmd, og er bæði að bændur hafa ekki fleiri mönnum á að skipa, en þeir þurfa til vanalegrar vinnu, sem gera þarf, og þá hitt ekki síður, að bændur geta ekki fengið svo hentug peningalán, sem þeim geti komið að verulegu liði. Því hvor- tveggja, að girða túnin og slétta þau að miklum mun á stuttum tíma, kostar mikla peninga í byrjun, sem strax'þarf að borga, en gefa ekki af sér slíkar upphæðir ( fljótu bili, og verður ekki nema um það að gera, eins og nú er, að vinna ekki nema svo lítið árlega, að það geri bæði jörð- inni og bóndanum lítið til, hvort það er unnið eða ekki, eða þá að taka bráða- birgðarlán til þess, ef það þá fæst, og svo að reyna að borga það sem fyrst aptur, með því að seija svo og svo rnikið af bú- stofninum, og er hvorugt gott, og seint verða jarðir bættar að stórum mun, með- an að svo gengur. Og þótt okkur sé rit- sími nauðsynlegur um sveitirnar, og því skal alls ekki neita, þá álít eg að okkur sé þó miklu nauðsynlegra að geta fengið hentug lán til að geta bætt ábýlisjarðir okkar, svo að á þeim sé lífvænt, ásamt nauðsynlegum vegabótum um sýslurnar og sveitirnar, þvf aukning allra vegabóta getur átt drjúgan þátt í þvf, að viðhalda og efla landbúskapinn. 2V3 ’o8. Bjarki Arnesingur. Söfnum voru afli í eitt. Eitt af þeim málum, sem ættu að vera efst á dagskrá hér austanfjalls, í Árnes- og Rangárvallasýslum, er sameining verzl- unarfjelaganna. Menn hafa almennt ekki getað gert sér ljósa grein fyrir, af hvaða orsökum hinir mörgu leiðandi menn þess- ara héraða ekki hafa ennþá getað komið sér saman um stofnun eins allsherjar- verzlunarfélags fyrir sýslur þessar. Það hefur þó verið brýnt fyrir mönnum nú hin síðari árin, nytsemi slíks almenns fé- lagsskapar — samvinnufélagshugmyndin. — Mér finnst tilgangslítið, að lýsa hér hinum ýmsu kaupfélögum og pöntunar- félögum, er npp hafa þotið hér á nokkr- um árum, stundum með stórt höfuð, en rýrnað svo eða orðið að engu, í hönd- um húsbænda sinna, og mætti eflaust rekja ýmsar orsakir til þess. — En hitt finnst mér meira vert, að athugað sé, hvernig nú standa sakir. Nú er allmikið af verzlunarmagni Suðurlandsundirlendis- ins í höndum tveggja verzlunarfélaga, »Ingólfs« og »Heklu« á Stokkseyri og Eyrarbakka. Þar sem þessi tvö félög virðast nú vera stofnuð f sama tilgangi, nl. með sameignarkaupfélagshugmynd fyr- ir markmið, er nú þykir áreiðanlegasta trygging fyrir eðlilegu og heilbrigðu við- skiptalífi, og þar sem nú stofnendur þessara félaga búa á sama verzlunarsvæði, þá kemur það illa út, ef þessi félög sameina ekki krapta sína hið fyrsta. Það virðist augljóst, að sllkur félagsskapur sem sá, að Árnes- og Rangárvallasýslur ættu eitt samvinnukaupfélag, er hefði í höndum alla útlenda og innlenda verzl- un, sem rekin verður, úr þessum sýslum, á Stokkseyri og Eyrarbakka eða vlðar, hefði mikla þýðingu. Eg er sannfærður nm, að bændur í þessum sýslum legðu óhikað fram nægilegt hlutafé til að geta rekið slíka verzlun, þegar þeir vissu, að kraptarnir væru sameinaðir 1 eitt. Þar í liggur svo margt og mikið, er hér verður ei talið. Meðal annars það, að í því fé- lagi hlyti að verða svo mikið mannval, að hægt væri að velja vel hæfa menn, sem hefðu fyllsta traust almennings til að stjórna því og reka verzlun 1 stórum stýl. Og verzlunarmagnið yrði þá mjög rnikið, svo hægra veittist að launa góð- um starfsmönnum sæmiiega. Eg fæ ekki betur séð, en að mestallir vöruflutningar frá Reykjavík hér austur í sveitir á hest- um og vögnum, gæti horfið með vel starf- andi stórverzlun á Stokkseyri og Eyrar- bakka, sem hefði ráð á góðum samgöngu- færum á sjó fyrir suðurströnd landsins (og sem ætti að fá styrk af landsjóði). Einn- ig mundu þá öll rjómabú úr Árnes- og I Rangárvallasýslum flytja smjör sitt til nefndra verzlunarstaða. Bændur hér í sýslum ættu að athuga vel, hvað ferða- lög til Reykjavíkur kosta miklu meira, en til Eyrarbakka, áhverjum tíma árs, sem er. Þar sem fólkseklan í þessum héruðum er talin mesta meinið, þá er vaninn of rík- ur, að gera lítið úr vinnutapinu móts við ímyndaðan hagnað af verzluninni við Reykjavík, sem opt er lítill, en sem þó tekur mikinn tíma. — Þegar maður virð- j ir fyrir sér hið núverandi ástand og fyr- j irkomulag verzlunarfélaga þeirra, er byggja ! hér búðir, er auðséð, að með því fyrir- { komulagi, sem nú er, hafa fleiri menn j stjórnarvöld og stöður, heldur en í ef sameining ætti sér stað, og virðist óheppilegt, ef að sú hlið tefði framgang málsins. — Það er lítið vafamál, að ef hinar háttvirtu stjórnir áðurnefndra fé- laga fyndu köllun hjá sér til að koma í umræddu nauðsynjamáli 1 framkvæmd, þá mundu meðlimir þessara félaga, sem þau j grundvallast á, kunna þeim beztu þakkir fyrir, og hluthafatalan aukast stórkostlega; þá kæmi eindrægni og traust, en sundr- ung og vantraust hyrfi, og væru það góðar afleiðingar. Ormstöðum í marz 1908. Jóhannes Einarsson. t Islandsförin 1907, bókin um konungsleiðangurinn hingað, er Gyldendal gefur út, verður eigulegust fyrir myndir þær, er hún flytur, en textinn virð- ist vera fremur lítilsháttar, því að auk þess, sem bókin er rituð frá hádönsku sjónarmiði, með afarvæminni konungstil- beiðslu, sem Dönum er svo eiginleg, þá bólar þar allvíða á sömu vanþekkingunni á landi og þjóð, sem ávallt og alstaðar gengur aptur f flestu, sem danskir mennta- menn rita um oss. Eru nú komin út 9 hepti af bók þessari, og mun hún þvl nærfellt hálfnuð. Er sögunni þar komið, er konungsfylgdin er á leið til Þingvalla. Allvíða eru íslenzku nöfnin afbökuð, t. d. Are Jonssen prófastur (þ. e. Árni Jónsson), prófessor Bjarnason, Steffensen landshöfð- ingi o. s. frv. Guðm. Björnsson land- læknirverður »Fysikus Björn Björnson«, nema það eigi að vera Björn sýslumaður á Sauðafelli, er höfundurinn kallar lækni(I). Það verður ekki séð, hvort heldur er. Sumar aðrar vitleysur eru þó enn kát- legri, eins og þar sem dr. Jón Þorkelsson er ekki að eins kallaður landskjalavörður, heldur einnig leikhússtjóri Reykjavíkur(I). Er hann látinn taka á móti konungi á bryggjunni, er hann kemur fyrst í land, ásamt dr. B. M. Ólsen. Reyndar kveðst dr, Jón alls ekki hafa komið niður á bryggjuna við þetta tækifæri, en það gerir minna til. Höfundunum hefur fundizt sjálfsagt, að leikhússtjóri(l) höfuðstaðarins heilsaði upp á konung, auðvitað 1 embættis nafni. — Með gleiðletri hafa höfund- arnir prentað ávarpsorð ráðherrans til kon- ungs, er hann stígur á land. Segja þeir, að enginn hafi reyndar heyrt þau, nema Haraldur prins, en þau hafi verið á þessa leið: »Velkominn til þessa hluta af rfki yðar, herra konungur (»Velkommen til denne Del af Deres Rige, Herre Konge!«). Þetta ávarp hefur heldur en ekki fallið í kramið. En það er víst enginn vafi á, að ráðherrann hefur alls ekki kom- izt þannig að orði, enda hefur höf- undunum þótt vissara að slá varnaglann, að enginn hafi heyrt þetta nema prins- inn(!). En þessi tilbúningur er í fullu samræmi við þá stefnu höfundanna, er lýsir sér svo berlega f öllu þessu riti, að koma því alstaðar að og leggja áherzlu á það, að Island sé að eins hluti úr Dan- mörku. Þá er bókin er öll komin út, verður ef til vill minnzt nánar á hana í heild sinni. „Sterling" kom hingað í fyrra dag snemma morg- uns. Farþegar með honum Th. Thor- steinsson kaupm. og Aall-Hansen verzl- unarm., Jón Brynjólfsson kaupm. og frú hans, Ólafur Hjaltested kaupm., G. Zoéga yfirkennari, Einar Markússon kaupm. frá Ólafsvík, Matthías Ólafsson kaupm, frá Haukadal í Dýrafirði, Nielsen verzlunarm. frá Eyrarbakka, Þórður Lýðsson verzl- unarm., Gunnlaugur Þorsteinsson umboðs- sali, Friðrik Jónasson frá Hrafnagili, ung- frú Helga Brynjólfsdóttir frá Engey, 2 Þjóðverjar og 1 dönsk frú, ennfremur Gísli Johnsen konsúll frá Vestm.eyjum, Þrjá botnvörpunga hefur »Valurinn handsamað síðan í byrjun þessa mánaðar. Fór hann með tvo þeirra inn til Vestmannaeyja, en hinn þriðja kom hann með hingað til Reykja- víkur 8. þ. m. Einn þessara botnvörp- unga var enskur, hafði hann verið f land- helgi við Vestmannaeyjar, en ekki haft vörpuna í botni, svo að hann slapp með 1200 kr. sekt, en fékk að halda afla og veiðarfærum. Hinir fundust báðir við veiðar fram undan Skaptalellssýslu. Var annar þeirra þýzkur, en hinn franskur. Voru þeir sektaðir um 1200 kr. hvor og afli og veiðarfæri gert upptækt. Aflann fengu þeir þó báðir keyptan aptur. Rekstur landsimans 1907. Samkvæmt skýrslu, sem landsímastjór- inn hefur sent Þjóðólfi, hefur a r ð u r i n n af rekstri landsímans síðastliðið ár orðið tæpar 5000 krónur: Tekjurnar hafa verið þessar: Símskeyti innanlands . . kr. 5770,00 ----til útlanda*) . . — 10047,30 ----frá útlöndum . — 5256,49 Símasamtöl..................— 22482,00 Aðrar tekjur (viðtengingar- gjöld, símnefni o. s. frv.) — 3614,41 Tekjur alls kr. 47,170,20 Gjöld símans hafa verið: Laun starfsmanna (þar með talinn lands- símastjórinn), þóknun til landsstöðva o. s. frv..................kr. 22087,25 Viðhald á símanum ... — 10352,20 Önnur gjöld.................— 9737-32 Gjöld alls kr. 42,176,77 Tekjurnar hafa þannig farið fram úr gjöldunum um 4993 kr. 43 au. Esperantó ryður sér æ meir og meir til rúms út um heiminnn. Síðustu fregnir af því segja meðal annars, að Belgíustjórn hafi gefið út skipun um að taka npp kennslu í esperantó í herforingjaskólanum þar í landi, og skuli það verða skyldunáms- grein. Hingað til munu fáir hafa lagt stund á esperantó hér 4 landi, og mun það einkum stafa af því, að engin kennslu- bók hefur verið til á íslenzku. En nú verður bætt úr þessu, því að í sumar er von á kennslubók eptir Þorstein Þorsteins- son cand. polit. Var hún fullbúin til prent- unar í haust, er leið, en útgáfunni þá frestað vegna þess, að til tals kom að gera nokkr- ar breytingar á esperantó og óséð var um, hvern árangur þær uppástungur mundu íá. En með þvf að svo virðist nú, sem engar verulegar breytingar muni verða gerðar á málinu, hefur ekki þótt rétt að fresta útgáfunni lengur. Prestkosning fór fram í Reykholtsprestakalli n.þ. m. Kosinn var séra Einar Pálsson í Gaul- verjabæ með 67 atkv. af 113, er atkvæði *) Þar af eru 1200 kr.' fyrir veðursím- skeyti til útlanda.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.