Þjóðólfur - 24.04.1908, Page 1

Þjóðólfur - 24.04.1908, Page 1
60. árg. Reykjavík, föstudaginn 24. apríl 19 08. JS 19. Um sambanðslaganejnðina fréttist fátt eða ekkert með vissu, nema það eitt, er telja má áreiðanlegt, að nefndin ljúki störfum sínum fyrir eða um miðjan maí. Á ýmsum hviksögum um störf nefndar- innar er ekkert að byggja, nema hvað enginn vafi þykir leika á því, að ísl. nefndarmennirnir hafi orðið og séu sam- mála innbyrðis. Og það skiptir afarmiklu eins og Þjóðólfur hefur svo opt fyr lagt áherzlu á. Vitanlega hefur engum manni dottið í hug, að íslenzku nefndarmennirn- ir gætu orðið sammála um einhvern ó- verulegan lítilsháttar bræðing, heldur um einhver stórþýðingarmikil atriði, einhverj- ar mikilsháttar réttarbætur. Þá er talað hefur verið um, að samkomulag væri æski- legt milli ísl. nefndarmannanna, þá hetur ávallt verið gert ráð fyrir því sem sjálf- sögðu, að slíkt samkomulag væri bezta tryggingin fyrir því, að árangurinn af starfi nefndarinnar yrði góður, því að gagnvart samheldni íslendinga, ættu Danir erfiðara með að þverskallast gegn kröf- um fulltrúa vorra. Nú vita menn auðvit- að ekki með vissu, hvort dönsku nefndar- mennirnir hafi fallizt á þessar kröfur. En vonlaust er það ekki. Og má þá vænta góðs árangurs af öllu starfinu, þótt of- snemmt sé enn að segja nokkuð af eða á um það, meðan úrslitin eru ekki kunn. Það er og ef til vill ofsnemmt enn að gera mikið úr samkomulagi ísl. nefndar- mannanna, en enginn mun geta furðað sig á því, þótt vér hér heima látum oss mál þetta miklu skipta, og bíðum með óþolinmæði eptir úrslitunum. Það er held- ur engin furða, þótt tekið sé fegins hendi öllu því, er bendir í áttina til þess, að nefndarstörfin fái hinn bezta árangur, en þýðingarmesta bendingin i þessa átt, er einmitt samkomulag ísl. fulltrúanna, því að engum getur komið til hugar að 7 völdum mönnum, sitt af hvorum stjórn- málaflokki, skjöplist svo sýn, að þeir verði sammála um hégóma einn eða annað verra. Slíkt getur naumast komið til nokkurra mála. En þá er það er útilok- að, getur ekki verið nema um eitt að ■ræða: þýðingarmiklar, sameiginlegar kröf- ur, bornar fram einhuga af tveimur mjög andstæðum flokkum. Ætti það ekki að vera gleðiefni hverjum góðum íslendingi, sem metur meira heill þjóðar sinnar, en viðhald gamáls og ógæfusamlegs flokks- haturs? JÚ, sannarlega. Hitt eru alger- lega ósæmilegar getsakir og ósamboðnar hverjum góðum dreng og góðum íslend- ingi, að gera ráð fyrir því, að samkomu- ilagi þessu hljóti að vera þannig háttað, að annaðhvort hafi þjóðræðisfulltrú- arnir í nefndinni látið gabbazt og ginnast til að vera með í einhverjum einskisverð- itim eða jatnvel sviksamlegum bræðingi, e ð a ráðherrann og fulltrúarnir úr hans flokki hafi gengið inn á fyllstu réttarkröf- ur af hræðslu, yfirdrepsskap eða prettum, og til að afla sér kjörfylgis í bráð, en ætli sér eptir á að svíkjast undan merkj- um og gera allt ónýtt. Þetta er vitan- lega sú fjarstæða, sem engri átt nær. Hafi ráðherrann og flokkur hans í nefnd- inni gengið engu ósleitulegar fram í rétt- arkröfum vorum, en þjóðræðisfulltrúarnir og það er engin ástæða til að efast um það, þá h 1 ý t u r það að efla stórum veg og fylgi ráðherrans í landinu, eins og sjálfsagt er, alveg eptir sömu lögum, eins og vegur hans mundi þverra að öðrum kosti. Þetta v e r ð u r að viðurkenna af- dráttarlaust, hvort sem einstökum mönn- um, sem gegnsýrðir eru af blindu flokks- hatri og hleypidómum gagnvart ráðherra persónulega, er það ljúft eða leitt. Þar er ekkert undanfæri, engin tök á að smjúga fram hjá því fyrir hvern þann, er ekki vill með réttu vera sakaður um pólitiskan ódrengskap. Það eru málefnin en ekki mennirnir, sem eiga að vera mælisnúra fyrir framkomu hvers drenglundaðs stjórn- málamanns. Það er að vísu ofsnemmt enn að segja með fullri vissu, á hvora sveifina almenningsfylgi ráðherrans og hans flokks snýst, eptir þetta nefndar- starf. En telja má sennilegt, að það verði heldur á hinn betri veginn, ef það reyn- ist rétt, sem fullyrt er, að ísl. fulltrúarnir hafi allir verið sammála. En þetta kem- ur allt von bráðar í ljós, er úrslitin verða að fullu kunn. Og mun þá hvorki skorta skraf né skriptir. hefur fengið uppgripa-afla á liðnum vetri, öll skipin komið hvert eptir annað sneisa- full af fiski. Á 4 dögum nú um páskana fékk eitt þeirra (»íslendingur«, skipstj. Elías Stefánsson) 17,000. Það þykir góð- ur 5—6 vikna afli á þilskip með 20— 25 mönnum. Á nokkrum dögum fékk og »Marz« (skipstjóri Hjalti Jónsson) 38,000. Þau munu nú vera fimm alls botnvörpuskipin, sem Islendingar eiga að öllu eða mestu leyti, og er það álitleg byrjun á svo stuttum tíma, því að það er ekki meira en 3—4 ár síðan fyrsta skipið var keypt. Eru allar líkur fyrir, að þessi útvegur verði einmitt framtíðarútvegur vor, því að vér Islendingar hljótum að fylgjast með öðrum þjóðum í þessu epfir efnum og ástæðum. Uppgripin eru svo marg- falt meiri á botnvörpuskipum, aflinn svo miklu fljótteknari þar en á þilskipum, að því er ekki saman að jafna, ef fiskur er annars fyrir. Að vísu er botnvörpuút- gerðin kostnaðarmeiri en þilskipaútgerðin, en sá kostnaðarmunur á margfaldlega að vinnast upp með miklu meiri afla, og vinnst þráfaldlega meira en það, þótt misbrestasamur geti afli einnig orðið á botnvörpuskipum, eins og gefur að skilja. Bezti aflatíminn er fyrri hluti árs, fram í júnímánuð, en lakari síðari hluta ársins. Englendingar halda skipum sínum samt úti allt árið um kring, þykir ekki tilvinn- andi að láta þau »standa uppi« nokkra mánuði. Hér er enn svo lítil reynsla fengin með þessari veiðiaðferð, að ekki verður sagt, hvernig íslenzkir botnvörpu- skipaeigendur haga sér í þessu, en senni- lega halda þeir skipunum úti allt árið, en láta þau ekki hvíla sig nær hálft árið, eins og gert hefur verið með þilskipin. Það er og einn kostur botnvörpuskipa, að lífi manna á þeim er að jafnaði ó- hættara en á þilskipunum, að minnsta kosti undir stjórn íslenzkra skipstjóra, sem nákunnugir eru hér við land. Það er lítt að marka, þótt nokkur útlend botnvörpuskip hafi farizt hér án mannbjargar. Mun það optast hafa verið fyrir ókunnugleik skip- stjóra. Þá er tekið er tillit til hins mikla manntjóns, er orðið hefur hvað eptir ann- að á ísl. þilskipum, þá er ekki lítils um það vert, ef ráðin yrði bót á þessum stór- kostlega annmarka þilskipaútvegsins, er svipt hefur hið fámenna land vort svo mörgum hraustum og ötulum drengjum á bezta aldri. Slíkt tjón verður trautt til peninga metið. Fyrir 12 árum (1896) stakk Þjóðólfur upp á, að Islendingar reyndu að koma sér upp gufuskipum til botnvörpu- og lóðaveiða, því að »botnvörpuvoðanum«, er þá var svo mikið talað um, yrði hvort sem er aldrei afstýrt, og bannið gegn því að hirða fisk frá útlendum botnvörpu- skipum, væri árangurslaust og áhrifalaust, eins og það reyndist. Eina ráðið væri, að taka upp sömu veiðiaðferð sem Eng- lendingar, úr því að ekki væri unnt að bægja þeim í burtu frá landinu. Var stungið upp á, að landsjóður gengi á undan í þessu, með því að kaupa 4—5 skip til þessara veiða, með því að þá var ekki gert ráð fyrir, að einstakir menn væru þess megnugir, að leggja fram það fé, er til þessa þyrfti f upphafi. En tím- arnir hafa breytzt sfðan. Þessu var auð- vitað lítill gaumur gefinn þá, því að þá var sú skoðun efst á baugi, að botnvörpu- veiðar gereyddu öllum fiski, og að hér mundi ekki fást branda úr sjó eptir nokk- ur ár, þá er botnvörpuskipin hefðu sópað allt. En sú hégiljahefurgersamlegafallið um koll, eins og aliar aðrar hégiljur, sem reynsian hefur murkað lífið úr. Síðan Englendingar fóru að reka botnvörpu- veiðar hér við land 1893—1894, hafa komið beztu aflaár, bæði fyrir ísl. þilskip og á opna báta, engu lakari en þau árin, er bezt voru áður. Það verður því alls ekki sagt, að botnvörpuveiðarnar hafi haft nokkur skaðleg áhrif í þá átt, að undan- skildum skemmdum á veiðarfærum lands- manna, er töluverðar hafa verið opt og einatt, en þó eflaust meira orð á gert, en verið hefur. Það er ekki útlendu botn- vörpuskipunum að kenna, að bátaútveg- urinn hefur þverrað, og enda lagzt að mestu leyti niður í sumum sjóplássum. Það er þilskipaútvegurinn, sem á mestan þáttinn 1 þvf, eins og sést ljósast á því, að undir eins litnar yfir þeim útveg aptur, þá er apturkippur kemur í þilskipaútveg- inn. Og þessi apturkippur er þegar kom- inn, og heldur að aukast. Er það að vísu leiðinlegt, en ofur eðlilegt, því að vöxtur þessa útvegs, er mestur varð og allskyndilegur fyrir og um aldamótin, var ekki byggður á réttum, heilbrigðum grund- velli. Utgerðin var of dýr, mannahald of kostnaðarsamt í samanburði við arð- inn. Kröfur háseta uxu stöðugt og úr hófi fram, þá er eptirspurnin eptir vinnu- kraptinum varð svo mikil, og afleiðingin varð sú, að ýmsir þilskipaeigendur, er kraptminnstir voru, neyddust til, er fram liðu stundir, að hætta útgerðinni. Hún var orðin svo dýr. Af hálfu löggjafar- valdsins var gert mikið að því, að efla þilskipakaup landsmanna með því, að veita ódýr lán úr landsjóði. Þetta var auðvitað gert í góðum tilgangi, en með minni framsýni, en vera átti. Menn skildu ekki, eða vildu ekki skilja, að það voru að koma og komin tímamót í íslenzkri fiskiveiðaútgerð, að gagngerð breyting á útveginum var í aðsigi og óhjákvæmileg, og að þessvegna var óhyggilegt að leggja mikið af fé landsins og einstakra manna í útveg, er aðrar þjóðir voru að hverfa frá og leggja niður. En þá var hér á landi lögð áherzla á, að erlendis mátti þá fá ódýr skip, er eigendurnir voru að losa sig við, en þess ekki gætt, að að bví mundi reka fyrir oss innan skamms, að vér yrðum einnig að losa oss við þessi skip. En hverjum eiga svo Islendingar að selja? Einhverjum, sem eru styttra á veg komnir en vér. En hvar er þeirra að leita? Vér erum hræddir um, að það verði lítill markaður fyrir skúturnar okk- arr þá er vér getum ekki notað þær lengur. Á síðustu árum hefur mikið fé verið lagt í mótorbáta hér á landi. Vér viljum engu um það spá, hversu sá útvegur verð- ur endingargóður. En allar horfur eru á því, að hann verði að eins millispor, er hlaupa hefði mátt yfir, og því fé hefði verið betur varið öðruvísi. En sízt skal því neitað, að bæði þilskipin og mótor- bátarnir hafa fært mörgum töluverðan arð og veitt fjölda manns atvinnu, svo að það er síður en svo, að því fé, er til þessa hefur verið varið, hafi að miklu leyti verið á glæ kastað. Það dettur engum manni í hug að segja. En því verður hins veg- ar ekki neitað, að framkvæmdir þessar 1 þilskipa- og mótorbátakaupum eru og verða að eins millispor til annars veiga- meiri útvegs. 'En víxlspor þurfa það vit- anlega ekki að vera. Svo mikið hafa menn þó lært á síðari árum af reynslu annara þjóða, að það sem þótti fjarstæða ein, og enda óhæfa, að minnast á 1896, það er nú (1908) komið til framkvæmda, og þykir vel gef- ast. En það er íslenzk botnvörpuútgerð. Svona getur veður breytzt í lopti á ekki lengri tíma. Og það er enginn vafi á því, að á næstu 12 árum verður tiltölu- lega engu minni breyting á hugsunarhætti og framkvæmdum manna í þessu efni. Það þykir ef til vill fjarstæða nú að spá því, að árið 1920 gangi jafnmörg íslenzk gufuskip til fiskiveiða frá Reykjavík, eins og þilskip ganga nú, en þau verði þá að mestu eða öllu úr sögunni. Sennilegt er, að þessi spá muni rætast. Og það liggur við, að það sé engin spá, heldur vissa. „Sterling" lagði af stað héðan til útlanda í fyrra kveld með þessa farþega: Einar Bene- diktsson f. sýslumann og systur hans frú Kristínu Pálsson, Friðrik Jónsson kaupm., Magnús Blöndahl framkvæmdastjóra, Sig- fús Blöndahl umboðssala, frk. Önnu Guð- mundsdóttur (snikkara Jakobssonar), Stef- án Sandholt, ennfremur 2 Þjóðverja og 5 danska sjómenn.

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.