Þjóðólfur - 24.04.1908, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 24.04.1908, Blaðsíða 2
70 ÞJÓÐÖLFUR. i wiir á Eptir J. Salvesen hersi. (Þýtt). Er nokkur byggð á hinum plánetunum? Við skulum byrja á þeirri plánetunni, sem mest hefur verið rætt og ritað um, en það er Mars. Sumir halda því fram, að þar muni byggð vera. Þeir þykjast finna sann- anir fyrir því meðal annars í »síkjakerfi« því, sem prófessor Schiaparelli o. fl. hafa athugað, og ímyndunaraflið hefur gert að stórfenglegum áveituskurðum, er Ibúarnir ættu að hafa gert af hugviti sínu. En þar sem menn líka hafa athugað mörg samsíða slki, geisilöng og allt að 600 stikum á breidd, sem á skömmum tíma taka breytingum og hverfa stundum alveg, hljóta menn að komast að þeirri niðurstöðu, að kenningin um, að byggð sé á Mars, hafi eigi við nægileg rök að styðjast. Plánetan Tellus (það er jörð sú, er vér byggjum), er hér um bil helmingi stærri en Mars, en fjarlægð Mars frá sólunni er hér um bil 2/3 af fjarlægð jarðarinnar frá sóiunni. Að því er kemur til aldursins, er það skoðun sumra, að Mars sésúeina af ytri reikistjörnunum, sem sé eldri en Jörðin, og er það talið sem sönnun þess, að Mars sé kominn á hærra framþróunar- stig og Ibúar hans hafi náð meiri and- legum þroska, en Jarðarbúar. En ef vér gætum þess, að hann er minni en Jörðin og andrúmsloptið þar af leiðandi þynnra, álíka sem á efstu fjallatindum Jarðarinnar, og að hann er töluvert lengra burtu frá sólunni, hljótum vér að komast að þeirri niðurstöðu, að Mars sé óbyggilegur, að minnsta kosti fyrir menn og æðri dýra- og jurtategundir. Með þvf að það er nú vísindalega sann- að, að 4—5 stiga lækkun á meðalhita Jarðarinnar mundi verða þess valdandi, að ný ísöld rynni upp, að minnsta kosti yfir nokkurn hluta jarðarirmar, hljótum vér, er vér virðum fyrir oss framangreind- ar staðreyndir, að álykta, að í s ö 1 d gangi nú um þessar mundir yfir a 11 a p 1 á n e t u n a Mars. »Síkjakerfið«, er menn hafa athugað, verður þá auðvelt að skýra. Alit yfir- borðið á Mars er þakið ísbreiðu, og koma á hana, líkt og í heimskautaísinn hér á jörðunni, stórar vakir, sem að mestu leyti myndast við »flóð og fjöru« af áhrifum tunglanna Fojbosar og Deimos’ar, og er annað þeirra (Fojbos) ekki meira en í 4000 rasta fjarlægð frá Mars. Af því hvernig afstaða tunglanna breytist, verður auðvelt að skýra, hvernig á því stendur, að breiddin á vökunum er sífellt að breyt- ast, og þær hverfa stundum með öllu. Kemur það ýmist af því, að þær renna saman og þverspengur myndast, eða vak- irnar frjósa og fyllast af snjó. Ennfremur er auðsætt, hversvegna síkin eru bein og samsíða; þvl veldur krystallsmyndun fssins. Að einstaka »síki« haldi sér óbreytt, svo að þau hafa verið athuguð árum sam- an, verða menn að ætla að stafi af því, að þar séu sker, sem ísspildurnar festi á, og að vatnið sé hér svo djúpt, að hitinn innan að, ásamt hinum væga sólarhita, geti haldið þessum vökum opnum. Eitt af skerjum þessum stendur jafnvel upp úr ísbreiðunni og sýnist þar vera hvítur flekk- ur á stjörnukringlunni. Þetta er þá fjalls- tindur, sem þakinn er ís og snjó, og við athuganir, sem nýlega hafa verið gerðar, hefur það reynzt, að hann nær yfir óvenju stórt svæði. Þessa lausn á Marsgátunni mun verða að telja hina sennilegustu af þeim, sem ennþá hafa verið settar fram, og hún kemur líka heim við athuganir vorar, sem hafa leitt í Ijós, að yfirborðið á Mars er mjög slétt — vegna hinnar umfangsmiklu ísbreiðu. Samkvæmt hinu framanskráða hljóta menn að mega álykta, að hinar ytri plán- eturnar séu heldur ekki byggðar á þess- um tímum, heldur séu þær ennþá á fram- þróunarstigum, er svipi til þess, er jarð- fræðin kennir oss um hina fyrstu, aðra og þriðju jarðöld. Fjarlægð þeirra frá sólunni er nefnilega þessi í samanburði við fjarlægð jarðarinnar — að fráskilinni smáplánetunni Eros og smástirnunum (Asteroidunum), er varla nokkur mun telja byggðar —: Júpíter er 5 sinnum lengra f burtu frá sólunni heldur en jörðin, Satúrnus 10 sinnum, Uranus 20 sinnum og Neptúnus 30 sinnum lengra í burtu, eða ef reiknað er í jarðmílum, eru fjarlægðirnar þessar: ro8, 200, 400 og 600 miljónir jarðmílna. Að því er snertir innri pláneturnar, Venus og Merkúr, hafa þær slæm skilyrði til þess að geta verið byggilegar. Snún- ingi þeirra er þannig háttað, að þær snú- ast ekki nema einu sinni um ás sinn, jafn- framt því sem þær fara eina umferð kring- um sólina, svo að þær snúa sífellt sömu hliðinni að sólunni; er þess vegna steikj- andi hiti á öðrum helming hnattarins, en ískuldi og myrkur á hinum. Afleiðingin af þessu er að líkindum geysimiklir um- hleypingar í gufuhvolfinu, því að í stað heita loptsins, sem stígur upp frá heita hnatthvelinu, streyma sítellt að kaldir loptstraumar frá kalda hvelinu. Venus sjálfa höfum vér aldrei séð, því að hún er sífellt hulin af þokuslæðunum, sem þyrlast í kringum hana, svo að aldrei hefur verið unnt að athuga nokkurn flekk á yfirborðinu. Einstaka vísindamenn hyggja því, að verið geti, að hún snúist nokkru hraðar kringum ás sinn, og að hún geti því »ennþá« haft nokkur skilyrði til þess að vera byggileg, og jafnvel þótt hún sneri ávallt sömu hliðinni að sólunni, væri ekki óhugsandi, að hún væri byggi- leg, að minnsta kosti við heimskautin og í jaðrinum á milli heita og kalda helm- ingsins. Aptur á móti að því er Merkúr snertir, sem hefur öðru meginn helmingi heitara loptslag heldur en í hitabelti jarðarinnar, en hinu meginn heimskautakulda, munu víst flestir sammála um, að hann vanti öll skilyrði til þess að geta verið byggi- legur, og að hann verði því að skoðast sem algerlega »útdauð« reikistjarna. (Niðurl. næst). €rlenð simskeyti til Pjóðólfs. Kaupm.höfn 18. apríl, kl. 9 f. h. Voðabruni í Boston (Bandaríkjunum). Skaðinn met- inn svo tugum miljóna dollara skiptir. Landsljóri myrtur. Landstjórinn í Galizíu hefur verið myrt- ur af rúthenskum:;:) stúdent, af pólitiskum ástæðum. Orustur í Marokkó (millum Frakka og Mára). Skipstrand. Höfuðskip hins sameinaða, danska gufu- skipafélags, „United States", hefur orðið ósjófært 1 New-York vegna áreksturs. Kaupm.höfn í dag kl. 9. Campbell-Bannerman (fyrverandi ráðaneytisforseti Breta) er dáinn. *) Rúthenar nefnist slafneskur þjóð- Ferðalag Jólvarðar konungs. Játvarður Bretakonungur og Alexandra drottning komu hingað á þriðjudaginn, og fara héðan á morgun til Stokkhólms og Kristjaníu. Sambandslaganejndin verður í konungsboði í kveld. Eimskipalína milli Ameríku og íslands. Sendiherra Bandaríkjanna (í Danmörku, dr. Egan) hefur farið þess á leit við þing Bandamanna, að það veiti styrk til eim- skipalínu til Islands. Talið er líklegt, að hann fáist. „Hólar“ strandaðir. A föstudaginn langa (17. þ. m.) barst strandferðabáturinn „Hólar" upp á sand- eyri innanvert við Hornafjarðarós á aust- urleið héðan og situr skipið þar fast, að því er enn hefur frézt, en mun lftt eða ekki skemmt, og verður líklega náð út von bráðar. Var hraðboði þegar sendur austur á Eskirjörð til að síma þessa frétt hingað, oggufuskipið „Edda", eign Wathn- es erfingja, fengið frá Seyðisfirði til að skreppa suður á Hornafjörð og ná vörum úr skipinu, ef á þyrfti að halda. En héð- an var varðskipið danska „Valurinn" sent austur á annan í páskum til eptirlits og aðstoðar við að ná út skipinu, en hæpið að það takist fyr en í björgunarskipið verður náð frá útlöndum. Veturinn, sem kvaddi í fyrra dag, hefur verið fyr- irtaks góður um land alt, svo að menn þykjast ekki annan betri muna næstl. 30 ár tæp eða síðan 1879—80. Sá vetur var einnig frábærlega góður. En nú hefur ver- ið árgæzka bæði til Iands og sjávar, afli mjög góður, bæði á þilskip og opna báta, og ekki síður á botnvörpuskipin íslenzku. Sumarið gekk í garð fremur kaldranalega í gær með nær 4 stiga frosti (Celsíus) og norð- anstormi. Á skiðum var í fyrsta gengið upp á Esjuna upp frá Esjubergi 1 vikunni sem leið (á skír- dag). Það gerðu 3 Norðmenn búsettir hér 1 bænum. Fóru þeir aptur ofan af fjall- inu niður Bleiksdal (upp frá Saurbæ) og var þar skíðafæri gott. Rigning var mikil í byggð þennan dag, en snjókoma á fjall- inu og þoka, svo að útsýnis naut ekki, sem annars er mjög fagurt þar uppi. !„Prospero” kom hingað austan af Seyðisfirði 21. þ. m. (f stað „Eljunnar"), fór aptur samdæg- urs vestur og norður um land. Með „Pros- pero“ kom Guðl. Guðmundsson bæjarfó- geti á Akureyri (í skattanefndina), For- | berg símastjóri o. fl. — Dáin * í Hafnarfirði 18. þ. m. húsfrú V a f g e r ð- ur Glsladóttir (prests í Kálfholti ís- leifssonar háyfirdómara Einarssonar) syst- ir séra ísleifs heit. í Arnarbæli (-]- 1892), merk kona og vel látin. Hún var sfðari kona Guðmundar Halldórssonar, (bróður Gunnars heit. alþm. f Skálavík) og er hann nú ekkjumaður í 2. sinn. Fyrri kona hans var Sigríður dóttir séra Björns Jóns- sonar, er síðast var prestur á Eyrarbakka og Stokkseyri. Sumarfagnaði þeim, er Ungmennafélagið ætlaði að halda í gær (fyrsta sumardag) með skrúð- göngu um bæinn og ræðuhöldum, var frestað veðurs vegna, er allan daginn var hvasst og kalt. Samsæti hélt þó félagið í gærkveldi í Bárubúð. »Vesta« kom frá útlöndum norðan og vestan um land í gærkveldi seint. Með henni komu R. Braun kaupm., Helgi Zoéga kaupm., Einar Gunnarsson kaupm., Þórðui Sveins- son spítalalæknir, Magnús Sigurðsson cand. jur. Hörring fuglafræðingur, Trolle kap- teinn, og nokkrir Islendingar frá Vestur- heimi (12—13). Alls 50 farþegar. Heiðursgjöf hafa nokkrar konur bæjarins gefið skáld- konunni Torfhildi Hólm, sem viðurkenn- ing fyrir skáldrit hennar og bókmennta- lega starfsemi. Var það vandað gullúr með áletran eptir Arna Gíslason letur- grafara. Gjöfin afhent í gær. Veð urskýrslusígrip frá 16. til 24. apríl 1908. Apríl Rv. Bl. Ak. Gr. Sf. Þh. l6. + 7,3 + 6,6 + 6,2 + 2,4 f 8,4 + 7,3 17- + 5,9 + 5,o + 5,5 + 4,8 + 3,3 + 8,5 18. + 3,o + 2,5 + 2,6 + 2,2 + 6,7 + 1,6 19. + 5,o + 4,5 + 5,5 + 2,5 + 2,1 + 3,3 20. + 4,5 + 3,o + 2,5 + 0,6 + 3,8 + 6,-i 21. + 4,4 -4- o,5 -r 0,2 -r- 4,0 -r- o,5 + 1,8 22. -4- 2,0 4,o -7- 5,0 -f- 2,7 -4- 4,9 -r- 4,4 23- -r- 3,8 -4- 4,8 -r 5,0 ~r~ 8,4 -r- 6,3 -r- 4,3 24. -T- 2,1 -T- 4,0 -4- 4,0 -r 5,0 -5- 2,0 + 1,8 HTipA-Thömsen- HAf NARSTR- I7'I8;I9'20 21-22'KOLAS 1-2-LÆKJARTI? • REYKJAVIK* Til þess að reka verzlunsvo, að viðskiftamönnum líki vel, þarf ekki að eins að hafa góðar vörur, góðar búðir og góða verzlunarmenn, það þarf ekki síður að sjá um gY** innkaup á vörunum. Einkum á þessum tímum,þegar peningaekla er mikil hvívetna, má komast að ágætum tækifæriskaupum þegar maður erstaddur hér ytra á veturna og getur keyft fyrir peninga í heldur stórum kaupum. Eg hef komizt að mörgum ágætumkaup- um í vetur og læt viðskiftamenn njóta góðs af þeim með því að selja vörurnar aftur mjögf ódýpt. Háttvirtirkaupendur, sem vilja at- huga verðið á vörunum hjá mér í ár, borið saman við gæði þeirra, munu komastað raun um, að hvort- tveggja er meö allra toezta mótí í ár. Égþykist vinna viðskiftamönnum mínum mezt gagn með því að út- vega þeim sem bezt kaup á vör- um þeim, sem sendar verða heim, og ég hef því ráðgert að dvelja hér nokkuð lengur á hverjum vetri en áður, en hafa þó aðalaðsetur mitt heima í Reykjavík, eins og hingað til. Skrifstofa mín hér hefxr fengið tals- verðar aukatekjur meðþví að taka aðsérafgreiðslustörf fyrirstóraverzl- un á Færeyjum, og getur því unnið líórumbilltauplaustfyrirverzl- un nxína heima á Islandi. p. t. Kaupmannahöfn 5. Apríl 1908. Virðingarfylst flokkur í Galizíu, Bukowina ogsuðurhluta Ungverjalands, svipaður Litlu-Rússum. D. Thomsen.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.