Þjóðólfur - 03.07.1908, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 03.07.1908, Blaðsíða 1
ÞJÓÐÓLFUR. 60. árg Reykjavík, föstudaginn 3. júlí 1908. JB 30. Ullarsala. Vegna þess, ad margir bœndur hafa farið þess á leit, uð við seljum fyrir þá ull — hreina og óhreina — á erlendum mörkuðum, þá til- kynnum við hér með, að ull- inni verður veittmóttaka í húsi nefndu „Kaupangur‘ (nœst við Sláturhúsið) í Reykjavík, frá þessum degi til 18. þ. m. 6. Gislason 2 Ijay. Fmmvarpsuppkastið. Svar til „Lögréttu“ frá Magnúsi Ar.nbjarnarsyni. Það, sem fyrst er athugað í umsögn og áliti mínu í »Þjóðólfi« frá 12. f. m., um frumvarpsuppkastið, er það spursmál, hvor textinn verði lagður til grundvallar, sá danski eða sá íslenzki, eða hvort að nokkur fótur geti verið fyrir því, að ís- lenzki textinn gildi fyrir íslendinga, en danski textinn fyrir Dani, þar sem þeir reynist ósamhljóða. Að vísu hefur það ekki verið vefengt, og er ekki neitt vafa- samt í mínum augum, að það sé danski textinn, sem verði lagður til grundvallar; enda eru ákvæðin um það efni í gerða- bók millilandanefndarinnar ein út affyrir sig óræk sönnun þess. Ástæðan fyrir því, að eg samt gerði þetta meginatriði að umtalsefni í umsögn og áliti mínu, var þess vegna ekki sú, að Það ekki í sjálfu sér væri nógu augljóst °g ótvírætt, heldur var ástæðan sú, að þeirri skoðun, þótt ótrúlegt sé, hefur nispurslaust verið haldið að mönnum af allmörgum eg vil ekki sggja ö]ium — formælendum frumvarpsuppkastsins, að ef ágreimngur risi milli textanna, þá gætu Islendingar fyrir sitt leyti byggt á íslenzka textanum. Sú kenning, að textarnir séu jafngildir, þótt þeir séu ósamhljóða, er stórum hættu- leg og villandi, þegar þess er gætt, að textarnir einmitt eru fjarri því að vera nákvæmlega samhljóða, og ósamræmið þar á ofan er í verulegum atriðum. Ónafngreindur höfundur hefur í 28. og 29. tölublaði »Lögréttu« gert tilraun til þess að hnekkja áminnstri umsögn og áliti mínu um frumvarpsuppkastið, en að því er mér virðist, gersamlega árangurs- laust, og skal eg nú leitast við að gera mönnurn skiljanlegt, hve veigalitlar rök- ser^^ir nans eru* Spurnmgu minni og athugasemdum um Þa9i hvor textinn megi sín meira, svarar greinarhöf. í »Lögréttu« þannig: »Þeir geta allsstaðar samrýmzt, og þess vegna er allt tal um það, hvor muni mega sín meira, öldungis óþarft«. Höf. vill helzt, að því er virðist, láta það liggja algerlega í þagnargildi, hvor textinn megi sín meira. Hann hefur sjálf- sagt sínar ástæður fyrir því, þótt hann tilgreini ekki aðra ástæðu en þá, að »þeir geti alstaðar samrýmzU, því að það er þó í sjálfu sér ekki fullgild ástæða fyrir því að draga fjöður yfir það, hvorn text- ann eigi að leggja til grundvallar. Það væri þó að minnsta kosti meinlaust að menn fengju að vita, hvor textinn mætti sín meira. Frá mlnu sjónarmiði aptur á móti má það alls ekki liggja 1 þagnargildi, hvorn textann eigi að leggja til grundvallar. Fyrst og fremst af þeirri ástæðu, að þvl fer fjarri, eins og eg þegar heftekið fram, að danski og fslenzki textinn að frum- varpsuppkastinu sé samhljóða, og má greinarhöf. »Lögréttu« vera kunnugt um það, að eg ekki stend einn uppi með það álit, en þótt íslendingum virtust textarnir nú samhljóða, þá væri þó ekki óhugsandi, að ágreiningur gæti komið upp um það siðar, og því fer fjarri, að víst sé, að Danir nú, og því síður þegar frumvarps- uppkastið væri orðið að lögum, hefðu sömu skoðun og Islendingar um samræmi textanna. Höf. »Lögréttu«-greinarinnar segir nú að vísu, að sýnt hafi verið fram á það í »Lögréttu«, að það sé röng kenning, að textarnir segi á nokkrum stað sinn hvað, »sem stríði hvað á móti öðru«. Ekki veit eg til að neinn hafi sannfærzt af skýringum »Lögréttu« um það efni, og víst er um það, að ekki hefur skoðun mín breytzt við umrædda »Lögréttu«-grein, hvorki að því er snertir þetta eða önnur atriði í umsögn og áliti mínu. (Öðrum skýringum í »Lögréttu« um þetta efni hef eg ekki veitt eptirtekt). Höf. »Lögréttu«-greinarinnar reynir að véfengja, að sú skoðun mín sé rétt, að textarnir séu ósamhljóða, að því er snertir 3. gr. 2. tölulið í frumvarpsuppkastinu. Danski textinn er: »dog saaledes at ingen Traktat, der særlig vedrörer Island, skal kunde göres gældende for Island uden Vedkommende islandske Myndigheders Medvirkning«. Islenzki textinn: »Enginn þjóðasamn- ingur, er snertir ísland sérstaklega, skal þó gilda fyrir Island, nema rétt stjórnar- völd íslenzk samþykki«. I danska textanum virðist skýlaust gengið út frá því, að þjóðasamningur, sem snertir ísland sérstaklega, geti orðið til án nokk- urrar í'nlutanar eða samþykkis af Islands hálfu. »At göre« samning, dóm eða rétt sinn yfir höfuð »gældende« verður að hafa ttlveru samningsins, dórosins eða sáttar- innar sem forsendu. »At göre sin Ret gældende« þýðir á fslenzku að beita rétti sínum eða neyta réttar síns. Tilvera rétt- arins, og það, að beita réttinum eða neyta háns, er ekki það sama. Þótt maður hafi formlegt og gilt skulda- bréf, sátt eða dóm á annan mann, sem hann er skyldur til að greiða eða full- nægja, en lætur það þó farast fyrir, þá verður skuldabréfseigandinn sáttar- eða dómshafinn, ef hann vill beita rétti sínum (»göre sin Ret gældende«), að snúa sér til þeirra valdhafa, sem lögum samkvæmt eiga að aðstoða þann, sem réttinn hefur, til þess að fá honum löglega fullnægt. Ef hlutaðeigandi valdsmenn neita að láta í té lögskylda aðstoð sína, getur réttarhafi eptir atvikum leitað aðstoðar hjá æðri valdsmönnum eða skotið máli sínu til æðri dómstóla. En færi nú svo ólfklega.að honum væri allsstaðar synjaðum aðstoð til þess að geta komið réttisínum löglega fram, væri honum ómögulegt að beita rétti sínum eða neyta hans, en rétt- inn hefði hann eigi að síður. Hann hef- ur réttinn, en brestur vald til þess að beita honum í framkvæmdinni. Ef Danir samkvæmt lögum í þessu at- riði samkvæmum frumvarpsuppkastinu, gerðu samning við annað ríki, sem sér- staklega snerti ísland, þá getur mér ekki blandast hugur um, að samningurinn væri fullgildur og bindandi fyrir dönsku rfkis- heildina, Danmörk og ísland, og hið er- lenda ríki hefði sinn fulla rétt eptir samn- ingnum, ef hann að öðru leyti væri lög- formlegur, þótt sérmálastjórn Islands eða íslenzk stjórnarvöld hefðu engin afskipti haft af samningsgerðinni. En til þess að samningnum verði löglega beitt eða hann framkvæmdur gagnvart Is- landi, til þess þarf aðstoð (»Medvirk- ning«) af hálfu íslenzkra stjórnarvalda. En ef nú íslenzk stjórnarvöld, sem eru skyld til að láta aðstoð sína í té, til þess að löglega gerðum samningi verði löglega beitt gagnvart íslandi, neita að gera skyldu sína og þverskallast við að veita aðstoð (»Medvirkning«) sína. Hvernig fer þá? Sumir munu svara, að samningurinn verði þá að stranda, falla burtu, af því að fram- kvæmdin verði ómöguleg. En það er ekki rétt. í dæminu, sem eg tók hér að framan, strandaði réttarframkvæmd mannsins af því, að honum var neitað um réttaraðstoð, sem hann átti heimting á, en réttinn hafði hann eptir sem áður, en brast að eins lögmætt vald til þess, að geta beitt hon- um. En þar sem Danmörk og erlent rfki ætti hlut að máli gagnvart íslandi, þar geri eg ráð fyrir, að ekki brysti máttinn, og eg efast ekki um, að honum yrði beitt þar sem um skýlausan rétt væri að ræða, enda ef til vill ekkert undanfæri fyrir Danmörku, sem bæri ábyrgðina á því, að samningurinn kæmist í framkvæmd af ís- lands hálfu. Með neitun sinni gerði ís- land sig sekt í samningsrofi. í svargrein »Lögréttu« er því haldið fram, að danski og íslenzki textinn séu sam- hljóða í þessu efni. En það er ekki rétt skoðun, þvf að í íslenzka textanum krefst samþykki íslenzkra stjórnarvalda til þess, að samningurinn öðlist gildi. Ef »Lögr.«- greinarhöf. ætti að snúa dönsku orðunum, »at göre sin Ret gældende« orði til orðs á íslenzku, þá mundi hann snúa þeim þannig: að gera rétt sinn gildandi. Hann virðist ganga úr frá því, sem hann ætlar að sanna, sem gefnu, eðá hann vill- ist á orðskrípi, þar sem hann segir: »en að samningur geti ekki orðið gerður gild- andi fyrir einhvern, hlýtur að þýða það, að hann sé ekki gildur fyrir hann eða gagnvart honum«. »Að gera gildandi*, er hvorki danska né íslenzka; en eigi það samt að skoðast sem fslenzk þýðing af »at göre gældende«, þá getur það ekki lotið að frumstofnun réttarins, heldur að því að beita honum eða koma honum í framkvæmd. Því að það, að beita rétt- imlm, hefur tilveru réttarins sem forsendu. Því næst talar hann um það, hvað haft sé fyrir augum sérstaklega í þessu ákvæði, en því til stuðnings kemur hann ekki með neitt, sem á sér neinn stað í frum- varpsuppkastinu. Það er svipað úrræði á sína vísu, sem hér er viðhaft af greinar- höf., eins og neyðarúrræðið, sem hann grípur til síðar í grein sinni, þar sem hann vísar í stöðulögin skoðun sinni til sönnunar, og verður síðar nánar að því vikið. Það sem menn verða að gera sér ljóst í þessu efni, er það, hvað felst í sjálfum danska frumvarpstextanum, því að verði hann að lögum, þá myndar hann nýjan grundvöll, sem beinlínis verður á byggt, hvort sem það þykir ljúft eða leitt, og mun þá lítið duga, að slá því fram, að maður hafi gengið út frá hinu og þessu, sem á sér stað í hinum gildandi texta. Tilvísun höf. til 18. gr. grundvallarlaga Dana styður ekki mál hans, heldur þvert á móti, því að fyrir rétti Dana til að gera bindandi þjóðasamninga fyrir ísland, finnst alls engin takmörkun í hinni um- ræddu 3. gr. 2. tölulið, eins og eg hef margítrekað og sýnt fram á. Það er rétt hjá greinarhöf., að ganga ber f lengstu lög út frá því við lögskýr- ingar, að ákvæði í lögum hafi einhverja þýðingu; en að því leyti sem hann vill minna á þessa meginreglu þvf til sönnun- ar, að vald Dana til þess að gera skuld- bindandi þjóðasamninga fyrir Island, hljóti að vera takmarkað af þeirri aðstoð (»Med- virkning«), sem fslenzkum stjórnarvöldum er ætlað, samkvæmt uppkastinu, til þess að koma þeim í framkvæmd, þá verð eg eindregið að vera á öðru máli um það. Fyrst og fremst af þeirri ástæðu, að reglan er ekki alveg þýðingarlaus, þótt hún ekki sje takmörkun á valdi Dana til að gera þjóðasamninga fyrir Island, þar sem í henni felst, ekki að eins hin sjálf- sagða skylda íslenzkra stjórnarvalda til aðstoðar við framkvæmd samninganna, heldur líka rjettur þeirra til að láta hana í té og ennfremur skylda Dana til að nota íslenzk stjórnarvöld við framkvæmd- ina. En þótt svo yrði álitið, að ákvæð- ið væri óþarft (overflödigt, selvfölgeligt), þá væri þó engin ástæða til að láta það hafa nein áhrif á önnur ótvíræð ákvæði lagatextans, sem það eins vel getur sam- rýmzt við, þótt það sé tekið fram, eins og þótt það væri látið ósagt. Eg hef orðið nokkuð langorður um þetta atriði vegna þess, að það er mjög þýðingarmikið spursmál, hvort Danir eiga að hafa vald til að gera bindandi þjóða- samninga fyiir ísland án samþykkis ís- lendinga eða ekki, og þar af leiðandi mjög áríðandi, að menn athugi grand- gæfilega margnefnda ósamhljóðun text- anna hér að lútandi.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.