Þjóðólfur - 03.07.1908, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 03.07.1908, Blaðsíða 2
112 ÞJOÐOLFUR. Þeir sem kannast við ósamræmið, munu auðvitað krefjast þess, að danska textan- um verði breytt þannig, að hann ótvl- rætt verði samhljóða íslenzka textanum. Þeir, sem halda fram þeirri skoðun, að þetta sé að eins orða-, en ekki efnis- breyting, virðast ekki geta haft neina á- stæðu til þess að vera mótfallnir slíkri breytingu. (Frh.). Stjórnmálafundir. Nú er sem óðast verið að halda þing- málafundi í héruðunum og undirbúa kosn- ingarnar í haust, því að nú fer mesti annatiminn í hönd og því ekki að búast við, að almenningur hafi mikið tóm til að skifta sér af þingmálum þann tímann þar til kosningar fara fram. Að því er ráða má af hinum síðustu fregnum um fundahöld i héruðunum, virðast hugir manna almennt út um landið ekki hneigj- ast að því, að ganga að frumvarpinu ó- breyttu. Ritstjóri þessa blaðs og Sigurður bú- fræðingur Sigurðsson, sem báðir bjóða sig fram til þingmennsku í Árnessýslu, hafa verið að halda fundi þar eystra þessa vikuna. Af fundum þessum hafa enn ekki borizt greinilegar fregnir, nemahinum fyrsta, sem haldinn var á Stokkseyri á sunnudaginn var (28. f. m.). Á fund- inum var staddur Lárus H. Bjarnason sambandsnefndarmaður, sem hafði tek- izt ferð á hendur rakleitt sunnan úr Reykjavík til þess að vera á fundinum, ásamt Halldóri bankagjaldkera Jónssyni. Menn þurfa því ekki að efast um, að fundarmönnum hafi verið bent á ágæti frumvarpsins. En þó að L. H. B. færi allgeyst til að byrja með, fór svo, að fundurinn samþykkti svohljóðandi tillögu frá Helga Jónssyni verzlunarstjóra: » Fundurinn tjáir sig mótýallinn sam- bandslagauppkastinu, eins og pað er ordað, og telur breytingar á pví sjálf- sagðar. Fundurinn lýsir fullu traustu sínu til ýundarboðendanna (H. Þ. og S. S.) í pessu máli'!. Fyrri hluti tillögunnar var samþykktur með 42 atkv. gegn 13, en síðari hlutinn með 28 gegn 13. Ennfremur var samþykkt tillaga frá P. Nielsen verzlunarstjóra um að þakka nefndarmönnunum fyrir starf þeirra í nefndinni, og urðu með henni 43 atkv., en auðvitað ber einungis að skoða þetta sem yfirlýsingu fundarins um, að hann vilji ekki gefa þeim sök á þeim annmörk- um, sem á frumvarpinu séu, en ekki neitt fylgi við frumvarpið sjálft, enda urðu ekki nema 13 til að greiða atkvæði með síð- ari lið tillögunnar, um að heita frum- varpinu fylgi sínu. Sagt er, að séra Gísli Skúlason hafi lfka komið með tillögu um, að fundurinn hallaðist að frumvarpinu, en ekki hafi nema 22 atkvæði orðið með henni og er hún þó svo óákveðin, að all- ir þeir, sem ekki vilja beinlínis fella frum- varpið, gætu greitt atkvæði með henni. Ekki var L. H. Bjarnason á fleiri fund- um þar eystra, enda mun honum ekki hafa þótt 13 manna fylgið við frumvarpið á Stokkseyri spá neinu góðu. Reið hann suður til Reykjavíkur næsta dag, ásamt Halldóri Jónssyni. í fyrra dag fór ráðherrann austur til þess að vera á síðasta fundinum, sem haldinn mun hafa verið í gær á Selfossi. Á Akureyri varumræðufundurhald- inn 17. f. m. Töluðu þar með frumvarp- inu óbreyttu Stefán kennari, Jón í Múla, Guðlaugur sýslumaður og Magnús Krist- jánsson, en Sigurður Hjörleifsson ritstjóri »Norðurlands« hreyfði andmælum gegn þvf. Engin ályktun var tekin á fund- inum. Á Húsavík var fundur haldinn ix. f. m. og töluðu þeir bræðurnir Steingrím- ur sýslumaður og Pjetur á Gautlöndum fyrir frumvarpinu, en gegn því töluðu Gísli Pétursson læknir ogjóhannes hrepp- stjóri Þorkelsson á Fjalli. Engin ályktun var gerð á fundinum. Pétur á Gautlöndum lýsti því yfir á fundinum, að hann byði sig fram til þings, en frétzt hefur, að Sigurður bóndi Jónsson á Arnarvatni bjóði sig fram gegn honum, og er hann sagður mótfallinn frumvarpinu. Á Vopnafirði segir »Reykjavík« að fundur hafi verið haldinn um síðustu helgi og hafi hann verið fylgjandi frum- varpinu, en engin ályktun var þar gerð. Aftur á móti var um sama leyti hald- inn almennur fundur fyrir Norður-Múla- sýslu við Lagarfljótsbrú. Töl- uðu þeir Jóhannes sýslumaður og Gutt- ormur Vigfússon alþm., sem nú bjóða sig báðir fram í Norður-Múlasýslu, með frum- varpinu, en ekki fengu þeir meira fylgi á fundinum en svo, að við atkvæðagreiðsl- una höfðu 80 atkv. orðið móti uppkast- inu, en ekkert með því. Bergmálið. Það var und brattri hamrahlíð við hraunflóðs storkur runnar, að sat eg opt um sumartíð í samkyrð einverunnar, og þar við bergið bratt eg var að byggja hús og syngja, en hvert mitt orð eg heyrði þar í hömrunum endurklingja. Mitt hjarta átti stormljóð stríð og straumfalls þunga niðinn, og aptankylju andvörp þýð og árdagssöngva kliðinn. Á hugans strengi hrannar óð mér huldar raddir sungu, og gott mér þótti þessi Ijóð að þýða á bjargsins tungu. Um hamrakleif og klettastall úr kvæðum mínum öllum, hver dýpsta lffsþrá sveif og svall í samkliðs endurgjöllum, og lét sem sterkra stormagnýr á stuðlabergsins tungu, og var sem kraptur vakinn nýr er varpar fargi þungu. Það söng eins létt og sunnanblær í sólró væri’ að hjala, og buldraði sem berglind tær við blóm í fylgsnum dala; það skýrði allt, sem skáldlegt var, í skyggni einverunnar, og sælt mér fannst að syngja þar í samklið náttúrunnar. Því þar við kalda klettagátt eg kvika fann og leika svo huggrípandi hjartaslátt hins hulda mikilleika, er lét sem hljómdrag alls og eins í ómsins tónakyngi, það var sem hjarta stáls og steins hvert strenglag lífsins syngi. Sem dragi hressing heiðarblóm úr himindaggar veigum, svo drakk eg þennan hamrahljóm 1 harmléttandi teigum; > hann kvað við andans eyra hljótt í einfaldleika sínum, og sveif sem blæþot blítt og rótt í bernskudraumum mínum. En burt frá þessum bergmáls óm eg barst í tímans hengjum að margrödduðum mannlífshljóm, hvar misjafnt þaut í strengjum, í heimsins miklu hljómaþröng var hljóðtak margt að finna, en ekkert hjarta eins þar söng í einklið tóna minna. Svb. Björnsson. Skiptapi varð 12. f. m. í Tálknafirði. Um það er skrifað þaðan 15. þ. m,: »4 menn drukknuðu: Bjarni Gísla- son frá Lambeyri, lætur eptir sig ekkju og 8 börn, 6 uppkomin og 2 í ómegð. Hann var formaður bátsins, en hásetarnir voru: Gísli sonur Bjarna, lætur eptir sig ekkju og 3 börn, öll í ómegð, elzta á 3. ári, yngsta 2 mánaða; Þ o r 1 e ifur nokk- ur, nýkominn hér í sveitina, lætur eptir sig ekkju og 2 börn í ómegð, og N í e 1 s Þórðarson lausamaður gamall, um 60 ára. Fimmti maður var ráðinn ; hann var kominn í skinnklæðin, en er hann var að ganga til skips, datt hann og kom niður á síðuna, og kenndi svo til, að hann gat ekki farið á sjóinn, og frelsaðist þannig frá dauðanum. Þegar þetta slys vildi til, var aftaka norðanveður, og fóru fáir á sjó þann dag og engir eins langt út. Hvernig slysið hefir að borið, veit enginn, hvort það hefur heldur orðið á siglingu, eða undir lóðum«. »Vesta« kom kringum land 30. f. m. með marga farþega, þar á meðal voru Björn M. Ólsen prófessor, Guðm. Scheving læknir og Sig- urður Hjörleifsson ritstjóri, báðir á 25 ára stúdentaminningu, þýzku vísindamenn- irnir dr. Paul Hermann og Hugo Gering. »Vesta« fer héðan í dag, og fer með henni Jón bóndi Jónsson á Hafsteinsstöð- um í Skagafirði, er kom hingað landveg og dvaldi hér nokkra daga. Landlæknir- inn kvað og fara með henni í embættis- ferð. Slysfarir. Bát hvolfdi á innsiglingu til Borgar- fjarðar 10. f. m., og drukknaði þar maður að nafni SigurðurÓlafsson. Ann- ar bátur var þar viðstaddur og gat bjargað hinum mönnunum 2, er á kjöl komust. Norðmann tók út af mótorbát frá Norðfirði 9, f. m, og drukknaði hann. Stúlka, að nafni Mekkln Ólafs- dóttir, drukknaði fyrir nokkru í Húsá, er rennur í Jökulsá á Dal. Karlmaður fylgdi henni yfir ána, en reið á undan, og vissi ekki fyrri til, en að hann sá hana fljóta niður í Jökulsá. Líkið var ófundið, er sfðast fréttist. Stúlka hrapaði í smalaferð 27. f. m., og beið bana af. Hún hét R a g n - heiður Bogadóttir frá Hringsdal í Arnarfirði, var 17 ára, dóttir ekkjunnar, er býr þar. Barnaveiki hefur gert víða vart við sig á Norður- landi. En svo illa hefur farið, að barna- veikismeðalið (serum) er hér í lyfjabúðum af mjög skornum skamti, og þarf að útvega það hið bráðasta frá öðrum löndum. Dáin er 20. aprll s.l. á Eáskrúðsfirði Þrúð- ur Briem, kona Haraldar Briems fyr bónda í Búlandsnesi. — Hún var dóttir Þórarins próf. Erlendssonar á Hofi í Álpta- firði. Umsjónarm.jfræðslumála er skipaður Jón Þórarinsson skólastjóri. Prestkosning 15. f. m. var Guðlaugur Guð- mundsson prestur 1 Skarðsþingum kos- inn prestur á Stað í Steingrímsfirði með 78 atkv. Böðvar Eyjólfsson aðstoðar- prestur í Árnesi fékk 19 atkv. Fornmenjavörður ogumsjónarmaður forngripasafnsins var Matthfas Þórðarson cand. phil. skipaður 20. f. m. Samsæti var Skúla Thoroddsen og konu hans, frú Theodoru Thoroddsen, haldið hér í bænum 27. f. m., og sátu það um 120 manns. Ari Jónsson ritstj. og Björn Jónsson ritstj. mæltu fyrir minni minni heiðursgestanna, cn þau þökkuðu. Fleiri ræður voru þar haldnar, og ýmis- legt annað til skemmtunar. Franskur konsúll, er B r i e 1 o i n heitir, kemur hingað með Sterling 16. þ. m., og tekur þá við af Chr. Zimsen, er hættir að gegna kon- súlsstörfum fyrir Frakka. »Ceres« fór héðan 28. þ. m. til útlanda. Með henni fóru glímumennirnir 7 til Lundúna: Hallgrfmur Benediktsson, Guðmundur Sig- urjónsson og Sigurjón Pétursson úr Reykja- vík, Jóhannes Jósepsson og Jón Pálsson frá Akureyri, Pétur Sigfússon frá Hall- dórsstöðum og Páll Guttormsson frá Seyð- isfirði. Auk þeirra fór dr. Valtýr Guð- mundsson til Hafnar, og til Vestmanna- eyja fóru þeir þingmennirnir Björn Krist- jánsson og Jón Magnússon. Stúdentapróf. 30 f. m. voru útskrifaðir úr hinum al- menna menntaskóla : Eink. st. 1. Ásmundur Guðmundsson I. (ág.) 105 2. Jakob Jóhannesson........... I. 99 3. Tryggvi Þórhallsson ......... L 99 4. Bogi Ólafsson............... I. 98 5. Jón Sigtryggsson...........1 I. 90 6. Jakob Lárusson.............. I. 89 7. Skúli Thoroddsen............ I. 88 8. Magnús Björnsson ........... I. 85 9. Sigurður Sigurðsson .......II. 77 10. Árni Gíslason................II. 76- 11. Hjörtur Hjartarson...........II. 72 Einir 4 voru innan skóla (1, 3, 10 og 11), en hinir 7 höfðu allir lesið utan skóla. Aeetylen-ljós. Blöndahl og Einarsson verzlunarum- boðsmenn hér í bæ hafa innleitt hér á landi þessa nýju ljóstegund, sem vafalaust á mikla framtíð fyrir höndum. Þessi Ijós virðast sérlega hentug hér á landi. Eru þau afar hentug í smákaupstöðum, sökum þess, hve þau eru afaródýr og bera skæra birtu (ljósið krfthvítt að lit). Þau mætti leggja inn í alla kaupstaði hér á landi rneð miklu minni kostnaði, en bæði gas- eða rafmagnsljós mundu kosta. Sömul. eru þau einkar hentug á sveitaheimil- um; þau eyða ekki meiru en vanalegir olíulampar, og þar að auki bera þau miklu skærari birtu, auk margra annara þæginda (ósa ekki, bera þægilega birtu o. s. frv.). Ljósáhöld þessi eru fundin upp af Þjóð- verjanum Jos. Margreta í fyrra sumar, og hafa breiðzt afarmikið út þennan stutta tíma, og eru hvarvetna hinn skæðasti keppinautur rafmagnsljóssins. Allsstaðar þar sem menn vilja hafa ljós, sem bera góða birtu, en þó handhæg og ódýr, má nota acetylen-ljós. Það eru. því til margskonar tegundir af þeim, svo sem: íbúðarhúsa-, sveitahúsa-, penings- húsalampar, sérstakir borðlampar, mótor- bátalampar, handluktir, gatnaljós, bryggju- Ijós, stormblys o. fl.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.