Þjóðólfur - 03.07.1908, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 03.07.1908, Blaðsíða 3
MOÐULKUR. Hundrað ár eru í dag liðin frá fæðingu eins af merkismönnum vorum, Konráðs pró- fessors Gíslasonar. Islenzk tunga á honum mikið að þakka, því að hann var meðal hinna fyrstu, sem á síðastliðinni öld vakti menn til umhugsunar um, hve mikilsverð íslenzkan væri fyrir þjóðerni vort og hver nauðsyn bæri því til að fara vel með hana og láta hana ekki spillast. Eins og kunnugt er, var hann einn af útgefendum »Fjölnis«, og átti hann ekki rninnstan þáttinn í því, bæði bein- línis og óbeinlínis, með áhrifum á sam- verkamenn sína, að endurreisn íslenzkrar tungu og þjóðernis varð aðalstefnumark »Fjölnis«. Hann var sá af útgefendunum, sem mesta þekkingu hafði á íslenzkri tungu, og varð hann mikils metinn fyrir vísindastörf sín í þeirri grein. Brunninn póstflutnfngur Meðan »Vesta« lá á ísafirði kviknaði í póstinum, og brann að miklu leyti póst- urinn frá Vopnafirði, Sauðárkróki og Blönduósi. Veit enginn hvernig það hefur atvikast, og heldur ekki hve miklu skað- inn nemur. Voru margar sendingar stór- skemmdar og bréf meira og minna brunn- in, sum alveg. Fréttapistill úr Nleðallandi 30. m a í. Tíðarfar hefur mátt heita gott allan síðastliðinn vetur; þó voru öðru hvoru um- hleypingar síðari hluta vetrarins. En með einmánuði brá til stilltrar og blíðrar veður- áttu, er hélzt til sumars, en með sumrinu breytti til stórviðra, fyrst á norðaustan með mikilli frosthæð, síðan af austri, og hefur það veður gert sveitinni tilfinnanlegan skaða með sandfoki, er sveitinni stendur beinn voði af, og væri mikil nauðsyn, að einhverjar tilraunir væru gerðar til varnar gegn þeim vogesti, þó með annari aðferð, en hingað til hefur átt sér stað, með svo miklu fjártillagi af sveitarinnar hálfu, er miðar til að drepa kjark úr mönnum til stórra og nauðsynlegra fyrirtækja hjá Meðal- lendingum, þótt ýms stórmenni í nærsveit- unum og víðar liggi þeim allmjög á hálsi fyrir að gefist var upp við Eldvatnsáveituna fyrir skemmstu, en hvað um það ; fé er ausið út bæði úr landsjóði og sýslusjóði, sjálfsagt til gagnlegra og góðra fyrirtækja, en heilt sveitarfélag er að verða sandeyðimörk. Þetta láta hinir góðu herrar sér f léttu rúmi liggja. Skyldu þeir hugsa sem svo: þið eruð skyld- ugir að bjarga ykkur sjálfir og hepta sand- fokið; við leggjum eigi fé til þessa fyrirtækis, nema þið leggið drjúgan skerf líka, hvort sem þið getið það eða ekki. Graslendi ís- lands er nógu stórt, þótt þessi skækill verði sandi orpinn". Meðallandið fer undir óslitna sandhellu fyrir þá skuld, að íbúar þess geta ekki lagt mikla fjárupphæð til heptingar sandinum. Afkoma sveitarbúa eptir hið góða, liðna ár, er þo með bezta móti, því að næstl. sumar var hið æskilegasta, er á verður kosið, sakir hinna miklu þurka, er þurkuðu upp flóð og ógöngur, sem í votviðratíð eru að mestu eða öllu leyti óvinnanleg. Hey- skapur var því með bezta moti, enda var full þörf á þvf eptir hinn erfiða vetur 1906 —1907, er menn gáfu upp allt hey sitt, eða því sem næst. Heilsufar er yfirleitt fremur gott, síðan mislingarnir gengu yfir sveitina, sern þó voru ekki mannskæðir, og tíndu upp flesta bæi fyrir sunnan Eldvatnið, og var það tals- verður slóðaskapur, að láta þann slæma gest komast í sveitina, eins vel og nærsveita- menn vörðust, t. d. Skaptártunga og vestur- hluti Sfðunnar og Landbrotið, og mega þeir menn, er fluttu veikina um sveitina, sárt blygðast sín fyrir, að hafa verið orsök f svo slæmum veikindum, fyrir eintómt kæruleysi, 11 því mörg dæmi hafa sannað það, hve hægt er að verjast þeim, því að tvö heimili á sóttarsvæðinu, sem þó eru ekki lengra en sem svarar 5 mfnútna gangur frá heim- ilum þeim, sem mislingarnir komu á, vörð- ust sýki þessari algerlega. Framfarir eru nú töluverðar, þótt þær séu langt of litlar, enda eru þær rétt ný- byrjaðar. Búnaðarfélag er hér, en er ungt og starf þess þvf eigi stórt, þótt nokkuð vfða megi sjá þess merki, og það að töiu- verðum mun sumstaðar, og er það hreinasta furða, hvað Meðallendingar eru áræðnir, að voga að gera jarðabætur, t. d. túngarða- hleðslu, áveitur, varnarskurði og því um líkt, og sjá ekki annað fyrir, en að öll sfn verk verði að engu gagni að stuttum tíma liðnum. Bindindisstúka er hér í sveit, en hefur eigi svo marga meðlimi, sem skyldi, og eru sveitarbúar því miður að mjög miklu leyti eptirbátar nágranna sinna flestra í því efni, en sem betur fer hefur stúkan nokkra góða starfsmenn, er styðja þetta velferðar- mál (bindindismálið) mjög vel. Er vonandi að sveitarbúar sjái bráðlega aðsér; en ekki er þetta svo að skilja, að þeir séu svo miklir drykkjusvolar, er fyrir þá skuld þurfi fremur öðrum að vera bindindismenn, heldur er það málefnið, er allir góðir drengir ættu að styðja. Lestrarfélag er og til í hreppnum, stofnað fyrir ári síðan, og byrjar að starfa nú síðastliðinn vetur, og byrjaði eptir öllum vonum, því það er fremur fáliðað, en von- andi er, að félagsmenn fjölgi eptir þvf sem árin líða, og menn sjá betur gagnsemi þess, að lesa góðar bækur, auk þess sem það er miklu kostnaðarminna, heldur en bókakaup einstaklinganna upp á eigin spýtur. Utan úr heimi. Frá Finnlandi. Það sjálfstæði innan rússneska rlkisins, sem Finnar fengu aptur árið 1906, eptir að Rússastjórn hafði þröngvað kosti þeirra svo sem framast mátti verða, virðist ekki ætla að verða langætt, því að nú hefur Rússastjórn upp á sitt eindæmi ákvarðað að takmarka það að miklum mun. Sam- kvæmt því á nú rússneska rfkisráðið að gera út um ,það, hver finnsk mál jafn- framt snerti hag ríkisins, og skuli því leggjast fyrir ríkisráðherrana. Landstjór- inn á Finnlandi er þvf skyldur til að senda öll mál, sem leggja á fyrir keisarann til staðfestingar, ekki einungis til finnska ráðherrans, heldur líka til ráðaneytisfor- setans. Meðal slfkra mála teljast öll laga- frumvörp og þær uppástungur finnsku stjórnarinnar (senatsins), er snerta land- stjórnina almennt. Ennfremur á ríkis- ráðið að fjalla um allar skýrslur, sem snerta hin æðri stjórnarvöld, áður en þær verða lagðar fram fyrir keisarann. Þau mál, sem valdið geta ágreiningi milli ríkisráðsins og Finnlandsstjórnar, má landstjóri Fmklands og finnski ráðherrann ekki leggja fyrir keisarann, nema ráða- neytisforsetinn eða einhver annar ríkis- ráðherra sé viðstaddur. Af Árnessýslufundunum hafa nú borist þær fregnir, er blaðið var að fara í pressuna, að allir hafi þeir verið frumvarpinu andstæðir, eins og það liggur fyrir. Á fundinum á Húsatóptum á Skeiðum á mánudaginn, hafði tillaga 1 þá átt verið samþykkt með þvl nær öllum atkvæðum, en sá fundur hafði verið all- fjölmennur. Síðasti fundurinn, sem haldinn var á S e 1 f o s s i í gær, stóð yfir um 6 klukku- stundir, og töluðu þar bæði þingmanna- efnin, Hannes Þorsteinsson og Sigurður Sigurðsson, og auk þeirra ráðherrann, Jón sagnfræðingur og Bjarni frá Vogi. Töl- uðu þeir ráðherra og Jón sagnfræðingur fyrir frumvarpinu óbreyttu, en hinir mæltu á móti. Á fundinum vai tillaga um að breyta frumvarpinu, samþykkt með 26 atkv. gegn 13. Voru margir þá farnir af fundi, en nokkrir greiddu eigi atkvæði. Veðurskýrsluágrip frá 37. júní til 3. júlí 1908. Júní Júlí Rv. Bl. Ak. Gr. Sf. Þh. 27- J- 8,0 + 9-3 hi3,5 +i°.5 + 17,5 + 13,3 28. +io,3 +10,5 -13,5 + ii,5 + 9,i + 11,2 29. + 15.1 +14,3 -17,6 +16,5 + 14,5 + 13,6 30. + 11,6 + 12,7 -16,2 + 16,0 +12,4 +11,2 I. +12,3 +12,0 -i3,7 4-18,3 + io,6 +14,6 2. +12,4 +16,7 -16,8 4-16,6 +10,8 + 14,6 3- + 13,6 + !7,8 -21,2 4-18,0 1+10,7 + 12,1 Stjórnvalda-birtlngar. Skuldum skal lýsa í dbúi Péturs Gests- sonar frá Þaravöllum á Akranesi innan 6 mán. frá 15. þ. m., í þrotabúi Þorsteins Sig- urðssonar kaupmanns í Rvík innan 12 mán. frá s. d., í dbúi Jóns Björnssonar í Bjarna- nesi í Nesjahreppi innan 6 mán. frá 25. þ. m., og í dbúi Guðmundar Guðmundssonar frá Grænhól í Skagaf. innan 6 mán. frá 2. júlí. Erfingjar Ingveldar Sæmundardóttur frá Selnesi í Breiðdal gefi sig fram innan 6 mán. frá 25. þ. m. Uppboð auglýst á jörðunum Múla í Gufu- dalshreppi 6. júlí, Efriteig á Akranesi 10. s. m., Höfðahúsum í Fáskrúðsfirði 7. sept. og húseign R. Á. Bjarnasonar á Torfunesi á ísafirði 1. ágúst. Glataðar sparisjóðsbækur nr. 285 og 444 við útbú íslandsbanka á Seyðisfirði. Hand- hafi gefi sig fram innan 6 mán. frá 21. f. m., og nr. 5513 Q bls. 13 og nr. 8796 — X — bls. 436 við sparisjóðsdeild Landsbankans innan 6 mán. frá 25. þ. m. <36n <3irisíjánsson nuddlæknir. Aöalstrætl 18. Telef. 1*4. Heiina til viðtals kl. 2—3 og 5—6 daglega. llrval af beztu Saumavélum hjá jtfagnúsi Sesjanínssyni, Veltusundi 3. Fyrst um sinn tek eg enga borgun íyrir að vísa á húsnæði. Gísli Porbjarnarson. Björn Árnason gullsmiður (frá ísafirði) smíðar á Laugave^i 5 allskonar nýja gullgripi. D» |U er ómótmælanlega bezta og langódýrasta A. li líftryggingarfélagiö. — Sérstök kjör fyrir bindindismenn. — Langhagfeldustu kjör fyrir sjó- menn. Allir ættu að vera liftrygðir. Finnið að máli aðalumboðsm. 1). 0STLUND. Rvik. Cggori Qlacssen yflrréttamálalitiiDgsiaönr. Pósthússtræti 17. Venjulega heima kL 10—ii og 4—5. Tals, 16. U I0ZK1 Y Hans Brogesgade 2, Aarhus. Skólinn, sem stofnaður er af hinni józku verzlunarstétt, og stendur undir umsjón ríkisins og nýlnr styrks af ríkissjóði, byrjar árskennslu og hálfs árs kennslu sína 1. nóvember og 1. maí. Kennsluskrá er send, ef óskast. Henningsen forstöðumaður (skólans) veitir inntökubeiðnum móttöku. c£ív söiu hús og jarðir með gjafverði. Gtísli Porbjarnarson. Hangiket, liarðfiskur og sauðskinn i verzlun Jóns frá Vaðnesi. Veíðiáhold. Silungsstengur frá 70 aur. do. 14 feta, sundurtekn- teknar, frá kr. 2,00. Færi, Hjól, Forsnúrur, Önglar og Toppar með tiltölulegu verði. Alt lang-ódýrast i 1 kiiin. Hér með er öllum fyrirboðið að hafa nokkurn umgang um »Utnorð- urvöll« við lækinn niður undan verksmiðju Eyvindar Arnasonar & Setberg. Þeir, sem brjóta á móti þessu, verða sóttir að lögum. Gísli Forbjarnarson. Ljáblöðin eru að vanda bezt og lang-ódýrust í Björn Kristjánsson Reykjavík. Alltaf nægar birgðir af allskonar VEFN AÐ AR V ©RU, svo sem fatatauum, Kjólatauuni. gardínutauuin, Oxford, sængurdúkum, svuntutauuin, silKl, o. s. frv. Einnig miklar birgðir af utanylirfatnaði og nærfatnaði. Farfavörur hvergi betri. HarmoniKur, mjög mikið úrval, væntanlegar bráðlega. SíSari árs/unður Heykjavíkurdeildar Bókmenntafé- lagsins verður haldinn í Iðnaðar- mannaluisinu (salnum uppi á lofti) miðvikudaginn 8. þ. m„ kl. 5 síð- degis. Rvík 1. júlím. 1908. Kristján Jónsson.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.