Þjóðólfur - 10.07.1908, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 10.07.1908, Blaðsíða 1
Þ JÓÐÓLFUR. 60. árg. Reykjavík, föstudaginn 10. júlí 1908. 31 U/larsaia. Vegna þess, aö margir bœndur hafa farið þess á leit, að við seljum fyrir þá ull — hreina og ohreina — á erlendum mörkuðum, þá til- kynnum við hér með, að ull- inni verður veittmottaka i húsi nefndu „Kaupangur‘ (næst við Sláturhúsið) í Reykjavík, frá þessum degi tit 18. þ. m. 6. Gíslason S Ijay. Orðsending. Við undirskrifaðir, sem ætlum að bjóða oss til þingmennsku fyrir Gullbringu- og Kjósarsýslu við alþingiskosningar í september næstkomandi, höldum þing- málafundi í kjördæminu á tímabilinu 20. —31. ágúst. Nánari auglýsingar síðar, bæði í blöðunum og einstökum hreppum. Reykjavík og Görðum, 6. júlt 1900. Björn Kristjánsson. Jens Pálsson. ■»«m*ni»ii«iiiiiiiiiin,g|lliliJ^|7i7ti7ii»iiiiniiii'íiTi«íií77i*í7Tí«iíiríii«íiíií«íííí'*í,r«ii|l«i«i*i« frumvarpsuppkastií. Svar til „Lögréttu“ frá Magnúsi Arnbjarnarsyni. (Frh.). ----- Þá kem eg að ákvæðum frumvarps-upp- lcastsins um hæztarétt, er eg 1 umsögn minni hef talið varhugaverð. Hæztiréttur er samkvæmt 3. gr., 7. tölu- lið í frumvarps-uppkastinu talinn meðal hinna svokölluðu sameiginlegu mála og eptir 9. gr., er hann eitt af hinum svo- nefndu uppsegjanlegu málum. Fyrri hluti nefnds töluliðs er eptir danska textanum þannig: »Höjesteret, dog at den islandske Lovgivningsmagt ved Omordning af Rets- væsenet kan oprette en överste Domstol for islandske Sager i Landet selv«. ís- lenzki textinn: »Hæstiréttur. Þegar gerð verður breyting á dómaskipun landsins getur löggjafarvald íslands þó sett á stofn innanlands æzta dóm 1 íslenzkum mál- um«. Það er gert að skilyrði fyrir því, að settur verði á stofn innanlands hinn svonefndi æzti dómur í islenzkum mál- um«, að gerð verði breyting á dómaskip- un (Omordning af Retsvæsenet«) landsins. En hve víðtæka breytingu þarf að gera á dómaskipuninni, til þess að skilyrðinu sé fullnægt? Það erlátið ósagt í frumvarps- uppkastinu. í »Lögréttu«-svarinu er það viðurkent, að ekki sé það út af fyrir sig nægilegt, að lög séu samþykkt um það eitt, að stofna þennan æzta dóm hér á landi, heldur verði lika að breyta eitthvað dóma- skipuninni að öðru leyti. En hver er þá þessi önnur breyting á dómaskipuninni, sem gera verður, til þess að þetta skil- yrði sé uppfyllt? Lögréttugr.höf. álítur þá breytingu eina og út af fyrir sig nægilcga, að landsyfir- rétturinn verði »aftekinn«. En með þessu móti virðist hann aptur. horfinn frá því, að gera þurfi nokkra aðra breytingu á dómaskipun landsins, til þess að skilyrð- inu sé fullnægt, en þá sem óhjákvæmi- lega felst í því sjálfu, að settur verði á fót þessi svokallaði æzti dómur, semyrði þá að líkindum hinn »aftekni« landsyfir- réttur upprisinn til æðri tilveru. Þeirri spurningu, hverja breytingu gera þurfi á dómaskipuninni, til þess að skilyrðinu sé fullnægt, er þá í raun og veru enn þá ó- svarað. Hitt virðist liggja í augum uppi, og því hefur heldur ekki verið mótmælt, að það eru ekki íslendingar, heldurDan- ir, sem eiga að hafa úrskurðarvald um það, með hvaða breytingu á dómaskipun landsins þessu skilyrði verði fullnægt. Dönsku orðin »Omordning af Retsvæse- net« virðast lúta að verulegri eða jafnvel gagngerðri breytingu á dómaskipuninni, en ekki að smávægilegum breytingum og mundu Danir því að líkindum ekki láta sér nægja lítilsháttar breytingar. Þá kemur á ný til athugunar, að því er hæstarétt snertir, hitt atriðið, sem eg í umsögn minni hef talið varhugavert. í danska textanum stendur: »en överste Domstol for islandske Sager i Landet selv«. I Islenzka textanum: »innanlands æzta dóm í íslenzkum málum«. Eg he haldið því fram, og held þvf enn fram, að gptir orðalaginu og sambandinu séu orðin: »flslenzkum málum« varhugaverð. En liggi takmörkun á valdsviði hins um- rædda, æzta dóms innanlands í hinum til- vitnuðu orðum, þá er það líka rétt að í þeim liggi skorða gegn stofnun hæsta- réttar fyrir Island innanlands eða í land- inu sjálfu, með ótakmörkuðu eða eðlilegu valdsviði. Ekki hjálpar Lögréttusvarið neitt til þess, að leysa úr þeirri spurn- ingu, hvort valdsvið hins æzta dóms inn- anlands, eigi að vera sérstaklega tak- markað með orðunum »í fslenzkum mál- um«, og þá auðvitað ekki til þess að svara þeirri spurningu, hvernig takmörk- uninni sé háttað. Það, sem greinarhöf. hefur komið með til þess að hnekkja þeirri skoðun, að um takmörkun á vald- sviði hins æzta dóms geti verið að ræða með áminnstum orðum, eru hinar herfileg- ustu lögvillur. Hann grípur til þess óyndisúrræðis, að skírskota til þess, að f stöðulögunum standi orðin »íslenzkum málum«, en að engum hafi þó dottið f hug að skoða það sem neina takmörkun á því, hvaða mál- um mætti skjóta til hæstaréttar frá fs- lenzkum dómstólum. Eg trúi því vel, að engum hafi dottið slíkt f hug. En það sannar ekkert viðvíkjandi því, sem hér er um að ræða. í fyrsta lagi er það rangt, að vlsa til stöðulaganna í þessu efni, af því að orð- in »islandske R e t s sager* í hinum danska texta stöðulaganna eru ekki nákvæmlega eins og orðin »islandske Sager« í hinum danska texta frumvarps-uppkastsins. Sé hvert það mál, sem dæmt er af íslenzk- um rétti kallað »islandsk Retssag«, eins og liggur beint við, þá væri einmitt samá í þessu tilliti, hverjir málsaðilar værueða hvert deiluefnið væri. Finni menn ástæðu til þess, að leggja nokkra sérstaka á- herzlu á þennan orðamun, þá væri afleið- ingin af þvf sú, að Lögréttugr. höf. hefði óvart styrkt réttmæti þeirrar skoðunar, sem hann ætlaði að sanna, að væri röng. I öðru lagi er orðalagið og samband- ið að því er þetta snertir á allt annan veg 1 frumvarps-uppkastinu, heldur en í stöðulögunum. Ef í danska frumvarpstextanum stæði: »en överste Domstol for Island i Landet selv«, á íslenzku »æzta dóm fyrir Island innanlands«, þá væri ekki um neinn vafa að ræða; en nú er það orðað þannig á dönskunni: »for islandske Sager i Landet selv«, á íslenzku: »innanlands í íslenzk- um málum«. í stöðulögunum er ekki verið að ræða um það, að koma á fót æzta dómi innan- lands, og því fer mjög fjarri, að þar sé um neitt svipaða málavexti að ræða, enda yrði niðurstaðan svo fáránleg, að að eins alíslenzku málunum, sem greinarhöf. Lög- réttu nefnir svo, mætti þá, eptir stöðu- lögunum, skjóta til hæstarettar, en hin- um málunum ekki. Aptur á móti leiddi það ekki til slíkrar lokleysu, þótt vald- svið hins svokallaða æzta dóms innan- landz, næði að eins til íslenzkra mála í þrengri merkingu, og þótt ekki sé við það að dyljast, að slíkur æzti dómur væri ótæk ómynd, þá væri hann samt í nokk- urnveginn samræmi við frumvarps-upp- kastið að öðru leyti. Það má ekki taka orð af handahófi í stöðulögunum og vísa 1 þau við skýringar á frumvarps-uppkast- inu — þótt það að mörgu leyti sé nauðalíkt stöðulögunum — án þess að vandlega sé gætt að öllu sambandinu; en þvf hefur greinarhöf: Lögréttu gleymt. Menn verða að hafa það hugfast, að þetta sæla frumvarps-uppkast, ef það verð- ur að lögum, myndar nýjan grundvöll (ný stöðulög), sem verður að sjálfsögðu skýrður ogskilinn eptir sínum eigin orð- um, orðalagi og innra samræmi, og væri svo sem ekkert fjarri sanni, eptir öllum þræðinum og andanum 1 uppkastinu, að valdsvið þessa »æzta dóms« eigi að verða takmarkað á þann hátt, sem eghet ávik- ið í umsögn minni. Því hefur verið hald- ið fram, að þannig löguð takmörkun á valdsviði hins æzta dóms, gæti valdið margvfslegum glundroða. Þar til er því í fám orðum að svara, að hjá glundroða af því tagi er yfir höfuð að tala ekki unnt algerlega að komast og að þvl er það tilfelli snertir, sem hér ræðir um, þá er ekki langt á bjargarbæinn, þar sem gerðardómurinn er, til þess að skera úr þvl, hvað heyri undir sérráð Islendinga og hvað ekki, og einkar hentugt er það, að gera má ráð fyrir dómstjóra hæzta- réttar sem nokkumveginn stöðugum odda- manni 1 dómnefndinni. Áður en eg skilst við þetta atriði, vil eg sérstaklega taka það fram, að hæsti réttur í frumvarps- uppkastinu er talinn með þeim málum, sem kölluð eru — þótt það sé miður ná- kvæmt — uppsegjanleg og virðist í því felast, að dómsvald hæstaréttar ríkisins (Dana) yfir Islandi ekki verði algerlega úr lögum numið fyr en uppsagnarfresturinn er út runninn. Ef meiningin væri sú, að íslenzkt löggjafarvald mætti setja á fót hæstarétt innanlands, þegar það vildi, eða afnema dómsvald hæstaréttar að því er ísland snertir, hví var þetta þá ekki sagt blátt áfram og með berum orðum í frumvarps-uppkastinu ? Lögréttugreinarhöf. segir: »Samning- urinn veitir Islandi þann rétt, sem vís- indamenn eru vanir að kalla »fullveldi«; en svo fjarri fer því, að hann sanni þessa staðhæfing sína, að hann ekki einu sinni gerir neina tilraun til þess að sanna hana, ©g verð eg því að líta svo á, sem hann segi þetta algerlega út í bláinn, enda er það slík fjarstæða, að Island, eptir frum- varps-uppkustinu, sé ætlað fullveldi, að það tæpast gæti hýmt í því að geta tal- ist hálffullveðja, eins og tekið er fram í umsögn minni. Þótt hugtakið »suverænitet« (fullveldi) sé harla óákv.éðið, eins og sjá má á því, að í vísindabókum er talað um hálffullveðja ríki, þá er það þó nægilega ákveðið til þess, að því verði skýlaust svarað neit- andi, að íslandi, eptir frumvarps-uppkast- inu, sé ætlað fullveldi. íslandi er ætluð sú staða, sem liggur langt fyrir neðan þau takmörk, að um fullveldi geti verið að ræða því til handa; hugtakið fullveldi verður aldrei teygt svo langt niður ávið. ísland er, eptir frumvarps-uppkastinu, ekki einu sinni viðurkenut sem »ríki«, og er þess vegna spurningin um það, hvort þvf sé ætlað að verða fullveðja ríki næsta skringileg. — Þegar reynt var að koma því að í frumvarps-uppkastinu, að Island væri nefnt »ríki«, þá var orðinu »ríki« óðar vísað á bug. Þarf nú framar vitn- anna viðj! Það átti heldur alls ekki við, að viðhafa orðið »rfki« um ísland, nema frumvarps-uppkastinu væri að öðru leyti breytt í samræmi við það orð. Að rugla því saman, sem stendur í sjálfu frum- varps-uppkastinu og því, sem sagt er í athugasemdum nefndarinnar, er mjög vill- andi og mega menn því ómögulega gera sig seka í sliku. Enn segir gr.höf. Lögr.: »Samningur- inn veitir íslandi það fullveldi, sem Blaða- mannaávarpið, Þingvallafundarályktunin rétt skilin og umboð Þjóðræðismanna handa sfnum nefndarmönnum krefst«. Eg vil biðja greinarhöf. að leita stað- festingar á þessu vottorði sínu hjá. rétt- um hlutaðeigendum. Það verður gaman að fá að vita, hvernig honum gengur að fá réttmæti þess viðurkennt. Beinlfnis tekur þetta ekki til mfn eða minnar um- sagnar, og ekki gerir höf. neina tilraun til þess, að rökstyðja þetta álit sitt og finn eg því ekki ástæðu til að fara fleiri orðum um það. Höfundurinn ónafngreindi kemst að þeirri niðurstöðu, að eg vilji, að íslend- ingar skilji strax við Dani og átelur það, að eg ekki skuli segja það ærlega, úr því að þetta hljóti að vera mín skoðun,

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.