Þjóðólfur - 10.07.1908, Síða 3

Þjóðólfur - 10.07.1908, Síða 3
ÞjOÐOLFUR. finnst. Þetta viðrini, sem frá séra G. kom, var víst frá Lárusi, »að halla sér að« o. s. frv., og var auðvitað að eins gért til ruglings, enda verður tillagan hreinasta meinloka, því að þegar 14 atkv. liðurinn er felldur burtu, kemur öll til- lagan til að hljóða þannig: sFundurinn lýsir þakklæti til sambandslaganefndar- innar — e ð a hallast að frumvarpi nefnd- arinnarU Þeir 8, sem þeir fiskuðu með þessari meinloku — viðaukatillögunni — greiddu atkvæðin með það fyrir augum, að meiningin væri sú, að hallast bæri að uppkastinu með breytingum. Eptir orðum L. H. B. bar og að skilja þetta vandræða-viðrini þannig«.------* — Iielgi Jónsson sölustjóri, einarður mað- ur og fylginn sér, var einna erfiðastur viðfangs L. H. B. á fundinum, og vltti meðal annars alvarlega árásir hans á Skúla Thoroddsen fjarverandi. Fór þeim frum- varpsmönnum ekki að lítast á blikuna, sr Helgi kvað það einu gilda, þótt tillaga hans væri borin upp á eptir Nielsens- tillögunni, því að það mundi engin áhrif hafa á atkvæðagreiðsluna. Var auðséð að hinum þótti þetta illur vottur um sigur- horfur, og féllu þá frá því, að fá sína tillögu borna fyr upp, er þeir áður höfðu krafizt í fullu heimildarleysi. Undu sendi- menn illa málalokunum og þótti för sín hafa orðið hin mesta forsending. Hurfu þeir heimleiðis til Reykjavíkur daginn eptir, og segir ekki meira af þeim. Mun L. H. B. trauðla leggja aptur upp í sams- konar »austurför«, enda hefur hann kom- izt að raun um, að Árnesingar standast vel að sjá hann og heyra, án þess að bogna eða gugna. Það tjáir ekki að tala við þá í sama tón og Snæfellinga. Húsatóptafundurinn. Daginn eptir, 29. júní, var fundur hald- inn á Húsatóptum á Skeiðum fyrir Eystri- hrepp, Ytrihrepp og Skeið. Þar voru rúmir 20 kjósendur á fundi, en allmargir ókosningabærir menn, konur Og karlar, svo að fundarmenn munu alls hafa verið nálægt 40. Fundarstjóri var valinn séra Kjartan Helgason í Hruna, en skrifari Vigfús óðalsbóndi Guðmundsson í Haga. Þingmannaefnin lýstu skoðunum sínum á frumvarpinu og töldu það óaðgengilegt óbreytt. Að því loknu var óskað, að þeir sem vildu verja frumvarpið, tækju til máls, en enginn vildi verða til þess, nema hvað Guðni Jónsson verzlunarmaður frá Eyrarbakka (einn af þjónum P. Nielsens) lýsti því yfir í fundarlok, að hann væri á sama máli og Lárus Bjarnason, en sjálf- ur kvaðst hann enga sjálfstæða skoðun hafa a málinu fyrir sig, er hann var kraf- inn sagna um það. Hafði Guðni þessi verið á Stokkseyrarfundinum kveldið áður, en verið sendur þaðan undir eins í fund- arlok upp & Skeið, en hann er þaðan ættaður (frá Skeiðháholti), og hefur víst átt að snúa Skeiðamönnum til réttrar trúar fyrir fundinn. En það virðist hafa borið lítinn árangur. Svolátandi fundarályktun var borin upp og samþykkt með 21 atkv.: y>Fundurinn telur frumvarp sambands- laganefndarinnar óaðgengilegt fgrir ís- lendinga án verulegra bregtinga, og skorar fastlega á pingið að gera sitt ítrasta að fá þeim )ramgerigt«. Gegn tillögu þessari greiddi enginn at- kvæði nema Guðni sá, er fyr var nefndur, en með því að hann hafði áður greitt atkvæði í málinu á Stokkseyrarfundinum kveldið áður — einn af þrettán! — var þetta atkvæði vitanlega ómerkt þar. En fundarmenn höfðu ekkert á móti þvf, að hann greiddi atkvæði, og leyfðu honum að bera upp tillögu, er hann las upp, um að samþykkja frumvarpið óbreytt. En hann nýtti sér það ekki, er hann sá, að hann stóð þar aleinn uppi og enginn tók í sama strenginn. Vatnsleysufundurinn. Næsta dag, þriðjudaginn 30. júnl, var fundur haldinn á Vatnsleysu í Biskups- tungum fyrir Biskupstungnahrepp. Þann fund sóttu rúmir 30 kjósendur af rúmum 50, sem á kjörskrá voru, auk nokkurra ókosningarbærra manna. Fundarstjóri var Björn G. Björnsson hreppsnefndar- oddviti á Brekku, en skrifari séra Eiríkur Stefánsson á Torfastöðum. Fundurinn stóð um 4 klukkustundir. Þar kom fram einn eindreginn meðmælandi frumvarpsins (Þorfinuur Þórarinsson á Drumboddsstöð- um), uugur maður, sem ekki hafði kosn- ingarrétt, og varði hann frumvarpið með allmiklu kappi. Hafði hann kynnt sér málið • allítarlega, einkum allt það, er ritað hafði verið frumvarpinu til varnar. Gegn frumvarpinu töluðu auk fundarboð- enda, séra Eirlkur á Torfastöðum ogÞor- steinn kennari Finnbogason. Að loknum umræðum var svolátandi tillaga (fráÞorf. Þór.) f e 11 d með öllum þorra atkvæða gegn 3: »Þrátt fyrir það, þótt fundurinn telji nokkrar breytingar á sambandslagafrum- varpinu æskilegar, þá álítur hann það fela í sér svo mikilsverðar réttarbætur, að miklu hyggilegra sé að samþykkja það óbreytt, en að stofna því í nokkra tví- sýnu«. Þá var borin upp svolátandi tillaga, og samþykkt með 22 samhljóða atkvæðum: yrFundurinn lelur frumvarp sambands- laganefndarinnar í ýmsum atriðum mjög varhugavert, og er mótfallinn pvi, að pað nái lögfulla samþgkki ísledinnga, nema pví að eins, að verulegar bregtingar á þvi fáist, meðal annars skijlaus ákvœði um, að ísland sé fnllveðja ríki, jafnrétthátt Danmörku, og að gerðardómsfgrirkomu- laginu sé breytt«. Stóruborgarfundurinn. Miðvikudaginn 1. júlí var fundur hald- inn á Stóruborg í Grímsnesi, aðallega fyrir Grímsneshrepp og Laugardal. Þann fund sóttu um 35 kjósendur, þar á meðal 2 úr Þingvallasveit. Fundarstjóri: Gunn- laugur hreppstj. Þorsteinsson á Kiðjabergi, en skrifari Magnús Jónsson bóndi í Klaust- urhólum. Þar varð enginn til að halda uppi svörum fyrir frumvarpið, nema séra Gísli Jónsson á Mosfelli lítið eitt, en gegn honum talaði auk fundarboðenda Hall- dór Einarsson sýslunefndarmaður á Kára- stöðum, er bar fram tillögu þess efnis, að fundurinn teldi breytingar á frumvarpinu sjálfsagðar, en áður en sú tillaga var borin undir atkvæði, var lesin upp t i 1 - lagan, er samþykkt hafði verið á Vatnsleysufundinum daginn áður, og heyrðist þá á fundarmönnum, að þeir felldu sig öllu betur við hana og þætti orðalag hennar ákveðnara. Tók Halldór hana þá að sér til flutnings í stað hinnar, og var húnsamþykkt með 20 atkv. gegn 6. Þess skal getið, að óvenjulega harðar árásir höfðu undanfarnar vikur verið gerðar á Grímsnesinga sérstaklega til að spilla þar fyrir kosningu ritstjóra þessa blaðs, en Boga Th. Melsteð hampað fram- an í þá 1 staðinn. Höfðu t. d. bændur þaðan, er þeir voru á ferð hér í bænum, verið dregnir inn á fundi félags þess, er »Fram« nefnist og allfrægt er orðið, og setið þar undir stöðugu lófaklappi fund- armanna og verið talið trú um, að þetta væri almennur kjósendafundur(I) fyrir Reykjavík og svona væri nú fylgið við frumvarpið eindregið í höfuðstaðnum. Öðrum hafði verið vísað á, að þeir gætu fengið áheyrn(n hjá Guðm. landlækni Björnssyni eða L. H. Bj. á ákveðnum tímum og þar gajtu þeir fengið þá réttu þekkingu á frumvarpinu m. fl. Sumir höfðu fengið »Ljós« Einars Jochumsson- ar(!) í vasann með áminningu um, að lesa vandlega alla þá speki bæði f bundnu og óbundnu máli, ekki sízt níðbullið um andstæðinga frumvarpsins. Og margt fleira enn skringilegra mætti af þessum ærslum segja. En árangurinn mun alls ekki hafa samsvarað fyrirhöfninni. Þess heyrðist að eins getið nm einn bónda, að hann kvaðst hafa sannfærzt af viðtali við einn nefndarmanninn og af skrifi Einars Joch.(!). Sá hló, er frá þessu sagði, og kvaðst óska nefndinni til hamingju með þann samverkamann(E.J.). En Grímsnesing- ar eru yfirleitt skynsamari og stefnufastari en svo, að þeir láti æsingaseggi úr »Fram« leika með sig. Þeir munu ekki síður en aðrir Árnesingar reynast slíkum pólitisk- um angurgöpum þéttir á velli og þéttir f lund. (Niðurl. í 32. bl.). ÞjóðhátiO héldu Árnesingar við Ölfusárbrú 27. f. m., og var hún allvel sótt, einkum úr nærsveitunum, en fremur fátt manna var þar úr efri hluta sýslunnar. Spillti það og fyrir aðsókninni, að rigning afarmikil var daginn áður, og hugðu menn því, að ekkert mundi verða úr hátíðarhaldinu. En það rættist betur úr en á horfðist, og gerði gott veður um það leyti er hátíðin var sett af einum forstöðumanni hennar, Helga Jónssyni sölustjóra á Stokkseyri, er hélt stutta ræðu. Þá mælti séra Ólafur Sæmundsson í Hraungerði fyrir minni konungs, en séra Ólafur Magnússon í Arnarbæli fyrir Islandi. Síðar um daginn talaði séra Gísli Skúlason á Stóra-Hrauni fyrir minni héraðsins, og Oddur Oddsson gullsmiður ' í Túni á Eyrarbakka fyrir minni kvenna, og þótti sú ræða einkar vel samin af alþýðumanni. Var þá hin- um ákveðnu ræðum lokið. Síðar talaði Sigurður Sigurðsson ráðunautur um æsku- lýðinn, og hvatti menn til að halda tryggð við sveitirnar og þyrpast ekki í kaup- staðina. Milli ræðuhaldanna skemmtu menn sér á ýmsan hátt, þar á meðal við glímur, og tóku allmargir þátt í þeim. Verðlaun fengu: Ásgrímur Jónsson frá Vestri-Móhúsum, Guðmundur Guðjónsson frá Reykjanesi í Grímsnesi og Gunnar Sigurðsson frá Selalæk. Kappreiðar voru ekki haldnar, því að skeiðvöllur var ekki hentugur þar í nánd. Eptir kl. 5 fór unga fólkið að dansa, og var þeirri skemmt- un haldið áfram langt fram eptir kveld- inu. Allt hátíðarhaldið fór vel og sið- samlega fram, og létu menn almennt vel yflr skemmtun þessari. »Skjaldbreið« heitir stórt norsk-íslenzkt iðnaðar- og verzlunarfélag, sem nýlega hefar verið stofnað í Þrándheimi. Hafa þeir Einar sýslumaðnr Benediktsson, Friðrik kaup- maður Jónsson og Magnús verksmiðjustj. Blöndahl um hríð dvalið í Noregi til þess að koma félaginu á fót. 4 lslenzk hluta- félög hverfa inn í þetta félag: trésmíðaverk- smiðjurnar »Völundur«, steinsteypuverk- smiðjan »Mjölnir« og »Högni«, og loks »Bátasmíðastöð Reykjavíkur«. Félagið ætlar að reka verzlun á allskonar húsa- gerðarefnum, einkum timbri frá Noregi, og standa fyrir húsasmfðum. Ennfremur er ráðgert að félagið stofni mótor-verk- smiðjurnar og fáist við hafnargerðir. Upp- hæð hlutafjárins er 430 þús. kr. Aðal- aðsetur félagsins verður í Reykjavík, og á Magnús Blöndahl að verða framkvæmdar- stjóri þess. Bókmenntafélagið hélt aðalfund sinn 8. þ. m. Skýrði forseti frá störfum deildarinnar hér, lagði fram reikning Hafnardeildarinnar síðastl. ár og skýrði frá bókaútgáfum hennar í ár. — í stjórn voru kosnir: forseti: Kristján Jónsson yfirdómari, fé- hirðir: Halldór Jónsson bankagjaldkeri, skrifari: Haraldur Níelsson guðfr., bóka- vörður: Morten Hansen skólastjóri. — í varastjórninni eru: Steingr. Thorsteinsson 117 rektor, Sæm. Bjarnhéðinsson læknir, Jón Helgason docent og Sig. Kristjánsson bóksali. Endurskoðunarmenn: Björn Ól- afsson augnlæknir og Sighv. Bjarnason bankastjóri. 9 nýir félagsmenn gengul félagið.—Erindi kom frá nokkrum félögum Hafnardeildar- innar um heimflutning deildarinnar. Sam- þykkt að kjósa fimm manna nefnd til að endurskoða lög félagsins, og taka þá þetta mál til meðferðar. í nefndina voru kosnir auk forseta, sem var sjálfkjörinn: Þór- hallur Bjarnarson lektor, Jón Þorkelsson dr., Jón Helgason docent og Jón Ólafs- son bóksali. Varasðm meðmæli geta það orðið fyrir frumvárpsuppkast- inu, að telja upp með nöfnum hina og þessa embættismenn og embættlinga, er séu eíndregnir áhangendur frumvarpsins, eins og hin örfáu málgögn frumvarps- manna hafa gert sér að reglu. Slík skrá- setning sýnir að eins, að verið er að klóra í bakkann í lengstu lög gegn yfirgnæf- andi mótspyrnu almennings, sem vitan- lega er ekki annað en »sauðsvartir fáráð- lingar« frá sjónarmiði þessara málgagna, sem ávallt eru að »flagga« með »lærðu« mönnunum, og staðhæfa, að allir máls- metandi(!) menn þjóðarinnar séu með frumvarpinu. Þetta gæti orðið dálítið varhugaverð bardagaaðferð og komið þeim sjálfum óþægilega í koll, er henni beita, því að atkvæðaaflið er alþýðunnar meg- inn og hún getur beitt þvf óþægilega gegn þeim, er vísvitandi sýna henni óvirð- ingu og fyrirlitningu og ætla sér að brjóta hana á bak aptur með hroka og stór- yrðum, svo sem hún sé ekki vitandi vits. En það er eðlilegt og fer vel á þvf eptir öllum anda frumvarpsins, að embættis- menn og aðrir stjórnarburgeisar berjist fyrir því. Það er hold af þeirra holdi og blóð af þeirra blóði. Þó fer því harla fjarri, að allir embættismenn landsins eigi hér óskilið mál, því að mikill fjöldi þeirra, prestar og aðrir, eru mjög andvígir frum- varpinu, vilja hvork heyra það né sjá, og um suma þeirra, er frumvarpsblöðin hafa helgað sér með húð og hári, má fullyrða, að þeir eru á móti, en ekki með, þótt þeir flestir skirrist við að stimpla frásögn blaða þessara ósannindi, nema Guðm. Hannesson, er hefur opinberlega lýst því yfir, að hann væri á móti frumvarpinu, þá er málgögn stjórnarliða ætluðu að rifna af ánægju yfir »umvendun« hans. Þar gerði hann þeim ljótan grikk. En það sýnir Ijósast á hve veiku hálmstrái fylgi frumvarpsins f landinu hangir um þessar mundir, þá er formælendur þess sjá engin önnur fangaráð í bili, en að nafngreina þá, sem séu með frum- varpinu og leggja manngildi örfárra manna á metaskálarnar þvf til stuðnings gagn- vart auðsæjum, miklum meiri hluta þjóð- arinnar. Það mun reynast, að sú vog hallast hraparlega áður en lýkur, og að stóru nöfnin í »Lögréttu« og»Reykja- vík« verða afarlétt á þeim metum, er til úrslita kemur og alþýðan kveður upp dóm sinn yfir frumvarpinu. EmbsBttaveitingar. Hafnarfjarðarlæknishérað er nú veitt Þórði Edilonssyni settum lækni þar. Svarfdælalæknishérað veitt Sigurjóni Jónssyni lækni í Höfðahverfis- héraði, þannig að hann hefur nú bæði þau héruð framvegis. Akureyrar- læknishérað veitt Steingrími Matt- híassyni settum lækni þar, og Þ i s t i 1 - fjarðarhérað veitt Jóni Jónssyni lækni í Hróarstunguhéraði. Höfðinglegar gjaflr. Ferðamennirnir á þýzka skemmtiferða- skipinu »Grosser Kurfúrst« skutu saman 1600—1700 kr. á örstuttum tíma, rétt áður en skipið lagði af stað. Sumir gáfu 100—200 rm. Gjafir þessar voru ætlaðar ýmsum lfknarstofnunum hér, svo sem holdsveikraspítalanum, berklaveikishælinu o. fl.

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.