Þjóðólfur - 10.07.1908, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 10.07.1908, Blaðsíða 2
ii 6 ef eg viti annars hvað eg sé að fara með. Hann kemst að þessari niðurstöðu af því að í umsögn minni er komizt þannig að orði: »Það eina fullveldi oss til handa, sem vér getum látið oss nægja að fá með samningi, er það, sem veitir oss rétt til að ráða öllum vorum málum«. Eptir sambandinu segir hann, að þetta geti varla þýtt annað, en að það sé mitt álit, að vér getum ekki gert oss ánægða með minna, en það, að ráða einir öllum mál- um vorum, »án þess að fela að nokkru Dönum meðíerð þeirra«. Hér gerir grein- arhöf. sér enn hægt fyrir með þvl að taka það sem gefið, er hann þykist ætla að sanna. Hann gengur nefnil. út frá því, sem gefnu, að eg teldi íslendinga ekki hafa rétt til þess, að ráða öllum sínum málum, ef þeir fælu öðrum (Dönum) af frjálsum vilja, að fara með einhver þeirra fyrir sína hönd eða í umboði sínu um á- kveðinn tíma, með ákveðnum og eðlileg- um takmörkum. Eptir frumvarps-uppkastinu fara Dan- ir með hin svokölluðu óuppsegjanlegu mál fyrir Island af sínu eigin fullveldi, en ekki eptir neinu réttnefndu umboði af Islands hálfu. Danir hafa sem sé ekki viðurkennt, að Islendingar eigi neinn löglegan rétt á, að ráða þessum málum sjálfir, og af þeirri ástæðu er það ómögulegt, að þeir líti svo á, sem Islendingar veiti þeim umboð til þess að fara með þau. Frá sjónarmiði þeirra manna, sem telja Island nú »de jure« (að réttum lögum) í konungssambandi einu við Dani, felst rétt skoðað í frumvarps-uppkastinu, ef það verður að lögum, réttar-afsal af hálfu Is- lendinga í hendur Dönum á hinum svo- nefndu óuppsegjanlegu málum. En frá sjónarmiði þeirra manna (Dana) sem álíta að Danir nú þegar hafi þennan rétt, felst rétt skoðað, í uppkastinu, viðurkenning um það af Islands hálfu, að rétturinn yf- ir þessum málum sé nú eða — hvernig sem á það er litið — eigi að minnsta kosti framvegis að vera í þeirra (Dana) höndum á meðan þeim (Dönum) þókn- ast, án þess að um neitt umboð sé að ræða. Hvernig á að gefa löglegt umboð til að fara með rétt, sem ekki er til og ekki einu sinni er gert ráð fyrir að verði til síðar? Það er engin réttar-takmörkun í þvf fólgin að mega ráðstafa rétti sfnum eptir sinni eigin vild eða að mega fá hann öðrum til meðferðar fyrir oína hönd; en afsal réttarins er glötun hans, en ekki það, að fá hann öðrum til meðferðar fyr- ir sína hönd um ákveðinn tíma og með vissum skorðum. (Niðurl. næst.). Ranghermi hnekkt. Vottorð þeirra Guðmundar Björnssonar landlæknis og Lárusar H. Bjarnason í slðasta blaði »Reykjavíkur«, þarfnast nokkurra skýringa frá minni hálfu, úr þvf farið var að gera málefni þetta að blaða- máli, sem óþarft var. L. H. B. orðaði ummæli sfn á Stokkseyrarfundinum miklu ákveðnar en yfirlýsingin gerir, og hefði hún þó átt að vera f fullu samræmi við þau. En hann hefur líklega ekki fengið landlækni til að fara lengra en þetta, að eg hafi »tekið því fjarri« að taka sæti í millilandanefndinni. En á fundinum tók L. H. B. það aptur og aptur fram, með mikilli áherzlu og reigingi, að eg hefði ekki þ o r a ð að fara í nefndina. Þetta lýsti eg helber ósannindi þá þegar, og skýrði fundinum frá öllum aðdraganda þessa máls, sem mér er eins kunnugt um sem þeim tveimur herrum, G. B. og L. H. B. En hann var þessi: Þá er afráð- ið var að skipa nefndina í fyrra sumar, var gengið út frá þvf sem sjálfsögðu, að hinir 3 pólitísku flokkar, er þá voru í 1 ÞJÓÐOLFUR. landinu, Heimastjórnarmenn, Þjóðræðis- menn og Landvarnarmenn, fengju allir fulltrúa í nefndinni, eptir réttri tiltölu við flokksmagn, og rétt skipting talin 4 af Heimastj.fl., 2 af Þjóðr.fl. og 1 af Landv.fl. og þetta gerðu allir sig ánægða með. Nú var kosningin bundin við þingipenn eina, en Landv.menn höfðu ekki nema 1 þing- manni á að skipa (Sig. Jenssyni) og hann neitaði þverlega að taka sæti í nefndinni, enda voru flokksmenn hans ekkert áfram um að fá hann í nefndina, en börðust fyrir því af alefli að fá bróð- ur hans, Jón yfirdómara Jensson, kosinn í stað hans. Því var neitað, með því að hann væri ekki þingmaður, en til miðl- unar var stungið upp á þvf, hvort þeir mundu ekki vilja velja mig í nefndina, af því að kunnugt var um, að eg stóð nær skoðunum Landvarnarmanna í ýmsum höfuðatriðum, en aðrir þingmenn í Heima- stjórnarflokknum. Og þá var það, að bæði G. B. og L. H. B., og enda fleiri, töluðu um það við mig, að eg mundi eiga kost á, að komast í nefndina, ef Landv.menn vildu samþykkja. Eg tók þessu ekki líklega í fyrstu, það er satt, en neitaði því þó alls ekki. Mér var einnig vel kunnugt um, að Landvarnar- menn héldu enn stöðugt Jóni Jenssyni fram og datt alls ekki í hug að troða mér fram, því að eg sóttist ekkert eptir þessari vegtyllu. En því lýsti eg yfir skýrt og skilmerkilega, eins og ýrosir Landv.menn geta borið vitni um, og G. B. og L. H. B. mun einnig hafa verið fullkunnugt, aðyrði egfyrirþessu vali, þá teldi eg það skyldu mína að taka á móti kosning- unni, gæti ekki né vildi ekki skorast þá undan þessu, þótt eg vildi helzt vera laus. Þetta hugði eg, að væri á vitorði flestra þing- manna í fyrra sumar. En valið lenti aldrei á mér, því að Landv.menn sögðu, að eg væri ekki flokksmaður þeirrá, eins og satt var, og héldu fast við Jón Jens- son, vildu engan annan, en fengu hann ekki kosinn, og þá var það, að Þjóðræð- ismönnum var leyft að bæta 3. manni við. Og þeir kusu Stefán Stefánsson. Eg áttiþví aldrei kost á a ð k o m- ast í nefndina, svo að yfirlýsing þeirra G. B. og L. H. B. er bull eitt, og hefðu þeir getað sparað sér að láta hana á »þrykk út ganga« í »Reykjavík«, enda höfðu þeir tveir ekkert vald til að skipa mig í nefndina, og gat eg því vel svar- að þeim út í hött. En mér datt ekki í hug, að áfella Landv.menn fyrir þetta. Þeir gerðu mér alls engan ógreiða með þessu, því að eg var lítt sólginn í þessa nefndarvegtyllu. En eptir því, sem síðar hefur á daginn komið, er allhætt við, að Jón Jensson hefði orðið þeim til lítillar ánægju í nefndinni. Er auðvelt fyrir mig, að fá vottorð nokkurra Land- v.manna um, að hér sé rétt skýrt frá, ef þeir herrar, G. B. og L. H. B. dirfast að vefengja þessa skýrslu mína. Það hefði ef til vill verið ástæða fyrir mig, að gera þetta að blaðamáli, þá er »Sannsögli« Jóns Ólafssonar hreytti svívirðingarum- mælum til mín í sambandi við þetta mál í fyrra sumar. En úr því að Landv.- menn fundu þá ekki hvöt hjá sér til að skipta sér neitt af ummælum blaðsins, þá gat eg sannarlega leitt þau hjá mér sem ómerk ómagaorð. Hqnnes Porsteinsson. Leiðrétting. Tvær villur hafa af vangá í prófarkalestri slæðst inn í grein hr. Magn- úsar Arnbjarnarsonar í síðasta blaði. í fyrstu klausunni á 1. dálki er orðinu „véfengt" of- aukið ; setningin á að vera: „ Að vísu hefur það ekki verið, og er ekki ,neitt vafasamt í mínum augum“ o. s. frv. I 2. klausu á 4. dálki hefur orðið „engan“ fallið í burtu; setningin á að hljóða 'svo: „Mun þá lítið duga að slá því fram, að maður hafi gengið út frá hinu og þessu, sem á sér engan stað í hinum gildandi texta". Lausn frá embætti hefur fengið Jón A. Hjaltalín skóla- stjóri við gagnfræðaskólann á Alureyri. Sambanðsmálið. Árnesingar mótmæla frumvarpinu. Fundaskýrslur þaðan. Dagana 28. júní — 2. júlí voru haldnir í Arnessýslu 5 fúndir um sambandsmálið eptir fundaboði frá ritstjóra þessa blaðs og Sigurði Sigurðssyni ráðunaut, er báðir bjóða sig þar fram til þingmennsku. Þá er kunnugt varð þar eystra um fundahöld þessi, gengust eiuhverjir meðmælendur frumvarpsins fyrir því, að nokkrir kjós- endur (flest prestar) óskuðu þess skriflega, að einn eða fleiri fulltrúar úr sambands- laganefndinni sæktu þessa fundi,til að skýra málið, eptir því sem komist var að orði. Hyggja menn, að þetta hafi verið gert að undirlagi nefndarmanna sjálfra, er hafi kunnað betur við, að geta sýnt einskonar aðgöngumiða að þessum fundum. En nefndarmönnum mun hafa skjöplazt í því, að þeir sem undir þetta skjal rituðu, væru allir á nefndarinnar bandi, því að nokkrir þeirra voru það alls ekki, en kváðust hafa skrifað undir þessi tilmæli til að sýna, að Árnesingar þyrðu að horfast í augu við nefndarmennina án þess að glúpna, og þyldu að heyra meðmæli þeirra með frum- varpinu, enda væri þá ekki unnt að segja, að Árnesingar hefðu bægt nefndarmönn- um burtu eða verið smeikir við návist þeirra á fundunum og málflutning þeirra þar. En nefndarmenn munu hafa verið harla vongóðir um, að sigurinn væri þeim vís þar eystra, ella mundu þeir tæplega hafa lagt upp í þann leiðangur. Var nú Lárus H. Bjarnason sendur af stað, til að vera á fyrsta fundinum (á Stokkseyri) og leggja þar undirstöðuna, þvf að miklu þótti vitanlega skipta, að sá fundur tækist vel. Ef til vill hefur hann og átt að sækja fleiri fundi, ef vel gengi, en þar fór nokk- uð á annan veg. Til fylgdar honum og aðstoðar var fenginn Halldór Jónsson bankagjaldkeri. En svo átti ráðherrann að reka á smiðshöggið á síðasta fundin- um við Ölfusárbrú 2. júlí og setja frum- varpsinnsiglið á héraðið. En það fór einnig nokkuð á annan veg, en ætlað var. Lftill eða enginn pati fór af för þeirra Lárusar og Halldórs, fyr en sama daginn og fund- inn átti að halda á Stokkseyri, og ekki var mönnum þar í nágrenninu kunnugt um nokkra sendimenn að sunnan, fyr en þeir L. H. B. og H. J. komu á fundinn. Qg um enga smalamennsku gat verið að tala af hálfu frumvarpsandstæðinga, eins og »Reykjavík« gefur í skyn, því að það var ekkert svigrúm til þess á Stokkseyri. Ætti að tala um nokkra smölun á fund- inn, mætti með miklu meiri rétti segja, að sendimennirnir hefðu smalað með sér í leiðinni flestum eða öllum meðmælend- um frumvarpsins af Eyrarbakka, því að þaðan voru einmitt atkvæði þau þrettán að tölu, er frumvarpinu fylgdu. Þessir 13 | hefðu lfklega fæstir sótt fundinn, ef þeir L. H. B. hefðu ekki »drifið« þá upp með sér. Vér birtum hér fundargerðina frá Stokks- eyri í heilu lagi, eins og skrifari bókaði hana: Stokkseyrarfundurinn. Ár 1908, sunnudaginn 28. júní kl. 4 e, hád. var fundur haldinn á Stokkseyri, sarnkv. fundarboði frá Hannesi ritstjóra Þorsteinssyni og Sigurði Sigurðssyni ráðu- naut. Umræðuefni var sambandsmálið. Á fundinum voru mættir margir kjósendur Stokkseyrarhrepps og Eyrarbakka. Enn- fremur voru þar staddir riddari Lárus H. Bjarnason og bankagjaldkeri Halldór Jónsson, sem voru ti) þess komnir, að skýra uppkast það af lögum, er frá sam- bandsnefndinni hefur komið, og að halda uppi svörum fyrir því. Fundarstjóri var kosinn kaupm. Krist- ján Jóhannesson á Eyrarbakka og skrifari Ivar Sigurðsson verzlunarm. á Stokkseyri. FrummSelandi var Hannes ritstj. Lýsti hann rækilega skoðun sinni á sambands- málinu, taldi það athugavert í ýmsum greinum og þurfa breytinga við. Sig. Sigurðsson ráðun. tók í sama streng- inn og taldi viðurhlutamikið að ganga að uppkastinu, eins og það nú væri. Lárus H. Bjarnason riddari talaði á móti nokkrum breytingum við uppkast sambandsnefndarinnar, og taldi það full- nægjandi okkur til handa í öllum greinum. I þann sama strenginn tók Halldór Jónsson bankagjaldkeri. Auk þessara töluðu á fundinum Jóh. V. Daníelsson verzlunarm., Guðm. Sig- urðsson verzlunarm., Helgi Jónsson sölustj. á Stokkseyri, Gísli Gíslason á Ásgauts- stöðum og Þorl. kaupm. Guðmundsson. Allir þessir voru eindregið með breyt- ingum á uppkastinu. Ennfremur töluðu Guðni Jónsson verzl- unarm. og Guðm. ísleifsson á Háeyri, og voru þeir báðir ánægðir með uppkast sambandsnefndarinnar. Flestir ræðumennir töluðu tvisvar, sumir þrisvar. Eptir að umræður höfðu staðið rúma 3 klukkutíma, kom fram svo hljóðandi til- laga frá H. J. sölustj: tiFundurinn tjáir sig mótfallinn sam- bandslagauppkastinu, eins og pað nii er orðað, og telur bregtingar á pvi sjálf- sagðar«. Samþ. með 42 atkv. gegn 13. Viðaukatillaga: y>Fundurinn lýsir einnig fallu trausli til fundarboðendanna í pessu máli<(. Samþ. með 28 atkv. gegn 13. Önnur tillaga frá P. Nielsen verzlunar- stjóra á Eyrarbakka: »Fundurinn lýsir þakklæti sínu til sam- bandslaganefndarinnar fyrir unnin störf« — »og heitir frumvarpinu fylgi sínu«. Með fyrri lið tillögunnar voru 45 atkv., en seinni liðurinn fékk að eins 14 atkv. Þá kom fram viðaukatillaga frá séra Gísla Skúlasyni svo hljóðandi: »Eða hall- ast að frumvarpi nefndarinnar«, og greiddu 22 atkv. með því. Mótatkvæða ekki leitað*. Þétt fundargerð þessi sé fullglögg f sjálfu sér, það sem hún nær, þarfnast hún þó nokkurra skýringa. Um framkomu L. H. B. á fundinum væri full ástæða að geta nánar, en sleppa mun Þjóðólfur þvf samt að sinni. En fæstum mun hafa geðjast að ofsa þeim og óstillingu, er lýsti sér í aðalræðu hans, enda mun hann fljótt hafa komizt að raun um, að stór- yrðin féllu máttlaus niður og höfðu gagn- stæð áhrif við það sem ætlað var, enda lækkaði hann allmjög seglin sfðar, er hann sá ósigurinn vofa yfir. Urðu loks engin önnur úrræðin, en að reyna að klóra í bakkann með því að rugla at- kvæðagreiðsluna, sem var því auðveldara, þá er fundarstjórnin var í miklu ólagi og fundarstjóri sýnilega öldungis ekki vaxinn því itarfi, enda nýtti L. H. B. og vika- drengur hans (séra G. Skúlason) sér það ósleitulega. Tökum vér hér kafla úr bréfi um þetta efni frá einum fundarmanni, ds. 1. þ. m., því að þar er rétt og hlutdrægn- islaust skýrt frá. Þar segir svo: »Eg skal geta þess helzta, sem mér þykir nokkru skipta áhrærandi fund þenn- an. Það er þá fyrst frekja sú, er lýsti sér í ræðu L. H. B. óg þá það, hversu hann svaraði sumu »út í hött«, t. d. því: »Hvers vegna leggur nefndin svona mikið kapp á, að halda uppkastinu að þjóðinni?« Þá var það mjög óviðkunnanlegt af L. hálfu, að vera að blanda sér inn í atkvæðagreiðsluna og reyna til að rugla hana. Eg og fleiri hugðum erindið ein- ungis það, að skýra frá gerðum nefndarinnar etc. Um atkvæða- greiðsluna varðaði hann ekkert, að mér

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.