Þjóðólfur - 31.07.1908, Qupperneq 1
60. árg.
Reykjavík, föstudaginn 31. júlí 19 08.
Jú 35.
Rennibekkir
og aðrar verkíæravélar
og smíöatól.
Feid. k í Schmahl,
Kjöbenhavn. Gl. Kongevej 1D.
I
t,lTm uppliaf konungsvalds íi fslandi“.
Ritgerð þessi hefur nýlega komið út
sérstök hjá Þjóðvinafélaginu, og auk þess
mun hún verða birt í «Andvara«.
Af formála sRíkisréttinda Islands« eptir
þá Jón Þorkelsson og Einar Arnórsson
má sjá það, að bók sú var í upphafi stofn-
ruð sem lítið kver — sem ekki var undar- |
legt, því hvorki gat það verið árennilegt
fyrir útgefandann að leggja út í stóra
bók um þetta efni styrklaust, né höfund-
ana að semja slíka bók án alls endur-
gjalds —, þó að hún yrði á endanum full-
ar 15 arkir, afarsmátt og þétt prentaðar.
Af því verður það skiljanlegt, að í því riti
fylgja að eins stuttar skýringar sáttmálun-
um fornu og elztu ríkisréttindaskjölunum.
— Þess var og heldur ekki bráð nauð-
syn, að um þetta efni væri ritað langt
mál, því að 1 I. bindi af Fornbréfasafn-
inu hafði Jón Sigurðsson framan við sátt-
málana ritað ágætlega um allan aðdraganda
að því, hvernig konungsvald komst á hér
á landi.
En nú hefur Björn prófessor samið rit-
gerð þá, er að ofan greinir, um hið sama
efni, og þó um samt farið lengra fram 1
áímann, allt fram um 1300. Rit þetta er
í heild sinni ljóst, stillilega og hlut-
•drægnislaust skrifað, og viðleitni höf. í
t>ví að gera sem skýrast grein fyrir máli
S1'nu, er viðurkenningarverð. En af því
að honum er áhugamál að skýra sem
flest, verður hann allopt að þrífa til get-
gátna, svo að manni þykir sumstaðar nóg
um. Vfða er í riti þessu skýrt ýmislegt,
sem ekki hefur verið ritað um röksam-
Jega fyrri, og opt finnst manni höf. vera
heppinn í skýringum sínum. — Má sem
dæmi benda á, að líklega er ekki vafi á
þvf, að samþykkt sú muni vera frá árinu
1306, sem áður hefur verið heimfærð til
1302. Hins vegar verður að álíta, að höf.
hafi ekki tekizt að skera úr því til fulls,
hvort konungserfðir hafi f öndverðu fylgt
Jónsbók eða ekki. Vantarum þetta efni með-
al annars í ritgerð þessa næga athugun um
samanburð ágildi konungserfða Jónsbókar,
•og á gildi konungserfðanna frá 1302 hérá
landi. Ekki virðist höf. heldur hafa tekizttil
fulls að sanna það, að sáttmáli sá væri
frá árinu 1300, er hingað til hefur verið
árfærður til 1263—1264, og kallaður hef-
-urverið »Gamlisáttmáli«, því að samþykkt
sú, er áður hefur verið heimfærð til 1302,
en próf. Björn árfærir — að líkindum með
réttu — til 1306, segir það með berum
orðum, að f hinum fyrsta allsherjar sátt-
mála hafi átt að standa ákvæðið um, »að
íslenzkir sé sýslumenn og lögmenn á
landi voru«, en þau ákvæði standa ein-
mitt í sáttmálanum, sem heimfærður hefur
verið til 1263—1264 (Ríkisréttindi bls. 7),
en hins vegar a 11 s e k k i f sáttmála
Norðlendinga og Sunnlendinga frá 1262
(Ríkisréttindi bls 1—2); en orð samþykkt-
arinnar frá 1302 (1306) eru svo:
»Hér á mót, sakir fátæktar
landsins og nauðsynja þess
fólks, er landið byggja, að ná
þeim heitum, e r o s s v o r u m ó t i
jáð skattinum í fyrstu af konungs-
inshálfu......... Enþaðeruþau
heit, að fslenzkir sé sýslu-
menn og lögmenn á landi voru.
......«
Þeir sömu menn, sem hefðu átt að gera
sáttmála árið 1300, neita því þessvegna
sjálfir, að þ e s s i sáttmáli, sem prófessor
Björn vill heimfæra til þessa árs sé frá þeim
tfmum, en votta hins vegar, að hann eigi
rót sína að rekja til þeirra tíma, er »jáð
var skattinum í fyrstu«.
Um sáttmála þennan segir prófessor
Ólsen nú ennfremur f blaðinu sReykja-
vík« 25. þ. m., að þetta sé »enginn sátt-
máli, heldur að eins einhliða yfirlýsing
lögréttunnar, sem konungur virðist aldrei
hafa samþykkt fyrir sitt leyti*. — Þessi
staðhæfing er ekki studd við neitt og
verður ekki sönnuð með neinu, og sýnist
að eins að ástæðulausu vera byggð á þeirri
hyggju höf., að sáttmálaskjal þetta sé frá
árinu 1300, sem honum hefur ekki tekizt
nægilega að sanna. Skoðunum próf. Ól-
sens á þessum vafasömu atriðum, sem
honum hefur ekki tekizt að ná fastri nið-
urstöðu í, virðist herra skólakennari Þ o r-
leifur H. Bjarnason vera samþykk-
ur í blaðinu »Reykjavík« 21. þ. m., eins
og hann yfir höfuð hnýtir sér aptan í
kenningar prófessorsins að öðru leyti. Þó
er hann ósamþykkur honum í þvf, sem
er aðalniðurstaða ritgerðarinnar, að
samband Islands og Noregs hafi verið
hreint persónusamband af íslendinga hendi
við konunginn.
»Vér sjáum, því er ver og miður, enga
leið til þess, að færa sönn og óyggjandi
rök fyrir þessari gömlu kenningu«, segir
Þorleifur skólakennari. Var að vísu óþarfi
fyrir hann að gefa þessa yfirlýsingu,
af því það hefur víst enginn ætlazt til
þessa af honum. Hitt mætti hinsvegar,
ef til vill, heimta af honum, að hann fyndi
óyggjandi rök fyrir þessari klausu í grein
sinni: »1 skýringum sínum«, segir herra
Þorleifur, »brýtur prófcssor Björn upp á
ýmsum nýjum skoðunum, sera vér
minnumst ekkia ð(!) hafa rekið
oss á áður, og getum vér í stuttu máli full-
yrt, að þær bera flestar vott um skarp-
leika og fjölbreytta þekkingu höf. Sum-
um þeirra hefur verið haldið
fram áður af öðrum höfundum «.
Skilji þeir nú, sem skarpvitrir eru.
í heild sinni er rit prófessors Björns
Ólsens þarft og gott, og flokksfylgislaust,
og á hann heiður skilið fyrir þetta hand-
verk, og var það happ, að ritgerð þessari
skyldi vera lokið, áður en menn fóru að
skiptast í flokka um Uppkast millilanda-
nefndarinnar. Hefði bók þessi verið
rituð nú, er hætt við að hún hefði dregið
dám af þvf, hvoru megin höf. hennar
stendur að málum. Er þetta hér eigi
sagt til brigzlis, heldur sökum þess, að
grein próf. 1 »Reykjavík 25. þ. m. gefur
ástæðu til að ætla það.
Af því að ætla má, að orð þessa höf.
séu nokkurs metin af landsfólkinu, virðist
vera ástæða til að gera í þessu sambandi
nokkrar athugasemdir við grein þessa.
Meðal annars segir próf. í grein sinni, að
konungur hafi náð »með hinum norsku(!)
lögbókum Járnsíðu og Jónsbók, sem sam-
þykktar voru af alþingi Islendinga fám
árum eptir Gamla sáttmála, svo miklu
valdi yfir lögréttunni, að honum með hjálp
handgenginna manna sinna var innan
handar að ónýta hverja lögréttusamþykkt,
sem honum var á móti skapi. Ekki þurfti
annað, en að fá einn1) lögréttumann,
ásamt lögmanni, til að greiða atkvæði á
móti því, sem allir aðrir lögréttumenn
vildu, þá varð það ógilt, en hitt full lög-
réttusamþykkt, sem lögmaðurinn og þessi
e i n il) maður samþykktus2). En þetta er
stórum athugavert, því að hér
er tæplega hálfsögð sagan. I 4. kap.
í þingfarabálki Jónsbókar stendur svo:
»En alt þat, er lögbók skilr eigi,
þá skal þat úr hverju máli hafa, sem
lögréttumenn allir verða á eitt sáttir.
En ef þá skilr á, þá ráði lögmaðr ok
þeir, sem honum samþykkja, nema kon-
ungi með skynsamra manna ráði lítist
annað lögligra«. — Orðin sþeir . . . .
samþykkja* stendur svo í öllum hand-
ritum af Jónsbók (útg. Ól. Halld. bls. 10),
en h v e r g i »sá .... samþykkir«.
Lögréttumenn gátu því einir, og eptir
orðum lögbókar án atkvæðis lögmanns —
lögmaður virðist þegar svo stóð á, ekki
hafa greitt atkvæði, heldur stýrt atkvæða-
greiðslunni sem forseti — gert fullgilda
lögréttusamþykkt, ef þeir að eins sam-
þykktu hana allir í einu hljóði.og
hún var þar með lög, og þurfti ekki
konungssamþykkis við, en ef þá
greindi á, þá virðist fyrst hafa komið til
atkvæðis lögmanns, og sýnist eptir orða-
tiltækjum bókarinnar vera gert ráð fyrir,
að nokkurn veginn væru jöfn atkvæði
beggja megin, en ekki að lögmaður gæti
ráðið með e i n u m lögréttumanni móti allri
lögréttunni, hvað sem karlmennskumenn
annars kunna að treysta sér til í þörf að
leiða út af þessum orðum lögbókarinnar.
Af þessuin stað Jónsbókar er því þá kenn-
ingu að taka, að lögréttnmenn gátu geflð
út liver þau lög, sem þeim sýndist, í sam-
þykktarformi, ef þeir voru allir samtaka,
án þess að konungssamþykki þyrfti til að
koma, og án þess að hann gæti spornað
við l»ví á nokknrn bátt. — Þetta gerði
a 1 þ i n g i e i 11 llka margsinnis fram eptir
öllum öldum, að það gaf út alþingissam-
þykktir um margskonar efni, og ekki ein-
ungis um innanlandsmál, heldur og einnig
um atriði í utanríkismálefnum lands-
1) Leturbreyting gerð af höf.
2) Sbr. og „Um upphaf konungsvalds á
fslandis" bls. 72—73.
ins, verzlun og fiskiveiðum. Eru til þess
nefnd nokkur dæmi í tveim seinustu blöð-
um Þjóðólfs, en auk þeirra má telja fjölda
annara dæma. En hér að þessu sinni
skal einungis viðbætt alþingisdómnum
frá 1544 og 1545 um verzlan, vetrarlegu
útlendra verzlunarmanna, toll, skreiðar-
gilding og fleira. — Það er þvf ö 1 d -
ungis rangt, þar sem prófessorinn
segir: »011 landsmál, hvort sem þau vissu
út á við að sambandinu við Noreg, eða
viðskipti við önnur ríki, eða inn á við
að frelsi og sjáifstæði landsmanna sjálfra,
voru þar með f raun réttri ofurseld kon-
ungsvaldinu«. Þau voru þvf að eins
ofurseld k o n u ngsva1dinu, að
landsmenn sjálfir skytu þeim
undir konung. Hvað mikið
mundu menn nú ekki vilja gefa
til þess, að Alþingi hefði slíkt
löggjafarvald á vorum dögum,
að hvert lagafrumvarp, sem al-
þingi nú s amþ y k kti í e inu h 1 j óð i
væri þar með lög, án þess að
spyrja þyrfti um staðfestingu
konungs, og án þess að hann
gæti spornað við því?
Prófessorinn gerir mikið úr því.hvers virði
fylgi hinna handgengnu manna að fornu hér
innanlands hafi verið, á hvora hliðina
sem þeir snéru sér, hvort sem þeir skip-
uðust til fylgis við landsmenn eða kon-
ungsvaldið. Prófessorinn hefur auðvitað
rétt fyrir sér í þessu, en fylgi þeirra þá hafði
reyndar nokkuð svipaða þýðingu, eins og
fylgi embættisstéttarinnar nú hefur við al-
þjóðleg mál hér á landi. Allir vita hvern-
ig kosningar til alþingis hafa gengið hér
hin síðari ár, síðan sýslumenn og lögreglu-
stjórar fengu kjörgengi. Það hefur mátt
heita, að það hafi verið ómögulegt að
varna þeim þingsetu, þó margfalt hæfari
menn hafi verið f boði. Valdhafar f
hverju landi og umboðsmenn valdhafa
hljóta alltaf, jafnt nú á tímum sem fyrr-
um, að hafa mikla þýðingu, hvar sem
þeir beitast fyrir afskiptum almennra
mála. Þýðing hinna handgengnu manna
hér á landi á fyrri öldum er því ekki
neitt, sem vert er að annála, fram yfir
þýðingu handgenginna manna (embættis-
manna) nú, og það því sfður, sem nú
höfum vér öflugra innlent vald en nokkru
sinni fyr, sem er lögskipað stjórnarráð
landsins, með ráðherra, sem einn hefur
eyra konungs.
Prófessorinn hefur í grein sinni mikið
á móti »Gamla sáttmála«, og kveðsteiga
»bágt með að skilja allt það gum og of-
lof, sem nú er borið af sumum mönnum
á« hann.— Ennfremur segir hann: »Sátt-
málinn frá 1262 er ekkert frelsisskjal,
heldur þvert á móti fyrsta fótmál kon-
ungsvaldsins til að beygja landsmenn undir
ok sitt«.
Að vísu er það svo, að sáttmáli þessi
er, miðað við það, sem á ð u r var,
engin frelsisskrá, sem heldur gat ekki
verið, því allt þar til hafði landið haft sitt
eigið fullveldi. En með þessum sáttmála
er verið að semja við Noregskonung,
um að hann skuli vera konungur Islands
með vissum skilyrðum, og þó að sáttmáli
þessi sé ekki svo nákvæmlega orðaður,
sem forsjálir menn mundu hafa orðað
l