Þjóðólfur - 27.11.1908, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 27.11.1908, Blaðsíða 1
60. árg. Reykjavík, föstudaginn Velkominn, svanur! Velkominn, svanur, sunnan yfir hafið með söngbrjóstið flekklaust enn af borgareimnum — vængfangið breiða, dulardjúp i hreimnum, drápunnar gull ur frónsku bergi grafið. Velkominn, svanur! er sönginn þinn eg hevri sólbráðið þiðir fannir andans hliða, söngþrestir líða um hugarhlyninn víða — himininn býður unað hvergi meiri. Velkominn, svanur! söngstu vel og lengi, svifhár sem norðurljóssins töfrabogar. Vegljóst er ætíð anda, er sjálfur logar — upploptið frjálst, þótt jarðarkjörum þrengi. Velkominn, svanur! lljúgðu frjáls til stjarna. Fyrr, en þú mæðist, hverf til stöðva þinna. Víst er hér kalt, en vakir muntu finna og vini, er syngja á skörum hlárra tjarna, Sigurður Sigurðsson. Bókmenntir. Itóndinu á Hranni. Leikrit í fjór- um páttum eptir Jóhann Sigur- urjónsson. Rvík. Kostnaðarmað- ur Sigurður Kristjánsson. 1908. 115 bls. Svo. Höfundur leiks þessa, Jóhann Sigur- jónsson frá Laxamýri, vakti fyrst eptir- tekt á sér, þá er Gyldendal gaf út leikrit hans, »Dr. Rung«, 1905. Þótti það nýlunda mikil, að leikrit eptir Islenzkan náms- mann kæmi út hjá Gyldendal. Og það fréttist um leið, að Pétur Nansen o. fl., er vit höfðu á skáldskap, hefðu mjög hælt þessari frumsmíð höfundarins, enda var hennar lofsamlega getið í dönskum blöðum. Og nokkur íslenzk blöð minnt- ust og leiks þessa og luku á hann lofs- orði. Hann hefur að eins verið prentað- ur á dönsku, og ekki verlð leikinn. Það var laglega af stað farið hjá jafnungum höfundi með »Dr. Rung«, og hann hef- ur ekki látið vonir þær, er menn gerðu sér um hann, til skammar verða, því að þessi nýi leikur hans, »Bóndinn áHrauni«, stendur ekki hinum að baki, heldur fram- ar að því leyti, að hann er fjölbreyttari °S hemur víðar við. Auk þess gerist þessi leikur á íslandi, með íslenzka nátt- úru og íslenzk náttúruöfl að undirstöðu, en hinn var að eins leysing eða leysing- artilraun á einu sálfræðilegu vafamáli, og alþjóðlegs eðlis. Þessi nýi leikur höfund- arins snertir þvj tilfinningar íslendinga miklu meir en hinn, enda verður^ þeim kunnugri, með þVí að hann er ekki að eins prentaður á dönsku á forlag Gyl- dendals, heldur einnig á íslenzku, og verður leikinn hér af Leikfélagi Reykja- víkur í vetur, auk þess, sem hann sam- tfmis kvað verða leikinn í Dagmarleik- húsinu í Höfn og Þjóðleikhúsinu (Natio- naltheatret) í Kristjaníu. Er það mjög gleðilegt og uppörfandi fyrir hinn unga höfund, að leik hans er svo vel tekið, og vonandi, að sýningar leiksins á leiksviði 'yöji höfundinum nægilega greiða braut til að halda því áfram, sem svo vel er byrjað. Aðalefni leiks þessa er í stuttu máli þetta, að hjónin á Hrauni, Sveinungi og fórunn, eiga eina dóttur barna, Ljót að nafni, er þau vilja gipta efnuðum bónda- syni þar í sveitinni, og á hann að taka jörðina Hraun til ábúðar, svo að hún haldist í ættinni. En Ljót er ekki um þetta mannsefni gefið, hefur rennt hýru auga til annars pilts, Sölva að nafni, er verið hafði erlendis, en var nú nýkom- inn heim aptur og vildi fá hana til við- tals einslega úti í hrauni ákveðinn dag. Engu lofaði hún um það, en varð þó eitthvað annars hugar, og fannst, að hún gæti ekki annan elskað. En faðir henn- ar vildi hvorki heyra Sölva þennan eða sjá, og svo var það úr, aðallega fyrir for- tölur móður hennar, að Ljót lofaði að giptast þessum bóndasyni, er foreldrar hennar höfðu ætlað henni. En nærri sér tók hún það loforð. En svo ber það við, að fólkið flýr úr bænum á Hrauni vegna jarðskjálpta og hefst við í tjaldi úti á túni, en Sveinungi bóndi vill ekki vera í tjaldinu um nóitina, heldur í bænum, og fær konu sína með sér. Kemur þá enn jarðskjálpti og hrynur mikið af bænum, en bóndi og húsfreyja komast þó út ó- skemmd, með því að ein stoð bilaði ekki. En þessa sömu nótt hafði Ljót hitt4Sölva úti í hrauninu. og þar rauf hún loforð sitt til foreldranna og hét Sölva eiginorði. Fóru þau svo bæði til fundar við for- eldra hennar um morguninn, og ber þá Sölvi upp bónorðið, en við það var ekki komandi, og vildi bóndi jafnvel ginna Sölva til að ganga inn í rústirnar, og játaði það á eptir, að hann hefði þá ætlað að kippa burt stoðinni, er uppi hélt. Svo reynir hann að telja dóttur sinni hughvarf, fá hana til að sleppa Sölva, en taka bóndasoninn (Hálfdan), en hún fellur á knéQyrir honum og seg- ist aldrei hafa elskað nokkurn mann fyr en Sölva, og hún geti ekki annan átt, faðir sinn verði að gefa sér gleðina líka, eins og hann hafi gefið henni allt sem 27. nóvember 1908. hún eigi. En hann skipar henni þá, að velja milli sfn og hans, og ef hún velji Sölva, þá eigi hann enga dóttur. Og Ljót segir þá þessi úrskurðarorð, að hann eigi þá enga dóttur. Þá vill móðir henn- ar miðla málum og fá mann sinn til að slaka til og láta dótturina fá vilja sinn, en Sveinungi tekur það svo, að kona hans sé einnig orðin á móti honum, seg- ir henni þá að fara til dóttur sinnar, en gengur svo þögull inn í rústirnarog grfp- ur höndunr um stoðina. I sömu svipan hrynur þakið og Sveinungi verður undir. Er þá leiknum lokið. Hér er örstutt og ófullkomlega yfir sögu farið, að eins aðaldráttanna getið. I i. þætti er t. d. ágæt lýsing á sveita- lffinu, þá er komið er úr kaupstað og farið er að taka upp varninginn. Bygg- ing leiksins er traust og samfelld heild, engin óþarfa-mælgi, sem truflar höfuð- áhrifin, og sýnir það, að höf. hefur gert sér far um, að gera hann svo úr garði, að lýtalaust eða lýtalítið væri frá sdrama- tisku* sjónarmiði. Það er auðsætt, að leikur þessi er ekkert flaustursverk, en það er ekki spurt að því, hversu lengi sé verið að verkinu, heldur, hvernig það er af hendi leyst. Ibsen var t. d. ekki ákaflega fljótvirkur. Hann hafði leiki sína lengi í smíðum, eins og kunnugt er. Það er einmitt þetta, sem oss þykir vænt um hjá Jóhanni Sigurjónssyni, að hinar góðu viðtökur, er »Dr. Rung« fékk hafa ekki leitt hann til að hraða sér ákaflega mikið með næsta ritið, og reyna að hafa það sem flestar arkir, meira að vöxtum en gæðum, heldur tekið sér nægan tíma til að vanda sig sem bezt, og hafa leik sinn meiri að gæðum, en minni að vöxt- um. Og það hefur líka tekizt ágæt- lega. Skáldleg tilþrif eru meiri í leik þessum, en vér eigum að venjast í íslenzk- um sjónleikum, að öðrum leikritahöfund- um ólöstuðum. Mætti nefna þe*s ýms dæmi. Þá er Jón vinnumaður er að skera torf í jarðskjálptanum, segir hann, að það hafi verið eins og hann væri að rista í lifandi skepnu, sþað var eins og eg væri að flá lifandi hold. Og rústirn- ar frá því í fyrra voru eins og ljót ör«. Og síðar leggur höf. öðrum í munn, þá er hann sá heita gufuna leggja upp úr jarðskjálptasprungunum, að jörðin drægi andann með opnum munninum, »og eins Og jörðin skalf — hún hafði ekka — gráturinn er erfiður gömlum«. Þetta allt um jarðskjálptana er bæði frumlega sagt og vel sagt. — Þá er Sölvi er að lýsa því, að líf hans sé í höndum Ljótar, seg- ir hann henni draum sinn, að hann hafi hrapað niður á hraungjáarbotn, og hvorki getað hreyft legg né lið, »og dauðinn kom og saug lífið út úr augunum á mér, hann hélt því á milli handanna eins og svolitlum loga« o. s. frv. Og þá er hann er að telja henni hughvarf, að hún þurfi ekki að efna loforð sitt við foreldrana, segir hann, að það sé til önnur skylda, margfalt stærri.og það sé skyjldan við gleðina, það sé ekki til nein stærri skylda, það sé tilgangur lífsins. Og síð- ar játar hann hiklaust, að hann sé hug- laus, þá er faðir Ljótar vill fá hann til að ganga inn í rústirnar, því að þau Æ 55. megi ekki deyja frá gleði lífsins — sam- vistarunaðinum, ástinni. Lengsta tilsvar- ið (repliken) í öllum leiknum, eru orð Sveinunga, þá er kona hans biður hann utn að vera ekki inni í bænum um nótt- ina, það væri að freista guðs. I þeim orðum bóndans (á bls. 68) er einmitt fólgin þungamiðja leiksins, og tökum vér þau hér upp. Hann segir svo: »Það er öllu heldur hann (o: guð) sem freistar mín! Ef eg flýði, þá verð- skuldaði eg að bærinn hryndi. Þarna hefur hann staðið og beðið mín kvöld eptir kvöld, síðan eg man eptir mér. Eg het séð rúðurnar rauðar af sól og eg hef séð þær votar af regni, eg hef séð þær hvítar af frosti — við höfum verið sam- an síðan eg var barn, eg klifraðist upp á vegginn, eins og eg klifraðist upp á öxl- ina hans pabba ndns, eg stóð upp á barstinni og fannst bærinn lypta mér, til þess að eg sæi betur yfir. Nei, Jórunn, þótt eg vissi að jarðskjálptinn kæmi, þá færi eg heim, það er heldur ekki furða, þó að mig langi til að fara að hátta niður í rúmið mitt, eg er orðinn gamall, og þar hef eg yaknað má heita hvern morgun alla mína æfi, eg hef lagt mig út aí svo þreyttur, að eg gat varla staðið á fótunum og vaknað ungur og fjörugur, eg hef legið veikur og séð sól- argeislana færast yfir gólfið«. Hér er alt tekið fram, sem taka þarf, til að skýra skapferli og hugsunarhátt Sveinunga. Og það er enginn viðvanings- bragur á þessari lýsingu. Betur að átt- hagaástin, ást einstaklingsins til blettsins, sem hann er fæddur og uppalinn á, væri hér á landi svona öflug í veruleikanum, en væri ekki skáldskapur. Það eru svo margir fínir þræðir í leik þessum, að það verður að fara listfeng- lega og smekklega með hann á leiksviði. Annars nýtur hann sfn ekki. Von- andi gerir leikfélagið það sem t þess valdi stendur til þess að leikurinn verði því til sóma. En þá verður það að vanda sig, ekki síður en höfundurinn, enda á hann heimtingu á, að svo sé gert, og að verki hans sé ekki spillt með ófim- legum leik. Ofviðri og manntjón. I fyrrakveld fórst í ofsaroki enskt botn- vörpuskip út af Aðalvík vestra með áhöfn allri, 12—14 manns. I gærkvöldi voru þrjú líkin rekin. Fjórtán ensk botn- vörpuskip þar vestra náðu höfn á Dýra- firði og lágu þar öll inni í gærkveldi, sum allmjög brotin og menn stórmeiddir. Var þá saknað tveggja skipa »Paragon« og »Queen Alexandra«, beggja frá Hull, og er talið víst, að annaðhvort þeirra hafi verið það, er (órst 1 fyrra kvöld út af Aðalvík, og um hitt eru menn hrædd- ir, úr því það var ekki komið til hafnar f gærkveldi. Veðrið hafði verið mesta forráðsveður þar vestra með fannkomu allmikilli.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.