Þjóðólfur - 27.11.1908, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 27.11.1908, Blaðsíða 2
200 ÞJÓÐOLFUR. Sjónleikar. Leikfélag Reykjavíkur hefur þetta skipt- ið byrjað á »Skugga-Sveini, er það hefur leikið 3 kveld. Munu menn hafa gert sér meiri vonir um leik þennan í hönd- um félagsins, en raun varð á. Þó tekst hann sæmilega. en naumast ástæða til að nefna eitt hlutverk öðru fremur, er vel takist. Það væri þá helzt Margrét(Emilía Indriðadóttir), Grasa-Gudda (Arni Eiríks- syn), Gvendur (Guðrún Indriðadóttir) að nokkru’leyti, Skugga-Sveinn (Jens B. Waage) að sumu leyti, og jafnvel Lárenzius sýslu- maður (Tómas Halldórsson) sumstaðar. Einna lakastur er Haraldur (Helgi Helga- son). Gerfið gerir hann einnig svo sauð- kindarlegan útlits, Geir og Grani allt of aumingjalegir og ræflalegir, stúdentarnir einnig hálf-lélegir og kunna auðsjáanlega ekki að haga sér á leiksviði, enda óleik- vanir. Hjá hinu leikfólkinu flestöllu miðlungs frammistaða. Búningar sumra leikendanna eru mjög óeðlilegir og illa valdir. Embætti. Forstöðumannsembættið við prestaskól- ann er nú veitt séra Jóni Helgasyni, er settur hefur verið til að gegna því síðan i. okt., en 2. yfirdómaraembættið kvað vera veitt Halldóri Daníelssyni bæjarfó- geta, og er þá æðra meðdómaraembætt- ið eflaust veitt Jóni Jenssyni. Látinn er 22. þ. m. Þorlákur Þorláks- son, áður bóndi í Vesturhópshólum, síð- ast Þorfinnsstöðum, tæplega sextugur að aldri, fæddur 1849, sonur Þorláks prests Stefánssonar á Undirfelli og Sigurbjarg- ar Jónsdóttur prófasts á Steinnesi Pét- urssonar. Þorlákur heit. var kvæntur Margréti Jónsdóttur prests á Undirfelli Eiríkssonar, og lifir húnmannsinn. Börn þeirra eru: Sigurbjörg kennslukona í Reykjavík, Björg gipt Sigfúsi Blöndal bóka- verði í Kaupm.höfn, Magnús bóndi í Vesturhópshólum og Jón landsverkfræð- ingur í Rvík. Þorlákur heit. var greindur maður og vel látinn. Hann varð bráð- kvaddur. Slys. Hinn 8. þ. m. datt maður útbyrðis af mótorbát á Önundarfirði og drukknaði. Hann hét Guðbjarni Bjarnason og átti heima á Flateyri. Var kvæntur maður og átti börn. Bæjarbrunl. Hinn 2. þ. m. brann bærinn í Skógum f Fnjóskadal til kaldra kola um miðjan dag, en heima var þá að eirfs ein kona, en bóndinn, Benedikt Einarsson, nálægt bænum. Sængurfatnaði var bjargað að mestu eg ýmsum öðrum munum, en mikið brann samt, þar á meðal öll matvæli og 180 kr. í peningum. Bærinn og innan- hússmunir voru fyrir fám dögum vátryggð- ir, en ekki talið alveg víst, að vátrygg- ingin hafi verið gengin í gildi. Kviknað hafði í þekjunni út frá ofnpípu. Prestvígsla. Hinn 22. þ. m. vígði Þórhallur biskup Bjarnarson Guðbrand Björnsson presta- skólakandídat til prests að Viðvík og Har- ald Nielsson, settan kennara við presta- skólann, til prests við Holdsveikraspftalann 1 Laugarnesi, því að hann hefur verið skipaður til að gegna prestsverkum þar. Tvo samniingva er hr. Sigfús Einarsson að undirbúa með söngflokk sínum. Verður sá fyrri haldinn næstk. miðvikudagskvöld (sjá aug- lýsingu hér í blaðinu), en hinn um jólin. Til samsöngsins á miðv.d.kvöldið kvað vera vandað vel og söngskráin óvenju- lega fjölbreytt. A henni er meðal ann- annars Hirðingjarnir eptir Schu- mann, Ave verum corpus eptir Mozart og lög eptir Grieg við kvæði úr Huliðsheimum. Á samsöng þennan ættu menn að fjöl- menna ; hann verður vafalaust góð skemt- un. Og nú er öllttrn nýnæmi á góðum söng. SkautafélagiO hér í bænum hefur að undanförnu ver- ið frernur fjörlftið, og sjaldan eða aldrei gengizt fyrir nokkrum vetrarskemmtunum á Tjörninni. En nú er hugmynd félags- stjórnarinnar nýju, að dubba dálítið upp á félagið, afgirða stórt svæði til skauta- hlaupa á Tjörninni, og setja 20 róm- verska lampa umhverfis, hafa tjald inn- an vébandanna, þar sem menn geta fengið sér kaffi, og fengið föt geymd. Á svo að halda við og við kapphlaup á skautum, og mönnum skipt í ákveðna flokka eptir aldri m. fl., er ætlazt er til, að verði til skemmtunar, söngur o. s. frv. Hefur félagsstjórnin hugsað sér að sækja um 200 kr. styrk úr bæjarsjóði til að veita unglingum á skðla-aldri ókeypis aðgang að skautavellinum. En annars er árstillag f félaginu 1 kr. 50 a. Formaður þess er nú dr. Björn Bjarnason (frá Viðfirði). Eptirmæli. Hinn 16. janúar þ. á. andaðist að heimili sínu Nýjahóli á Hólsfjöllum merkiskonan Karólína Jónsdóttir, fædd á Skriðu- landi í Suðurþingeyjarsýslu árið 1833. Mann sinn, Kristján Jóhannsson, missti hún 14, júní 1904, eptir 40 ára sambúð, og harmaði hún hann mjög. Eptir það fór heilsu hennar óðum hnignandi ogr síðustu 3 missirin lá hún rúmföst, en gat þó stjórnað búi sínu að mestu til dauðadags. Karólína sál. var engu minni búkona að sínu leyti en maður hennar hafði verið bú- sýslumaður; hún var sí-starfandi meðan heilsan entist og bæði mikilvirk og velvirk, að hverju sem hún gekk. Heimili þeirra hjónanna hafði jafnan haft orð á sér að vera fyrirmyndar heimili að gestristni, búsæld og reglusemi, og mun konan engu síður hafa gert þar garðinn frægan. Karólína var ein af þeim beztu og merk- ustu konum, er eg hef þekkt. Eg bjó í ná- grenni við hana í 8 ár og hafði því góð tök á að kynnast henni. Hún var trygg í lund, hjartagóð og hjálpfús við alla, sem eitthvað áttu bágt. Lifandi og ávaxtarsöm trú á guð og frelsarann einkenndi allt lff hennar, og það var henni sönn unun, að vinna kærleiks- verk í nafni Krists; það var hreinasta yndi að sjá, hve eðlilega og látlaust henni fór það, og hve sýnt henni var um það, að fara með alt slíkt í launkofa. Þeir sem bezt þekktu Karólínu, gættu þess jafnan að tala sem minnst um góðgerðasemi hennar; væri farið út í þá sálma, breyttist hýru-svipur gömlu konunnar óðara; andlitið varð þá næst- um því kuldalegt á svipinn. Skömmu áður en eg flutti burtu af Hóls fjöllum átti eg í sfðasta skipti trúarsamtal við Karólíriu sál. og veitti henni „þjónustu" í heimahúsum. Sú stund mun jafnan geym- ast í endurminningunni sem hin áhrifa- mestu og unaðarríkasta frá prestsskapar-ár- um mínum. 2 börn þeirra hjóna eru á lífi: Jónas Frímann bóndi í Fagradal á Hóls- fiöllum og ungfrú Frímannía, nú til heimilis í Baldursheimi í Mývatnssveit. Karólína var | jarðsett að Víðihólskirkju 1. febrúar þ. á. Þau hvfla í einni gröf bæði hjónin, f fjalla- kyrðinni þarna lengst norður. Leiði þeirra er norðan-meginn gegnt kirkjudyrum og járngrindaverk umhverfis. Þar hvílir konan, vegfarandi, sem var alla æfi sfna annara þjónn. Blessuð veri minning hennar. Norður-Hvammi, 9. nóv. 1908. Þorvatdur Þarvardarson Veðursk.ýrsliiiígrip frú 13. nóv. lil 26. nóv. 1908. nóv. Rv. Bl. Ak. Gr. Sf. Þh. 13- + 2,0 + 2,5 + 2,5 - o,5 + 7-3 + 8,5 14- f 4,9 + 3,3 + 3,5 - 24 +- o-3 + 7,1 i5- + 2,4 + 3 9 + 3,5 - 1.7 + 7,3 + u,o IÓ. -+ o,4 +- 0,5 + 0,5 - 5,o + 2,2 + 6,6 17- + 1.2 0.0 +- 1-5 - 4-2 + 2,2 + 3,6 l8. 0,0 -f- 8.0 +■ 3° - 8,0 +- 2,5 + 1 >5 >9- -+ 2,5 +- 8.5 T 4’5 - 9.5 +- 4.3 +- 0,5 20. + 0,4 + 1,5 + 1,0 - 2,6 +• J,o + i,6 21. 0,0 +- 2,1 +■ 0,2 - 3,0 + 3,8 + 2,0 22. + 2,2 + 0,4 +- ',5 - 4,0 +- 0,2 + 2,5 23- + 1,0 +- 0.9 +■ 5-5 - 5+ +- 3,4 + 0,5 24. +- 0,6 + 0,2 0.0 - 1,0 + i,5 + 8,0 25- +- 0,5 +- 3-5 +- 5,0 - 9.8 +- J,9 + 5,4 26. +- 5,6 +- 8,2 +- 5,5 - -10,0 +• 4,4 + i,5 málarar, (da Miðstræti 4, mála hús, húsgögn og nafnispjöld. (skilti). — Útvega hurðar- spjöld (úr gleri og málmi). Stjórnvaida-birtingar. Skuldum skal lýsa í dánarbúi Einars Gfsla- sonar f Hringsdal innan 6 mán. frá 26. þ. nt, dánarbúi Jóns Helgasonar fyrv. kaupm. á Akureyri innan 12 mán. frá s. d., í þrota- búi Guðmundar Jónassonar f Brimneshjá- leigu í Seyðisfirði innan 6 mán. frá s. d., í dánarbúi Þorleifs Guðmundssonar á Gildals- eyri í Tálknafirði innan 6 mán. frá s. d., í þrotabúi Björns Ólsens kaupm. á Patreks- firði innan 12 mán. frá s. d., í þrotabúi Önnu Kristínar Bjarnadóttur (ekkju Péturs Jónssonar pjáturssmiðs) innan 12 mán. s. d., í þrotabúi Guðjóns Símonarsonar skósmiðs f Nesi f Norðfirði innan 6 mán. frá 3. des., í þrotabúi Gísla Gíslasonar Hverfisg. 36 í Rvík innan 6 mán. frá 3. des., í þrotabúi Erlends Guðmundssonar í Gíslholti í Rvík, innan 6 mán. frá s. d., í dánarbúi Helga Sigurðssonar í Rauðsgili í Hálsasveit innan 6 mán. frá 3. des. Nauðungaruppboð auglýst á húseign nr. 38 við Laugaveg 14. des. Skiptafundur f þrota- búi Benónýs Benónýssonar 1. des. — Pantiö í tíma Jólagjafir ■ hjá Birni Árnasyni, Laugaveg 5. Sigurlijarni Jóknessoi verzlunarstjóri á Hvammstanga óskar eptir atvinnu frá 1. júlí næstkomandi. Reynið manninn, góðir hálsar! Samsönpr í Bárubúð á miðvikudagskveldid kl. 8lj%. Góð og áreiðanleg verzlun, sem vill taka að sér sölu á þessari vöruteg- und ásamt öllu því, er til veiðiútbún- aðar og skotfæra heyrir, getur komizt að samningum með því að snúa sér til Villum Fönss. Vaabenfabrik, Aar- hus, Danmark. Úrval af beztu Saumavélum hjá I 1 jlíagitúsi Jenjaminssyni, Veltusundi 3. Di iu er ómótniælanlegn bezta og langndijrasta A ll liftrygjjiiiKarfélagið. — Sérstök kjör fyrir bindindisnienn. — LanghagfHdustu kjör fyrir sjó- metin. Allir ættu að vera líftrygðir. Finnið að máli aðalurnhoðsni. l>. 0STLUXD. Hvik. Cggert Qlaessen yfirréttarmalaflutningsmaöur. Pósthnsstraiti 17. Venjulega heima kL 10—ii og 4—3. Tals iö HL.Iör-MÍ&fiK't fyiir hreppa geta menn fengið gerð hja Birni Árnasyni, Laugaveg 5, Reykjavík. (ilullhriiigfí — einbauga og stein- hringi — smíðar Björn Árnason, Lauga- veg 5 Hjartans pökk fyrir hluttekniuguna við and- lát og jarðarför dóttur okkar. Guðrún og Sigurbjörn i Ási. JSdrus c3ófiannsson prédikar í Hjálpræðisherskastalanuiu laugardagskvöldið kl. 8. Til sölu góðar jarðir, — hús tekin í skiptum, ef um 1 semur. Gísli Þorbjarnarson. Lifsafl, og þar með framlenging mannsæf- innar, — sem í flestum tilfellum er alt of stutt, — fæst með því að neyta daglega hius heimsfræga heilsubitt- ers Híiia>lífs-elixírs. Krainpi ojj taugaveiKlun. Eg undirrituð, sem í mörg ár hef verið þjáð af krampa og taugaveikl- un og þeim öðrum lasleika, sem því eru samfara, og árangurslaust leitað margra lækna, votta með ánægju, að eg hef fengið ósegjanlegan bata við það að neyta hins fræga Kína- lífs-elixírs frá Waldemar Petersen, og finn, að eg má ekki án hans vera. Agnes .Bjarnadóttir. Hafnarfirði, íslandi. Móðursýki og iijartvoiki. Eg undirrituð hef í mörg ár ver- ið þjáð af móðursýki, hjartveiki og þar af leiðandi tauga-óstyrkleik. Eg reyndi Kína-lífs-elixír Waldemars Petersens, og þegar eg var búin að neyta að eins úr 2 flöskum, fékk eg bráðan bata. Ólafía Guðmundsdóttir. Þurá í Ölfusi, íslandi. Steiusótt. Eg undirritaður, sem í 14 ár heí verið þjáður af steinsótt og árang- urslaust leitað margra lækna, rej'ndi síðastliðið suinar hinn heimsfræga Kína-lífs-elixír Waldemars Petersens, og með því að neyta 2 matskeiða af honum daglega, er eg nú orðinn hressari og glaðari en um langan undanfarinn tima og get stundað störf mín bæði úti við og heima. Carl Mariager, Skagen. Gætiö |»o»s vel, að hver flaska sé ineð mínu löghelgaða vörumerki, sem er Kínverji með glas í hendi og "f.' í grænu lakki á flöskustútnum.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.