Þjóðólfur - 01.01.1909, Síða 2
2
Óþolandi samgöngur
eru þaS, sem vér Húnvetningar eigum við
að búa af hálfu »hins sameinaða gufuskipa-
félags«, og hafi landstjórnin byggt samninga
sína við félagið á þvf, að skipaferðir pess
fullnægðu að mestu þörfum landsmanna,
þá hafa nú síðastliðið sumar átt sér stað
bein samningsrof, semástæðulaust er að láta
liggja í þagnargildi. Slíkt þarf stjórn vor
að vita um, því hið minnsta, sem hægt
er að vænta af henni, er þó það, að hún
láti slíkar aðfarir frá hendi gufuskipafé-
lagsins eigi átölulausar, og í annan stað
að það verði sterklega haft hugfast, þá
næst kemur fyrir að semja um gutuskipa-
ferðir fyrir landið, hvernig þessar hafa
reynzt.
Þar eð Húnaflói er algerlega útilokaður
frá millilandaferðum Thoreskipanna, sem
annars bjarga svo mikið samgönguþörfinni
víðast kringum landið —, höfum vér
hér að eins þær millilandaferðir, sem hið
sameinaða danska skipafélag lætur oss
í té samkvæmt samningi sfnum við al-
þingi, og þar sem samgöngurnar munu
nú viðurkenndar eigi lítið framfaraskilyrði
hverrar þjóðar, verður eigi sagt, að mikið
sé í þessu falli áborizt, og minna en í
ýmsu öðru, er síður skyldi. Fjórum sinn-
um á þessu ári eru millilandaskipum á-
kveðnir viðkomustaðir hér á Húnaflóa í
útleið. Um hásumarið — frá 6. júlí til
27. ágúst — eða í 77* viku, er oss gert
algérlega ómögulegt að koma ull eða
nokkrum öðrum flutningi beina leið til
útlanda.
Af þessu leiddi, að verzlanir hér á
Blönduósi tóku það eina úrræði, sem um
var að gera, að æskja eptir plássi fyrir
ull sína og fl. með »Vestu« 9. ágúst suð-
ur um land. Afgreiðslumaðurinn hér á
Blönduósi, P. Sæmundsen verzlunarstjóri,
sern rækir starf sitt af alúð og með
sérstökum dugnaði, sfmaði til gufuskipa-
afgreiðslunnar á Akureyri þegar »Vesta«
lá þar þessa hina sömu ferð, og tilkynnti
hversu mikið lægi hér af ull og öðrum
vörum, og pantaði pláss í skipinu, sem
engin vankvæði voru þá talin á að feng-
ist, og ekki heldur af skipstjóra né stýri-
manni, þá er þeir komu hingað til Blöndu-
óss 12. ágúst. Var þá skipið á svipstundu
affermt þeim vörum, er hingað áttu að
fara, og framskipun á ullinni gekk jafn-
greiðlega, þar til kapt. Gottfredsen neitar
að taka meiri flutning. Voru þá eptir hér
hjá 4 verzlunum c. xoo bl. af ull, og ann-
ar flutningur, sem nam c. 40 tunna rúmi, og
þar eð ekki höfðu komið fyr neinar mót-
bárur að taka í það pláss, sem búið var
að biðja um, hafði varan öll verið flutt
til sjávar, og sumt af henni komið að
skipshlið og rekin þar aptur. Bar skip-
stjóri það að eins fyrir, að pláss væri
þrotið. En hefði svo verið, gat hann til-
kynnt strax frá Akureyri, eða að minnsta
kosti þá er hingað kom, áður útskipun
byrjaði, hversu mikið hann tæki til flutn-
ings. Hefði oss þá sparast óþarfa flutn-
ingur á vörunni að sjónum og aptur 1
hús, en skipstjóra ámæli það, er honum
nú fylgir, fyrir ótilhlýðilegt skeytingarleysi
oss til handa. Það minnir óneitanlega á
»danskinn«, en er svo lítilfjörlegt hjá
öðru, að ýmsum mun eigi finnast orð á
gerandi.
En hafi nú á hinn bóginn verið pláss
í skipinu fyrir vöru þessa, en að eins
kostað skipverja aukna fyrirhöfn, að koma
henni fyrir, með því að rýma til, er at-
ferlið engu sfður ámælisvert. Það sýnist
eigi ólíklegt, að Húnaflói væri fremur
látinn sitja fyrir flutningi þær fáu ferðir,
er hann hefur áætlaðar skipaferðir. En
svo er eigi, því bæði í þetta sk'pti og
optar höfum vér orðið að gjalda þess, að
skip, sem hér um fara'eru hlaðin um of
vörum til Vestur- og Suðurl
ar slíkur flutningur víst sjaldnasF
heldur af samkeppni við Thorefélagið.
»Hið sameinaða« metur meir, að ná sem
mestu af vörum til þeirra hatna, er Thore-
félagsskipin hala sem viðkomustaði, en
hitt, að vinna fyrir fsland og fullnægja
meir en í orðni kveðnu þeim samningum
um skipaferðirnar, er það hefur gert við
stjórn vora.
Hinar miklu samgöngubætur, sem Thore-
skipin gera kringum land, verða oss því af
sögðum ástæðum til ógagns, á þeim stöð-
um, sem engan flutning geta haft, nema
með skipum »hins sameinaða«. Þar er
engin samkeppni, og allt má leggja til
hliðar fyrir því, að félágið beri sem mest-
an hagnað frá borði.
Fln hart er að liggja undir slfku, og
lítilfjörlegt tímans tákn eru t. d. sam-
göngurnar frá Húnaflóa til útlandsins á
þessu sumri sem optar. Vörur þær, sem
áður eru nefndar og »Vesta« skildi hér
við 12. ágúst, fóru loks í síðastliðnum
mánuði suður um land með »Ceres«. Sjá
allir hverja þýðingu það t. d. hefur fyrir
verzlanir, að liggja með ull sína heima
frá því í júlí og fram í september, þegar
svo stóð á sem í sumar, að skilyrði fyrir
sölunni voru, að ullin kæmi strax á mark-
aðinn, enda liggur nú sum þessi ull óseld.
Hvatning er það og eigi fyrir fjölgun
samlagsbúa hér f sýslunni, að hið eina bú,
sem hérstarfaði f sumar, »Rjómabú Vatns-
dæla«, hlaut sem aðrir að gjalda sam-
göngufæranna, og smjör þess lá hér á
Blönduósi sem annar flutningur fram í
september.
Þegar »Laura« kom hingað samkv. áætlun
sinni — í útleið — 27. ágúst, var hér
norðanveður, svo ekkert varð aðhafst strax,
og eptir að hafa haft hér um bil 7» klst
dvöl, fór skipið án þess einu sinni að
láta afgreiða póst sinn. Sýnir þetta með-
al annars, hversu mikið kapp skip þessi
leggja á það, að ferðir þeirra geti orðið
að tilætluðum notum.
Það blandast engum hugur um, hversu
samgöngufærin eru stórt velferðarskilyrði,
og að minnsta kosti höfum vér Húnvetn-
ingar nú sérstaklega ástæðu til að láta
óþökk vora í Ijósi til allra hlutaðeigenda,
er yfir samgöngufærum á Húnaflóa hafa
að segja. Líklega yrðum vér sammála
með þá ósk vora og áskorun til land-
stjórnarinnar, að vel verði athugað, áður
samið er að nýju um skipaferðir landsins.
Að borga hinu sameinaða danska gufu-
skipafélagi of fjár fyrir þær skipaferðir,
sem það að eins rekur framar öllu öðru
með tilliti til sinna eigin hagsmuna, sýnir
fremur mörgu öðru vesalmennsku vora og
úrræðaleysi. Það er vitanlegt, að hægra
er að endurnýja gamla samninga, en að
byggja aðra nýja, en fyrirhafnarminnst
væri þó að gera hvorugt, og mundi verða
stór hagur að því. Það er í fljótu áliti
ekki trúlegt, og ýmsum mun enda þykja
það hlægileg hugmynd, að það væri sam-
göngum vorum framför, að alþingi gerði
enga samninga um skipaferðir hingað.
En það er mitt álit, að með því yrði þó
talsverð framför frá núverandi ástandi.
Eins og nú er, mun skipafélag það, er
samningana hefur, græða á þeim árlega
stórté. Sýnir það meðal annars það, að
önnur félög skuli sjá sér hagnað í, að
keppa við það með flutninga, og halda
uppi ferðum með föstum áætlunum borg-
unarlaust. Ekkert ráð er til betra til að
draga úr þessari samkeppni, en að
láta eitt sérstakt félag hafa allt það fé,
sem landsjóður leggur til skipaferðanna. Ef
jafnmikið væri lagt fram til ferðanna sem
nú er, en því svo jafnað eptir á millum
þeirra félaga, er héldu uppi millilanda-
ferðum eptir fyrirfram ákveðnum ferða-
áætlunum, og miðað við flutningsmagn
það, er skip þeirra flyttu, mundi það auka
^þá samkeppni, sem nú er rýrð
því fyrirkomulagi, sem er. Öll fé-
lögin stæðu þá jafnt að vfgi, og sam-
göngur vorar mundu þá batna frá því
sem er, bæði fást fleiri ferðir, og félögin
öll gera sem mest, til að vinna að óskum
landsmanna, og þeim í hag. Samkeppnin
hefði þar engu síður en annarstaðar sína
kosti. I slfku fyrirkomulagi væri oss
framför, Astandið, er vér nú höfum,
bannar oss bjargar, það er dönsk einokun
endurfædd og innleidd af oss sjálfum, og
njóti hún óvinsælda, þá.er það áreiðan-
lega af því, hvernig oss gefst hún, en ekki
af því, að hún er dönsk, því ekkert er
er fráleitara en það, að vér höfum ótrú á
danskinum. Samgöngurnar okkar og
margt annað bendir öllu fremur á, að við
trúum honum fyrir oss sjálfum, og öllu
sem hann getur gert sér afskipti af um
vorn hag. En að öllu má ofmikið gera.
í október 1908.
M. Steýánsson.
m
I’ oö-t
Smápistlar eptir M. J.
I.
„Hvað er nú orðið ykkar starf í sextíu
sumur?" datt mér, gömlum Breiðfirðing, í
hug, þegar eg nýlega kom á hinn fagra
Breiðafjörð. Hvar eru framfarirnar á öll-
um okkar hálofaða framfaratíma? Þvf
mér finnst ekki betur, en við mér blasi
mestmegnis eða eintómar apturfarir. Já,
þannig hugsaði eg. En, þegar eg hygg
betur að, treysti eg mér þó ekki að spyrja
svo í eintómu ámælis- eða áfellisskyni, því
rök og tildrög, orsakir og afleiðingar eru
svo margskonar, liggja svo djúpt og eru
svo dreifðar, að slfku er erfitt að svara
með fullum rökum. Kynslóðir koma, kyn-
slóðir fara og tíðin hefur mörg hamskiptin.
Stundum eru framfarirnar, sem svo eru
kallaðar, engar verulegar framfarir, og
stundum eru hinir lelðandi menn að ýmsu
leyti valdir þess, að það sumt, er þeir
töldu til bóta og af ýmsum var lofað,
reyndist öfugt við það, sem við var búizt.
Það er vandi, að ráðast í endurbætur og
breytingar, vandi að standa vel í oddvita-
stétt, vera öðrum fremri, hafa auð og alls-
nægtir og stilla þó svo til, að sem flestum,
sem þeir ná til, vegni þá betur en áður.
Eg bið þá, sem til þess hafa greind, að
athuga þetta, eí þeim þykir dómur minn
harður, þegar eg spyr um framfarirnar
forðum á Breiðafirði. Því á framfaiaskeiði
— bersýnilegu framfaraskeiði voru Breið-
firðingar yfirleitt fyrir rúmlega hálfri öld
síðan. Hitt segi eg ekki, að þær fram-
farir hafi rist djúpt eða verið lagðar á
haldgóðar undirstöður — bendi þvert á
móti í þá átt, að eg er þeirrar skoðunar,
að ýmislegt af því, sem þá töldust fram-
farir, fór í öfuga átt eða varð jafnvel or-
sök vissra apturfara. Bráðar breytingar,
þótt girnilegar virðist og glæsilegar, eins
og t. d. örari verzlun og viðskipti, og
einkum auðfengnari munaður, það er
hvorttveggja ærið nóg út af fyrir sig, til þess
að aptra í stað þess að efla, rýra afkomu
í stað þess að auka. Eða hefur þetta ekki
sannazt víðar hér á landi en í Breiðafirði,
þótt í slíktt héraði sé því meiri sjónar-
sviptir síðan breyttist hagur rnanna, sem
þar ætti að vera hagsæld meiri sökum
landshátta? Fáeinna manna auðsæld og
yfirburðir fær jafnan litlu orkað hér á
landi til langframa; verður svo lengi enn,
og breytist þá fyrst til batnaðar, þegar al-
menn menntun og menning er komin á
sama stig og beztu menn hinna horfnu
kynslóða stóðu á. Almenn og varanleg
framför fylgir einungis almennri menning,
forsjá, félagsskap og framkvæmdarsemi.
Þó vil eg bæta því við þessa hugleiðing,
að mikið gera góðir forgöngumenn 1 hverju
héraði, þótt fáir séu og enginn megi við
margnum, eða megi úr allra þörfum bæta;
það traust og skjól, sem heil sveit getur
átt undir einurn einasta manni, hefur opt-
lega orðið til ótrúlega mikils góðs- Skal
hér nú koma með dæmi.
Skipstrand.
Fjórir íneuu tlrukkna.
Hinn 22. f. m. strandaði botnvörpu-
skipið »Washington« frá Grimsby á skeri
við Setvogshólma í hvassviðri miklu.
Varðekki mannbjörg við komið fyr en um
hádegi daginn eptir (á Þorláksmessu), og
voru þá fjórir menn drukknaðir eða dánir
af vosbúð, en níu var bjargað á flekum
er fleytt varð út að skipinu. Skipbrots-
menn komu hingað í fyrra kvöld.
Apturköllun.
Auk Jóns Hermannssonar skrifstofu-
stjóra hefur nú Oddur Gíslason yfirréttar-
málfærslumaður einnig tekið aptur umsókn
sína um Gullbringu- og Kjósarsýslu.
1 ofviðrinu
mikla 29. f. m. urðu skemmdir á skip-
um, er voru í vetrarlægi á Eiðisvfk hjá
Gufunesi. Frakknesk »skonnorta«, »Hen-
rietta«, slitnaði upp, og rak hana á skút-
una »Josefine«, mölvaðist þar svo, að hún
sökk, en »Josefine« rak á land allmjög
brotna. Björgunarskipið »Svafa« náði
henni á flot aptur og flutti hana hingað
á höfnina í fyrra dag. Er brotið á henni
stefnið og að öðru löskuð. Hún var áður
eign G. Zoéga & Co, en nú Edinboigar-
miljónafélagsins (Copland & Berry), er
keypt hefur allar fiskiskútur Geirs fyrir
90,000 kr. — Yms fleiri skip þar inni á
Eiðisvík skemmdust meira og minna.
Skonnorta sú er sökk (»Henrietta«) var
gamall dallur, eign félags hér í bænum,
er einkum hefur lagt sig eptir að kaupa
gömul skip og gera við þau. Hafði eitt-
hvað verið gert við skip þetta í dráttar-
brautinni fyrir löngu, og var nú vátryggt
í þilskipaábyrgðarfélagi Faxaflóa, sem nú
kvað vera mjög þrotið að fé vegna óvenju
mikilla óhappa síðustu árin. Er svo að
sjá, sem allt stefni nú að því að hnekkja
svo sjávarútveginum íslenzka, að til vand-
ræða horfi.
Skautafélagið
hér í bænum hefur fengið 200 nýja fé-
lagsmenn sfðan það fékk afgirt skauta-
svæði á tjörninni, og lýsti það upp á
kveldin. Safnaðist þar að fjöldi bæjar-
búa, einkum yngri kynslóðarinuar, með
því að opt var jafnframt leikið á horn.
En um jólin hefur tekið alveg fyrir skemmt-
anir þessar vegna úrkomu og hlýinda.
Eitt kveldið sérstaklega gerðu unglingar
nokkrir óskunda á skautasvæðinu, og börðu
á drengjum þeim, er þar voru til um-
sjónar. Einn þessara óróaseggja var ný-
lega sektaður af lögreglunni um 18 kr.,
hafði hann ruðst inn á skautavöllinn án
þess að borga aðgöDgueyri, og gert þar
spell. Hyggst stjórn félagsins að beita
fyllsta strangleika eptirleiðis við þá, er
ryðjast borgunarlaust inn á svæðið, eða
gera félagsmönnum þar óþægindi á annan
hátt.
Embættaveitingar.
Bæjarfógetaembættið í Rvík er veitt f
fyrra dag Jóni Magnússyni skrifstofustjóra
og Gullbringu- og Kjósarsýsla Magnúsi
Jónssyni sýslum. í Vestm.eyjum.
Veðurskýrsluágrip
frá 2'i, des. til 31. des. 1908.
des. Rv. Bl. Ak. Gr. Sf. Þh.
24. - 8,0 + 6,0 4- 6,0 + 2,6 + 7,4 + 7,3
25- - 2,0 + 3,6 + 5,° + 0,7 + 8,5 + 7,2
26. - 4.o + 3,5 + 5,o + i.5 + 6(51 + 5,7
27. - 4,0 + 4,o 4- 5, s -j- 2 O + 5,2 + 2,6
28. r 1.8 + 2,3 + 0,5 -F 0,6 + 0,7 + 0,2
29. - 2,4 + 2,5 + i,5 +- 3,5 + 0,2 +- 2,3
30- - 3-4 4- 2,6 + 2,0 —r* 2,0 + 4,5 + 3,7
24. + 3i4 + 2,9 + 3,2 + 0,6 + 5,3 + 6,a