Þjóðólfur - 19.02.1909, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 19.02.1909, Blaðsíða 3
ÞJOÐOLFUR miklar stælur á fundi 1 sameinuðu þingi 1 gærkveldi. Urslitin urðu þau, með 31 atkv. gegn 7, að séra Björn skyldi ekki úrskurðaður þingmaður Seyðfirðinga, og er kjördæmið því þingmannslaust, þangað til endurkosning fer þar fram, sem mælt I er að verði bráðlega. Dr. Valtýr laumaðist með »Ceres« austur á Seyðisfjörð í fyrra kveld, og fær þar fréttirnar um, að séra Björn hafi ekki komizt að. Mun doktor- inn þá hyggja sér til hreyfings á Seyðis- firði við nýja kosningu, og er þá ekki alls örvænt um, að hann sjáist hér á þessu þingi, en harla ósennilegt er það samt, enda þótt Seyðfirðingum sé til margs trúandi, var haldinn síðastl. laugardagskvöld í Iðn- aðarmannahúsinu, og var þar saman kom- inn mikill fjöldi kjósenda. Fundarstjóri var Þórður J. Thoroddsen bankagjaldkeri og skrifari Þorsteinn Gíslason ritstjóri. 1. Sambandsmálið var fyrst til umræðu, og ræddu það mál af hálfu frumvarps- andstæðinga, auk þingmannanna, Bjarni Jónsson frá Vogi og Þorsteinn Erlingsson, en af frumvarpsmönnum töluðu Guðm. Björnsson, Jón Þorláksson og'Lárus Bjarna- son. Að síðustu var samþykt með um 200 atkv. gegn um 150 svohljóðandi til- laga: »Mcð pví að vilji kjósenda í sambands- málinu kom greinilega í Ijós við alping- iskosningarnar 10. sept. síðastl., álítur fundurinn óparft að greiða atkvœði um pað, og álgktar pví, að taka fgrir nœsta mál á dagskráa. 2. Um aðflutningsbannið varsamþykkt með öllum atkv. gegn 5 svohlj. tillaga: »Fundurinn skorar á alpingi, að sam- pgkkja aðflutningsbann á áfengi nú peg- ar á nœsta pingia. 3. Um fjárhagsmálið var samþykkt: nFundurinn skorar á alpingi, að gera alvarlegar ráðstafanir til pess að bœla úr hinum ískgggilega peningavandrœðum, svo fljótt sem unnt er«. 4. Samgöngumál. Samþykkt: nFundurínn skorar á alpingi, að kom- ast að sem haganlegustum samningum um strandferðir og millilandaferðirn. 5. Um útvegs- og útgerðarmál urðu töluverðar umræður, og ýmsar tillögur samþykktar þar að lútandi. 6. Um sölu á Arnarhólslóð var það samþykkt að skora á þingmennina, að gera allt til að sporna við því, að engin ákvæði verði tekin um breyting á sölu- verði lóðarinnar. 7. Um löggilding hafnar í Viðeg var það samþ., að sporna móti því, að hún verði löggild. 8- Samþykkt að flytja kjördag til 10 október. 9. Samþykkt að afnema eptirlaun allra embættismanna. 10. Stjórnarskrárbregting. Samþykkt, að krefjast endurskoðunar á henni þegar á þessu þingi, og þar á meðal, að afnema konungkjörnu þingmennina, og að rýmka sem mest réttindi kvenna. €rlenð símskeyti til Pjóðólfs. Kanpmannahöfn 16. febr. kl. 6 e. h. Landvarnir Dana. Neergaard flutti landvarnarfrumvarp á rikisþinginu. Landgirðing lOVa milj. kr., sjávarvíggirðing 11 milj. Allur kostn- aður 42 milj. Nú þegar árlegur auka- kostnaður 3 milj. Hægristefna. Umbóta- flokkur klofnar. Sambandsmálið. Sambandslagafrumvarpið fram borið. Neergaard fortekur breytingar. * * * Samkvæmt skýrslunni um hervarna- mál Dana sést, að nýi forsætisráðherr- ann snýst á sveif hægrimanna, og er hætt við að fylgi stjórnarinnar minnki við næstu kosningar, er fram eiga að fara í vor. Um sambandsmálið er það eitt að segja, að það mátti ávalt ganga að því vísu, að Danir mundu ekki fara að gefa kost á nokkrum breytingum, sízt að fyrra bragði. Alþingi verður fyrir sitt leyti að taka ákvarðanir sínar í málinu án tillits til afstöðu danska ríkisþingsins, nú sem stendur. Samsöngurinn í dómkirkjunni, sem haldinn var 11. ög 14. þ. m. undir stjórn herra Sigfúsar Einarssonar tónfræðings, var að mínu áliti einhver hinn bezti, sem ég minnist að hafa heyrt hér: Yfirleitt mjög vel sungin lög, fjölbreytt og tilkomumikil; sum þeirra hafði ég ekki heyrt sungin áður, þar á meðal lag Sigfúsar við Bisk- upsvígsluljóðin, sem óhætt má telja eitt hið áhrifamesta og fegursta lag höfund- arins. Söngstjórn Sigfúsar er óvenjulega lipur og ólík þvi, sem menn eiga að venjast hjer á landi, enda virðist söng- sveit hans skilja hana og hlýða henni vel, allir sem einn maður. A samsöngvum þessum gafst mönnurn enn á ný tækifæri til að heyra hina miklu og fögru söngrödd frú Valborgar Einarsson, sem enn sem komið er skarar langt fram úr öllum þeim, er eg hef heyrt syngja liér í bæ, að kunnáttu í því að beita röddinni með listfengi og tilfinningu, og það er einmitt á þessum stað (i kirkjunni), sem söngur hennar nýtur sín bezt, því rödd hennar er svo mikil og hljómfyllandi, að hún nýtur sín ekki til fulls i litlu húsi. Kirkjuarí- una (eptir Stradella), Hinn fj'rsta dag (úr sköpunarverki Haydn’s) og »Lær mig Nattens Stjerne« (eptir Hartmann) söng hún svo vel, að unun var á að hlýða. Hljómlestur (Declamation) fröken Elínar Matthíasdóttur var aðdáanlega góður í siðasta erindinu við lagið »Hin helga nótt« (eptir E. Schultz), en aptur á móti þótti mér einsöngur hennar i Biskups- vigsluljóðunum ekki nógu hljómfyllandi í svo tilkomumiklu og hátíðlegu lagi, en hreinn var hann og fagur. Einsöngur hr. Einars Indriðasonar var fremur | daufur; hann hefur fremur þróttlitla rödd ennþá, en mjög laglega; lagið »Heilaspuni falskra fræða« (eptir Han- del) var honum ofvaxið, enda naumast eins vel æft og vera þurfti. Lag það, er karlasöngsveitin söng, Kyrie eleison (eptir J. A. Josephson), er fagurt lag og til- komumikið og var það vel sungið bæði skiptin, en þó öllu betur siðara kvöldið. Kvennsöngsveitin er »valið lið« og leysti hún hlutverk sitt prýðilega. Vér íslendingar getum verið hreyknir af hr. Sigfúsi Einarssyni sem sönglaga- smið og söngstjóra og megum vera honum sérstaklega þakklátir fyrir kirkju- samsöngva hans, sem hann byrjaði á hér fyrstur manna og einn haldið uppi síðan, svo orð sé á gerandi, enda hafa þeir allir tekist yfirleitt mjög vel að dómi allra þeirra, er um þá hafa dæmt af óhlutdrægni og sæmilegri þekkingu. Eg minnist þess að hafa séð því haldið fram i blöðum hér áður, að slika sam- söngva sem þessa eigi að bera saman við venjulegan kirkjusöng, þar sem söfn- uðurinn syngur »hver með sinu nefi« undiy með orgelinu, en slíkt er mesta fjarstæða, sem og hitt, að menn ímynda sér, að ýms þau lög, er nú eða áður hafa verið sungin á samsöngvum þessum, t. d. Arier, Oratorier, Passioner o. s. frv., hafi upprunalega verið til þess ætluð, að syngja þau í kirkjum við messugerð. Nei, þau nefnast aðallega »kirkjusöngv- ar« vegna þess, að þau hafa verið samin við kvæði andlegs efnis, en ekki ver- aldlegs. Forráðamenn dómkirkjunnar eiga þakkir skilið fyrir það, hve fúsir þeir hafa verið á að lána kirkjuna, og vænti eg þess, að þeir geri það sem optast, svo mönnum gefist kostur á að heyra sem allra optast til hr. S. E., konu hans og söngflokks þess, er hr. S. E. ræður fyrir. C. F. * Islenzkar sagnir. 1‘áttur af Kristínu Pálsdóttur úr Borgarfirði vestra. Kristín fór nú yfir hana og hvíldi þar kindahóp sinn um hríð; þá var nær miðjum degi; var þá veðri þannig farið, að lopt var orðið þykkt og tók að hvessa á landnorðan og gera drífufjúk. Kristín lagði nú af stað aptur; sá hún enn í Sléttafell og tók stefnu eptir því; hélt hún svo áfram lengi og fór snædrifið vaxandi, svo að brátt sá lítið frá sér; bar hún sig þó að halda stefnu þeirri, er hún hafði tekið, en snjókoma var svo áköf, að þungfært fór að verða, og varð því að fara hægt. Þannig hélt Kristín áfram, unz hún kom að þverkvísl einni, er var djúp og bakkafull af snjókrapi; mnn það liafa verið kvísl sú, er Leggja- brjótur er kölluð, hún er suðaustur undan halanum á Sléttafelli; rennur hún í djúp- um stokk og er stórgrýtt í botni og ill yfirferðar, þó hún væri auð, en nú flæddi hún upp á alla bakka. Kristín leitaðist við að komast yfir kvíslina, en fann hvergi færi á því; var þá og komið kveld og farið að rökkva af nótt. Sá hún nú, að hún mundi verða að láta fyrirberast um hríð; snæddi hún nú af nesti sínu, og er hún var búin að því, tók hún til rekunn- ar, og fór að moka ofan af fyrir kindur sínar; var snjór djúpur nokkuð, en laus, en er leið á nóttina, birti upp og gerði hægt veður, og iór að frjósa. Þegar birta tók, fór Kristín að kanna kvíslina, og var hún ófær yfirferðar og ólgandi yfir alla bakka. Varð hún að láta þarna fyrir berast með kindahóp sinn í 4 nætur og 3 daga; var veður þann tíma jafnan stillt, en kalt og frost mikið, og allan þann tíma var kvíslin ófær og ólgandi. Að morgni hins fjórða dags sá Kristín, að fær ís var kominn á kvíslina; bjóst hún nú til ferðar, þó hún væri orðin þrekuð mjög af vökum og erfiði, því hún vakti allan tímann yfir fjárhópnum og mokaði ofan af fyrir honum, og hélt hún á sér hita með því. Hún kom fénu yfir kvíslina með nokkrum erfiðleika, og fór nú sem leið liggur og stefndi ofan 1 Núpsdal; varð henni seinfarið, því ófærð var þar af snjó, en veður vur allgott; komst hún að Barkarstöðum um kveldið, fékk hún þar góðan beina og hey handa kindum sínum. Morguninn eptir lagði hún enn á stað, var þá gott veður, og kom að P'itj- um 1 Austurárdal, fékk hún þar fylgd yfir Miðfjarðarháls, og komst að Viðidalstungu um kveldið, var þá mjög liðið á dag. Kristín gekk til bæjar og kvaddi hurðar, kom þá út piltungur einn ; Kristín sagði hverra erinda hún var komin þar, og spurði hvort Jón Thorarensen væri heima. Hann kvað það ekki véra, »en systir hans er heima«, mælti hann, »og er hún ráðs- kona«. Kristín mælti: »Far þú inn og seg frá erindi mínu, og það með, að eg þarf að fá góðan beina og hey handa kindunum«. Hann gekk nú inn, og sagði frá hver kominn var, og svo með hverju erindi hún fór. Kristín gekk inn í dyr og hlýddi á mál manna, og var ekki talað alllágt; var ráðskona gustill, og kvað Kristlnu sjálfa geta fundið hús og hey handa kindum sfnum, fyrst Jón hefði ekki verið heima til að taka á móti henni, og fleiri orð hafði hún. Var það og almæli þá, að henni gætist lítt að ráðabreytni bróður síns, er mundi svipta hana ráðs- konuvaldinu. Pilturinn kom fram aptur % og sagði orð ráðskonu. Kristín bað hann fylgja sér til fjárhúsa; gerði hann svo, og lét hún þar inn kindahópinn og tók síðan hey til ósparlega, og byrgði síðan vand- lega aptur húsið. Vigfús Guðmundsson f Haga hefur skrif- að alllangt erindi um fræðslumálið í Isa- fold og á fundi, sem birtur er í sama blaði, biðja bændur í Mosfellssveit um frestun á framkvæmd fræðslulaganna utaa skólahéraða; og er kostnaðurinn, sem hvorutveggja finna lögunum til foráttu. En það eru margir fleiri, sem finna til erfiðleika við að fullnægja lögunum. Eg vil nú leyfa mér að bera fram til- lögu, sem að miklu leyti mundi fullnægja kostnaðinum við uppfræðslu unglinga — en hana er sjálfsagt að auka að miklum mun — án þess að auka gjöld almenn- ings. Tillagan er: að nema burtu þá grei« stjórnarskárinnar, sem valdbýður hina evan- gelisku lútersku kirkju sem þjóðkirkju á Islandi og setja ekkert þesskonar í staðinn. Þetta ætti að gerast á þingins í v e t u r, því annars verður allt þetta, sem kallast anulegt, að móka í meinlegu gagnsleysi, eins og hingað til. Hver ein- asti hugsandi maður finnur og veit að »trúin« verður ekki valdboðin honum né tekin frá honum með lagaboði og því er það hin mesta fásinna að hafa slík um- mæli í stjórnarlögum nokkurs lands. Eg ætlast til, að kirkjueignirnar falli allar til landsjóðs eða fræðslusjóðs, og verði svo notaðar til menningar æskulýðnum. Á unglingaskólunum mætti kenna guðfræði ef mögulegt er að kenna hana sem vísindagrein. Þeir andlegrar stéttar- menn nema kennarar prestaskólans halda áfram að vera slíkir, sem þeir hafa verið, meðan þeir vilja og geta. En þar sem brauð losnar, á hið opinbera ekki að skipa neinn í staðinn, en láta sóknarmönn- um alfrjálst að stofna fríkirkju, eða fá sér prestsþjónustu á annan hátt. Af þessu flýtur og að stjórnin skiptir sér ekkert af hvaða menn söfnuðirnir fá sér fyrir sálu- sorgara. En ekkert kirkiufélag ber hin« opinbera að styrkja eitt fremur en annað. Fleira ætla eg ekki að skrifa um þetta efni að sinni. Máske eg fái tækifæri til að segja eitthvað um þetta efni seinna. En vilji þingið í vetur ekki taka tillögu mfna til greina, — á þvf verður þó að byrja — er nóg komið af svona góðu. Geithálsi 5. febr. 1909. Guðm. Magnússon.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.