Þjóðólfur - 07.05.1909, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 07.05.1909, Blaðsíða 4
78 ÞJ ÖÐOLFUR &cejarfijörsfírá Reykjavíkur liggur almenningi til sjmis á bæjarþingstofunni næstu 14 daga. Kærur skulu sendar borgarstjóra fyrir 20. þ. m. Borgarstjóri Reykjavíkur 5. maí 1909. ó’áll Cinarsson. selur mikið úrvaJ. af sjölum með hugsunarháttur félaga hans þá reis heldur ekki öllu hærra en þetta. Lagaskóla- stjórinn hefir rangfært og reynt að villa um rétta frásögn nefndarálits meiri hluta í sambandsmálinu, en hann hefur ekki leiðrétt neitt, sem nefndin hefur sagt. Aðdróttun lagaskólastjórans í greinar- ok vísast á fæðingarhrepp sinn. Reykjavík 5. maí 1909. Jön Porkelsson. €rlcnð simskeyti til Pjóðólfs. Laust prestakall. Arnes (Arnessókn) í Strandaprófasts- dæmi. Umsóknarfrestur til 25. júní næst- komandi. Veitist frá næstkomandi far- dögum. Á prestakallinu hvíla tvö lán til hús- byggingar, og standa eptir af þeim í far- dögum 450 kr. og 550 kr., og greiðist 50 kr, afborgun af hvoru um sig árlega, auk vaxta. Aðalfundur Skógræktaríélagfs ít-eyk javlknr verður haldinn mánudaginn 10. þ. m. kl. 81/* í Iðnaðarmannahúsinu. Stjórnin. Kanpmannahöfn 4. maí kl. 10 úrd. Búnaðarráðherra hefur sagt af sér útaf ágreiningií landvarnarmál- inu. Ráðherrann situr til bráða- birgðar. ★ ¥ * Landbúnaðarráðherra var Anders Nielsen, áður foringi umbótaílokks- ins á þingi. Hann komst í ráða- neytið í fyrra sumar, þá er Albertí fór frá, og sat kyr í því eptir hneykslið. Drukknun, Nýlega drukknuðu 2 menn af báti fram undan Hraunshverfi á Eyrarbakka, voru að flytja varning sinn úr Þorlákshöfn, höfðu róið þar vetrarvertíðina. Voru þeir alls 5 á bátnum, en 3 varð bjargað. Þeir sem drukknuðu voru: H i n r i k S i g- u r ð s s o n frá Ranakoti 1 Stokkseyrar- hverfi, 17 ára gamall, mesti efnispiltur, og Andrés Jóns.son frá Nýjabæ, á þrítugsaldri. Hrakningur. Hinn 4. þ. m. náði vélarbátur úr Vest- mannaeyjum með 5 mönnum, landi á Eyrarbakka eptir 2 sólarhringa hrakning úr fiskileitum Vestmanneyinga. Vélin í bátnum bilaði á sunnudagskvöldið, og settu þá skipverjar upp segl og ætluðu að ná í eitthvert botnvörpuskip, en það tókst ekki, enda bilaði framseglið og rak þá bátinn. Eptir miklar tilraunir tókst að lagfæra vélina svo, að báturinn gekk með hálfum krapti; ætluðu skipverjar þá að ná landi í eyjunum, en þá er þeir voru komnir austur á móts við Landeyjasand (milli lands og eyja), rokhvesti svo, að báturinn varð að hleypa undan veðr- inu, ætlaði að ná landi á Stokkseyri, en reyndist ómögulegt sakir brims. Var þájhald- ið til Eyrarbakka og)þar náðibáturinn landi, með því að nákunnugur maður á þeim stöðvum, Þórður Jónsson á Gamla-Hrauni, var við stjórn á bátnum. Annars er talið vlst, að báturinn hefði farizt. Húsbruni varð að Esjubergi á Kjalarnesi 2. þ. m. Brunnu þar að mestu flestöll bæjarhús, hjá húsfrú Sigrlði Gísladóttur, ekkju Guðm. Kolbeinssonar hreppstjóra, er drukknaði 20. janúar síðastl., og hefur hún nú orðið fyrir allmiklu eignatjóni, ofan á allt sam- an, svo að þar er ekki ein báran stök. Lausn frá prestskap hefur síra Eyjólfur Jóns- son 1 Árnesi fengið. Til leigu tvö herbergi og kokkhús fyrir litla fjölskildu og ljómandi fallegt kvist- herbergi. Upplýsingar hjá Ámunda Árnasyni kaupmanni Hverfisgötu. íbúðir til leig*u. Laugaveg. Bergstaðastræti. Þingholtsstræti. Spítalastíg. Grísli Porbjarnarson. Góðar fermingargjafir íást hjá jKíagnúsi genjamínssyni. Armband fundið. Vitja skal í Vallastræti 4. D1 N er ómótmælanlega bezta og langódýrasta JHL il líftryggingarfélagið. —• Sérstök kjör fyrir bindindismenn. — Langhagfeldustu kjör fyrir sjó- menn. Allir ættu að vera líftrygðir. Finnið að máli aðalumboðsm. I). 0STLUND. Rvík. iuidiilríin verður leikin í Iðnaðarmanna- húsinu/sunnnd. 9. maí kl. § síöd. Leikið í siðasta sinn á þessu leikdri. Tefeið á móti pöntunum í af- greiðslu ísafoldar. Barnaskólinn. Sýning á hannyrðum, teikning- um o. fl. eftir skólabörnin verður opin laugard. 8. og sunnud. 9. þ. mán. kl. 4—7; sömul. mánud. 10., kl. 12—3. — Skólaeldhúsið verður opið laugard. og mánud. á sama tíma, og ennfremur þriðju- dag 11., kl. 12—3. Allir velkomnir. Morton llansen. Eigandi og ábyrgðarm.: H an nes Þorsteinsson. Prcnlsmiðjan Gutenberg. afslætti, fyrst um sinn. Heilir og’ sælir bændur g'óðir. Þótt mikils sé umvert fyrir smjörframleiðslu þessa lands, að eiga kost á annari eins mjóŒursRiívinéu og sem reynd er að vera allra skilvinda bezt, þá er þó hitt ekki síður nauðsynlegt að hafa góða strokka. „ Tuna“-strokkurinn, er álitinn sá bezti og hraðvírkasti og kemur nú hingað til lands með „Sterling“ 12. þ. m. Hætt er við, að birgðir þrjóti óðar en varir, snúið yður því til undirritaðs umboðsmanns verksmiðjunnar, sem. allx-a fyrst. Verzlun B. H. Bjarnason. Beztn og ódjrustu Vefnaðarvörur fiéf Selur Björn Kristj ánsson. Þessvegna ættu allir, er þurfa að kaupa: Sjöl stór og smá, kjólatau, sruntutau, tristtau, raskatau, silki, handklæðadrcgil, gardínutau, húfnr, lífstybki, rerkmannaskyrtur, milliskyrtur og nærfatnað o. s. frv., að líta fyrst inn í verzl. Björn Kristjánsson. Engar farfaarörur hafa betra orð á sér en þær, sem Björn KriKtjiiiisson flytur. Af hverju? Af því að málararnir segja þær vera haldbeztar og drjúgastar og þar af leiðandi ódýrastar. Efalaust vilja allir fá beztar og ódýrastar vörur. Athugið J>ví gæðin á: Ikjóla- og svuntuefnum 0,32—1,60. Tvisttau tvíbreið. Svuntu- efni 0,84—1,08. Tvisttau einbreið alinin 0,25—0,42. í verkinanna- skyrtur alinin 0,42—0,52. Flonel 0,22—0,48. Flauel, ágætt 0,75—1,50 iængurdúk tvíbreiðan alinin 0,90—1,65. Dömuklæði alull 1,50—2,30 Millipíls 2,00. Ullarsjöl 1,10 og margt íleira. Gleymið ekki FATNAÐINUM. MARKMIÐ verzlunarinnar er, að selja góðar vörur með lágu verði Austursl i-jrtí l (á móti Hotel Island). Ásg-eir Gunnlaug'sson & Co.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.