Þjóðólfur - 11.06.1909, Page 2

Þjóðólfur - 11.06.1909, Page 2
96 ÞJ OÐOLFUR sinna kröfum vorum, þá er það óttinn við skilnaðarhreyfingu, og til að koma í veg fyrir hana, mundu þeir vilja teygja sig alllangt. Það er ekki svo að skilja, að vér eigum að hafa skilnað sem grýlu á Dani, því að vér gætum ekki verið þekktir fyrir það að ástæðulausu. En sannleikurinn er sá, að Dönum væri sagt satt, en ekki ósatt, er þeim væri bent á þetta, er þeirn væri rétt skýrt frá hinum pólitisku horfum hér. Að vísu dettur oss ekki í hug að segja, að nú sem stendur sé nokkur veruleg skilnaðaralda uppi hér á landi. En hún g e t u r komið síðar og kemur að líkindum yfir landið, ef allt situr við sama keip sem áður um sam- band landanna. Og þess mega Danir ekki duldir ganga, það er meira að segja skylda vor að skýra þeim frá því. Hitt skiptir ekki svo miklu, hversu langur tfmi líður, þangað til vér verðum skilnaði vaxnir. Sumum kann að virðast, að vér séum það nú þegar, og að nú þegar eigi að setja öll járn í eldinn, til að knýja þessa hreyf- ingu áfram með oddi og egg. Svo hugsa ungir menn og örgeðja, sem ekki sjást fyrir og þykja allir vegir færir. Það er að vísu djarft og drengilegt afspurnar, en drengjalegt og óforsjállegt á ýmsan hátt, og getur spillt fyrir rólegum vexti og við- gangi málsins. Það er svo mikilsvert í sjálfu sér, að þar má að engu hrapa, heldur sækja fast og jafnframt hóflega og stillilega fram að því marki, sem vakir fyrir mörgum íslendingum vafalaust sem fullnaðarmark sjálfstæðisbaráttu vorrar, fáist ekki bráðlega á henni sú leys- ing, er við megi una. En Róma- borg var ekki byggð á einum degi. Það væri hvorki hyggilegt né heppilegt nú sem stendur, að hleypa ofstækisfullum skilnaðaræsing í þjóðina, fara nú þegar að skera upp einskonar skilnaðarherör meðal fólkisns milli tjalls og fjöru. Óvíst einnig hvernig sá leiðangur mundi takast nú. Vér þurfum að verða efnalega sjálf- stæðari en vér erum nú, áður en lagt er út í þá baráttu, því að þess ber að gæta, að þá baráttu m á ekki hefja með fullum krapti, fyr en allt er rækilega undirbúið, vissa fengin um að allur þorri þjóðar- innar sé á sama bandi, og henni fullkom- lega ljóst, að hún verði eitthvað í söl- urnar að leggja, þá er til úrslita kemur- Að hefja skilnaðarbaráttu án fastrar undir- stöðu hjá þjóðinni sjálfri og án verulegr- ar þekkingar hjá henni á eðli málsins, er barnaskapur, sem ekki leiðir til annars en innbyrðis æsinga og úlfúðar, er orðið getur málinu beinlínis að falli. Fyrst þá er fullséð er, að viðunanlegt samkomulag við Dani náist ekki á næsta áratug t. d., þá mun margur hverfa að því ráði, að reyna að bjargast upp á eigin spýtur, og hætta öllu árangurslausu þrefi við dansk- inn. En það er ætlun vor, að áður en til þessarar alvöru kemur, muni Danir láta undan síga og gefa oss kost á þeim kjörum, sem nú þykir ekki nærri kom- andi að veita. Þess vegna spillir það engu, þótt með hægð og stillingu sé nú þegar vakið máls á skilnaðarhugmynd- inni og það mál dálítið skýrt fyrir þjóð- inni. Engin ástæða að þegja það í hel, eða taka óstinnt upp, þótt um það sé rætt opinberlega, en það verður að ger- ast ofsalaust og æsingalaust, með þeirri hugsun einni, að brjóta málið til mergjar og komast að réttri niðurstöðu um, hvað heppilegast og heillavænlegast sé fyrir þetta land. Nú sem stendur er fjárhag vorum svo háttað, að oss skortir mjög afl þeirra hluta sem gera skal, og brestur þar af leiðandi hug og dug til allra stórræða. En þótt horfurnar séu óálitlegar nú á marga lund, ef til vill verri, en þær hafa nokkru sinni verið sfðan vér fengum Qár- Véifingarvaldið í hendur, þá er vonandi, I að þær batni aptur, áður en langt um llður, og að þá færist jafnframt nýr þrótt- ur í þjóðina, svo að hún þykist þá bæði fær um og verði fær um að standa á eígin fótum. Það getur vel verið, að hún geti það nú þegar, en hana vantar traustið og trúna á það. Og þangað til hún fær það traust á sjálfri sér og þá trú, er hætt við, að allt skilnaðartal fari fyrir ofan garð og neðan hjá henni. Það sem nú liggur n æ s t fyrir hönd- um, er að fá Dani til að fallast á sjálf- stæðiskröfur vorar, og í því á stjórnin að leggja fram alla sína krapta og þing og þjóð styðja hana þar eptir föngum. Jafn- framt verður að leggja áherzlu á það inn á við, að bæta fjárhagsástand landsins og koma því úr þeirri fjárhagslegu vandræða- kreppu, sem það virðist vera að komast í, ekki að eins frá landsjóðs hálfu skoðað, heldur frá almennu sjónarmiði til sjós og lands. Þessi tvö verkefni liggja næst, og á þau verður að leggja mesta áherzluna nú sem stendur. En síðar, þá er fullreynt er, að Danir vilja ekki unna oss þess sjálfstæðis, er vér óskum, og þá er íslenzka þjóðin, allur almenningur, réttist til muna upp úr fjárhagslega kútnum, sem hann er að kreppast í, þá kemur alvarlega til greina hvað gera skal. Og mundum vér þá trúa því, að margur yrði sá landinn, er risti á skjöld sinn: skilnaðurvið D a n i Getsakirnar í Lögréttu. Óskapleg eru þau smámenni, sem láta landsmála-skoðanamun koma sér til þess að gera tilraunir til mannorðs-skemmda á skoðana-andstæðingum sínum. Slfkt gera sjaldan þeir, sem vel eru birgir af mannorðsnesti sjálfir. Eg fyrir mitt leyti hefði ekki trúað því, að skoðana-andstæð- ingar mínir færu að gera tilraunir til mannorðs-skemmda, að eins af þeirri á- stæðu, að eg liti öðrum augum en þeir á ýms landsmál. En önnur verður nú raun- in á. Þorsteinn Gíslason leggur nú upp í þesskonar tilrauna-leiðangur gegn mér í síðasta blaði Lögréttu. En eigi hræð- ist eg atlögur þessar. Vænti eg, að úr þeim leik fari eg með öllu ósærður. Atlögutilraunir Þorsteins eru þær, að leitast við að gera viðskipti Ingólfs við pósthúsið grunsamleg eða jafnvel óheið- arleg. I fyrsta lagi skýrir Lögr. frá því, að blaðið Ingólfur hafi skuldað á 5. hundr- | að krónur fyrir burðareyri, þegar Guðni Eyjólfsson fór frá pósthúsinu. Þetta eru nú einber illgirnisleg ósann- indi og sýnir það bezt eptirfarandi yfir- lýsing póstmeistara : „Póststofan í Reykjavík, J. júní IQOQ. Samkvœmt reikningipóstafgrciðslumanns Gudna Eyjólfssonar við blaðið »Ingó/f«, dtti fað ógreitt til póstsjóðs burðargjald að upphœð kr. 121,40, pegar hann fór frd pósthúsinu 19. f. m., og er upphœð pessi gréidd að ful/ufytir siðastliðin mdnaðamót. Þetta vottast samkvæmt beiðni. Sigurður Briem". í öðru lagi kemst Lögrétta svo að orði: »Þetta (hinn ógreiddi burðareyrir) »og fleira, sem fram hefur komið frá öðrum Landvarnarmönnum, verður til þess að lækka sjóðþurð Guðna«, . . . og á öðr- um stað í greininni telur Lögr. að Ing- ólfur skuldi Guðna hina nefndu fjárhæð. Auðvitað er þetta fjarri öllum sanni; mér vitanlega hefur blaðið Ingólfur aldr- ei skuldað Guðna nokkurn eyri. Burðar- eyri fyrir blöð borgast í póstsjóð, og það var póstjóðnum, sem Ingólfur skuldaði, en ekki Gnðna Eyjólfssyni. Þetta vona Cggert (Blaessen yflrréttarmálafliitníngsiDnöur. Fósthússtræti 17. Venjulega heima ld. 10—11 og 4—?. Tals. 16. eg að Þorsteinn Gíslason, ritstjóri Lög- réttu skilji, þótt menn hafi nú opt sagt sem svo, að hann væri »eigi aflögufær að gáfum«. — Þess skal getið til skýringar þessu máli, að viðskiptum blaðsins Ing- ólfs við pósthúsið hér hefur verið hagað svo (eigi að eins meðan Guðni Eyjólfs- son afgreiddi blaðið, heldúr og þegar aðrir afgreiðslumenn í pósthúsinu önnuð- ust um það), að burðargjald blaðsins hef- ur verið greitt við og við, s'tundum mán- aðarlega, stundum annnanhvorn mánuð, þegar viðskiptareikningur hefur verið send- ur frá póststofunni. Þessum viðskiptum hefur verið hagað svo af því, að hent- ugra þykir að þurfa eigi að senda á- kveðna auratölu í hvert sinn og blaða- böggull er sendur á pósthúsið, heldur láta innfæra burðargjaldið í reikning blaðs- ins við póstsjóð. Það er engin nýung, að viðskipti blaða við pósthús séu þann- ig löguð. Mörg hlöð hér á landi hafa haft þannig löguð reikningsviðskipti við pósthúsin. Þá er í þriðja lagi, að Lögr. telur það líklegt, að blaðið Ingólfur hafi að und- anförnu verið sent út fyrir peninga Guðna Eyjólfssonar. — Auðvitað er ekki snefill af sannleika í þessuro áburði. Þessari aðdróttunar-viðleitni er svo háttað, að hún hlýtur að verða þeim manninum við- sjárverðust, sem er svo óviðjafnanlega ó- gætinn að koma fram með jafnhættulegar getsakir. Þá er enn, að Lögr. er að leitast við að gefa í skyn, að eg hafi verið yfir- heyrður, eins og eg væri grunaður um glæp, þar sem hún kemst svo að orði, að eg hafi »játað«(!) við póstmeistara, að eg skuldaði Guðna! Blaðið segir ennfrem- ur, að eitthvert ósamkomulag hafi verið um upphæðina. — Hér skal það tekið fram, að ekkert ósamkomulag hefur verið um upphæðina, og að engin yfirheyrsla hefur farið fram yfir mér út af þessu máli, ekki svo mikið, að póstmeistari hafi kallað mig til viðtals; viðskiptareikning blaðsins við póstsjóð borgaði eg skilvís- lega, eins og ofannefnt vottorð póstmeist- ara ber með sér. Hefur blaðið Ingólfur ávalt staðið í skilum með burðargjald og greitt reikningana, er þeir hafa verið send- ir frá póststofunni. Loks eru dylgjur þær og rógburðarvið- leitni í garð annara Landvarnarmanna, er Lögr. dirfist að koma með, þar sem hún er að bendla þá við sjóðþurð Guðna Eyj- ólfssonar. — Mér þykir ekki ólíklegt, að Þorsteini Gíslasyni verði það einhvern tíma dýrt, að hafa komið fram með dylgjur þessar og getsakir í okkar garð, Landvarnarmanna. Ymsar aðrar illgirnislegar árásir mætti tína upp úr áminnstri Lögréttugrein; en eg fresta því að sinni, og að líkindum þar til eg hef stefnt fyrir dómstólana Lög- réttu-ritstjóranum fyrir allar þær tilhæfu- lausar dylgjur, aðdróttanir og getsakir í minn garð, er hann hefur haft í frammi, munnlega og skriflega, þessa dagana. Eg get gefið Lögréttu-ábyrgðarmannin- um dágóða von um það, að hann verði ekki að eins minni maður erða sinna, heldur og að pyngja hans geti ofurlítið lézt, þá er þessu máli verður lokið, því að furðu víðtæk fjárhagsleg áhrif hafa dylgjurnar þegar getað haft. þessa tvo daga, síðan Lögréttu-greyið kom út, og ekki ólíklegt, að áhrifin geti orðið víð- tækari. Reykjavík 4. júnf 1909. Ari Jónsson. Vestan nm haj. Kafli úrbtéfi frá Dulutfcj 29. apríl 1969. ». . . Veturinn var góður, en síðan fyrst í apríl hefur hver dagurinn verið öðrum verri, þó nú keyri fram úr hófi; í gær (28. apríl) byrjaði hér bylur, og í allan dag ' hefur verið hér stórhríð, og engu betri nú kl. 8 að kveldinU. Hríðin er nú líkust því, sem hún var í marzhríðinni2) forð- um. Eg hef aldrei séð neitt líkt þessu í endi aprílmánaðar í 23 ár, sem eg hef verið hér. Hvernig er nú á íslandi? Eg kem, ef ekki skánar. Nú í dag er 2. maí, og er nú fyrst að birta upp með hörkufrosti eptir margra daga manndráps- bylji yfir hér um bil alla, eða meirihluta Norður-Auieríku. Nú eru hér allir með sleða. Snjórinn var farinn, sem kom yfir veturinu og vatnið alautt, en nú eru skafl- ar hér á hólnum frá 5—7 fet á dýpt. — Mér dettur ekki í hug að vinna neitt um langan tíma«. . . . Að þetta muni engin skreytni vera, má ráða af því, að maður sá er bréfið skrif- aði, er amerískur í húð og hár, þótt ís- landsvinur sé, og heldur Ameríku mjög fram. Attumst við opt við hörð orða- skipti út af Islandi og Ameríku. Enda er til frekari sannana hægt að fá að lesa kafla úr dagblaði, er eg legg á skrifstofu Þjóðólfs. Rvík s/ó '09. Páll Bergsson. €rlen9 símskeyti til Pjóðólfs. Kaupmannahöfn 8. júní. Bandaríki Suður-Afríku eru fullstofnuð. Kólera ágerist í Pétursborg. * Það eru nýlendur Breta í Suður-Afríku, er gengið hata öll í eitt bandalag, er nefnist Bandaríki Suður-Afríku. Styrkist veldi Breta þar suðurfrá að miklum muni við þessa sameiningu. I 1ÍMKII1ÍI flytur næsta haust í hið nýja skóla- hús, sem nú er í smíðum við Frí- kirkjuveg. I þessu nýja húsi væntir skólinn að geta fullnægt sanngjörnum kröf-- um tímans, bæði að því er snertir húsnæði og kennslu. Það er gert ráð fyrir allt að 30 heimavistum í skólhúsinu, og vonar skólinn á þann hátt að verða við óskum og tilmælum margra foreldra,. er senda vilja dætur sínar á skólann, en hafa ekki átt þeim vissan neinn. góðan dvalarstað. Ætlast er til að stúlkurnar borg- með sér 30 kr. á mánuði, er greiði ist fyrirfram fyrir hvern mánuð. Umsókn um heimavistirnar sé skrif- leS. °g skulu foreldrar eða fjárráða- menn námsstúlknanna sækja um skól- ann fyrir þær. Umsóknin gildir fyrir allt skóla- árið, frá I. okt. ár hvert, til 14. maí. Sérhver námsmær leggi sér til 4 lök, 3 koddaver og 4 handklæði, er sé merkt þeirra fulla fangamarki. Einnig verður sett á stofn hús- stjórnardeild við skólann, þar sem kenna á allt það, er lýtur að hús- stjórn heimila, svo sero matartilbún- ing, þvotta, að sterkja og slétta lín, og öll innanhússtörf. Ennfremur nokkrar munnlegar greinar, er lúta 1) Duluth er bær.í Bandaríkjunum í Ame- ríku við Superiorvatnið. 2) Sú versta hríð, sem eg hef vitað á æfi: minni. P. B.

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.