Þjóðólfur - 16.07.1909, Blaðsíða 1
61- árg.
Reykjavík, föstudaginn 16. júlí 1909.
Jú 30.
©Trá úííönóum
eru harla fá tíðindi og veigalítil að þessu
sinni. Rússakeisari lagður upp í terðalag
sitt til að heimsækja þjóðhöfðingja 1 álf-
unni, Hitti hann fyrst Vilhjálm keisara
á sjó úti hjá Bjarkey (Björkö) í finnska
skerjagarðinum. Þar varð sá atburður, að
Rússar skutu á enskt farmskip »Wood-
burn«, er þótti sigla of nærri keisara-
skipinu. Særðist við það einn skipverji,
en ekki hættulega. Allri skuldinni skellt
á finnska hafnsögumanninn, er ekki hafi
hlýtt bendingum Rússa, en ætlað að sigla
gegnum varðflota þeirra, í stað þess að
fara milli hans og lands. Uppþot nokk-
urt varð á Englandi út af þessu, og voru
jafnaðarmenn einkum æfir, og kváðust
ekki vilja láta keisarann stíga þar fæti á
land, annars skyldi hann fá það, sem
hann ætti skilið, m. fl. hótunarorðum. Um
mánaðamótin síðustu var keisari í Stokk-
hólmi, og komst þá kvis á, að stjórnleys-
ingjar hefðu ætlað að ráða hann af dög-
um, en samsæri það orðið uppvíst áður.
En sænskur hershöfðingi var skotinn til
bana á götu seint um kvöld, er hann kom
úr veizlu, er Svíakonungur hélt keisara. j
— í^efnd sú, einskonar sambandslaga-
nefnd, er skipuð var til að gera ákvarð-
anir um sérmálalöggjöf Finna gagnvart
rikislöggjöfinni rússnesku, átti hinn fyrsta
fund með sér 29. f. m. 1 Pétursborg.
Nefndarmennirnir rússnesku lögðu þegar
í stað áherzlu á, að Finnland væri, sam-
kvæmt rússnesku grundvallarlögunum, ó-
aðskiljanlegur hluti úrRússlandi, en hefði
að eins sérstaka löggjöf í nokkrum sérmál-
um. Af hálfu finnsku nefndarmannanna
lét Johansen erkibiskup þess getið, að
næst guðsorði væri Einnum stjórnarskrá
þeirra dýrmætust af öllu, og kvaðst reiða
sig á, að við breytingu á finnsku löggjöf-
inni yrði þess gætt, að misbjóða ekki
grundvallarlögum Finnlands eða stjórnar-
skipun þess. Með því að það kom 1 ljós
á fundi þessum, að finnsku nefndarmenn-
irnir skildu ekki rússnesku, var samþykkt
að veita Finnum frest fram í september
næstk. til að leggja fram fyrir nefndina
skriflega skýrslu um afstöðu þeirra í mál-
inu. Nefndarmennirnir finnsku sneru því
næst að vörmu spori heimleiðis 30. f. m.
Fullyrt er, að Zeppelin gamli ætli sér
að fljúga til norðurheimskautsins von
bráðar, þó ekki i ár. Ætlar hann að
leggja upp frá Spitzbergen og láta tvö
loptför verða samferða, annað stærra, en
hitt minna. Kvað hann hafa lagt áætl-
un sfna fyrir Vilhjálm keisara, er hafi
fallizt á þessa fyrætlun og gerzt »vernd-
ari« þessarar heimskauts-loptfarar. Ann-
ars er enn allt óvíst um þetta, og marg-
ir eru tregir að trúa því, að Zeppelin
fari að hætta lífi sínu og orðstír í slíku
kapphlaupi við æfintýramenn eins og t.
d. Wellmann og hans líka.
Prestvígsla.
Hinn 11. þ. m. var cand. theol. Þor-
steinn Ólafsson Briem vígður aðstoðar-
prestur til síra Jens prófasts Pálssonar í
Görðum.
Vítavert athxji
er sú ósvinna, sem stjórnarandstæðing-
arnir — minni hluta mennirnir hérlendu —
hafa haft f frammi gagnvart þjóð sinni
sfðan stjórnarskiptin urðu: að æsa og
spana Dani á allar lundir til að vera sem
illvígasta í vorn garð, með því að síma
þeim þegar í stað allt það, er ritað er
hér á landi til að glæða og örfa sjálf-
stæðistilfinningu landsmanna, eins og það
sé einhver glæpur eða að minnsta kosti
stórmóðgun við drottinvald Dana yfir
þessu landi. Og svo hnykkir minni hlut-
inn á með því, að skrifa langar greinar
í dönsk blöð, fullar af rangfærslum og
þrútnar af illvilja um allt það, er
meiri hlutinn aðhefst í ræðu og riti,
og ekki er í fullu samræmi við innlim-
unarkenningu minni hlutans. Að hvetja
íslenzku þjóðina í orði til að gæta vand-
lega sjálfstæðis síns og glata því ekki á
að vera hér um bil sama sem uppreisn
gegn dönsku drottinvaldi, ósómi, sem
verði að taka fyrir kverkarnar á. Einhver
minni hluta snati í Reykjavík hefur t. d.
labbað í »Berling« hinn danska 30. f. m.
með illgirnislega langloku út af greininni
í Þjóðólfi 11. f. m.: »Hvert stefnir ?« en
þar var látið í veðri vaka, að skilnaðar-
.hreyfingin hér á landi, sem að vísu bæri
e k k i m i k i ð á nú sem stendur, mundi
að líkindum fá byr í seglin, eflast
og þróast smátt og smátt, svo fram-
arlega sem Danir þverskölluðust við
að sinna réttmætum kröfum vorum, og
vildu oss ekki jafnréttis unna1). Er þetta
hin mesta goðgá í augum snatans, og
leggur hann mikla áherzlu á, að íslend-
ingar séu réttlaus þjóð, marginnlimaðir,
þar á meðal með sjálfs sfns atkvæði 1903
o. s. frv. Jafnvel annað eins háskaskjal(I)
um íslenzkt sjálfstæði, eins og Bréf Sjálf-
stæðismanna, er birt var í »Lögréttu«, var
undir eins sfmað til danskra blaða. Það
liggur við að flónskan sé hlægileg. en hún
er það ekki, af því hún getur verið hættu-
leg. Er auðsætt til hvers refarnir eru
skornir: að hamra það inn í Dani, að
vér eigum engar kröfur til nokkurra rétt-
inda, og að þeir skuli ekki gerast svo fá-
vísir, að slaka til um nokkurn skapaðan
hlut, heldur herða fremur á hnútunum.
Er þetta göfug iðja og samboðin mönn-
um, sem þykjast vera íslendingar, þykjast
vera föðurlandsvinir? En sú háðung, sú
ósvífni 1 Af heimsku einni getur það
naumast verið sprottið, heldur stafar það
af fólsku þeirri, sem hlaupið hefur í menn-
ina út af því, að verða í minni hluta.
En eru þeir svo blindir, svo blindaðir af
ofstæki, að þeir sjái hvorki né skilji,
hversu leikur þessi er ljótur og fyrirlit-
legur, að vera að leita aðstoðar Dana
móti sjáltstæðishreyfingu íslenzku þjóðar-
innar og spana þá með röngum frétta-
1) Þetta er í stuttu máli aðalkjarni grein-
arinnar, sem ritstj. »Norðra« er einnig að
reka hnýflana í, og virðist hann vera mjög
gramur yfir, að meiri hlutinn vill ekki
n ú þ e g a r ryðjast út í skilnaðarbaráttu
með ofsa og æsingum, heldur rökræða
málið og athuga það hóflega og stilli-
lega. En það er ekki alveg eptir snúru
hinnar ofstækisfulluog drengjaleguNorðra-
pólitíkur.
burði og rógmælum um meiri hlutann til
að snúast sem verst við öllum vorum
málaleitunum. Er ekki nóg að rífast hér
heiroa, þótt menn gerist ekki málsvarar
hinnar örgustu innlimunar og óþjóðrækni
í dönskum blöðum? Það er sannar-
lega ófagur leikur, er ber vott um spillt-
an og sorglega afvegaleiddan hugsunar-
hátt, sem hver íslenzkur maður
ætti og mætti skammast sín fyrir.
Lagastaðfesti n gar.
Þessi 25 lög frá síðasta alþingi stað-
festi konungur 9. þ. m.:
1. Fjárlög fyrir árin 1910 og 1911.
2. Fjáraukalög fyrirárin 1908 og 1909.
3. Fjáraukalög fyrir árin 1906 og 1907.
4. Um samþykt á landsreikningnum
fyrir árin 1906 og 1907.
5. Um styrktarsjóð handa barnakenn-
urum.
6. Um almennan ellistyrk.
7. Um fiskimat.
8. Um breyting á lögum um kosn-
ingar til alþingis 3. okt. 1903.
9. Um viðauka við lög 14. des. 1877
nr. 28 um ýmisleg atriði, er snerta fiski-
veiðar á opnum skipum, og lög 10.
nóv. 1905 nr. 53 um viðauka við nefnd
lög.
10. Um breyting á lögum um fugla-
veiðasamþykt í Vestmannaeyjum.
11. Um samþykktir um kornforðabúr
til skepnufóðurs.
12. Um breyting á lögum nr. 63 frá
22. nóv. 1907, 3. gr., um kennaraskóla.
13. Um breyting á lögum um bann
gegn innflutningi á útlendu kvikfje.
14. Um breyting og viðauka við lög
um hagfræðisskýrslur nr. 29, 8. nóv.
1905.
15. Um stækkun verzlunarlóðarinn-
ar 1 ísafjarðarkaupstað.
16. Um sjerstaka dómþinghá i Kefla-
víkurhreppi.
17. Um sölu á þjóðjörðinni Kjarna í
Hrafnagilshreppi í Eyjafjarðarsýslu.
18. Um að leggja jörðina Naust i
Hrafnagilshreppi í Eyjafjarðarsýslu undir
Akureyrarkaupstað.
19. Um að stofna slökkvilið í Hafn-
arfirði.
20. Um viðauka við lög 22. nóv.
1907 um bæjarstjórn í Hafnarfirði.
21. Um heimild fyrir veðdeild Lands-
bankans til að gefa út 3. flokk (seríu)
bankavaxtabrjefa.
22. Um gagnfræðaskólann á Akureyri.
23. Um eignarnámsheimild fyrir bæj-
arstjórn ísafjarðarkaupstaðar^á lóð und-
ir skólahússbygging.
24. Um breyting á lögum um stofn-
un Landsbanka 18. sept. 1885 m. m.
25. Um heimild fyrir landstjórnina til
að kaupa bankavaxtabrjef Landsbankaus.
JT ökulgöngur.
Nokkrir hinna þýzku ferðamanna, er
komu hingað í fyrra og gengu þá upp á
Eyjafjallajökul og Tindfjallajökul, eru nú
aptur hingað komnir og ætla sér nú að
ganga þvert yfir Langjökul, að vestan-
verðu og austur yfir fyrir norðan Hvítár-
vatn og þaðan upp á Hofsjökul (Arnar-
fellsjökul). Eru þeir 9 saman, flestallt
ungir menn um og fyrir inuan tvítugt.
J. C. Poestion,
stjórnarráð 1 Vínarborg, íslandsvinur-
inn alþekkti, hefur nýlega skrifað einkar-
arfróðlega ritgerð í tímaritið »Die Kul-
tur« um Island og hið gamla þýzka skáld
Motte-Fouqué barón, er mjög var hug-
fanginn af íslenzkum bókmenntum, svo
sem kunnugt er, orti lofkvæði íslandi til
dýrðar og fékk 1 staðinn ljóðaþökk ísl.
bókmenntafrömuða, svo sem Bj. Thoraren-
sens og Finns Magnússonar. Ritgerð Poesti-
ons (með þýðingu á hinum ísl. Ijóðum),
sem og hefur verið sérprentuð, ber vott
um, hversu mjög hinn heiðraði höf. læt-
ur sér annt um allt það, er Islandi má
til frama miða meðal menntamanna heims-
ins, og er það ekki lítillar þakkar vert.
Þess má geta hér, að hr. P. reit nál.
áramótunum 1906 og '07 æfiminning Ben.
Gröndals í »Neue freie Presse« (í Vínar-
borg) og »Neue Hamburger Zéitung« (í
Hamborg) ásamt snilldarlegri, þýzkri
þýðingu á kvæðinu »Brísingamen«; er
það einskonar þrekvirki að þýða vel slík
kvæði úr íslenzku máli. Síðan, er hin
merkilega bók hans »íslandsblóm« (Eis-
landblíiten) kom út, hefur hann og snúið
mörgum íslenzkum kvæðum á þjóðverska
tungu, svo sero Gilsbakkaljóðum Steingr.
Thorsteinssonar.
Loks hefur hr. P. ekki alls fyrir löngu
haldið fyrirlestra 1 Vfnarborg um ísl. list-
ir og listiðnað, sem og um íslandsferð
sína um árið. Hann skrifar og jafnaðar-
lega ritdóma um það, er um Islendinga
birtist í hinum þýzka heimi, og leiðréttir
greinilega villurþær, er höfundunum hætt-
ir til að gera sig seka í. Er hann nú að
leggja síðustu hönd á bók um ísland,
menningu þess o. fl., en eptir er að vita,
hvernig gengur að gefa hana út, þvl að
ekki er það gróðavegur. Lætur hann
þannig ótvírætt ásannast, að við eigum
hauk í horni þar sem hann er. G.
„Laura“
kom hingað að morgni 13. þ. m. með
marga farþega, einkum útlenda lerðamenn,
flesta enska. Einnig komu 8 Islendingar
frá Vesturheimi; af þeim munu 5 alkomn-
ir, en 3 snöggva terð. Ennfremur komu
Magnús Torfason sýslumaður Isfirðinga,
H. Hansen justizráð lyfsali frá Hobro,
tengdafaðir M. Lund lyfsala, Ivar Venn-
erström ritstjóri frá Karlstað 1 Svíþjóð og
unnusta hans Ólafía Guðmundsdóttir (frá
Nesi við Seltjörn).
Þessi ferð »Lauru« hingað varhin 200.
ferð skipsins milli íslands og Danmerkur
fram og aptur. Hefur »Laura« verið
mesta happaskip og aldrei hlekkst neitt
á, enda haft duglega skipstjóra, fyrst
Christensen og síðar Aasberg, sem kunn-
ur er að árvekni, dugnaði og lipurð. —
1 Annað kvöld halda nokkrir bæjarbúar
honum samsæti í »Iðnó«.
„Oceana'S
þýzka skemmtiskipið, er hingað hefur
komið fyrirfarandi sumur, kom hingað að-
faranóttina 11. þ. m., og fór héðan áleið-
is til Spitzbergen nóttina eptir. Daginn
sem ferðamennirnir stóðu hér við (sunnu-
daginn) var slæmt veður, stórrigning og
stormur allan daginn að heita mátti, og