Þjóðólfur - 16.07.1909, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 16.07.1909, Blaðsíða 2
ÞJOÐOLFUR. 116 hittist það óheppilega á, Satnsöngur var haldinn fyrir þá t Bárubúð af söngflokki Sigfúsar Einarssonar og veðreiðar voru að nafninu til haldnar á Melununt, en þær voru 1 hinu mesta ólagi, og hafa þó opt áður lélegar verið. Ef til vill hefur veðrið nú átt nokkum þátt í, að þær voru upp á sitt aumasta, en'naumast að öllu leyti. Þessa ómyndar-sýningu þar suður á Melunum fyrir útlenda ferða- menn ætti helzt að leggja aiveg niður eptirleiðis, ef hún getur ekki farið ögn betur úr hendi en nú átti sér stað. Melstari Karl Kttchler frá Varel í Oldenburg kom hingað nú með >Lauru« og ferðast vestur á Snæ- fellsnes, eins og áður hefur verið getið um hér í blaðinu. Hann ráðgerir að fara héðan aptur 31. þ. m., hefur ekki leyfi lengri tíma frá skólakennarastörfum sín- um. GufuskipiS „Flora“ kom hingað frá Noregi norðan og vest- an um Iand 12. þ. m., með allmarga far- þega; þar á meðal voru frú Anna Step- hensen frá Akureyri, Þorvaldur Jónsson læknir á ísafirði og Guðm. Bergsson póst- afgreiðslumaður. Ennfremur kom Bene- dikt Sveinsson alþm, er haldið hafði (5) leiðarþing með kjósendum sínum í Norð- ur-Þingeyjarsýslu og frá Akureyri Pétur Brynjólfsson Ijósmyndari, er skroppið hafði héðan snöggva ferð norður þangað. Mannalát. Hinn 1. þ. m. andaðist í svefni séra Éyjólfur Jónsson í Árnesi á Ströndum, á 68. aldursári. Hann var fæddur á Eyri við Skutulsfjörð 25. nóv. 1841 og voru foreldrar hans Jón gull- smiður Þórðarson frá Kjarna Pálssonar, einn hinna mörgu og kynsælu Kjarna- systkina, og kona hans Þóra Katrín Eyj- ólfsdóttir prests á’Eyri í Skutulsflrði (f 1862) Kolbeinssonar prests í Miðdal Þor- steinssonar. Bar séra Eyjólfur Jónsson nafn afa síns og mun hafa alizt upp að mestu hjá honum, en lærði fyrst eitt ár undir skóla hjá séra Guðmundi Einars- syni á Kvennabrekku, en svo 2 vetur hjá frænda sínum Halldóri Kr. Friðrikssyni yfirkennara, er"mun hafa styrkt hann til skólanáms. 1854 gekk hann í lærða skól- ann og var útskrifaður þaðan 1860 með 2. einkunn, en tók embættispróf á presta- skólanum 1862, einnig með 2. einknnn. Eptir það var hann við barnakennslu, fyrst hjá séra Páli Matthíesen í Hjarð- arholti (1862—63), síðan hjá Skúla Thor- arensen lækni á Móeiðarhvoli (63—64) og síðast hjá séra Þórarni prófasti Böð- varssyni í Vatnsfirði (64—65). Vorið 1865 var honum veitt Kirkjubólsþing, ásamt Stað á Snæfjallaströnd og vígður þangað 16. júlí s. á. af Helga biskupi. Þjónaði hann því prestakalli samfleytt 17 ár, og bjó þá á lénsjörðinni Melgraseyri. 1880 voru honum veitt Selvogsþing, en fór þangað ekki og fékk leyfi til að vera kyr vestra, en 1882 fékk hann Mosfell í Grímsnesi og 1884 Árnes í Trékyllisvík. Hánn var nýbúinn að segja af sér prest- skap, er hann lézt, hafði fengið hjarta- slag fyrir 8 árum og var þá að dauða kominn, en hresstist þó aptur furðanlega, svo að hann gat gert prestsverk. Slðustu árin (sfðan 1904) hafði hann Böðvar son sinn fyrir aðstoðarprest. Séra Eyjólfur var kvæntur Elínu Elizabetu, dóttur séra Björns Jónssonar, er síðast var prestur að Stokkseyri (f 1866). Er hún látin fyrir nokkrum árum. Þau áttu saman 8 börn og önduðust 3 ung, en 5 eru á lífi: Eyj- ólfur Kolbeins prestur á Melstað, Böðvar aðstoðarprestur í Árnesi, Jón gullsmiður á ísafirði, Þórunn kona Marinó Hafsteins fyrv. sýslumanns í Strandrsýslu, og Hall- dóra Kristín Leópoldína ógipt. — Séra Eyjólfur var ágætúr kennimaður og hinn skörulegasti f allri framgöngu, mjög vel látinn af sóknarfólki sfnu og sæmdar- maður í (hvívetna. j I________ I Hinn 3. þ. m. andaðist [S k ú 1 i Þ o r- varðarson í Austurey í Laugardal á 78, aldursári, fæddur á Breiðabólsstað í Vesturhópi 31. okt. 1831, sonur séra Þor- varðar Jónssonar, er síðast var prestur að Kirkjubæjarklaustri (-(- 1869) og 1, konu hans, Önnu Skúladóttur stúdents á Stóru- borg Þórðarsonar. Skúli heit. bjó all- lengi undir Eýjafjöllum á Miðgrund og Fitjarmýri, en flutti síðan (1884) að Berg- hyl í Hrunamannahreppi, bjó þar 19 ár, og þaðan (1903) að Austurey 1 Laugardal, en hætti búskap fyrir 3 árum, enda far- inn að heilsu upp á sfðkastið. Hann sat á þingtinum 1881, 83 og 85 sem 2. þm. Rangæinga og á þingunum 1886, 87, 89 og 91 sem 2. þm. Árnesinga. Hann var allvel greindur maður, vandaður, stilltur og hóglátur, enginn atkvæðamaður á þingi, en gætinn og tillögugóður. Hann var lengi hreppstjóri og hreppsnefndaroddviti og gengdi þeim störfum með alúð og samvizkusemi. Hann var kvæntur Elínu Helgadóttur bónda á Steinum undir Eyja- fjöllum Guðmundssonar, og andaðist hún 15. nóv. 1907. Af n börnum þeirra lifa að eins 3: Skúli bóndi í Austurey, Anna, kona Högna Ketilssonar í Kefla- vík, og Helga, kona Oddleifs bónda Jóns- sonar í Langholtskoti í Ytrihrepp. I Kaupmannahöfn lézt fyrir skömmu Símon Sigurður Alexíusson fyrrum kaupmaður á Isafirði, kominn á áttræðisaldur, bróðir Lúðvígs Alexfusson- ar steinsmiðs í Rvík. Slysfarir. Seint í f. m. drukknaði Sighvatur G í s 1 a s o n snikkari frá Reykjavík í kíl úr Lagarfljóti, rétt fyrir neðan Valla- nes. Hafði hann ásamt 2 öðrum mönn- um verið að lauga sig í kílnum, og voru þeir allir vel syndir, en allt í einu kall- aði Sighvatur á hjálp, og sagðist vera að sökkva, og áður en hinir náðu til hans, sökk hann og kom eigi upp aftur. Köf- uðu þeir þá strax á eftir Sighvati, en tókst eigi að ná honum Upp fyr en eptir '/4 kl.stundur, því hann hafði lent niður í mjóa, djúpa rennu í kílnum. Læknir, er skoðaði líkið á eptir, kvað hafa sagt, að maðurinn muni hafa fengið slag og dáið þegar. Sighvatur var 26áragamall. Aðfaranóttina 3. þ. m. andaðist S t e f- án Jónasson skósmiður á Seyðisfirði. Hann hafði daginn áður verið að salta fisk í lestarrúmi fiskiskipsins »ísafold« og festi hálsklút sinn á ás þeim, er gengur frá mótornum fram í gangspilið, og vafð- ist klúturinn utan um ásinn, þar til kiút- urinn slitnaði, og komst Stefán með veik- um mætti upp á þilfar, en varð strax að leggjast fyrir og andaðist fáum klukku- stundum sfðar. Skipið var langt úti í hafi, er slysið bar að höndum. — Stefán Jónasson var-ættaður af Tjörnesi, en hafði stundað skósmíðaiðn bæði hér á landi og í Noregi. Á Seyðisfirði hafði hann dval- ið 5 ára tíma og unnið að skósmíði á vetrum, en sjómennsku á sumrin. Hann var dugnaðarmaður, stiltur og snyrtilegur í framgöngu, glaðvær og skemmtinn í við- ræðu, vænn maður og vel látinn af öll- um, er kynntust honum. Hann var rúm- lega þrítugur að aldri; hann lætur eptir sig ekkju og 3 börn, segir »Austri«, er skýrir frá slysförum þessum. „Sterling“ (kapt. E. Nielsen) kom hingað í fyrra kvöld með 65 far- þega, þar á méðal var H. Bryde stór- kaupmaður, Ludvig Andersen klæðskeri, S, Goos, konsúlsfrú Ágústa Thomsen með 2 syni þeirra hjóna, Haraldur, Ólafur cand. agr, og frk. [Guðlaug, börn sýslu- mannshjónanna í Kaldaðarnesi, frk. Anna Tborarensen, Ragnheiður Þorsteinsdóttir (Tómassonar) og Þuríður Sigurðardóttir. Ennfremur nokkrir enskir og þýzkir ferða- menn. Þá komu með skipinu 43 Danir, karl- ar og konur, í skemmtiferð, er blaðið »Pólitiken« hefur stofnað til og annazt um, og er rithöfundurinn Martein Ander- sen-Nexö aðalleiðtogi fararinnar fyrir »Politikens« hönd. Meðal þessara dönsku ferðamanna, sem bæði eru frá Kaup- mannahöfn, eyjunum og Jótlandi, eru: J. Christiansen læknir með frú, Biering læknir með frú. Hvass yfirréttarmálafærslu- maður með frú, F. A. Thiele verksmiðju- eigandi, Th. Holm dr. med., A. Rahlff dr., A. Jensen málfærslumaður, Hinding umsjónarmaður, Lund kaupmaður, Billy Jacobsen listaverkasali, Hedegaard kap- teinn, Oldager málafærslumaður, Schultz forstjóri, Hartmann dr., Christensen júst- isráð o. s. frv. Skemmtiför til ViOeyjar. Hlutafélagið P. J. Thorsteinsson & Co., eigandi Viðeyjar, bauð í gær danska ferðamannahópnum og fjölda bæjarbúa pt í eyna til að skoða hana og mann- virki þau, er félagið hefur þar gera látið. Var farið með flóabátnum »Ingólfi« og lagt að stórskipabryggju félagsins á aust- urodda eyjarinnar. Einn af forstjórum félagsins, Nielsen kommandör, lýsti fram- kvæmdum þess og fyrirætlunum fyrir boðsgestunum, og var því næst skoðað fiskþvottarhúsið o. fl.. gengið síðan heim til bæjar, alllangan spöl, eptir lögðum vegi og litast um þar heima fyrir. Að löknum kaffiveitingum var gengið upp á túnhólinn vestur frá bænum og er það- an hið bezta útsýni í allar áttir. Áður en lagt var af stað heimleiðis var gest- unum veitt kampavín, og hélt þá Nielsen aptur ræðu um íslenzkar afurðir o. fl. Hvass yfirréttarmálafærslumaður mælti fyrir minni Islands og þakkaði eyjareig- endum viðtökurnar fyrir hönd dönsku ferða- mannanna, en D. Thomsen konsúll þakkaði fyrir hönd reykvísku boðsgestanna. Það spillti nokkuð skemmtun þessari, að veð- ur var allhvasst og fremur hryssingslegt, en þó úrkomulaust að mestu meðan stað- ið var við í eyjunni. — Er leitt, að þessi fagra ey og veglega höfðingjasetur þeirra Skúla fógeta, Ólafs stiptamtmanns og Magnúsar konferenzráðs, skuli nú úreign íslenzkra manna gengin að mestu eða öllu leyti, að minnsta kosti um sinn, og ef til vill að fullu og öllu. Skemmtisamkomu hélt Ungmennafélagið »Tindastóll« á Sauðárkróki 4, þ. m. að viðstöddum fjölda manns. Ræður héldu : Árni próf. Björns- son: Sigurður Siguiðsson skólastjóri, Jón- as Björnsson frá Veðramóti og Brynleifur Tobíasson frá Geldingaholti. — Þar voru kappreiðar, gllmur, sund o. fl., og þótti skemmtunin mjög góð. Ræktunarfélag Norðurlands hélt aðalfund sinn á Sauðárkróki 2. og 3. þ. m. Fyrirmyndar ungmennafélag í islenzkri sveit. Fyrirlestur, haldinn að Fellsmúla á bngmenna- fálag88amkomu 6/, ’09 af Óf. V. Eg hef verið beðinn að segja eitthvað við þetta tækifæri, og veitt ádrátt um það. Þess vegna verð eg nú að láta það eitthvað heita. Og n a f n i ð skal ekkí vanta á þennan lestur. Eg læt hann heita. Fyrirmyndar ungmenna- félag 1 íslenzkri sveit, elskað' og virt og blessað af samtíð og f r a m t í ð. Annað mál er það, hvort eða hversu mér tekst að skapa í nuga mér og skýra fyrir öðrum þá félagshug- mynd, sem felst í þessu nafni, eða lýsa því rétt, hvílíkt það ungmennafélag á og þarf að vera, og hvað að gera, sem ekki kafnar undir slíku nafni. En þetta langar mig þó til að gera. Og þó að sú mynd, sem eg nú dreg upp í flýti, verði ófullkomin, og skýring mín, ef til vill ónóg, þá óska eg innilega, að sú mynd mætti verða að einhverju leyti til fyrirmyndar fyrir þig, kæra ungmenna- félag, þú, sem einnig heitir svo veglegu nafni: Landvörn Landmannasveitar. Og jeg geri mér því meiri og betri von um þetta, sem eg veit um suma yðar, og tel víst um yður alla, að þér viljið, að yður beint langar til, að bera veg- legt nafn með rentu, og að félag yðar megi kallast og vera eða verða: Fyrir- myndar ungmennafélag 1 Islenzkri sveit, elskað og virt og blessað af samtíð og framtíð. Þér Iofuðuð mér, sem öðrum, nýlega að heyra fyrirlestur, sem haldinn var fyrir yður fyrir skömmu; og yður og öllum þótti hann góður. Hann átti og á það líka skilið. Hann var og er mjög fögur og innileg og hollráð hvöt til yðar um, að keppa að því takmarki og ná þeim tilgangi, sem öll ungmennafélög eiga og þurfa, og vilja líka setja sér, og sem sjálft nafnið á félagi yðar, nafnið Land- vörn, einnig heimtar. En þá er nú samt eptir að vita og sjá, skilja og kannast við, hvernig og með hverju slík félög eiga að ná og geta náð takmarki sínu og tilgangi. Það kann opt að vera vandi að sjá, hvað bezt á við. En yfirleitt fer það, sem gera má og gera ber, aðallega eptir eðli og ástæðum hvers félagssvæðis. Og þá verður og hér aðallega að miða við sérstakt eðli, sérstakar þarfir og ástæð- ur sveitarinnar okkar. Eg hygg, að í flestum s/eitum uppi í okkar einkennilega landi eigi svipað við; og því ætla eg nú að reyna að sýna fram á, hvernig ungmennafélag 1 íslenzkri sveit þarf að vera, og hvað helzt og fremst að gera, til þess að það nái þar sínu háa takmarki og sínum fagra og göfuga til- gangi. Og þá ungmennafélagið okkar einnig, ungmennafélagið Landvörn. Allt ramíslenzkt, gott og gagnlegt, allt hið bezta og farsællegasta fyrir líkama og sál, sem til hefur verið og til er að< fornu og nýju í íslenzkum hugum og. hjörtum, í íslenzkum háttum og högum allt, sem græðir og prýðir íslenzka elsk- aða föður- og móðurlandið, allt sem upp- byggir og upphefur og blessar íslenzku h e i m i 1 i n, íslenzku sveitirnar, sýslurnar °g þjóðina alla — allt þetta er takmarkið Og tilgangurinn. En hvernig á að ná þessu takmarki og þessum tilgangi? Eg ætla nú að reyna að sýna það með því, að draga upp og sýna dálitla mynd af ungmennafélagi, sem eg geri mér í hugarlund að nái þessu takmarki og þess- um tilgangi. Fyrsta skilyrðið, inntökuskilyrðið í fé- lagið, er auðvitað það, að einn og sér- hver, sem í það gengur, komi inn 1 fé-- lagið með takmark og tilgang félagsins. alvarlega og einlæglega fy.rir augum, og vilji og ætli sjálfur fúslega að vinna, og, styrkja félaga sína og aðra til að vinna að hinum góðu og göfugu verkefnum og. málefnum félagsins. Komi eða komizt. einhver inn með öðru innræti og sýni þar gagnstæða viðleitni, þá reyna hinir,,

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.