Þjóðólfur - 16.07.1909, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 16.07.1909, Blaðsíða 3
ÞJOÐOLFUE. sem 'fyrir eru, vinsamlega að leiðrétta hann. En taki hann þvl ekki, getur hann ekki verið meðlimur. Þessu næst fer félagið, sem er alvarlegt og einlægt og vinsemdarfullt bræðrafélag, en þó jafnan glaðlegt og hressilegt, að litast um og gá að, h v a r og h v e r n i g það eigi að byrja hið góða og göfuga verk. Og þá kemst það fljótt að þeirri niður- stöðu, að það eigi og þurfi að byrja sjálfu sér næst, byrja á því, að inn- ræta hver öðrum, uppörfa, hvetja og styrkja hver annan til þess að verða góður og sannur meðlimur. Og þá byrjar það aptur, og jafnframt á því, sem þar er næst, en það eru h e i m i 1 in. Félagið sér og skilur þegar það sem er, að »bóndi er bústólpi og bú er land- stólpi«, að hvert einstakt heimili er stoð eða stytta undir byggingu ails sveitarfé- iagsins, elíegar þá éi'nS óg eínn af mörg- um steinum í grunnmúr þeim, sem allt sveitarfélagshúsið hvllir á, Pg að undir þessum styttum eða steinum er það kom- ið, hvort félagshúsið stendur stöðugt eða er valt og veikt. Allt eða langflest og tnest éf þvf undír því komið, að hver stoð sé sem sterkust, hver steinn sem fastastur fyrir. Hvert einstakt heimili er partur af sveit- arfélaginu, og sveitarfélag er ekkert annað en svo og svo mörg sveitarheimili til sam- ans; hvert einstakt býli er afmarkaður blettur af öliu sveitarlandinu, og allt sveit- arlandið er ekkert annað en býlin öll til samans. Hvert heimili og býli er þvl öldungis hið sama sem limur á líkama manns. Til þess því að uppbyggja og upphefja sveitarfélagið og græða og prýða jörðina í sveitinni, þarf og verður fyrst og fremst að uppbyggja og farsæla h e i m i 1 i hvert og glæða og klæða heimalandið. Þetta sér og skilur llka félagið vel, og því byrjar það á því, að senda hvern meðlim sinn heim á hans eigið heim- i 1 i til þess að yrkja það og verja and- lega og líkamlega eins og sagt er, að Adam átti að gera við Paradís. Þar, á heimili sínu, á líka margur fé- lagsmaðurinn mömmu sína, pabba sinn ög yngri bræður og systur, og ýmsa aðra, skylda og óskylda, til að lifa og vinna fyrir. Þar hefur hann notið þeirrar ástar og umhyggju, sem hann þekkir og getur reynt allra bezta; þar hefur og getur honum liðið allra bezt; þar eru sæl- ustu minningarnar, bernskuminningarnar, bundnar við svo margt; þar þekkir hann bezt allt og alla, og þar er honum því bæði skyldast og ljúfast að lifa og starfa til blessunar. Þar elskar hann Ifka flest og unir bezt, og þar er loks hælið og skjólið hans, hvað sem fyrir kemur. Hann veit það líka og skilur, og finnur á sér, að móðir og faðir horfa til hans með allar sínar beztu vonir og helgustu óskir, og brenna af hjartans þrá eptir því, að hann, barnið þeirra, verði þeim ogheim- ili þeirra til gleði og sæmdar og sældar, og að það grætir þau, ef út af því ber. En þó að einhver félagsmaður eigi ekki foreldra eða venzlamenn á heimili sínu, þá skoðar hann samt húsbændur sína og heimafólk sem vandamenn, og heimilið er honum heilagt. Og heill og heiður þess skoðar hann sem eigin hamingju og sóma. Þar, á heimili sínu, á hann líka, eins og hver annar, að guðs og manna lögum, athvarf og hæli, og friðar- og griðastað, ef í raunir rekur, og þetta því fremur, sem hann sjálfur reynist þar betur. Hann veit það einnig, finnur og viður- kennir, að húsbændur og heimilið allt eiga heimtingu og þörf á, og einnig heita löngun eptir því, að hann leggi fram alla sína beztu krapta til uppbyggingar, og að 117 hann sjálfur uppskeri af því gagn og gleði og sæmd. Svo gleymir hann þvl ekki heldur, að hann á eða hefur átt móður og föður nær eða fjær, lífs eða liðin, sem einnig horfa til hans úr fjarlægð, eða af himni ] niður, með óumræðilegri ástarþrá eptir þvi, að barnið þeirra megi verða sannur gæða- og gæfumaður, og til gæfu og blessunar öðrum mönnum. En þá er heimilið hans og heimafólk næst. (Framh.). €rlenð símskeyti til Pjóðólfs. Kaupmannahöfn 10. júlí. Ríkiskanzlaraskipti á Þýzkalandi. Biilow ríkiskanzlari Þjóðverja fer frá völdum; óvísí um eptirmann hans. Bólusóit í Pétursborg. Bóla geisar í Pétursborg ; kóleruhættan eykst. * * * Að Bíilow kanzlari fer frá Vötdum, stafar af því, að ihaldsmenn hafa neitað að samþykkja erfðafjárskatt, er Biilow lagði fyrir þingið, en þá neitun skoðar Biilow sem vantraustsyfirlýsingu frá þeirra hálfu, og hefur látið þau orð falla, að hann gæti ekki vænzt þess, að koma nokkru nauðsynlegu áleiðis framar 1 póli- tík landsins, með því að vera kyr í em- bætti. Það er aðallega miðflokkurinn f þinginu og Pólverjar, er gengið hafa í lið með íhaldsmönnum til að koma Bíi- low frá völdum. Samkvæmt nýjustu er- lendum blöðum, er enn óráðið, hver ept- irmaður hans verður. Biilow hefur verið stjórnhygginn maður, áhrifamikill, glögg- ur og gætinn, og verður því sæti hans vandfyllt, enda hverjum vandfarið í þeirri veglegu tignarstöðu, þegar tekið er tillit til ráðríkis keisara. SaRlausí gaman. Þegar hinn nýlega látni sænski fræði- maður, Rolf Arpi, dvaldi hjá mér um tíma í Odda, sýndi hann mér slitur af blaði, sem félagar hans. stúdentarnir í Uppsölum, létu prenta og útbýta í gildi því, er Arpi var haldið að skilnaði, og nefndist »Pris-vargen« — sem þýða átti nafn lians Rolf = Hróðúlfur (hróður = prís, og vargur = úlfur). Allar greinir blaðsins voru, eins og nafnið, á h u 1 d u og undir niðri glettni og gaman. Ein fyrirsögnin var: »De islándska Förtra- den«, og var efnið einber lokleysa, enda þýðir Förtráden bæði: hylli hjá höfð- ingjum og — salerni! Varð að slíku hlátur mikill og glaumur og Arpi sjálfum eins og öðrum valin skemmtun. Og Því geymdi hann trúlega slitur af »Prísvargi« sínum. — Þessi skrítla dettur mér í hug, er eg lít yfir öll blöð og tíðindi, sem nú liggja á borði mínu, 6 innlend og 3 frá Winni- peg, öll 9 um »De islándska Förtrá- den«, þ. e. öll hyert á móti öðruogfull af ritríidi! Flest hín hérlendu sækja grimmilega að bóli Bjarnarins, en vest- rænu vilja fyrir hvern mun gera sinn bezta kennimann friðrækan sem argasta Uní- tara — eða varg í véum. — Ófriðinn hér heima Iæt eg að mestu hlutlausan og legg þar ekkert orð í belg að svo komnu, hvorki í óbundnu né bundnu máli. En leikurinn vestræni er mér æði-nærgöng- ull og freistandi sem sannkölluð íslenzk deila eða »della« um Förtráden í trúar- málunum. Þar vestra hef eg lengst af verið sjálfur kallaður vargur 1 véum, þótt við séra Fr. J. B. séum nú fullsáttir í þeim efnum, enda hlýðum hvorugir öðr- um yfir greinir gamla »Ponta«, sem hin- ir bera mest fyrir brjósti. Þetta kreddustapp skynsamra manna er, satt að segja, nær óskiljanlegt hér á voru landi, enda er almæli á Englandi og í Bandaríkjunum, að Kanadamenn séu »100 árum á eptir tímanum í trúar- og kirkju- málum«. M. y. Veð urskýrslnágrip frá 10. júlí til 17. júlí 1909. júlí Rv. íf. Bl. Ak. Gr. Sf. 10. + io,4 + 9,8 + 7,8 + 7,5 + 4,5 + 8,3 II. + 12,0 + 12,0 + 12,6 + 12,0 + 10,5 + 8,6 12. + 9,5 + 7,6 + 10,0 + 10,5 + 7,5 + 9,7 13- + 9,o + 6,0 + 7,o + 8,0 + 4,5 + 8,8 14. + 7,8 + 8,4 + 7,7 + 6,5 + 2,4 + 7,0 iS- + 10,5 + 10,0 + 9,8 + 9,5 + 9,o +10,8 tó. + 8,5 + 7,7 + xo,6 + 10,5 + 9,5 + 9,! <5íocji SSrynjólfsson yfirréttarmálaflutningsmaður. Bankastræti lé. Heima Rl. 1*—I og 4'/a—51/*. cfaíaíau, þau beztu, smekklegustu og ódýrustu selur verzlunia Björn Kristjánsson Reykjavík, Sjálfur leið þú sjálfan þig. Þessa gullfögru meginreglu þykist brenni- vfnsfélag okkar Islendinga ætla að hafa hæstu vörðuna á framtíðarbraut sinni, ef guð ljær því aldur. Hversu beint sumir hlutaðeigendur hafa stefnt að vörðunni þessa fáu og mæðusömu daga, sem »Ing- ólfur« þeirra hefur verið á róli eptir upp- risuna, væri nógu fróðlegt að gefa til kynna, þar sem nú stendur fyrir dyrum snörp barátta milli þeirra, sem vínið elska og þeirra, sem á móti því berjast. En af góðum og gildum ástæðum finnst mér réttara að fresta opinberun þessa fróðleiks, þar til haustar að, því þá hefst væntan- lega bróðurlegt samtal frá báðum hlið- um, enda mun brennivínsblaðið hafa nóg í dálka sína um sláttinn, þótt það tæki að eins lftinn hluta þess til yfirvegunar, sem til þess hefur verið talað úr mörg- um áttum, og sem það hefur með mestu stillingu látið sem vind um eyrun þjóta til þessa dags. Hins vegar hefur blaðið spjallað margt, líklega bæði f gamni og alvöru, sem ekki mun gleymast þeim, er umræður hefja, þvf að lítilsvirða rödd »Ingólfs«, þótt hún sé ekki með sömu nótum sem vani og skammsýni hafa helg- að, finnst mér alls ekki eiga við. Hvað nægja brennivínsfélaginu margir vagnar, ef engan má leiða? I4h ’°9- Jóh. Jóhannesson. 123 »Það eru þeir. Þeir koma í tæka tíð«, sögðu móðurbróðir minn og Cra- ven báðir í senn. Við stóðum upp í vagninum og sáum stóran gulan vagn koma. í honum sátu sir Lothian Hume, Crab Wilson og Barclay tamningamaður hans. Öku- mennirnir höfðu gul bönd í höttunum, sem blöktu fyrir vindinum, en gult var litur Wilsons. Á eptir vagninum komu ríðandi yfir hundrað aðalsmenn frá vestanverðu Englandi, og þar á eptir sægur af vögnurn. Þegar sir Lothian kom auga á okkur, stöðvaði hann vagn sinn. »Góðan daginn, sir Charles«, sagði hann og hljóp út úr vagninum. »Eg held eg ætti að þekkja rauða vagninn yðar. Við fáum ljómandi veður«. Móðurbróðir minn hneigði sig fálátlega og svaraði engu. »Eg býst við, að við getum byrjað strax, úr því að allir eru komnir«, sagði sir Lothian, án þess að skeyta neitt um framkomu hins. »Við byrjum klukkan 10. Ekki einni sekúndu fyr«. »Jæja, sem yður sýnist. En hvar er yðar maður, sir Charles?« »Það ætlaði eg einmitt að spyrja yður um, sir Lothian«, svaraði móður- bróðir minn. »Hvar er minn maður?« Undrunarsvip brá yfir andlitið á sir Lothian. »Hvernig á eg að geta sagt yður það ? Það er mér alveg óviðkom- andi«. »Eg het fulla ástæðu til að ætla, að þér hafið blandað yður inn í það mál, sir Lothian«. »Ef þér vilduð vera svo góður, að skýra þetta svolítið nánar fyrir mér, mætti vera, að eg gæti skilið yður«. Þeir voru báðir fölir og fálátir, og stilltu sig sýnilega, en þeir vógust með augnaráði, hvössu sem sverðseggjum, og þegar mér datt í hug, hvílíkt orð fór af sir Lothian fyrir hólmgöngur, fór eg að verða smeikur um frænda minn. »Ef yður finnst, að þér hafið yfir einhverju að kvarta, gerðuð þér mér þægt verk með því að segja mér það með berum orðum«. »Það skal eg gera«, svaraði móðurbróðir minn. »Það hefur verið gerð- ur samblástur um að nema hnefleikamann minn á brott, og eg hef fulla á- stæðu til að ætla, að þér hafið vitneskju um það«. Ógeðfeldu brosi brá yfir andlitið á sir Lothian. »Nú skil eg«, sagði hann. »Yðar maður hefur ekki reynzt svo vel við tamninguna, eins og æskilegt hefði verið, svo að þér hafið orðið að finna yður eitthvað til afsökunar. En eg hefði reyndar búizt við, að þér hittuð á ein- hverja sennilegri afsökun, sem ekki hefði svo alvarlegar afleiðingar.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.