Þjóðólfur - 13.08.1909, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 13.08.1909, Blaðsíða 4
134 ÞJOÐOLFUR Kennarastöðiir. Tvær fastar kennarastöður verða stofnaðar við barna- skóla Reykjavíkur frá 1. okt. næstkomandi, með 1000 króna árslaunum. Umsóknir sendist skólanefnd Reykja- víkur fyrir 10. september næstkomandi. Reykjavík 7. ágúst 1909. Skólanefndin. lægra verð. Tæpar ioo tunnur af kjöti voru sendar til Noregs og Færeyja og seldust þar fyrir 55—60 kr. tunnan. — Húseignir félagsins í Reykjavík og Borg- arnesi, ásamt lóðunum, hafa kostað ná- lægt 95,000 kr. Grasmaðkur hefur víða gert mikinn skaða í vor og sumar. Kvað einna mest að þessum skemmdum í Gnúpverjahreppi ofanverð- J um, Landmannasveit, ofanverðum Rang- árvöllum, Skaptártungu, Síðu og Fljóts- hverfi. Mest hefur borið á þessum maðki og eyðileggingu hans í valllendij og heiðarlendi. Búfjárhagar í Skaptártungu víða hálfeyðilagðir. Einnig hefur maðk- urinn farið í túnin sumstaðar og valdið tjóni, t. d. í Hvammi á Landi, Geirlandi og Mörk á Síðu og víðar. Sömuleiðis í Finnstungu í Húnavatnssýslu. [Eptir »Frey«]. Falsskeyti hafði verið sent nú í vikunni fra síma- stöðinni hér til ritstjóra »Norðurlands« á Akureyri. Skeytið var svolátandi: »Stór sigur við unnið frumvarpið sam- þykktar vonir Oceana loptskeyti fregn- miðafréttum hraðað«. Ritstj. »Norðurl.« þótti skeytið grun- samt og birti það ekki, enda var það vitanlega falsskeyti, logið upp til að láta »N).« hlaupa með, og átti fréttin um, að sambandslögin yrðu staðfest að hafa kom- ið með loptskeyti til þýzka skemmtiskips- ins »Oceana«, er var hér um næstl. helgi. Er þetta ófagurt athæfi, hvort sem það er einhverjum af símaþjónunum að kenna eða öðrum út í frá. Hefur þetta verið kært fyrir símastjórninni og er nú verið að rannsaka málið. Það hlýtur að verða uppvfst, hver valdur er að þessu hneyksli, sem varðar hegningu. Veðurskýrsluágrip frá 7,—13 ág. 1909. úg. Rv. íf. Bl. Ak. Gr. Sf. 7. +10,0 + 9,7 + 7,5 + 5,2 + 5,o + 10,6 8. + i°,7 + 9,7 + 10,5 + 10,3 + 9,8 + 8,8 9- + 10,0 + + 10,0 + 10,0 + 9,o +n,2 IO. + 8,9 +10,4 +11,2 + 10,4 + «i,4 + 9,2 II. + 9,4 + 8,0 + 9,2 + 9,7 + 10,0 + 9,8 12. + 9,8 + 6,3 + 6,6 + 8,! + 7,5 + 9,8 13- + 7,5 + 5,0 + 6,8 + 9.1 + 4,° + 6,6 Kitsons-ljöslð Prentvilla var það í augl. B. H. Bjarna- sons í síðasta blaði, að 500-kerta-Kitsons- Ijós eyddi 2^/4 a.á kl.st., á að vera l3/4 e. Hjálprœdisherinn. Sunnud, 15 ág. kl. 11 f. h. verður haldin stór fagnaðarsanikoma fyrir Majóp Chr. Eriksen — hinn fyrsta leiðtoga Hjálpræðishersins á Islandi — 1 Herkastalanum. Sunnud. 15. ág., kl. 8. heldur majórinn fyrirlestur um .Tapan í Iðnaðarmanna- húsinu. Inngangur 25 aurar. NB. Majórinn talar við steinbryggjuna sunnudag kl. 4 e. h. Cggert Qlaessen jflrréttarmálafliitningsiDaönr. Pósthósstræti 17. Venjulega heima kL 10—11 og 4—5. Tals. 16. Ef þér viljið fá yður verulega göða og vel saumaða Klæðnaði, sem fara vel og lítu fallega út, þá gerið svo vel og litið inn i Þar er stœrsta úrvalið af HERRA-, VNGÍANGA- og DRENGJA- FÖTUM úr Kamgarni, Cheviot og Buckskinni, með Ennfremur mikið úrvai af Waterproof-kápum. Munið það, að dúkar H/r Klæðaverksmiöjunnar IÐTJJVIV eru gerðir úr íslenzkri ull; að þeir eru hlýir og haldgóðir, og að þeir eru mjög ódýrir; að heimaunnin vaðmál eru þæfð, pressuð og lógskorin fyrir mjög litla borgun og að góð ull er spunnin í ágætt band, en sérstaklega skal þó minnt á hina fallegu, ódýru og haldgóðu liti verksmiðj unnar. Til litunar er veitt móttöku: heimaunnum vaðmálum og dúkum, sjölum, sokkaplöggum o. íl., o. II. SK2g“ Munið þetta. Eigandi og ábyrgðarmaður: Hannes E*oröteinsson. Prentsmiðjan Gutenberg. 132 »Má eg spyrja herra leikdómarann, hvort þessir menn hafa báðir verið vegnir ?« spurði sir Lothian Hume. »Þeir hafa einmitt verið vegnir undir minni umsjón, sir«, svaraði Craven. »Yðar maður var 13 stone og þrjú pund, en Harrison 13 stone og átta1)- »Hann er 15 stone niður að mitti«, kallaði hollenzki Sam úr sínu horni. »Við skulum svei mér ná einhverju af því úr honum áður en lýkur«. »Þið munuð fá meir en nóg af honum«, svaraði Jim Belcher, og fólkið hló dátt að þessari lélegu fyndni. XVIII. Síðasta þraut smiðsins. »Ryðjið ytri hringinnU, kallaði Jackson upp. Hann stóð hjá snúrunni og hélt á stóru silfurúri í hendinni. »Með þvf að ýmsir hofðu smogið inn fyrir snúruna og stóðu í ytri hringn- um, urðu umsjónarmennirnir að taka til svipunnar, og fengu loks með all- miklum erfiðismunum rekið alla út fyrir, sem ekki áttu þar að vera. Sfðan röðuðu þeir sér með jöfnu millibili fram með ytri snúrunni og héldu svipunum niður með lærinu. »Herrar mínir!« tók Jackson aptur til orða. »Eg hef verið beðinn um að láta ykkur vita, að maðurinn, sem sir Charles Tregellis hefur lagt til hnefleiks- ins, er Jack Harrison, en Crab Wilson sá, sem sir Lothian Hume hefur lagt til. Engir aðrir en leikdómarinn og sá, sem tímans gætir, mega koma inn að innri snúrunni. Og svo verð eg að biðja ykkur, ef þörf gerist, að varna mönn- um að ryðjast inn í hringinn, svo að hnefleikurinn geti farið fram án nokkurar truflunar. Er þá ekki allt í lagi? »Allt er í lagi«, heyrðist sagt úr báðum hornunum. „Till“ Það var dauðaþögn þegar Harrison, Wilspn, Belcher og hollenzki Sam snöruðu sér inn í miðjan hringinn. Andstæðingarnir tókust f hendur og að- stoðarmennirnír líka, svo að hendurnar lágu f kross. Því næst fóru aðstoðar- mennirnir aptur á sinn stað, en andstæðingarnir urðu einir eptir andspænis hvor öðrum. Wilson stóð í þeim stellingum, sem hann hafði fengið kenningarnafn sitt 1) Stone er enskt þyngdarmál = 14 pund ensk = 12V2 íslenzkt pund. T33 af, krabbinn, steig allmikið fram á vinstri fótinn og rétti fram vinstri hendina, hallaði sér dálítið aptur á bak og hafði hægri hendina á brjóstinu. Smiðurinn stóð aptur á móti í gamaldags stellingum, sem Mendoza hafði vanið menn á sinni tíð, en nú höfðu ekki sést í 10 árin síðustu 1 nokkrum meiri háttar hnef- leik. Hann stóð beinn andspænis andstæðingi sínum, beygði hnén dálítið og rétti báða stóru, brúnu hnefana beint fram jafnhátt öxlunum, Svona stóðu þeir, hvor gagnvart öðrum, titrandi at vígamóð, en allur manngrúinn stóð á öndinni og gaf nákvæmar gætur að hverri einustu hreyfingu þeirra. Það var þegar í upphafi ljóst, að Crab Wilson ætlaði að færa sér í nyt hvert tækifæri, sem byðist, að hann mundi treysta á hvatleik sinn og lipurð, þar til hann færi að kynnast bardaga-aðferð andstæðings síns. Hann fór hvað eptir annað hringinn í kring um hann liprum og léttum fetum, en smiðurinn sneri sér hægt á hæl eptir honum. Því næst gekk Wilson eitt skref aptur á bak tíl þess að fá Harrison til að koma á eptir, en garnli maðurinn glotti bara og hristi höfuðið. „Þér verðið að koma til mfn, drengur minn", sagði hann. „Eg er of gam- all til þoss að elta yður um allan hringinn. En við höfum daginn fyrir okkur og eg get beðið". Hann hefur varla búizt við því, að boði hans yrði tekið svo fljótt, því að í sörau svipan réðst Wilson með panþerstökki að honum. Fimm högg riðu hvert á fætur öðru, þrjú þau fyrstu á andlit Harrisons, en tvö þau síðustu á skrokk- inn á Wilson. Yngri maðurinn dansaði aptur á sinn stað með sínum venjulegu léttu og lipru tilburðum, en tvær rauðar rákir sáust liggja yfir neðsta rifbeinið. „Blóð undan Wilson!“ æpti múgurinn, og þegar smiðurinn sneri sér við til þess að gæta að hreyfingum Wilsons, fór hrollur um mig, því eg sá, að blóð draup úr hökunni á honum. Wilson kom nú aptur og myndaði sig til að ráðast að brjóstinu á Harrison, en veitti honum heljarhögg á kinnina. Sfðan lét hann sig renna niður í grasið tii þess að draga úr hinu þunga höggi smiðsins og þar með var fyrsta atrennan úti. „Fyrsta högg til jarðar fyrir Harrison!" æptu þúsund raddir, því að jafn- margar gíneur áttu að skipta um eigendur fyrir þá sök. „Eg skýt því undir leikdómarann", kallaði sir Lothian upp. „Þetta varfót- skrik, en ekki högg". „Eg úrskurða, að það hafi verið fótskrik", sagði Berkely Craven og and- stæðingarnir fóru hvor út í sitt horn og múgurinn æpti fagnaðaróp yfir því, hve vel hnefleikurinn byrjaði. Harrison þuklaði upp í sig með þumalfingrinum og vísifingrinum, og með snörpu átaki kippti hann upp tönn, sem hann henti niður í vatnsskálina.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.