Þjóðólfur - 20.08.1909, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 20.08.1909, Blaðsíða 2
I1 J O Ð O L F U R. 136 verið boðið stórfé í vélina, en hann hefur ákveðið að selja hana blaðinu »Matin« fyrir 10,000 franka, eins og hann hafði kostað til hennar. Svo á að setja vélina á sýningu, og því næst ætlar blaðið að gefa frakknesku þjóðinni vélina, og láta setja hana á eitthvert safn. Mælt er að Blériot ætli að keppa við bræðurna Wright um 90,000 kr. verðlaun, og sömu- leiðis að hann muni ætla sér að vinna verðlaun þau (180,000 kr.) erblaðið »Daily Mail« hefur heitið fyrir flug milli Lund- úna og Manchester, þ. e. milli aðalskrif- stofu blaðsins í Lundúnum og útibús þess f Manchester. Aðrar loptfarir. Orville Wright hefur nú fullnægt skil- yrði Bandarlkjastjórnar fyrir kaupi á vél hans, því að eptir því sem »Times« segir 6. þ. m., hefur hann flogið 5 enskar mílur í beina stefnu fram og aptur með einn fnrþega. Stjórnin kaupir því af hon- um vélina fyrir 90,000 kr. auk 18,000 kr. uppbótar fyrir að hafa flogið hraðar, en sem svarar 40 enskum mflum á klukku- stund. Vélin verður nr. 1 í loptskipa- flota Bandaríkjanna. Zeppelin gamli hefur nýlega flogið með 7 farþega frá Friedrikshafen til Frank- furt am Main, um 200 enskar mílur, og hreppti þó andviðri á leiðinni.— Hinn 5. þ. m. flaug hann alla leið frá Frankfurt til Köln. Edison spáir því, að loptsiglingar taki svo miklum framförum á næstu 10 árum, að loptskipin fari að flytja póst, farþega og annan flutning landa á milli, með ekki minni en 100 mílna hraða á klukku- stundinni, það sé enginn efi á því. í »Times« frá 13. þ. m. er skýrt frá því, eptir símskeyti frá Breslau í Slésíu, að kl. 5 að morgni 12. þ. m. hafi rúss- neskir landamæraverðir skotið mörgum skotum á þýzkt loptfar með 4 farþegum, um leið og það sveif yfir landamærin. 3 loptsiglingamennirnir biðu bana, en hinn 4. særðist hættulega. Þetta er ekki í fyrsta skipti, sem Rússar hafa skotið á loptför, haldið að þau væru í njósnar- ferðum, en sjaldan hefur verið talað um, að manntjón hafi hlotizt afþessu heimsku- æði þeirra. Naumast láta Þjóðverjar Rússum haldast þetta ódæði uppi refsinga- eða bótalaust. Yertfallið í Svíþjóð. Það hófst um síðastl. mánaðarmót, og er hið stórkostlegasta verkfall, sem gert hefur verið á Norðurlöndum. Tilefnið ekki annað en hærri kröfúr frá hálfu verkamanna, er vinnuveitendur hafa ekki viljað sinna. Hinn 11. þ. m. voru það 285,762, er lagt höfðu niður vinnu, að þvl er segir í »Times« á föstudaginn var (13. þ. m.). P'réttaritari »Times« í Stokk- hólmi skýrir frá því, að 7. þ. m. hafi konungur haft ráðstefnu við fulltrúa beggja aðíla: vinnuveitenda og verkamanna, en um kveldið var prentuð almenn yfirlys- ing, að hvorugir óskuðu eptir, að stjórnin skipti sér nokkuð af þessu máli, og hætti þá stjórnin allri málamiðlun. Mánudag- inn h. 9. lýstu öll blöð í Stokkhólmi yfir því, að þau yrðu að hætta að koma út að sinni, vegna þess að prentarar hefðu gert verkfal). A þriðjudagsmorguninn kom ekkert blað út í Stokkhólmi nema að eins eitt einasta: málgagn verkmanna- | félagsins, en á miðvikudaginn komu þó flest önnur blöð út í einskonar ágripi. Fréttaritari »Times« segir, að 11. þ. m. sé þó verkfallið heldur í rénun, og sum- staðar sé tekið smátt og smátt til vinnu, svo að menn séu að vona, að hið versta sé um garð gengið. Jarðskjálftar miklir hafa orðið 1 Mexíkó, og borgin Acapulco nær gereyðst. Þar komu 70 jarðskjálptarykkir hver eptir annan, með allstuttu millibili. Ekki eitt einasta hús á jarðskjálftasvæðinu er uppi standandi, ogflóðalda skall þar á land 31. f. m., og gerði mikið tjón. Vfða annarstaðar í Mexfkó hafa og hús hrunið, og alls kvað manntjónið af jarðskjálftum hafa orðið þar svo hundruðum skipti. Eldsvoði hefur eytt að miklu leyti bæinn Osaka í Japan. Eldurinn sópaði öllu burt á 4 ferhyrningsmílna svæði og margir menn fórust. Talið að 11,000 hús hafi brunnið, og skaðinn metinn um 9 miljónir króna. Nýjar ginisteinanátnur kvað vera fundnar í Suður-Afriku vestan- til, í landeignum Þjóðverja þar. Látnir merkismenn. Þjóðverjar hafa misst 22. f. m. eítt höfuðskáld sitt, Detlev von Lilien- cron, hálfsjötugan að aldri. Hann var af ýmsum talinn bezta ljóðskáld Þýzka- lands nú á tímum. — Látinn er og Gustav Karpeles, þýzkur fagurfræð- ingur og rithöfundur, einkum kunnur fyrir útgáfur sínar af skáldritum Heines og mörgum ritum um hann. Ennfremur er látinn Adolf Hausrath háskóla- kennari í Heidelberg, nafnkunnur kirkju- sögufræðingur, 72 ára gamall. Nýdáinn er og Wilhelm Wexel- sen biskup í Þrándheimi (sfðan 1905) sextugur að aldri, áður kirkjumálaráð- herra. Hann vígði Hákon konung 7. undir kórónu í Þrándheimsdómkirkju. Af dönskum mönnum nafnkunnum eru nýlátnir: Leopold Rosenfeld tón- skáld, tæplega sextugur og J. N. G. Forchhammer, fyrrum rektor við Herlufholmsskóla, 82 ára gamall. Þeir Daníel Bruun höfuðsmaður og dr. P’innur Jónsson prófessor hafa í sum- ar fundið merkilegar fornmenjar í landi jarðarinnar Brimness f Svarfaðardal, yzta bænum þar í dalnum að vestanverðu, skammt upp frá Dalvík. Hefur þar fund- izt grafreitur, sem notaður hefur verið í heiðni, og í honum leifar af 13 beina- grindum af mönnum, körlum og konum, 7 beinagrindur af hestum og 4 af hund- um, er heygðir háfa verið með fólk- inu. Leifar fundust og af litlum bát (sex- æring?), er einn mannanna hafði verið heygður í, en ekkert eptir af fleytunni, nema nokkrar spýtur. Eitthvað fannst og af spjótaleifum, leiktöflur úr beini o. s. frv., ennfremur nokkrir skrautgripir, er kvennfólk hefur borið og látið hefur ver- ið í grafirnar með þeim, t. d. hálsfesti, glerperlur o. fl. Mestan hluta þessara rnuna flutti D. Bruun með sér nú til Knupmannahafnar, þóttist þurfa að fara með þá til að láta rannsaka þá nákvæmiega, mæla hross- beinin o. s. frv. En að lokinni þessari rannsókn á allt að sendast hingað á í’orngripasafnið, því að samkvæmt nýju fornmenjalögunum, má ekki forngripi af landi flytja, án leyfis stjórnarráðsins. Það leyfi mun og Bruun hafa fengið, auðvit- að með því skilyrði, að mununum yrði skilað aptur. En reglulega skrá yfir fund- inn hefur hann víst ekki skilið eptir, svo að það er eingöngu undir áreiðanleik hans komið, að öllu verði haldið til skila, sem ekki er ástæða til að efast um. Þeir D. Bruun og Finnur hafa haft styrk af Karlsbergssjóðnum næstl. 3 ár til rann- sókna á sögustöðum hér. — Fornmenja- fundur þessi virðist vera einhver hinn merkilegasti, er fundizt hefur hér á landi. OÉ-ögtaosiáirlerii eptír &. T. Zoega. Eg sé sárfáa minnast að nokkru ráði á þessi þörfu og vel sömdu rit. Mun það mest því að kenna, að bæði er það vandaverk, að rita röklega um enska málfræði,'og svo eru þeir ekki ýkja-margir enn hér á landi, sem þykjast vera til þess færir; er og betra að þiggja og þakka þegjandi, heldur en að dæma um verkið með lítilli þekkingu. Orðabækur útheimta þar að auki langan lestur og notkun rit- dómarans. Nú á það heima hjá mér, að eg hef ekki nálægt þvf notað eða lesið bækur G. T. Z. sem þyrfti, til að meta þær rétt, og skal þvt einungis kveða upp yfirlits-dóm um þær. Og dómurinn er sá, að rit þessi öll, og einkum orðabæk- urnar, virðast vera samdar með hinni mestu vöndun og samvizkusemi. Villur engar að marki nokkursstaðar, en um hitt mætti lengi deila, hvernig orðin hafa verið valin, því að þar á jafnan sá kvöl- ina, sem á völina. Setjum svo, að enska orðabókin hafi nál. 50,000 orð (sem mun láta nærri), þá hefur orðið að skilja meiri hlutann eptir, ef málið á hátt á annað hundrað þúsund orð, eins og fróðir menn hafa talið. Þar hlýtur sitt að lltast hverj- um. Sama gildir um íslenzk-ensku orða- bókina. En yfirleitt finnst mér hin jafna heilbrigða greindargáfa höf. hafi verið hon- um góður ráðanautur, hversu mýmörg orð, sem þann kann að vanta eða sakna, sem les 1 sífellu bók eptir bók. En mest ríður á þýðingum orðanna f svo auð- ugu og þaulmenntuðu máli. Þar reynir mest á bæði kunnáttu höf. og aðgætni; er til þess óumflýjanleg hin mesta kunn- átta 1 þvf máli, sem þýtt er á, svo og æfing og trútt minni, að ekkert af völd- ustu orðunum gleymist. Eg vil minna á orð (í enskunni) eins og character, mind, personality o. fl. sálfræðis- leg orð, sem vort mál vantar að meira eða minna leyti. Svo er og um ótal hug- gripsorð og orðtök sérlegrar merkingar (teknisk orð). Mörg orð verða alls ekki þýdd, nema með málsgrein. Þegar um sllk orð og þýðingar er að ræða, má finna nálega öllum orðabókum, og einkum hinum minni, ýmislegt til foráttu. Ogeins gæti eg gert smá-aðfinnslur við þessi rit. T. d. ef eg slæ upp orðinu: sjálfs-; þar stendur: sjálfs-lýsing, autobio- graphy. Enbetraværi: self-description, því antobiogr. þýðir eiginlega = sjálfs- I æfisaga. Yfir sjálfs-menning kann eg betur við orðið self-culture, en self- education. S j á 1 f-kj ö r i n n er rétt þýtt (hjá höf.) self-chosen, en líka þýðir það: the rightnianinthe right place. Þetta eru þó optast smámunir. Orðasambönd allskonar í báð- um orðabókunum vanta óvíða, eptir því sem rúmið leyfir, svo sem málsgreinir venjulegustu sagnorða með forsetningum og atviksorðum á eptir, eins og go, ganga, fara, put, setja (setja) o. s. frv. En slíkar setningar er nemandinn venjulega lengst að nema svo vel sé. Framburð enskrar tungu, og sérstaklega réttar áherzlur, er og erfitt að nema, og verður ekki til til hlítar, nema við menn af viðtali. Yfirleitt mun flestum reynast enskan að sama skapi erfið til þrautar, sem hrafl málsins og hneigingar skilst auðveldlega. Eins og kunnugt er, er meginhluti tungunnar af engilsaxneskri rót, og þar næst róm- versk-franskri. En mýmörg orð á hún úr keltneskum málum. Handa vísindum, iðnaði og sérfræðum allskonar hefur og enskan viðað að sér ógrynni orða og heita úr miðaldamálum, velsku, grísku, latínu, spænsku o. fl. Spencer, sem ekki kunni fornmálin, útvegaði sínum ritum nokkur hundruð nýyrði, sem lærðir vinir hans bjuggu til eða fundu eptir aðra. Ein ein- asta kolagufuvél á 5—6 þúsund parta, hvern með sínu nafni. Dýra- og jurta- fræði, svo og lyfjafræðin, eiga aptur sömu heiti á öllum Evróputungum. Og margt í raffræðinni á eða ætti að eiga sömu heiti á sem flestum málum, því að ( vísindin eru alþjóða eign. Nýyrðasmíði smáþjóða er bernskulegt. Þá eru ekki svo fá ensk orð, sem hvorki hafa breytt formi né þýðing (einungis framburði), svo hver Islendingur skilur þau. Eg hef einu sinni talið 1 lítilli orða- bók sllk orð í nokkrum stöfum, í B-kafl- anum t. d. nálægt 50. Svo höfum vér og eignazt nokkur orð úr ensku, og flest líklega frá 15. öldinni og fram á hina 16., þegar Englendingar verzluðu hér við land; eru það og helzt orð úr verzlunar- og veiðiskaparmálinu, t. d. kóð, cod (nú um smáfisk), uxahöfuð, hogshead, o: áma (ætti að vera: galtarhöfuð, því hog er = göltur, nema orðið sé yngra og eptir dönsku og þýzku, sbr. Okse- hoved, Ochskopf. En þetta var nú útúr- dúr. Þó vildi eg leyfa mér að skjóta því að hinum heiðraða höfundi, að hann léti fylgja nýrri prentun nefndra bóka dálítinn lista eða safn, er teldi helztu nöfn og heiti í ensku, er geymt hafa að mestu form og þýðingu vorrar forntungu. Hafi hann svo heiður og þökk fyrir gott starf. M. J. Markaðsskýrsla um íslenzkt smjör. Hr. konsúll Jes Zimsen hefur sent oss eptirfarandi markaðsskýrslu frá J. V. Faber & Co. í Newcastle on Tyne: „Eftir skýrslu vora frá30. júlí höfum vér fengið sendingu á s/s „Laura", en því miður voru gæðin misjöfn frá smjörbúunum yfirleitt. Orsökin er vafalaust sú, hve langt líður frá því smjörið er tilreitt; elzta smjörið var t. d. meira en mánaðar gamalt, þegar vér fengum það, og allir geta séð, að jafnvel bezta smjör missir nýjabragðið á þeim tíma. Þegar frá eru talin elztu ílátin, var smjörið þó gott og seldist á stutt- um tíma föstum viðskiptavinum. Verðið var misjafnt — sakir mik- ils munar á gæðum, en bezta teg- und var seld með sama verði og vikuna á undan, svo að verðið verð- ur 83—86 kr. (100 pd.) á skipsfjöl, íyrir lakari tegund var verðið frá 75 —70 kr. (á skipsfjöl). Þó er gleði- legt að sjá, að nú er mestur hlut- inn bezta tegund, þar sem smjörið var áður að mestu leyti lakari teg- undar, — vér vonum að sá tími komi, að allt verði bezta smjör. Markaðurinn hefur verið daufur, en sýnist nú vera að batna, og oss virð- ist sem smjörið muni nú fara að hækka í verði“.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.