Þjóðólfur - 20.08.1909, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 20.08.1909, Blaðsíða 4
138 ÞJOÐOLFUR Diskonto af víxlum og vextir af lánum úr í s 1 a n d s b a n k a eru færðir niður um x/4 af hundraði um árið (í 51/*0/0) frá i dag að telja. Vextir af innlánsskírteinum, sem gilda í 6 mánuði, eru færðir niður í 4x/4 af hundraði um árið og af 3-mán- aða innlánsskírteinum í 4°/o. — Að öðru leyti haldast allir innlánsvextir óbreyttir. Reykjavík 16. ágúst 1909. Stjórn íslandsbanka. „Flora“ kom s. d. norðan um land frá Noregi með allmarga farþega af ýmsum höfnum hér við land, þar á meðal voru banka- stjórarnir Tr. Gunnarsson og E. Schou, Sturla Jónsson kaupmaður, Guðm. Magn- ússon læknir með frú sinni og fósturdótt- ur, allt frá Akureyri, og ýmsir fleiri það- an og af öðrum höfnum. »Flora« fór aptur áleiðis til Noregs vestur og norður um land 17. þ. m. með nokkra farþega. „Vesta“ kom hingað 14. þ. m. trá útlöndum norðan um land með allmarga farþega. Hún fór til útlanda 16. þ. m., og með henni Daniel Bruun fornfræðingur, frk. Hulda Hansen, stúdentarnirÞórarinn Krist- jánsson, Skúli Thoroddsen og Kristján Björnsson og tveir iðnaðarmenn á Arós- arsýninguna : Karl Bartels og Jón Hall- dórsson. „Ijíiura“ kom hingað frá útlöndum í fyrri nótt með nokkra enska ferðamenn, en fátt annara farþega. Óþnrkar miklir hafa verið hér á Suðurlandi það sem af er þessum mánuði og rúmlega það. Nú í vikunni að eins einn þurk- dagur, en alls ónógur ■ til að koma að verulegu gagni. Víðasthvar mjög mikið af heyi úti og tekið allmjög að skemm- ast. Samsæti var Bjarna Jónssyni alþingismanni frá Vogi og viðskiptaráðunaut haldið í Iðnó í gærkveldi, til að kveðja hann, áður en hann leggur af stað til útlanda á morg- un (með »Sterling«). I samsæti þessu tóku 50—60 manns þátt, og fór það hið bezta fram og var hið skemmtilegasta. Ræður margar haldnar, sérstaklega fyrir heiðursgestinum. Fyrir minni hans töluðu meðal annars: Benedikt Sveinsson alþm,, Brillouin konsúll, Einar Hjörleifsson ritstj., dr. Jón Þorkelsson, Kristján Ó. Þorgríms- son, Þorsteinn Erlingsson o. fl. Alþingistíðindin. Af þeim eru nú prentaðar 70 arkir at umræðum neðri deildar, og tæpar 30 af umræðum efri deildar. Umræður Nd. eru prentaðar í Gutenberg, en Ed. í ísa- foldarprentsmiðju. Þingtíðindin verða með lengsta móti 1 þetta sinn. í kvœöi Einars Benediktssonar, »Dagurinn mikli«, sem prentað er f Þjóð- ólfi 23. f. m., hafa orðið þessar prent- villur: I 1. línu: »líkið bleikt« fyrir »1 í n i ð bleikt«. I 2. vísu næstslðustu línu : »sem auðnin sér« fyrir : »sem a n d- i n n sér«. Og í síðustu vísu 8. línu: xskóþvengi verpt« fyrir: »skóþvengs vert«. Þetta eru menn beðnir að leið- rétta í kvæðinu. Trúlofuð eru ungfr. Ásrún Sigurð- ardóttir og Steindór Einarsson trésmiður. Veðurskýrsluágrip frá 14.—20. ág. 1909. úg. Rv. íf. Bl. Ak. Gr. Sf. 14. + 7,5 +io,4 + 9+ + 7,5 + 7,4 + 7,5 15- + 9,ó + 9,2 + ii,7 + ii,5 + 9,o + 10,5 l6. + 9,3 + 6,8 4- 7,; + 8,2 + 5,5 + 11,4 17- + 8,2 + 6,4 + 5>5 + 6,5 + 3,4 + 8,5 18. + 9,o + 7,6 + 7,6 + 8,2 + 8,o + 7,7 19. + «,2 + 11,2 + 9,7 + 10,0 + 7,0 + 8,4 20. + 7,5 + 4,5 + 5+ + 6,6 + 5,5 + 10,0 Umboðsmenn iskast, til að veita viðtöku pöntunum á »bromid« stækkunum og »semi- emalje« myndum eptir ljósmynd- um, fyrir stærstu stækkunarstofn- un í Skandinavíu. Tilboð merkt: »Höj Provision« sendist Heroldens AnnonceBureau, Christiania, Norge. Innilegt hjartans þakklæti votta eg hér með öllum þeim mörgu, sem heiðruðu jarðarför mannsins míns sáiuga og á margan liátt tóku þátt í sorgminni, harnanna okkar, tengda- harua og barnaharna. Reykjavík 18. ágúst 1909. Margrét Zoega. Til sölu liús og jarðir með gjafverði. Gísli Þorbjarnarson. (Waterproof) ódýrastar í verzlun Stnrln jinssonar. Laugaveg 1. Til leigu heil hús og einstakar íbúðir á beztu stöðum. Samkvæmt reglum um »Gjöf .Tóns Sigurðssonar« staðfestum at konungi 27. apríl 1882 (Stjórnartíð. 1882 B. 88. bls.) og erindisbréfi samþyktu á alþingi 1885 (Stjórnar- tíð. 1885 144. bls.), skal hér með skorað á alla þá, er vilja vinna verðlaun úr téðum sjóði fyrir vel samin vísindaleg rit viðvíkjandi sögu landsins og bókmentum, lög- um þess, stjórn eða framförum, að senda slík rit fyrir 1. okt. 1910 til undirskriíaðrar nefndar, sem kosin var á alþingi 1909, til að gera að álitum, hvort höfundar ritanna séu verðlaunaverðir fyrir þau, eptir tilgangi gjafarinnar. Ritgerðir þær, sem sendar verða i því skyni að vinna verðlaun, eiga að vera nafnlausar, en auð- kendar með einhverri einkunn. Nafn höfundarins á að fylgja í lokuðu bréfi með sömu einkunn, gem ritgerðin hefur. Reykjavík 17. ágúst 1909. Björn M. Ólsen, Hannes Þorsteinsson, Jón Þorkelsson. Gísli Þorbjarnarson. Eigandi og ábyrgðarmaður: Haunes Porsteinsson. Prentsmiðjan Gutenberg. 136 undan árásum andstæðings síns. »Hertu þig! Hertu þig 1« kölluðu báðir að- stoðarmennirnir til Harrisons og manntjöldinn endurtók það. Og Harrison lét ekki sitt eptir liggia. Hann gerði svo harða atlögu, að áhorfendurnir munu seint gleyma því. Crab Wilson tók 1 hvert skipti á móti honum með höggi, en enginn mannlegur kraptur virtist geta staðist áhlaup heljarmannsins. Meðan rigningin streymdi úr loptinu og rann í rauðum lækj- um niður eptir skrokknum á hnefleikamönnunum, sló smiðurinn andstæðing sinn hvað eptir annað til jarðar og í hvert skipti gengu veðmálin okkur meir og meir í vil, þangað til loks að farið var að leggja meira undir okkar meginn heldur en hinumeginn. Eg fylltist meðaumkvun og aðdáun fyrir þessum hraustu mönnum og eg vonaðist í hvert sinn eptir, að sú atrennan yrði sú síðasta, en óðara en Jackson hafði j;efið til kynna, að hvíldartíminn væri á enda, spruttu þeir báðir upp með bros á blóðugum andlitunum og gamanyrði á vörunum. Endurminningin um þennan morgun hefur opt síðan uppörfað mig til karl- mensku, því að vísu geta slíkar aðfarir æst upp illar tilhneigingar hjá þeim, sem eru hroðamenni að eðlisfari, en það er líka andleg hlið á þessu máli og það er sannarlega lærdómsríkt að sjá, hve langt mannleg þrautsegja og hug- rekki getur komizt. En þó að »hringurinn« geti alið hjá mönnum hreysti og hugprýði, þá getur enginn, sem rétt vill dæma, heldur neitað því, að hann getur líka verið upp- spretta svívirðilegra hrekkja og fúlmennsku, eins og vér síðar munum fá tækifæri til að ganga úr skugga um. Þegar manni sir Lothians tók að veita miður, gaf eg honum opt auga til þess að sjá svipinn á andlitinu á honum, því að eg vissi, hve djarft hann hafði veðjað og eg þóttist ráða í, að bæði auður hans og hnefleikamaðurinn hans yrðu að lúta íyrir hnefahöggum smiðsins. Brosið, sem hafði leikið um varir hans, þegar viðureignin byrjaði var fyrir löngu horfið, kinnarnar voru orðnar fölar, og hann bölvaði ákaft í hvert sinn sem Wilson var sleginn til jarðar. En einkum veitti eg því athygli, að hann leit hvað eptir annað um öxl sér og eptir hverja atrennu skimaði hann út yfir mannfjöldann fyrir aptan hann. í fyrstu gat eg ekki séð í öllum þessum mannfjölda, hvað það var, sem hann var að gefa gætur að, en loksins tókst mér það samt. Mjög hávaxinn maður og herðibreiður á grænum frakka, sem gnæfði upp fyrir alla aðra, ein- blíndi í áttina til okkar og eg varð þess brátt vís, að hann og sir Lothian gáfu hver öðrum merki, svo að lítið bar á. Ennfremur tók eg eptir því, að þeir sem stóðu umhverfis þennan ókunna mann, var mesta ruslið úr öllum hópnum, argasti trantaralýður, sem grimmd og klækir skinu út úr; þeir ýlfruðu eins og 137 úlfar, við hvert högg og bölvuðu Harrison niður fyrir allar hellur, þegar hann sneri við aptur inn í hornið sitt. Þrjátíu atrennur höfðu verið gerðar á einni klukkustund og 25 mfnútum. Herti nú heldur á rigningunni. Hringurinn var allur orðinn eitt forað. Þéttan mökk lagði upp af hnefleikamönnunum. Þeir voru allir orðnir brúnir af því að detta hvað eptir annað niður í svaðið og svo voru þeir hruflaðir og blóð- stokknir um allan líkamann. I hverri atrennunni á fætur annari var Wilson sleginn til jarðar, og jafnvel mér, sem ekki hafði nú mikið vit á slíkum hlut- um, var það ljóst, að hann var að gugna. »Hann þarf nú ekki mikið meira með«, sagði Belcher loksins. »Þú átt nú allskostar við hann úr þessu, Harrison«. »Eg get barist 1 viku ennþá«, stundi Wilson upp. »Þetta líkar mér«, sagði John Lade. »Hann er ekki að biðja um vægð. En það er synd að láta hann vera að þessu lengur. Leiðið þið fallna kapp- ann útl« »Leiðið hann úti Leiðið hann út 1« endurtóku nú hundruð radda. »Eg vil ekki vera leiddur út! Hver dirfist að stinga upp á þvír« kallaði Wilson upp, sem sat nú á hnjám aðstoðarmanna sinna eptir nýtt fall. »Hann má ekki við meiru«, sagði sir John Lade. »Þér, sem eruð vernd- ari hans, sir Lothian, ættuð að skipa fyrir, að njarðarvettinum yrði kastað í lopt upp«. »Þér haldið ekki, að hann geti unnið sigur?« »Nei. Það er ekki minnsta von um, að hann sigri, sir«. »Þér þekkið hann ekki. Það treinist ótrúlega úr honum«. »Röskari maður hefur aldrei farið úr skyrtunni, en hinn er of sterkur fyr- ir hann«. »Jæja, en eg held nú samt, að hann stæðist einar tfu atrennur ennþá«. Sir Lothian sneri sér við til hálfs um leið og hann sagði þetta, og sá, að hann lypti upp vinstri handleggnum með dálítið einkennilegum hætti. »Skerið niður snúrurnar! Hafið rétt við! Bíðið þangað ti! rigningunni slotar«, grenjaði þrumuraust á bak við mig, og eg varð þess brátt vís, að þetta óp kom frá stóra manninum á græna frakkanum. Hundruð hásar raddir öskr- uðu nú hver í kapp við aðra: »Engin rangindi við Gloucester! Rjúfið hring- inn! Rjúfið hringinn!« Tackson hafði tilkynnt, að hvíldartíminn væri úti og ný atrenna skyldi byrja, og báðir hnefleikamennirnir, allir útataðir, voru staðnir á fætur, en öll athyglin hafði nú snúist frá þeim og að mannþyrpingunni sjálfri. Það urðu nú áköf þrengsli og hrindingar í hópnum. Allt f einu var tveimur hvítum staur-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.