Þjóðólfur - 20.08.1909, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 20.08.1909, Blaðsíða 3
ÞJOÐOLFUR. 137 Hlustandi á söng. Eg fór að að hlusta á sönginn, eða „hljómleikinn", sem þeir kalla, niðri í „Bárubúð", á miðvikudagskveldið var. Pétur Jónsson, stúdent, var formaður söngsins. Húsið var troðfult, þó að flestir séu nú peningalausir; en af því að vanalega er heldur dauft lif um þennan tíma ársins í Reykjavík, þá þykir fólkinu gott að nota tækifærið og þiggja skemtun, þegar hún er í boði, þó að dýr þykji ánægjan. Maðurinn við dyrnar tók á móti silfrinu og koparnum, fékk mér aðgöngumiða úr þykkum „pappa"; og svo tróðst eg inn í söngsalinn. ínni var rökkur. En þegar fjölga tók fólkinu, brá skyndi- lega leiptri um allan salinn og rafmagns- ljósin kviknuðu og ljómuðu í allri sinni töfradýrð. Svo biðu menn og vonuðu nokkra stund og hver horfði framan í annan, hjón sátu saman og bjónaleysi, karlar og telpur, unglingar og kerlingar og miðaldra mann- eskjur, allt heiðarlegt fólk að sjá. Síðan byrjaði Pétur, og söng „Vorgyðjan kemur", fallegasta kvæðið eptir Guðmund skáld Guðmundsson, einkum hvað rím- snild snertir; hefur þó karlinn sá margt laglega kveðið; en kvæðið mun vera eitt af rímfegurstu Ijóðum á íslenzku. Lagið er eptir Arna Thoisteinsson; getur það ekki jafnast við kvæðið, en þó er Jagið mjög snoturt. Péttur Jónsson hefur dillandi hljóð og gríðarmikil, og mun hann sjálfsagt fá þýð- leikann í röddina, þegar hann eldist, ef hann lifir. Hann söng, að þessu loknu, annað lag, sem var útlent, með útlendri tungu; var „klappað" ákaflega á eptir. Svo varð dimmt, sem um tungl-lausa haustnótt, inni 1 salnum, því að ljósin dofnuðu allt í einu svo mjög; og vissi fólkið ógerla hverju þetta sætti. Varaði myrkur þetta nokkra stund. Hófst svo hljóðfærasláttur, þegar eldaði aptur. Kristrún Hallgrímsson og Brynjólfur Þorláksson spiluðu, og fórst báðum það mjög vel. Af lögum þeim, er hér fór á eptir, var eitt prýðisfallegt, eptir Sigfús Einarsson, við „Nótt“ hugðnæma vísu eptir Sigurð Sigurðsson. Hefur varla heyrzt fallegra lag eptir hann. Fæst af kvæðunum, sem sungin voru, voru íslenzk. Er það leiðinlegt á þessum viðkvæmu þjóðréttindatímum, að menn skuli ekki reyna af fremsta megni að nota móðurmálið „mjúka og ríka“, á sam- söngvum, ekki minna en er þó til af ís- lenzkum skáldum, sem geta víst ort kvæði við hvaða lög sem er, eða þýtt útlend ljóð, ef á liggur. — En hvað sem þessu líður, þá var þetta söngkvöld til skemmtunar. — Hlustandi. €rlcnö símskeyti til Pjóðólfs. Ráðaneytisbreytingin í Damnörkn. Kanpmannahöfn Í4. ágúsl. Frijs hefur gefizt upp við að mynda nýtt ráðaneyti. Holstein-Ledreborg greifi hefur verið kvaddur til þess. Hans fyrir- ætlun er að láta hin gömlu landvirki standa eina tylft ára. Landvarnarvinir hafa tekið höndum saman við Christen- sen. Frestað er að útvega hermálaráð- herra. Khöfn 16. ágúsl. Holstein-Ledreborg yfirráð- herra, án annara ráðherrastarfa. Neer- gaard fjármálaráðherra, Christensen her- varnaráðhejra og Thomas Larsen fólks- þingsmaður samgöngumálaráðherra. Aðr- ir eru kyrrir. Þáð fór þá svo, að Frijs greifa tókst ekki að mynda nýtt ráðaneyti og gerast yfirráðgjafi, þótt gengið væri út frá því sem vísu, að honum tækist það. Til þess varð að leita annars greifa H o 1 s t e i n- Ledreborg, er nú hefur myndað nýtt ráðaneyti og er orðinn yfirráðgjafi, án þess að hafa þó annað ráðherrastarf á hendi. Holstein-Ledreborg greifi er nú rúmlega sjötugur að aldri (f. 10. júní 1839) og hefur næstl. 19 ár, eða síðan 1890, að hann sagði af sér þingmennsku, alls ekki skipt sér af stjórnmálum. En áður var hann samfleytt 18 ár á þingi, frá 1872—1890, og þótti þar mikið að honum kveða, enda er hann hæfileikamaður og mælsk- ur vel. Komst hann fljótt í mótstöðu- flokk Estrupsstjórnarinnar, og varð aðal- foringi vinstrimannaflokksins, er hann átti mikinn þátt 1 að stofna 1885. En sakir þess, að vinstri menn skiptust brátt 1 ýmsa smáflokka og Holstein-Ledreborg tókst ekki að vinna bilbug á stjórninni samkomulagsleiðina, lagði hann niður þingmennsku og lýsti þvf þá yfir, að hann mundi ekki framar gefa sig við stjórnmálnm. En nú er hann samt orðinn yfirráð- gjafi um feið og hann fitjar upp 8. áratug- inn. Hann er katólskur. Hið nýjaráða- neyti hans er sambræðslu-ráðaneyti og ó- víst, að það eigi sér langan aldur. Ein- kennilegt, að Christensen skyldi hola sér aptur í ráðgjafasæti svona stuttu eptir Alberti-hneykslið. Annars eru litlar breyt- ingar á ráðaneytinu. Brun fjármálaráð- gjafi og Jensen-Sönderup samgöngumála- ráðgjafi hafa þokað burtu, Neergaard tek- ið við fjármálunum og Thomas Larsen orðið samgöngumálaráðgjafi. Hann er sá eini í þessu ráðaneyti, er ekki hefur áð- ur verið ráðgjafi. Hann er bóndi í Vraa á Vestur-Jótlandi, einn af helztu mönn- um umbótaflokksins, og kom fyrst á þing 1895. Hann er hálfsextugur að aldri. Islenzki liáskólinn. Heimsblaðið »Times« skýrir frá þvf 6. þ. m., að íslenzka alþingið hafi ákveðið, að setja á stofn háskóla í Reykjavík, höf- uðstað landsins, og eigi hann að vera í 4 deildum, með 16 kennurum (prófessor- um, dósentum og aukakennurum). Blað- ið segir, að íslenzkir stúdentar við Kaup- mannahafnarháskóla njóti þar ýmissa hlunn- inda, bæði ókeypis húsnæðis og styrks, en íslenzk háskólastofnun sé að sögn sprott- in af almennri ósk þjóðarinnar um, að vera svo óháð Danmörku, sem unnt sé. Um falsskeytið, er getið var um 1 síðasta blaði, urðu allmiklar rannsóknir á sfmastöðinni hér, en lftið hafðist upp úr þeim annað, en marg- háttaðar flækjur og ósannindavefur. Lauk svo, að einn símastarfsmaður (Eggert Stef- ánsson) þótti bera svo að sér böndin um hlutdeild í þessu, að honum var vikið frá starfi sínu um stund, og er hann nú far- inn aptur til Akureyrar. Fákunnandi verkamaður hér í bænum kvað hafa ver- ið flekaður með nokkrum krónum til að bera ranga skýrslu í þessu máli, enhann tók hana aptur síðar. Ritstj. »Reykjavík- ur« sagður bendlaður eitthvað óþægilega við það atferli, og hefur ekki borið það af sér í varnargrein í »ísafold« síðast, þótt hann neiti þar að hafa átt þátt f sendingu skeytisins. Útgefendur »Reykja- víkur« kvað nú hafa verið að ráðgast um það síðustu dagana, hvenær þeir ættu að gefa piltinum lausn í ónáð frá ritstjórn- inni, hvort þeir ættu að láta hann lafa til nýjárs eða ekki. Um Ódáðahraun og Öskju hefur Heinrich Erkes frá Köln ritað nýlega rækilega grein í 9. hepti af »Mittheilungen des Vereins fiir Erdkunde«. Lýsir hann fyrst Ódáðahrauni, gefur svo yfirlit yfir sagnir um það og þær rann- sóknir, sem gerðar hafa verið þar og skýrir loks frá ferð sinni þar um í fyrra sumar. Kort af Dyngjufjöllum og Öskju, sem hann gerði á ferð sinni, fylgir með ritgerðinni. „Sterling“ kom frá útlöndum að morgni 14. þ. m. Meðal farþega voru Björn Kristjáns- son alþm., Georg Ólafsson cand. polit., frú Kristjana Thorsteinsson með börn sín, konsúlsfrú Brillouin, frk. Ingibjörg Sig- urðardóttir, Páll Zópbóníasson cand. agr., Jakob Appel lýðháskólastjóri frá Askov, Chr. Eriksen stofnandi Hjálpræðishersins hér á landi, 4 háskólakennarar frá Stutt- gart (Wildermulh, Maule, Reichstadt og Hammer) og nokkrir fleiri Þjóðverjar og enskir ferðamenn. «3» um hent inn í ytri hringinn og hópur manna þrýstist inn að umsjónarmanna- röðinni. Löngu svipurnar komu á lopt og var veifað af sterkustu örmunum á Englandi, en óðar en menn hrukku veinandi eitt eða tvö skref aptur á bak undan hinum miskunnarlausu höggum, var þeim hrundið aptur 1 fangið á um- sjónarmönnunum. Smátt og smátt hrökklaðist múgurinn undan til hliðanna, en í skarðið, sem myndaðist, ruddust inn óróaseggirnir að aptan, allir með stór barefli í höndunum, og grenjuðu: »Engin rangindi við Gloucester!« A- hlaup þeirra var svo ákaft, að umsjónarmennirnir hrukku undan, innri snúran hrökk í sundur eins og tvinni, og að vörmu spori var hringurinn orðinn fullur af mönnum, sem börðu 1 kring um sig með svipum og bareflum, en í miðjunni héldu þeir smiðurinn og Wilson áfram hinni langvinnu viðureign, án þess að skeyta um, hverju fram fór umhverfis þá. Það var ekki auðvelt fyrir okkur að fylgjast rneð, þar sem við vorum sjálf- ir mitt inni 1 þessum tryllta múg, sem bylti okkur hingað og þangað og stund- um jafnvel lypti okkur alveg frá jörðunni. En við reyndum eptir megni að haldast að baki Jacksons og Berkeley Cravens, sem ennþá sögðu fyrir um at- rennurnar og gættu að viðureign hnefleikamannanna, þó að svipurnar og bar- eflin mættust yfir höfðum þeirra. »Hringurinn er rofinnL kallaði sir Lothian Hume upp. »Eg skýt því til leikdómarans! Hnefleikamennirnirnir geta ekki notið sín!« »Þér eruð níðingur!« kallaði frændi minn til hans í bræði. »Þetta er yðar verk«. »Þér eigið eptir að gera upp reikninginn við mig«, sagði sir Lothian með illilegu glotti og var í því bili hrundið af múgnum rétt í fangið á frænda mínum. Það voru ekki nema fáeinir þumlungar á milli andlitanna og varð þá sir Lo- thian að lfta undan, því að óskammfeilnin í augnaráði hans stóðst ekki hina kuldalegu fyrirlitningu, er skein út úr augunum á frænda mínum. »Við skulum gera upp reikninginn okkar í milli, verið þér óhræddur um það, þó að eg geri lítið úr mér með því að eiga við slíkan fant. Hvað er nú, Craven?« »Við verðum að láta hnefleikinn vera óútkljáðan, Tregellis«. »En minn maður hefur algerlega yfirhöndina«. „Það er sama. Eg get ekki gætt skyldu minnar, þegar eg á hverri stundu má búast við að verða laminn til óbóta". Jackson gerði síðustu tilraun til þess að þoka múgnum, en sneri aptur tóm- hentur og súr á svipinn. „Þeir hafa stolið úrinu mínu", kallaði hann itpp. „Einhver strákskratti hrifsaði það út úr höndunum á mér". J3S að leikurinn væri nú svo að segja á enda, og ekki þyrfti nema eina eða tvær atrennur enn, til að gera alveg útaf við smiðinn. Það var auðséð, að Wilson hafði einsett sér að sækja fastara á, en fjörið var enn ekki farið úr augunum á gamla manninum og sama brosið lék um varirnar á honum, og hann stóð ennþá svo keikur og íbygginn, að eg fór að verða vonbetri. Wilson reiddi vinstri hendi til höggs, en náði ekki til, og komst með naum- indum itndan liættulegu höggi á síðuna. Það varð nú ofurlítið hlé, en rétt á eptir heyrðist dynkur af heljarþungu kropphöggi, sem Wilson gaf, en smiðurinn tók á móti með mestu stillingu. Síðan varð aptur hlé og menn stóðu nokkrar sekúndur á öndinni, en þvf næst setti Wilson undir sig höfuðið og bjóst til að stanga Harrison, en hann kom handleggnum fyrir sig og sífellt brosti hann og kinkaði kolli að andstæðingi sínum. »í hann aptur!« hrópaði Mendoza upp og Wilson stökk aptur fram, en var hrundið aptur með þungu höggi fyrir brjóstið. »Nú er tækifærið! hertu þig!« kallaði Belcher upp, og nú ruddist smiður- inn fram og lét höggin dynja hvert á fætur öðru, en gaf engan gaum að högg- unum, sem hann fékk, þangað til Wilson hné alveg lémagna niður í horn- ið sín megin. Báðir voru þeir sárir eptir atganginn, en Harrison hafði veitt betur, svo að nú kom til okkar kasta að hefja hattana á loft og æpa okkur hása, en aðstoðarmennirnir klöppuðn á breiða bakið á hnefleikamanninum og komu honum brátt aptur í hornið sitt. »Hvernig lízt ykkur nú á?« hrópaði Harrisons flokkur og hældist um, en menn Wilsons setti hljóða. »Aldrei hefur hollenzki Sam staðið sig betur«, kallaði sir John Lade upp. »Hvað líður nú veðmálunum, sir Lothian?« »Eg er búinn að veðja þvf sem eg ætlaði mér; en eg held ekki, að minn maður geti orðið undir«, svaraði sir Lothian; en brosið sem hafði leikið um varirnar á honum við fyrstu atrennurnar var samt horfið, og eg veitti því at- hygli. að hann var sífellt að horfa um öxl sér til mannfjöldans fyrir aptan. Á meðan þessu fór fram, færðist yfir dimmt ský frá útsuðri, er tók nú að gera vart við sig og brátt var skollin á hellirigning, svo að það stirndi á skrokkinn á hnefleikamönnunum af vætunni. Eg tók eptir því, að Belcher varð alvarlegur á svipinn og hvíslaði einhverju að Harrison um leið og hann sióð upp og að smiðurinn kinkaði kolli með einbeittum svip, eins og sá, sem skilur og fellst á skipun þá, sem hann heftir fengið. Hver þessi skipun var, varð brátt ljóst. Hairison átti nú ekki lengur að láta sér nægja vörnina eina, heldur átti hann nú að fara að sækja á. Nú var grasið orðið sleipt af rigningunni, svo að Wilson átti erfiðara með að snúast

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.