Þjóðólfur


Þjóðólfur - 27.08.1909, Qupperneq 2

Þjóðólfur - 27.08.1909, Qupperneq 2
140 ÞJ0Ð0LFUR inu 8. f. m. lýst kirkjuþingi þessu á þessa leið: Svipur þingsins. Mönnum var mest forvitni á að vita, hver mundu örlög nýju guðfræðinnar á þessu þingi, og voru margar spár um það, ýmist að hún yrði gerð ræk úr fe'laginu eða látin í friði. Af þinginu var ekki gott að henda mið um það. Þingið var ærið þykkjuþungt á svipinn, þegar það kom saman. Þing- menn kaldranalegir og fálátir innbyrðis, hnykluðust til sæta eptir skoðunum nokk- uð svo, og sátu óvenjulega þögulir í málhvíldum á þingfundunum. Það var greinilega illt í þeim, en af því var ekki mark hafandi. Við öðru vart að búast. Þeir voru nýkomnir úr snarpri kosningabaráttu, sem háð hafði verið opinberlega víðsvegar um safnaðarlögin milli gömlu og nýju guð- fræðinnar, með hinu mesta ofstæki og frekju, og glímuskjálftinn var enn f þeim. Leik- ar höfðu líka farið svo, að allar horfur voru á, að þetta yrði ekki sfðasta orrahríðin inn- an félagsins, og má nærri geta, hve sú til- hugsun sé skemmtileg safnaðarfulltrúunum, sem flestir eru leikmenn ólærðir, og til að geta, þykir allur stefnumunurinn vera sama sem að deila um geitarhár eða keisarans skegg. Nýja guOfraeöin. Gamla guðfræðin hélt velli í þeirri sennu — engum hafði raunar komið annað til hugar, — en sigur hennar var nauða-áþekk- ur sigri Pyrrhusar Epiruskonungs á Róm- verjum, eindreginn vottur þess, að hún mundi ekki æfinlega eiga sigri að hrósa. Nýja guðfræðin hlaut ’/3 hluta safnaðarkjör- inna sæta á þinginu f þessari fyrstu atrennu, og má segja, að hún hafi fiskað langt fram yfir allar vonir, þegar þess er gætt, að orðs- ins þjónar eru svo gott sem allir á einu bandi á móti henni. Kosningaúrslitin eru órækur vottur þess, að jarðvegurinn sé góður fyrir hana hér vestanhafs, sami jarð- vegurinn og heima á Fróni, þar sem hún ræður nú lögum og lofum. Fypiplestrar. Af fyrirlestrunum þótti helzt mega marka, að ekki mundi meiri hlutinn ætla sér að skera nýju guðfræðina niður innan félagsins. Þeir voru fluttir af stillingu og ofurkapps- laust. Menn hlustnðu á gamla forsetann, séra Jón Bjarnason, flytja „apologiam pro vita sua" (vörn fyrir æfiferil sinn) með hinni mestu athygli og eptirvænting. Þeim, sem höfðu búizt þar við að heyra svarralega ádeilu á nýju guðfræðina, varð ekki að trú sinni. Fyrirlesturinn var ádeilulaus að mestu, hlutvönd frásögn af mönnum og málefnum, sem snortið höfðu ræðumanninn um dag- ana, og afskipti hans af þeim, harla fróð- legur í kirkjusögulegu tilliti, og lfkaði vel. Sömu hófsemi gætti málshefjandi um gildi ritningarinnar, séra Kristinn Ólafsson, sem flutti erindi sitt og fyrir fullri kirkju. Hann bað menn gjalda varhuga við nýju guðfræðinni. Hún þættist halda sér við Kristsmyndina, eins og hún kæmi fram í ritningunni, en breytileg væri myndin, sem hún þættist finna þar. Sumar greinir nýju guðfræðinnar næmu úr myndinni eingetnað- inn, aðrar upprisuna o. s. írv.; svo þegar öllu væri á botninn hvolft, yiði myndin ekki nema tóm skáldskaparhugsjón, blóðlaus og merglaus. Þá færði hann rök fyrir innblæstri ritningarinnar af orðum lausnarans sjálfs og ritningunni, og lauk máli sínu með því að sýna fram á, að nýja testamentinu væri hætt, ef rýrt væri gamla testamentið, hvort stæði með öðru. Eptir nokkrar marklitlar umræður bað séra Friðrik J. Bergmann sér hljóðs, postuli nýju stefnunnar. Hann bað menn hafa hugfast, að hann væri ekki að þrengja eða skípa mönnum til neinnar skoðunar. Öllum frjálst, að hafa hvaða skoðun sem líkaði fyrir sér; vildi að eins sama rétt sér og og öðrum til handa, er hagnýta vildu sér niðurstöðu biblíulegra vísinda við íhugun ritningarinnar. Hann væri málshefjanda að mörgu samþykkur, svo sem um innblástur ritningarinnar, að því er til trúarefna tæki. En margt væri annars eðlis, eins og máls- hefjandi hefði og tekið fram, og suml af því hneykslaði trú manna og væri til ásteytingar. Hann vildi hafa leyfi til að segja fólki, að því þyrfti það ekki að trúa. T. a. m. tryði hann ekki, að Bileams-asna hefði talað, þó í ritningunni stæði; ekkert sáluhjálparatriði heldur að trúa því. Eins væri lögmál þræla- haldsins ekki innblásið af guði í ritninguna, heldur af tíðaranda eða hugsunarhætti manna á þeim tímum, sem ritin væru frá, og sama væri að segja um spámennina. Það væri ofætlun nútíðarmanni að trúa ö 11 u í þeim, eins og t. d. því, að drottinn hefði boðið spámanninum að baka brauð við mannasaur, og þá við mykju, er hann hefði færzt undan hinu fyrra. Slíka ásteytingarsteina vildi hann hafa leyfi til að taka úr götu manna, til að hjálpa þeim til að komast til sannrar trúar. William Paulson lýsti andvaralausum æsku- árum sínum og síðan apturhvarfinu til krist- legrar trúar. Hafði þá „orðið bilt“ við, er hann tók eptir því, að nýja testamentið stæði og félli með gamla testamentinu, því hann hefði heyrt að það væru svo skrambi ótrúlegar sögur í hinu síðarnefnda, — ræðu- maðuinn virtist ekki vita, að það eru í báðum sáttmálunum. En séra Friðrik J. Bergmann hefði komið öllu í gott lag fyrir sér með fyrirlestri, sem kenndi honum, hvernig taka ætti þar saman, og síðan hefði hann sannfærzt æ betur og betur um það, að sama hlyti að ganga yflr bæði testa- mentin. Séra Fjeldsted þótti kenna kulda í umræð- unum; sagðist eitt sinn hafa orðið orðlaus. Hann hefði verið spurður að, af hverju hann vissi, að guð væri góður. Langaði helzt til að segja eitthvað fallegt við útfarir. Séra Jóhann Bjarnason lét illa yfir guðs- hugmynd sumra manna. Þeir ímynduðu sér guð eins og jarðneskan, ofboð stóran mann, á lafafrakka, og með pípuhatt og staf í hendi. Þeim skildist ekki, að fyrir honum væru allir hlutir jafngöfugir.----------- Enn var margt fleira skrafað og svo lauk uraræðunttm, að gildi ritningarinnar er jafn óákveðið eptir sem áður«. Tillögup i þlnginu. Einn af kirkjuþingsfulltrúunum, Friðjón Friðriksson (úr flokki séra J. B.) bar fram svolátandi tillögur, er skoðun meiri hlut- ans felst í: „Þingið lýsir yfir því, að stefna sú, sem málgagn kirkjufélagsins, „Sameiningin", hef- ur haldið fram á liðnu ári, sé réttmæt stefna kirkjufélagsins, en mótmælir þeim árásum á þá stefnu, sem komið hafa fram innan kirkju- félagsins frá séra Friðrik J. Bergmann í timariti hans „Breiðablikum". Og út af þeim árásum gerir þingið eptirfylgjandi þingsályktanir: 1. Kirkjuþingið neitar, að trúarjátningar kirkjufélagsins séu að eins ráðleggjandi, en ekki bindandi, eins og haldið hefur verið fram af Fr. J. Bergmann í „Breiðablikum". Trúarjátningar eru bindandi, þar til þær eru afnumdar. 2. Kirkjuþingið neitar því, að kennimenn kirkjufélagsins hafi rétt til að kenna hvað sem þeim lízt, jafnvel þó að þeir geti sagt, að þeir séu að kenna eptir beztu samvizku og sannfæring. Þeir hafa ekki leyfi til að kenna innan kirkjufélagsins nokkuð, er kemur í bága við kirkjufélag það, er þeir hafa skuldbundið sig til að kenna sem prest- ar kirkjufélagsins. 3. Kirkjuþingið neitar, að trúarmeðvitund mannsins hafi úrskurðarvald yfir heilagri ritningu og megi hafna orðum hennar eptir vild og þeirri niðurstöðu, sem af þessu flýt- ur, að biblían sé óáreiðanleg bók. Aptur á móti lýsir kirkjuþingið yfir þvl, að það haldi fast við þá játningu kirkjufélagsins, að öll ritning sé guðs orð, áreiðanlegt og innblásið, og að hvað eina beri þar að dæma eptir mælikvarða biblíunnar sjálfrar". Þessar tillögur voru samþykktar með 49 atkv. gegn 23. Þá kom fram einn fulltrúi minni hlut- ans, George Peterson er hann nefndur, og bar upp svolátandi tillögur, er á sama hátt marka afstöðu minni hlutans: „Til þess að trúmálaágreiningur sá, sem á sér stað, verði eigi kirkjufélagi voru til tjóns, leyfi eg mér að bera fram svohljóð- andi tillögu, er komi I stað þeirrar, sem þegar er fyrir þinginu: 1. Að báðar skoðanir, sem fram hafa komið, séu álitnar jafn réttháar í kristninni og kirkjufélagi voru, þegar þeim er haldið fram á grundvelli trúarinnar, og þeir, sem fylgja hvorri um sig, megi ræða það sem á milli ber í friði, I fullu trausti þess, að sann- leikurinn verði ofan á að síðustu. 2. Að prestar og leikmenn safnaða vorra sén eigi víttir, hvorri skoðaninni sem þeir fylgja, og það sé eigi áliti þeirra né virð- ingu I kirkjufélaginu að neinu leyti til hnekk- is eða skerðingar. 3. Að fræða megi almenning safnaða vorra, bæði I ræðu og riti, bæði utan kirkju og innan, um hinar nýju biblíurannsóknir og niðurstöðu þeirra, þegar það er gert ( trú á föður, son og heilagan anda, í ljósi játningarrita kirkju vorrar, I þeim tilgangi, að fjarlægja ásteytingarsteina og efla trúna ( hjörtum manna. 4. Að halda megi áfrarn að ræða það, sem þessum skoðunum ber á milli, bróður- lega, bæði einslega og opinberlega, en'forð- ast að blanda persónulegum ádeilum eða fyrirdæmingum þar saman við, og engum sé leyft að gefa í skyn beinlínis eða óbein- línis, að hér sé að eins um únítaratrú eða jafnvel heiðindóm að ræða annars vegar, en hins vegar faríseahátt og trúhræsni. 5. Að báðar skoðanir hafi jafnan rétt til að skýra málstað sinn í málgagni kirkjufélags- ins, og hvorug fyrirdæmd. 6. Að kostað sé kapps um, að láta á- greininginn út af skoðunum þessum eigi spilla kristilegri samvinnu né bróðurhug, og leitast sé við, að lækna þau sár, sem deilan kann að hafa valdið hingað til. | 7. Að kirkjufélag vort láti eigi deilu þessa spilla samkomulagi við kirkjuna á íslandi, né bróðurhug, svo vér getum orðið fyrir heillavænlegum áhrifum þaðan, og sjálfir stutt og eflt kristilegan áhuga þar, með orð- um og eptirdæmi". Þessar tillögur voru felldar með 49 atkv. gegn 23. Þá reyndi séra Friðrik Hallgrímsson í Argyle að miðla málum, er hann sá, að í óvænt efni var komið, og bar fram miðlunartillögur, er hann ætlaðist til, að meiri og minni hlutinn gæti samþykkt, svo að ekki yrði úr klofningi í kirkju- félaginu. Tillögur þessar voru svo látandi: „Kirkjuþingið mótmælir öllum þeim guð- fræðisstefnum, sem beinlínis eða óbeinlínis afneita sannsöguleik þeirra grundvallaratriða kristindómsins, sem fram eru tekin í hinni postullegu trúarjátningu. 2. Kirkjuþingið viðurkennir réttmæti og gagnsemi trúaðrar biblíurannsóknar, er álít- ur hins vegar margar af þeim staðhæfing- um, sem nú á tímum er haldið fram ! nafni biblíuvísindanna, ósannaðar getgátur, sem sumar hverjar séu andstæðar heilbrigðri, kristilegri trúarhugsun. 3. Kirkjufélagið viðurkennir, að opin- berar umræður um trúmál séu gagnlegar, en álítur að þær eigi alltaf að fara fram með hógværð og stillingu án allrar áreitni og persónulegra brigslyrða". Þessi tillaga séra Fr. Hallgrímssonar var felld með sömu atkvæðatölu sem till. Georgs Peterson. Þá var'enn reynd ný sáttatilraun með tillögu, er Hjálmar Bergmann bar franv svo hljóðandi: „Kirkjuþingið lýsir yfir því, að prestar og leikmenn kirkjufélagsins séu eigi með neinu, sem samþykkt hefur verið á þessu kirkju- þingi, gerðir rækir úr kirkjufélaginu, þrátt fyrir það, þótt þeir flytji og fylgi skoðunum j þeim, sem fram eru teknar í breytingartil- lögu þeirri, sem borin var fram af Georg Peterson". Eptir nokkrar umræður var fyrri hluti þessarar uppástungu samþykktur aptur að orðunúm »þrátt fyrir það«, en síðari hlut- inn felldur burtu. Eptir þessa atkvæðagreiðslu lýstu nokkr- ir minnihlutamenn því yfir, að þeir teldu sig ójöfnuði beitta þar á þinginu, og að söfnuðir þeirra gætu ekki átt lengur heima í kirkjufélaginu, er þingið hefði greitt svona atkvæði um þessa tillögu. Gengu þá 12 fulltrúar þegar af þingi, og þar á meðal séra Friðrik Bergmann. Morgun- inn eptir gengu nokkrir fleiri fulltrúar burtu, svo að alls urðu þeir nær 20, eða hér um bil allur minni hlutinn. Fulltrú- ar þessir munu sfðar hafa skorað á söfn- uði þá, er þeir voru fyrir, að segja sig úr kirkjufélaginu, með því að þeir gætu ekki unað harðstjórn þeirri og þröngsýni, er ríkjandi væri f félaginu. Úrsagnir úr kirkjufélaginu. Agreiningurinn á kirkjuþinginu hefur nú orðið þess valdandi, að nokkrir söfn- uðir þar vestanhafs hafa slitið allt sam- band við kirkjufélagið. Hinn 8. f. m. sagði Tjaldbúðarsöfnuður í Winnipeg (söfnuður séra Fr. Bergmanns) sig úr kirkjufélaginu á almennum safnaðarfundi. Var fundurinn mjög fjölmennur, og allir með úrsögninni, nema 3—4 menn. Gerði söfnuðurinn grein fyrir úrsögn sinni með eptirfarandi ástæðum: „Með því Tjaldbúðarsöfnuði skilst af sa.u- þyktum síðasta kirkjuþings, að engir þeir, er eigi fallast á trúmálaskoðanir þær, er „Sameiningin" flytur, og kirkjulega stefnu, hafi hér eptir rétt á sér í kirkjufélaginu, en sé óbeinlínis hrundið út úr því, og með því söfnuðurinn álítur að, hann sé um leið sviptur því samvizkufrelsi, sern á- valt hefur verið sögulegt einkenni lúterskrar kirkju og hvergi bannað í grundvallarlögum kirkjufélagsins, og með því söfnuðinum virðist þröngur skilningur á gildi biblíunnar og játninganna 1 lögleiddur í kirkjufjelaginu af síðasta kirkju- þingi gagnólíkur þeim, sem mótað hefur (slenzkt þjóðerni og kristindóm hingað tii, lýsir Tjaldbúðarsöfnuður yfir því, að hann segi sig úr sambandi við kirkjufélagið, en lætur um leið þá von í Ijosi, að það umburðarleysi ( trúarefnum af hálfu kirkju- félagsins, sem þessari úrsögn veldur, hverfi í nálægri framtíð, svo allir Vestur-íslending- ar, er leggja vilja rækt við sannan kristin- dóm, fái starfað saman í bróðurlegri ein- drægni, þó skoðanir þeirra sé eigi steyptar nákvæmlega í sama móti". Á fjölsóttum safnaðarfundi í Garðar- söfnuði 13. s. m. voru nokkuð á 2. hundr- að atkvæða greidd með því að ganga úr félaginu, en nær 7oámóti, Prestur safn- aðarins, séra Kristinn K. Ólafsson, sagði söfnuðinttm upp þjónustu sinni, eptir að úrslitin urðu kunn. Frétzt hefur og, að enn fleiri söfnuðir hafi sagt sig úr kirkjufélaginu, eða séu í þann veginn að slíta sig lausa. „Nýja stefnan“. Nýir siðir koma með nýjum herrum. Séra Jón verður nú á gamalsaldri, að horfa upp á »fráfallið«, komast að rattn

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.