Alþýðublaðið - 31.01.1921, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 31.01.1921, Blaðsíða 2
2 Aígreiðsla blaðsia* er í Alþýðuhúsinu við tngólfsstræti og Hverfisgötu. Slmi 088. Anglýsingum sé skiiað þangað eða ( Gutenberg í síðasta lagi kl. xo árdegis, þaan dag, sem þær eiga að koma ( blaðið. Askriftargfald ein kr. á mánuði. Auglýsingaverð kr. 1,50 cm. eindálkuð. Utsölumenn beðnir að gera skil tU afgreiðslunnar, að minsta kosti ársQórðungslega. Gagnsemi jafnalar- stejnunnar. (Niðurl) Það er engin málsvörn fyrir andstæðingana þó að sumt af því sem bæjarstjórn Reykjavíkur hefir verið að fást við, hafi farið út um þúfur. Þar eru ( meiri hiuta andstæð- ingar jafnaðarstefnunnar, engin von til að þeir leggi alúð við hin þjóð- nýttu fyrirtæki, Gott fyrir þá að fá eitthvað til stuðnings sfnum göfuga máistaðil Nei, Reykvikingar þurfa aldre' að búast við góðu hvað það snert- ir, meðan meiri hlutinn f bæjar- stjórninni er eins og hann er. — Eg hefi þá reynt að skýra að- almál jafnaðarmanna — þjóðnýt- inguna, og hrakið röksemdir and- stæðinganna. En Alþýðufiokkurinn hér vinn- ur að umbótum á ílciru en þessu sviði. Skal eg nefna hér til dæm- is nokkur almenn mál, sem eru á stefnuskrá þcss flokks. Skattamál, bankamál, samvinnu- mál, samgöngur, sjávarútvegsmál, Iandbúnaðarmál, aiþýðumentun, tryggingar, dómsmál, hegningar- löggjöf, fátækralöggjöf, yerndun mannslifa og fleira. I öllum þessum málum hafa jafnaðarmenn fasta og ákveðna umbótastefnu. Andstæðingarnir gera lftið að þvf að ræða cða rita um þessa stefnu Alþýðuflokksins. Þeir þora sem sé ekki að standa þar á öndvcrðum meið; reyna þess ALÞÝÐUBLAÐIÐ f stað að telja fólki trú um að Alþýðuflokkurinn hafi enga stefnu! Þykjast svo sjálfir vera að berj- ast fyrir umbótunum. Manni dettur ósjálfsátt í hug Vilhjálmur kappinn, f Göngu Hrólfs sögu. Stundum reyna leiðtogar and- stæðinganna að hylla lýðínn með yfirlýsingum um það, að þeir vilji af fremsta megni hjálpa fátækl- ingum. Þetta þarf að athuga. , Eg skal játa það, að margir úr þeirra hóp eru hjálpsamir. Og það er rangt að vanþakka það. En slík hjálpsemi og gjafir á ekki að þurfa að eiga sér stað. Þið er ekki heilbrigt. Fátæktin er sjúkdómur í þjóðfélagslfkamanum, sem á að upprœta, en ekki að káka við. Þjóðfélaginu má Iíkja við líkama mannsins. Hinar ýmsu stéttir eru iimir á þjóðlikamanum. Alþýðan er t. d. fæturnir, sem bera líkamann uppi. Skifting lffsnauðsynjanná er blóð- rásin. Auðmennirnir, sem ráða skiftingu nauðsynjanna nú á- tím- uro, eru eins og hjarta, sem ekki gerir skyldu sfna — hjarta, sem sendir ekki nægilegt bfóð til fót- anna. Þess vegna kólna fæturnir upp. Fyrir skort á Iffsnauðsynjum dofnar aiþýðan upp að meira og minna leýti, andlega og líkamlega. Þá koma góðsamir auðmenn með heita vatnsbrúsa og leggja við fæturna. Það eru gjafirnar. Kák og ekkert annað. Betra væri það öilum, að blóðrásin væri jöfn, og allur lfkaminn heilbrigður. Þá mundu fæturnir lika gera skyldu sfna, og bera lfkamann uppi. Það er heilbrigði þjóðfélagsins sem jafnaðármenn berjast fyrir. Styrkið þá til framkvæmda! 23/1 21. Þ. Erlend myiit. Khöfn, 22. jan. Pund sterling (1) kr. 20,00 Dollar (1) — 5.13 Þýzk mörk (100) — 9 40 Frankar (100) — 37.50 Sænskar krónur (100) — 115,00 Norskar krónur (100) — 97,00 €rlenl simskeyti. (Loftskeyti) Khöfn, 28 jan. Fjárgreiðslur Fýzkalands Símað er Frá Berlín, að Þýzka- land samþykki fimm ára greiðsl- una. Krefst vitneskju um stærð hennar, Frestað fyrst um sinn að taka ákvörðun um það, en samn ingar um endanlega upphæð byrj- aðir strax. Forseti í Ulster. Sfmað frá London, að sir James Crois verði forseti f Ulster. Stjórnarskrárhreyting í Svíþjóð. Sfmfregn frá Stokkhólmi segir, að þingið hafi f gær saroþykt stjórnarskrárbreytingar, þar á með- al kosningarrétt kvenna. Tyrkir og bandamenn. Frá Miklagarði er sfmað, að bandamenn hafi nú tekið við sfð- ustu tekjulind Tyrkja, toilbúðun- um. Ráðherrafundurinn í Farfg. Frá London er símað, að menn þar séu vonsviknir á hinum enda- iausu umræðum á ráðherrafundin- um í París, sem komist ekki að neinni niðurstöðu. Frakkar heimta 212 miljarða í skaðabætur, en Bretar og ítalir 85. Frá Parfs er sfmað, að ekkert útlit sé fyrir að samkomulag náist við Lloyd George, sem fyrst og fremst æski þess, að öll Evrópa verði endurreist fjárhagslega, þar sem Frakkar aftur á móti krefjist þess, að Þýzkaland verði drepið fjárhagslcga. Kosningaski’lÍ8tofa B-listans (Alþýðuflokksins), er opin alla virka daga í Alþýðuhúsinu við Ingóifstræti, frá klukkan 10 ár- d gis. Á sunnudögum er hún opin eftir klukkan 1. Kjörskrá liggur þar frammi. Sími 988. B-listinn. Munið að B listinn er listi Alþýðuflokksins við þessar kosningar. Kjósið B-listann.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.