Þjóðólfur - 03.09.1909, Side 3

Þjóðólfur - 03.09.1909, Side 3
ÞJOÐOLFUR. 145 þráða marki: norðurheimsskautinu. Það er Ameríkumaður, sem hefur getið sér ódauðlega frægð með þessu afreki, ekki sízt vegna þess, að vér minnumst ekki að hafa heyrt getið þessa manns sem norð- urfara, og hetur því líklega f kyrþey og upp á eigin spýtur unnið þetta þrekvirki, er lengi mun uppi. En nánari fregnir skorta ennþá og verður þeirra eflaust ekki langt að bíða. Þessi nýi Cook verð- ur enda frægari en hinn gamli nafni hans, enski landkönnuðurinn James Cook (J- 1779). Þeir gera báðir nafnið Cook frægt í sögunni. Markaðsskýrslur um íslenzkt smjör. Frá J. V. Faber & Co. í Newcastle on Tyne hefur Þjóðólfi verið send eptirfarandi markaðsskýrsla dags. 13. f. m.: »Með s/s „Ceres“ kom 5. ágúst næsta smjörsending, og oss er ánægja að geta frá því skýrt, að allt það smjör er selt. Gæðin voru jafnari en áður, smjör- ið ekki heldur eins gamalt, og árang- urinn fyrir því yfirleitt hærra verð. Eins og símritað var hér um dag- inn, seldist allt betra smjörið á 84— 88 kr., en fyrir hið lakara fengust 78—82 kr. Hlutfallsverðið var sem hér segir: 50% seldist fyrir hæsta verð, 30°'o — — meðalverð, 2o°/o — — lægra verð. Það er töluverð framför frá fyrri árum. Vér höfum ’hér ekki getið annars smjörs, en þess, sem vér höf- um fengið sjálfir. Markaðurinn hefur lágast, verðið er stöðugra og horfur á, að svo verði eptirleiðis, svo að vér gerum oss von um, að góður árangur verði af vænt- anlegum sendingum. »lngólfi« f gær, og aðalmarkmiðið tekið fram í 1. gr.: 1. að verja persónulegt frelsi einstaklings- ins, og vinna á móti hverskonar nauð- ung og skerðing á almennum mannrétt- indum. 2. að vinna að því, að lögin um aðflutn- ingsbann á áfengi eigi sér sem skemmst- an aldur. 3. að vinna gegn ofnautn áfengra drykkja og skaðlegum drykkjusiðum með öll- um þeim ráðum, sem mannfrelsinu eru samboðin, svo sem frjálsum bindindis- samtökum og fræðslu um skaðsemi áfengra drykkja. 4. að vinna að frjálsri menningu 1 öllum greinum og stuðla að því, að efla and- lega og llkamlega heilbrigði þjóðar- innar með sjálfstjórn og sjálfsaga. Ný bók. íslenzk málfræði handa byrj- e n d u m, eptir séra Jónas Jónasson, er nýprentuð á Akureyri hjá Oddi prentara Björnssyni. Bókin er rúmar 90 bls. að stærð f 8vo. Hún er með öðru sniði en tíðkazt hefur í málfræðisbókum; virðist niðurskipun efnisins mjög hagfelld og betur við hæfi nemendanna, heldur en menn hafa átt að venjast í samkynja bók- um, og allt skýrt nákvæmlega með dæm- um. Er auðséð, að höf. hefur sjálfur við kennslu fengizt og kann að haga niður- skipun efnisins á þann hátt, er nemend- unum geti komið að sem beztum notum. En það getur enginn svo vel fari, nema sá, er sjálfur hefur reynsluna fyrir sér, hefur sjálfur kennt. Séra Jónas er og sagður ágætur kennari og einkarvel að sér um margt. Hefur hann um hríð gegnt 2. kennaraembættinu við gagnfræðaskól- ann á Akureyri, jatnframt prestsembætti sínu. Þessi málfræði hans verður eflaust mikið notuð í unglingaskólum, og virðist vera einkarvel til þess fallin. um, er hvolfdi á siglingu í góðu veðri, og komust báðir mennirnir í fyrstu á kjöl, en öðrum þeirra skolaði aptur af kjöln- um, en hinum varð bjargað. Sáerdrukkn- aði, var 18 ára gamall piltur, Guðjón Guðmundsson frá Gerðum. Dáinn er í Kaupmannahöfn í f. m. F. A. Bald timburmeistari, 67 ára gamall, kunnur meðal annars hér á landi, sfðan hann var yfirsmiður alþingishússins. Holds- veikisspítalinn í Laugarnesi er og smíðað- ur eptir hans fyrirsögn, ennfremur frakk- neski spftalinn hér og Nolseyjarviti á Færeyjum. Ólafur Björnsson cand. polit., sonur Björns ráðherra, tekur nú við ritstjórn »ísafoldar« í stað Einars Hjörleifssonar, er hefur haft millibilsrit- stjórn blaðsins á hendi nú uro tíma. Ól- afur er efnismaður, greindur og gætinn, og má gera sér góðar vonir um ritstjórn hans. Ari Jónsson cand. jur., alþm. er orðinn aðstoðar- maður á 3. skrifstofu stjórnarráðsins í stað Karls Einarssonar, er fengið hefur Vestmanneyjasýslu. Veðurskýrsluágrip Jrá 21. ág. til 3. sept. 1909. ág. Rv. íf. Bl. Ak. Gr. Sf. 21. + 7,5 + 2,7 + 7,2 + 6,5 + 3,° + 6,3 22. + 7,5 4- 7,5 + 6,6 + 7,5 + 3,5 + 6,4 23- + 7,2 + 6,0 + 7,5 + 6,9 -f 7,1 + 2,6 24. + 8,5 + 8,0 + 7,9 + 7,4 + 7,5 + 9,3 25- + 9,4 +10,5 + io,5 +11,0 + 8,5 + 8,5 26. +io,5 + 8,6 + 11,2 + 10,5 + 9,51 + io,9 27. + 9,i + 7,8 + 8,7 + 11,0 - 9,0 +ii,4 28. + 7>oi-r 4»2 + 5,7 + 7,o - 3,5 + 9,i 29. + 3,6 + 5,6 + 2,5 + 4,6 - 2,5 + 6,0 3°- + 7,6 + 5,7 + 7,0 + 5,o - 2,5 + 6,3 3i- + 3,6 + 3,3 + 3,o + 5,4 - 2,6 + 6,8 I. + Á3 + 8,5 + 9,4 + 8,6 r 9,5 + 5,7 2. + 9,2 + 9,o + 8,5 + 11,0 +10,5 + 8,8 3- + 7,5 + 7,6 + 74 + 7,4 + 5,7 + 6,6 í 12 bindum kaupi eg fyrir allt að 60 kr., og borga þær sam- stundis. <36R. <3ófíannesson, Bergstaðastræti 11 A. Til leigu heil hús og einstakar íbúðir á beztu stöðum. Gisli Þorbjarnarson. Tímakensla fyrir byrjendur og tilsögn í ýmsum öðrum námsgreinum, fæst með góðum kjörum nú þegar. Jóhannes Stefánsson. Vesturgötu 48. Heima kl. 4—5 síðd. Nokkrar góðar lcýr helzt snemmbærar kaupi eg og borga háu verði. Kristján Magnússon. Korpúlfsstöðum. Til sölu hús og jarðir með gjafverði. Gísli Þorbjarnarson. Umboðsmenn óskast, til að veita viðtöku pöntunum á »bromid« stækkunum og »semi- emalje« myndum eptir ljósmynd- um, fyrir stærstu stækkunarstofn- un í Skandinavíu. Tilboð merkt: »Höj Provision« sendist Heroldens AnnonceBureau, Christiania, Norge. Eigandi og ábyrgðarm.: Hannes Þo r ste i n sso n. Herra L. Zöllner í Newcastle sím- ar 28. f. m.: „Smjörið, sem kom hingað meðs/s „Sterling", síðast seldist á 106 til 109 shillings hundrað pundin. Brúttósala. Herra J. V. Faber & Co. f New- castle sfmar 31. f. m.: „Smjörið, sem kommeð s/s „Lauru" og „Vestu", er allt selt og seldist bezta tegund á 86 til 91 krónu hundr- að pundin, en lakari tegundir á 75 til 83 krónur hundrað pundin. Þetta verð er fyrir smjörið flutt á skips- fjöl hér í Reykjavík". ,,l»jóðvörn“ nefnist nýja félagið, er stofnað var hér í bænum í vor, til að vinna gegn að- flutningsbannslögunum og bannstefnunni í heild sinni. Voru samþykkt lög fyrir félagsskap þennan á fundi 30. f. m. og kosin stjórn og endurskoðunarmenn. í stjórnina voru kosnir: Einar Helgason garðyrkjufræðingur, Halldór Daníelsson yfirdómari, Júlíus Halldórsson læknir, Magnús Einarsson dýralæknir, Matthías Einarsson spítalalæknir, Sigurður Briem póstmeistari og Sigurður Thoroddsen adjunkt. Endurskoðunarmenn: Eggert Claessen yfirréttarraálaflutningsmaður og Guðjón úrsmiður Sigurðsson. Samþykkt var á fundinum, að félagið héti »Þjóðvörn«. Lög þess eru birt 1 Simalínan austur að Eystri-Garðsauka er nú fulllögð, og hefur lagningin kostað minna en áætlað var. I næstu viku verður unnt að sím- tala alla leið millum Reykjavlkur og Garðsauka, og í fyrra dag hafði ritstjóri þessa blaðs símtal við Eyrarbakka. Eptir því sem Sroith símamaður skýrði oss frá í því samtali, verða á leiðinni þessar stöðvar: Grafarholt, Geitháls, Kolviðar- hóll, Kotströnd, Ölfusárbrú (Tryggvaskáli), Eyrarbakki, Stokkseyri, Hraungerði, Þjórs- ártún, Ægissiða og Eystri-Garðsauki. Lína þessi kemur auðvitað ekki að fullum notum, fyr en aukalfnur eru lagðar út frá henni, t. d. í Árnessýslu ein að minnsta kosti um Skeiðin og upp í Hreppa, og önnur upp í Grímsnes og Biskupstungur, og það verður að líkindum von bráðar. Það hefur að lokum ræzt vel úr með símann austur, þótt beita ætti ósanngirni við Árnesinga og Rangæinga, með því að heimta af þeim óhæfilega hátt tillag til símans þvert ofan í tilætlun alþingis 1905, og þrátt fyrir það, þótt íjöldamörg önnur héruð landsins fengju símasam- band, þeim öldungis að kostnaðarlausu. En með þvl að Árnesingar kusu heldur að bíða en ganga að afarkostum, kom- ust þeir að viðunanlegum kjörum með símann. Drukknun. Hinn 25. f. m. drukknaði maður af bát suður í Garðsjó. Voru tveir á bátn- Prentsmiðjan Gutenberg. 141 þar og fá að vita nokkuð, sem yður mun þykja ákaflega mikils um vert. Eg sárbæni yður að koma eins fljótt og þér getið, en þangað til er eg sá, sem þér kannist við sem James Harrison". „Jæja, systursonur?" spurði frændi. „Nei, eg skil ekkert, hvernig í þessu liggur, sir“. „Hver fékk yður bréfið, Cummingsr" „Það var Jim Harrison sjálfur, sir, þó að eg ætlaði ekki í fyrstu að þekkja hann, því að hann var likari vofu en mennskum manni. Honum var svo um- hugað um, að bréfið kæmist til yðar, að hann vildi ekki skilja við mig fyr en eg var sestur í vagninn og ók á stað. Hann fékk mér eitt bréf til yðar og annað til sir Lothian Hume. Guð gæfi, að hann hefði valið sér betri sendiboða". „Þetta er sannarlega óskiljanlegt", sagði frændi minn og hleypti brúnum. „Hvað á hann að vilja i þetta alræmda hús? Og hversvegna skrifar hann sig „sá sem þér kannist við sem James Flarrison" — hvernig ætti að kannast við hann undir öðru nafni? Harrison, þér getið upplýst þetta, og eg séþaðáyður, frú Harrison, að þér skiljið, hvernig í þessu liggur". „Það má vel vera, sir Charles, en við erum óbreytt almúgafólk, hann Jack minn og eg, við förum veginn á meðan við sjáum hann, en þegar við missum sjónar á honum, þá nemum við staðar. Svona hefur það verið í tuttugu ár, en nú viljum við vlkja til hliðar og láta þá, sem okkur eru fremri, ganga á undan, og ef þér viljið fá að vita, hvernig á bréfi þessu stendur, vil eg ráða yður til að aka til Kongsklappar, því þar fáið þér að vita það". Frændi minn stakk bréfinu í vasann. „Eg fer ekki fyr en læknirinn er búinn að líta á yður, Harrison". „Verið þér ekkert að hugsa um mig, sir. Eg get ekið með konunni minni í léttivagninum niður til Crawley, og svo þarf eg ekki nema eina alin af hepti- plástri og dálítið af hráu kjöti til þess að komast aptur á lappir". En frændi minn lét ekki undan; hann ók hjónunum til Crawley, og þar skildi hann við smiðinn, undir umsjá konunnar, á því bezta gestaherbergi, sem unnt var að fá leigt. Þvínæst snæddum við hádegisverð 1 skyndi og sfðan héldum við suður á leið. „Þetta verða síðustu afskipti mín af »hringnum«, frændi", sagði móðurbróðir minn. „Eg sé, að engin ráð eru til þess að halda honum ómenguðum af alls- konar hrekkjabrögðum. Eg hef verið svikinn og prettaður, og á endanum fær maður nóg af slíku, og eg ætla mér ekki framar að stofna til hnefleiks". Ef eg hefði verið eldri, eða, ef hann hefði ekki sýnt eins mikið yfirlæti,

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.