Þjóðólfur - 01.10.1909, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 01.10.1909, Blaðsíða 1
 ÞJÓÐÓLFUR. 61. árg. Reykjavík, föstudaginn 1. október 1909. J* 41 Bókmenntir. Jón Trausti: Heiðarbýlið. Annar páttur. Grenjaskyttan. 231 bls. 8vo. Þetta er þriðja framhald sögunnar af Höllu eptirsama höfund(Guðmund Magn- \isson), en annar þáttur af Heiðarbýlinu, sem aptnr er annar þátturinn í sögu Höllu. Þetta ætti því í rauninni að heita: þriðji þáttur. En höfundurinn hefur líklega ekki hugsað sjer í upphgfi að skipta sög- unni í jafnmarga þætti, sem nú er útlit fyrir. Slíkar framhaldssögur sem þessi eru almennar hjá erlendum skáldum, þótt aðferð þessi sé fremur ný hér á landi. Það þykir nfl. reynsla fyrir því, að slíkar sögur seljist betur, en einstök saga, vegna þess að flestum lesendum er svo háttað, að þá langar stöðugt til að heyra meira og meira um söguhetjuna, einkum ef sag- an er vel sögð, og bíða óþolinmóðir eptir framhaldinu. Það hefur og stundum komið fyrir, ef einhver skáldsaga hefur fallið mönnum sérstaklega vel í geð, að lesend- urnir hafa beinlínis heimtað framhald, þótt höf. hafi ekki ætlað sér það í fyrstu og skilið víð söguna sem heild. Og hefur þá opt teygst töluvert úr þeim »seríum«, þá er höf. hafa verið komnir á lagið með að halda forvitni lesendanna vakandi bók eptir bók. En ekki er það allra meðfæri, að rita sllka sagnaflokka á þann hátt, að hver einstakur þáttur verði samsvarandi heildinni, og heildaráhrifin fari ekki í mola, sagan verði brotasilfur. Um þessa sögu Jóns Trausta verður enn ekki sagt, hvernig h o n u m tekst þetta, af því að henni er ekki enn lokið. En eptir því sem komið er, má vænta þess, að honum takist þetta sæmilega, ef til vill ágætlega. Vér viljum ekki spá neinu um, hvernig skáldið fer með efnið, það sem eptir er, hvort hann lætur þau Þorstein og Höllu giptast, eiga »börn og buru, og grafa rætur og muru«, eða hann lætur þau ekki ná saman og annaðhvort eða bæði bera örlög þung til æfiloka. Hér er ekki allt komið undir því, h v e r endirinn verður, heldur h v e r n i g, hversu haglega hnút- urinn er leystur að lokum í samræmi við alla heildina, og að það sé gert með þeirri list, að lesandinn verði að játa fyrir sjálf- um sér, að óðruvísi hefðí þetta ekki getað farif>, eptir öllum gangi sögunnar og lund- erni höfuðpersónanna. Þá kemur það fyrst fram, þegar litið er yfir alla söguna í heild sinni, hvort skáldinu hefur tekizt að semja samsteypt listaverk eða ekki. Sögur Jóns Trausta, bæði þessi sagna- flokkur og aðrir, hafa notið allmikilla vin- sælda meðal alþýðu og eiga það skilið, því hann ritar við alþýðuhæfi og á létt með að setja sig inn 1 hugsunarhátt al- þýðu og lýsa íslenzku sveitalífi, svo að trútt sé nokkurn veginn. Þessir sömu kostir höf. koma fram i þriðja þætti Höllu-sögunnar, »Grenjaskytt- unni«. Það var tekið fram í ritdómi um »Heiðarbýlið« í þessu blaði í fyrra, að náttúrulýsingarnar þar væru flestar ágætar. Það er minna af þeim í þessum þætti, en þó nóg til þess að sýna, að höf. hefur mjög glöggt auga fyrir því, sem einkenni- legt og fagurt er í íslenzkri náttúru, ein- mittþað sem mórgum dylst, og allajafnaer ekki veitt eptirtekt. Það er auðheyrt, að höf. hefur alizt uppi 1 sveit og tekið vel eptir mörgu. Samdrætti Þorsteins og Jóhönnu er sér- staklega vel lýst. Einkum er kaflinn frá miðri bls. 22 út að þankastrykunum ofar- lega á bls. 24, ágætur. Orðunum svo stillt í hóf, að þau geta engan hneykslað, en allt er sagt, er sagt verður, og sagt vel, ekkert of eða van. 'Og svo hreinn blær yfir öllu, innileikur og þýðleikur f hverri línu, er gæti bent á persónulegar minningar, persónulega reynslu. En í þvi er listin íólgin, að hún komist sem næst veruleikanum, sé sönn list, en ekki hug- smtð ein, undirstöðulaus og heimilislaus í veruleikans ríki. Það yrði oflangt að taka hér upp þann kafla í heild sinni, því að þar má ekkert missast. En vér höfum viljað benda á þetta sem dæmi þess, hve góða spretti Trausti tekur. Og hann tekur þá marga i þessari bók, og svo góða suma hverja, að þar fara hinir eldri og æfðari ekki fram úr honum. Fundi þeirra Þorsteins og Jóhönnu við Alfakvíar er og vel lýst, en i samanburði við kaflann á undan er það þó nokkru daufara og verður að sumu leyti að eins endurtekning, er má sem sjaldnast eiga sér stað, því að skáldið verður jafnan að varast sem heitan eld, að endurtaka sjálf- an sig, endurtaka sömu hugmyndina með sömu eða svipuðum orðum, þótt honum hafi einu sinni tekizt það vel. Annars er Þorsteini yfirleitt ekki lýst svo ljóst sem æskilegt væri, sem aðalhetju sögunnar, er á að bera hana uppi öðrum þræði að minnsta kosti. Höf. tekst ekki að vekja næga samúð lesandans með honum, ekki einu sinni þá er hánn lætur alveg bugast af augnablikssorg við dánarbeð Jóhönnu. En hann er vitanlega ekki ver gerður eða lakari en karlmenn gerast upp og niður, og ef til vill nokkurnveginn sönn mynd af ístöðulitlum, hverfulum ungling, sem gleymir fljótt. Og þótt það sé ekki sem eðlilegast, hvernig ást þeirra Þorsteins og Hóllu kviknar fyrst og verður brátt að allheitum eldi, þá hefur höf. samt turðu- vel tekizt að lýsa hinum fyrstu kennslum þessara óleyfilegu ásta, einkum frá Höllu hlið. Hún er svo samvizkusöm, svo var- færin, svo hikandi og á báðum áttum, að hún veit ekkert, hvað hún á að gera. Ástin til Þorsteins og skylduræknin við Ólaf bónda hennar berjast hvort á móti öðru, og í niðurlagi bókarinnar verður naumast séð, hvort beri sigur úr být- um, en það virðist nokkurn veginn auð- velt að spá því, að ástin muni á öllu sigrast, öllu um koll varpa, öllum stíflum burtu ryðja. Yrði það ekki, eptir því sem á undan er farið, væri Höllu undarlega ' varið Og öðruvísi en flestum konum, jafn vargipt sem hún er Ólafi, þessu búra- menni, er hún hafði aldrei unnað. En það kemur allt í næsta þætti, og verður ef til vill á allt annan veg, því að vegir skáldanna eru órannsakanlegir. Það er enginn efi á, að þessi þáttur, »Grenjaskyttan«, sem nú er nýútkominn, verður lesinn með eptirtekt og ánægju af fjölda manna. Og þott finna megi að einstökum atriðum sögunnar hitt og þetta með nokkrum rökum, þá eru þeir gallar yfirleitt svo smávægilegir, að þeir spilla ekki gildi sögunnar í heild sinni, er hefur tekizt mjög vel, og hefur svo marga góða kosti, að hún stendur lítt á baki þvi bezta, er vér eigum í þeirri grein á ís- lenzku, því að þótt hún sé ef til vill ekki eins fáguð eða hefluð að orðfæri eins og t. d. sógur Einar Hjörleiíssonar, þá er er hún þeim fremri að fjöri og lifi og viðburðum. Það er æðasláttur Iífsins sjálfs, hinnar margbreytilegu tilveru, sem iðar og kvikar í skáldsögum Jóns Trausta. Formið er vitanlega ekki eins fast hjá honum eins og í skáldsögum Jóns Thor- oddsens eða Gests Pálssonar, en það get- ur komið síðar, og þ á, þegar form og etni fellur í íaðma, rennur saman í eina listaheild hjá Jóni Trausta — þ á verður Guðmundur Magnússon bezta sagnaskáld íslenzkt. Erlend tíðindi. Deilan um norður- heimskautið. Cook og Peary. Flest erlend blöð nú upp á síðkastið verja afarmiklu rúmi til að ræða um deilu þeirra Cooks og Peary's út af fundi norð- urheimskautsins, og skiftast blöðin ein- mitt i tvo flokka: má naumast á milli sjá, hvor þessara heimskautsíara sé lið- fleiri. Cook veitti mjög erfiðlega í fyrstu og flest blöðin, að minnsta kosti hin ensku og amerísku, rengdu mjög frásögn hans og trúðu Peary, en svo er að sjá sem Cook hafi snúið á Peary upp á síðkastið, og þeir verða fleirí og fleiri, sem trúa hon- um, en væna Peary um, að hann fari með rangt mál gagnvart Cook, af öfund einni og illgirni. Það hefur og mjög bætt fyrir Cook, að hann hefur komið mjög hóglega og kurteislega fram í deilu þessari, alveg gagnstætt Peary, sem látið hefur eins og óður maður. Eitt, sem Peary sakar Cook um, er, að hann hafi laumast í för þessa, og tekið frá sér Eskimóa þá, er hann hafi æft og undir- búið undir heimskautsfór, en Cook hefur ekki svarað öðru en því, að Eskimóar séu fó'lk á lausum kili, og séu hvorki eign Peary's eða hans. Hann kvaðst og hafa borgað Eskimóunum 10 sinnum meira, en þeir heíðu sett upp. Við blaðamenn- ina, sem spurðu Cook um, hvað hann hefði til sannana sínu máli, sagði hann: »Eg er fús til að leggja athuganir mínar fram fyrir nefnd sérfróðra manna af öll- um þjóðum, og eg ætla bráðum að gefa út skýrslu, er mun taka af allan vafa. Eg hef á réttu að standa. Réttlætið mun sigra«. Eins og getið var um í stðasta blaði, fór hann beint til New-York frá Kristjanssand í Noregi n. f. m., og ætl- ar þar að standa fyrir máli stnu.— Sagt er, að Cook hafi á Grænlandi afhent vini sínum, Whitney að nafni, amerfskum auðmanni, athuganabækur sínar og önn- ur skjöl til að flytja þau til Anreriku, en þau hafi komist í hendur Pearys, en Cook kvaðst ekki trúa því, að svo væri, vinur sinn muni alls ekki hafa farið svo með það, er honum var trúað fyrir. I Kaupmannahöfa voru Cook sýndar virðingar miklar, sæmdur gullmedalíu og gerður að heiðnrsdoktor háskólans með sérstakri viðhöfh i háskólahúsinu, Heiraskautsferð Peary's. Það hefur vakið töluverða óánægju í blaðaheiminum, að »Times« hefur náð einokunarrétti í Evrópu og Ameríku á ferðaskýrslu Peary's og bannað því öll- um blöðum að birta hana. Var því að nokkru leyti hlýtt, en ekki til fullnustu. »Times« ætlar svo að gefa skýrsluna út í bókarformi, og vill þvl ekki láta spilla fyrir sölu bókarinnar með því að leyfa öðrum blöðum að flytja hana áður. Bók þessi er nú eflaust komin út og bannið því leyst svo, að úr þessú geta víst blöð- in flutt fregnir nm förina. Að minnsta kosti mun »Times« skipta það litlu, þótt blöð hér uppi á Islandi^noti skýrslu þessa meira en hálfum mánuði eptir birtingu hennar. Hér verður að^eins tekið ágrip af fyrri hluta hennar, sem birtur er í vikuútgáfunni af »Times« (Weekly Times) 17. f. m.: Peary lagði a£ stað frá New-York 6. júlí f. á.'á skipi því, er »Roosevelt« hét, og var skipstjóri þess Englendingur, Bartlett að nafni. Hinn 1. ágúst var komið til Yorkhöfða (Cap York) á Græn- landi og hinn 8. var farið frá Etah á Grænlandi og komið til Sheridanhöfða á Grantslandijjr. september. Þar var höfð veturseta. Hinn 15. febrúar þ. á. hófst sleðaförin frá skipinu norður til heim- skautsins í nokkrum deildum með litlu mill- bili og gekk ferðin vel, en 2. og 3. marz töfðust þeir við vakir i ísnum og vikuna frá 4.—11. marz ^töfðust þeir alla, vegna þess, að þeir hittu þá fyrir auðan sjó. Voru þeir þá komnir á 84. mælistig, en 27. s. m. fóru þeir yfir 87. mælistig. Litlu síðar, þá er komið vará 87,48 norð- urbreiddar lét Peary Bartlett snúa við með 2 Eskimóa, einn sleða og 18 hunda, þvi að Peary vildi verða einn hvltra manna, er til pólsins kæmist, og getur þess sérstaklega í skýrslu sinni, að hann hafi lofað Bartlett að fara svona langt, af því að Englendingar ættu það skilið, að landi þeirra kæmist lengra norður en nokkur annar hefði komist áður, því að hann hefði komist 1^/4 mælistigi nær heim- skautinu en Cagni hinn ítalski, er var í för Abrússahertogans og gæti þvi sem brezkur þegn stært sig af því að hafa komist næst heimskautinu, næstAmeríku- manni (þ. e. Peary sjálfum). Er auð- heyrt, að Peary finnst mikið til um þetta gófuglyndi sitt. Annars hrósar hann Bart- lett fyrir góða stjórn á »Roosevelt« og hafi hann verið sér til skemmtunar á ferðinni. Með Peary voru þá eptir 5 menn, að því er virðist: 4 Eskimóar og einn Svertingi (Henson), og segir hann, að þeir hafi ver- ið svo þægir sér og þjáiir, eins og fing- urnir á hægri hendi sinni. Fjórir þeirra hafi verið þaulvanir að fást við hunda

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.