Þjóðólfur - 15.10.1909, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 15.10.1909, Blaðsíða 1
ÞJÓÐÓLFUR ¦ 61. árg. Reykjavlk, föstudaginn 15. október 1909. M 44. ÍF S Gisli Sveinsson: Stjórnin og sjálfstæðismáliö. II. Allir andvarpa yfir því, að nú sé Jón Sigurðsson dáinn. Nú skorti oss alger- lega foringja, er treysta megi. Ef til vilí er þetta að nokkru leyti sjálfum oss að kenna. Vér kunnum ekki að búa til foringja. Óðar en einhver sezt 1 foringjasætið, ráðumst vér á hann með ópi og óhljóðum. Með öfund og hatri drögum vér hann niður í skarnið, veikjum traust annara á honum og traust hans á sjálfum sér, hvort sem hann vinnur til þess eða ekki. En út úr þessari umkvörtunum foringja- leysið spyr maður sjálfan sig: Hver eru þá foringja e f n i n, mennirnir, sem síðar flytja oss inn í þann Fróðafrið og fram- faratíð, sem vonandi kemur á þessari Sturlungaöld? Hvar eru þeir á þingi? Ekki veit eg, hvort Gísli Sveinsson ber gæfu til þess að verða oss slíkur foringi, en víst er það, að enginn jafnaldra hans hefur meiri ábuga á stjómmálum vorum, og enginn þeirra er kunnari fyrir afskipti sín aí þeim, en hann. Hann er vel máli farinn, skrifar róggsamlega og tekur ekki utan af því, hver sem í hlut á. Mér var kunnugt um þessa Eimreiðar- grein Gísla og hlakkaði til að sjá hana. Eg bjóst við ítarlegri, vandaðri tímarits- grein, en svo reynist þetta gömul blaða- grein, er ritstj. Ingólfs vildi ekki taka og eg hafði lesið áður. Framan og aptan við hana eru nokkrir viðaukar, en betra og heillegra hefði þetta orðið, ef hóf. hefði skrifað nýja og ítarlegri grein. Þó er grein þessi ærið umhugsunarefni, ekki sfzt nú, meðan hvergi bólar á heilbrigðri stjórnmálahugsun fyrir róg og rifrildi um einhverja smámuni eða gerða hluti, sem enginn fær aptur tekið. Greinin ræðir hvert sé stjórn- málatakmark vort. Höf. svarar: Skilnaður, fullurskiln- aður, ekkert nema alger skilnaður! Og svo bendir hann á hvernig hann hyggur oss geta náð þessu tak- m a r k i. Hér er því eitthvað, sem vert er um að tala 1 Um sambandið við Dani farast höf. þannig orð: Sambandið er af »hinu illa«. Þættir þess eru menningarlegir, efna- legir og stjórnarlegir. Alla ber okkur að fo rð as t. Konungssamband við Danmörku er ís- lendingum ekkert takmark; það gæli að eins verið meðal- eða millistig. Frá upphafi og fram á þennan dag hef- ur það verið frumtónninn í sjálfstæðis- hreyfingu íslendinga (hjá mörgum ef til vill óafvitandi) að komast fjær og fjær, Dönum, svo við loks gætum skilið við þd að fullu og öllu og orðið sjálfstæð þjóð í fullvalda ríki — þjóðveldi. Vér eigum að losa um sam] b a n d i ð , aldrei að treysta það. Takmarkið er skilnaður. Ann- að getur það ekki verið! Því þá skilnaður? munu sumir spyrja, því ekki jafnréttissamband við Dani, konungs- eða málefnasamband? Þessu svarar höf. ekki svo skýrt sem skyldi, helzt á þá Ieið, að í samningum vorum við Dani sé það ótvírætt komið í ljós, að slíks sambands vilji þeir ekki unna oss, og sé því að eins um tvennt að velja: fullan skilnað eða innlimun. Stjórn vorri finnur höf. það einkum til foráttu, að hún hafi afneitað skilnaðar- hugmyndinni — sjálfu stjórnmálatakmarki voru — og látið að minnsta kosti í veðri vaka að hún vildi treysta sambandið. Ráðherra vor hafi talað á þessa leið við Dani1), Kiistján Jónsson hafi sagt þeim, að »99 af hundraði af íslenzku þjóðinni væri á móti skilnaði við Danmörku«. Blaðið ísafold hafi og tekið í sama streng, er E. H. taldi skilnað sem neyðarúr- r æ ð i, þegar öll önnur sund að rétti okkar væru lokuð, en hina mestti fjar- stæða, að hefja skilnaðarbaráttu að svo stöddu. Iilt er að Ijúga að óðrum, en verst að Ijúga að sjálfum sér. Mér finnst mórgum leiðtogum vorum hætta til þessa, þegar minnst er á skiín- aðinn. Allur þorri manna á að vera honum mótfallinn, hann á að vera oss ókleyfur fyrir kostnaðar sakir, Kfsháski vegna þess að einhver Grýla komi og taki oss óðar en danska verndin er horfin, eiginlega ekki annað en blóðlaus hugsjón einhverra draumóramanna. Þetta hefur klingt, einkum í heima- stjórnarblöðunum. Nú hefur jafnvel E. H. hringt þessari sauðarbjöllu. G. S. spyr hvar sannanir séu fyrir öllu þessu. Eg spyr lika. Hvað vilja manna og innstu óskir snert- ir, er mér nær að halda, að hann komi vel fram í dálitlu dæmi. Eg var eitt sinn á fundi fjölmenns fé- lags. ;Umræðuefnið var: Torfærur v i ð s k i 1 n a ð . Þar var reynt að telja upp og athuga öll þau tormerki á skiln- aði, sem mönnum hugkvæmdust. Enginn hélt ræðtt til þess að gylla skilnaðinn eða gera lítið úr torfærunum. I fundarlok var þess óskað, að leynileg atkvæðagreiðsla færi fram um það, hvort menn væru skiln- aðarstefnunni fylgjandi eða ekki- Menn *) Eg skal engan dóm á það leggja, hvað hann hefur sagt þeim og hvað ekki. Um það fer tvennum sögum. Hitt þykist eg sjá að hann heldur fast við fullt sjálfstæði landsins. Annars trúi eg því ekki, að B. J. leggi á sig mikið ómak til þess að styrkja bláþræðina á sambandimi. Eg gæti bezt trúað því að hann Iíti líkum augum á sam- bandið og við G. S., hvað svo sem hann hefur sagt Dönum. Eg efa t. d. ekki að fylgi hans við Thoretilboðið á síðasta þingi Iiafi sproltið fullt svo mikið af því að hann langaði til þess að vér gæíum otdid lausir vid Dani hvad siglingarnar snertir eins og hinu, að draga taum Thoiefél.? Hafi hann hinsvegar sagl Döniim að skilnað myndum vér ekki einu sinni þifcigja þó í boði væri, þá vil eg ekki mæla þvf bót. G. II: voru beðnir að athuga sem bezt atkvæði sín og fylgja stranglega sannfæringu sinni, en greiða ekkert atkvæði, efhikandi væru. Hvernig fór svo atkvæðagreiðslan ? Allir greiddu atkvæði með s k i 1 n a ð i ¦— þrátt fyrir öll tormerkin! Þingvallafundurinn var svipuð atkvæða- greiðsla í stærri stýl. Persónulega hef eg orðið þess var, að skilnaðarhugmyndin er ríkjandi hjá miklu fleirum en flestir skyldu halda, miklu fleirum en mér hefði fyr komið til hugar. — Það er áreiðanlega víst, að hugmyndir Kr. J. um þetta eru rangar. Innst í sínu hjarta hygg eg að flestir Islendingar séu skilnaðarmenn, þó lítt láti þeir það í ljósi, þegar flestir leiðtog- arnir fullyrða, að slíkt séóviteitt: Dana- lausir getum við ekki lifað. Sannleikurinn er sagna beztur. Vér er- um nú með þeim ósköpum fæddir, íslend- ingar, að vilja helzt vera lausir við Dani. Það er fátækt vor og umkomuleysi, sem heldur sambandinu við þrátt fyrir þetta. Sambandið er neyðarúrræðið, eins og G. S. kemst að orði. . Vér eigum að gera oss þetta ljóst, hætta að Ijúga að sjálfum oss. Vér eigum að segja Dönum satt og rétt frá þessu. Og það þess heldur, sem allmargir Danir vilja unna oss skiinaðar, ef vér kysum hann framar þeim sambandskostum, sem þeir vilja gefa oss. Að minnsta kosti greiðir það ekki skiln- aðargötuna, að telja sjálfum oss og Dön- um trú um það, að skilnað viljum vér ekk i. Það er gleðilegt, að einhver hefur ein- urð til að segja þessa, sögu eins og hún gengur. Fyrir það á G. S. þakkir skilið, þótt fljótt hafi hann yfir söguna farið. Ekkert getur verið stjórnmálatakmark vort annað en skilnaður, segir G. S. Þetta kann að vera rétt, ef n ó g u langt er hugsað fram í tímann. Annars taldi hann og aðrir Þingvallafundarmenn 1907, að konungssamband gæti einnig verið gott og gilt stjórtímálatakmark. Þingið gerði konungssambandið að tak- marki. G. S. telur það rétt. Hver veit nema Danir eigi eptir að fallast á þetta, þótt dauflega hafi þeir í það tekið. Þess eru þó dæmin, að þeir haía látið til þess leiðast, sem þeir af- tóku i íyrstu. Annars hugsa eg ekki eins hátt og G. S. Jafnvel ekki eins hátt og Þingvallafundar- mennirnir. Eg tel það fullhátt stjórnmála- takmark fyrir oss, að f á í s 1 a n d v i ð - urkennt sem sjálfstætt ríki, ut- an danska ríkisins, hvort heldur sem það væri í einföldu konungs- sambandi við Danmörku eða skýru mál- efnasambandi, þótt fullan skilnað teldi eg langbeztan af öllum þessum kostum. I'ing og stjórn hefur bundið sig við stefntiskrá Þingvallafundarins, btindið sig við einfalt konungssáraband. Eg efast um að þetta hafi verið nllskostar hyggi- legt, þö í fullu samræmi sé við Þingvalla- fund og ílesta þingmálafundi. Danir trúa því (eptir þýzkum fræðimannakreddtim?) að slíkt fyrirkomulag sé allsendis óraun- hæft og því öaögengilegt fyrir sig. Efiaust væri fullur skilnaður ákjósan- legustu úrslitin, ef vér gætum hrundið honum 1 framkvæmd. Þessa leið vill G. S. að vér höldum: 1. Alþingi ályktar að stöðulögin gildi ekki á Islandi. 2. Alþingi samþykkir stjómarskrá, byggða á þeim rettargrundvelli, að land- ið sé fullvalda ríki. Nái slík stjórnarskrá staðfesting, er fullveldistakmarkinu náð, nái hún það ekki, er fullt tilefni til skiln- aðar fengið. 3. Jafnframt þessu kappkosta að standa á eigin fótum, færa oss fjær og fjær Dön- um, hvar sem því verður við komið og leitast við að ávinna oss samhygð annara þjóða. Eg tel vafasamt, að fyrstu tveimur at- riðunum sé treystandi. Alþingi lýsti því yfir 1871, að það teldi stöðulögin ógild og hreif það lítið. Stjórnarskrárfrumvarpi geta Danir (konungur) neitað svo opt sem vera skal, og ærið hæpið, hvort vér vær- um miklu nær skilnaði, þó slík neitun væri komin í kring. Eg held að þriðja ráðið sé óhultast, þó langan tíma taki. Vér tökum þar allt undir oss, ekkert undir Dönum. Eg sé engan »kongaveg« að skilnaðar- takmarkinu, en v e g þykist eg þó sjá. G. H. Erlend tíðindi. Cook og Peary. Þeir norðurheimskautsfararnir eru enn á dagskrá í blöðunum og verða eflaust enn langa hríð, þvl að það er ekki svo auðvelt að sanna eða ósanna söguþeirra. En eptir síðustu fréttum hallast nú frem- ur á Cook, því að hann hefur ekki get- að gefið fullnægjandi svör upp á ýmsar fyrirspurnir, er fyrir hann hafa verið Iagð- ar. Og svo þykir það nokkuð undarlegt og er honum afarmikið til hnekkis, að hann afhenti Whitney vini sínum áhöld sín og ýmsar athuganir, er ef til vill gætu sannað sögu hans. En nú er Whitney þessi kominn heim aptur til Ameríku, og hafði ekki flutt þetta dót Cooks með sér. Peary vildi ekki taka það af honum til flutnings á »Roosevelt«, og kom þeim því saman um, að skilja það eptir í klelta- holu eða vörðubroti £ Etah á Grænlandi. Og þar sitttr það, og verður þvíekki náð í vetttr að minnsta kosti. Peary segir, og það er nokkuð hæft í því, að enginn maður, sem hefði komizt til sorðurheim- skautsins, hefði fengið ókunnum manni til varðveizlu jafndýrmæt plögg, sem Cook þykist hafa beðið Whitney fyrir, og með því að Withney hah\ hlotið að vita, hve mikilsvert það var, er horuuvt var trúað fyrir, þá hefði hann átt að gera sér meira ómak með að flytja þetta með sér, en skilja það ekki eptir og kotna slypp- ur heim. Þetta hljóti því að vera »hum- bug«, og séu þetta Cooks ráð, því að hann Itefði skilið þessi plögg sín eptir í Etah til þess að geta síðar fttllyrt, að þessi sönnunargögn hefðu glatazt eða

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.