Þjóðólfur - 15.10.1909, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 15.10.1909, Blaðsíða 3
ÞJOÐOLFUR. landsjóði, er netnur 60,000 kr. — sextíu þúsund krónum — á ári. En með því að félagið hefir eigi tekið að sér gufuskipa- ferðir þær milli Islands og Danmerkur, sem styrkur er veittur til, að því undan- skildu, er fyr greinir, áskilur það sér rétt til sérstaklegs endurgjalds fyrir að flytja póstsendingar fram og apturmilli íslands og Danmerkur; um þóknun fyrir póst- flutning frá Danmörku verður félagið sjálft að leita samninga við dönsku póststjórn- ina, þó er stjórnarráð íslands fúst til þess að mælameð því við stjórnarráð innanríkis- málanna, að þóknun sú verði hækkuð, sem greidd hefir verið undanfarið fyrir þann póstflutning. Félaginu er skylt að sjá um póstflutn- ing frá íslandi til annara landa (að Ham- borg undanskilinni) með þeim skilyrðum, sem til eru tekin í 13. gr. A., 2. tölulið, fjárlaga íslands um árin 1910—1911, gegn 6000 kr. — sex þúsund króna — þóknun úr landsjóði, og á helmingur þóknunar- innar að greiðast x. Júlí, og hinn helming- urinn 3t. Desember ár hvert. Umsaminn ársstyrkur, 60,000 kr., verður greiddur sem hér segir, hafi félagið þá fullnægt skylduro sínum eptir samningi 6000 kr. í Aprílmánuði, 6000 kr. mánaðar- lega eftir það og afgangurinn, 6000 kr., eftir að síðustu ferð í Desember er lokið. 10. gr. Hamli ís því, að lokið verði einhverri strandferð og tilhlýðilegar sönnur eru á það færðar af félagsins hálfu, skal ekki draga neitt frá umsaminni ársþóknun. En sannist það ekki, að ís hafi tálmað ferð, sem fallið hefir niður að nokkru eða öllu leyti, eða láti félagið mót von eigi fara umsamdar strandferðir, Hamborgar- ferðir eða millilandaferðir með kæliskipi, skal það greiða 1000 kr. sekt fyrir hverja ólokna ferð, nema skipi hafi h'lekst á, og skal auk þess draga 2500 kr. frá ársþókn- uninni fyrir hverja ólokna ferð. 11. gr. Félagið gengur að því, að gesta- réttur Reykjavíkurkaupstaðar sé varnar- þing í málum, er þeir menn, sem heima eiga á Islandi, eða þá stjórnarráð Islands, kynnu að höfða gegn félaginu út af samningsrofi um strandferðirnar, þó því að eins, að stjórnarráðið láti uppi það á- lit sitt fyrir fram, í hverju dæmi einstöku fyrir sig, að málshöfðunin sé réttmæt, og hafi félaginu verið veittur kostur á að tjá sig áður um málið. 12. gr. Samningur þessi gildir fyrir árin 1910—1919, að báðum árum meðtöldum, svo framarlega sem félagið fullnægir sett- um skilmálum, og svö framarlega, sem hið danska fjárveitingarvald veitir á þessu tímabili af hálfu Danmerkur þá póstflutn- ings þóknun, sem heitin er Sameinaða gufuskipafélaginu í samningi milli þess, stjórnarráðs innanríkismálanna og stjórn- arráðs Islands, dagsettum í dag. Eftir fjárhæðinni 10 sinnurn 60,000 kr., er stimpilgjaldið fyrir samninginn 100 kr., og greiði hvor samnings-aðili helming þess. Samningur þessi er gerður f 2 samritum og fær stjórnarráð Islands og gufuskipa- félagið Thore sitt eintakið hvort. •f; ••S * Oss hefur þótt rétt að birta samninginn við Thorefélagið í heild sinni til þess að almenningur geti áttað sig á honum í samhengi. Vér höfum áður birt ágrip af honum í 38. tbl. (eptir »ísaf,«). Það er þýðingarmikið mál, sem hann fjallar um, og skiptir miklu, að til þess sé vel vand- að, er svo lengi á að standa. Slíkir samningar þurfa að vera mjög skýrir og ákveðnir til þess, að sem mest verði komið í veg fyrir ágreining síðar. Því miður er þessi samningur ekki svo ítar- lega og nákvæmlega úr garði gerður, sem æskilegt væri, svo að allhætt er við, að síðar kunni að rísa einhver óþægindi út af framkvæmd hans. Það sem helzt hefur verið að honum fundið, er, að ekki séu sérstök ákvæði um farrými í skipun- um, að varnarþingsákvæðin séu vafnings- leg og lítils virði, að engin trygging sé fyrir því, að félagið geti ekki látið skip sfn elta skip Sameinaða félagsins, eins og áður, að ferðaáætlunin verði tæpast aug- lýst með nægum fyrirvara og ákvæðið um 6000 kr. þóknun árlega tii félagsins fyrir póstflutning geti tæpast samrýmst fjárlög- unum, með þvf ?ð sú þóknun sé ætluð 171 félagi, sem ekki hafi fast tillag. En þetta ákvæði samningsins hefur verið skýrt þann g, að hér sé að eins um tilboð að ræða frá félaginu, tilboð í þennan styrk, en allskostar fullnægjandi eða eðlileg virðist sú skýring þó ekki vera. Vér eigum svo lengi að búa að þessum samn- ingi, að hann hefði þurft að vera fyrir- myndarsamningur frá sjónarmiði lands- manna, sem verða bundnir við hann samfleytt 10 ár. Þess vegna þurfti svo vel að vanda hann frá þeirri hliðinni. Hina hliðina var Tuliniusi trúandi til að annast. NaMinur landi vestanhafs. Taflkappinn Magnús Smith. (Niðurl.). ---- Árið 1905 fann Magnús upp vél og tók á einkaleyfi um alla Norður-Ameríku. Og vísa eg til Hkr. 18. janúar 1906, því að í það nr. blaðsins ritaði eg grein um vél þessa. Ef ætti að telja upp alla sigurvinninga Magnúsar í tafllistinni meðan hann var hér bænum, væri það efni í heila bók, og ætla eg að sleppa því að mestu leyti. Þó vil eg geta þess, að í sambandi við iðnaðarsýn- ingu Manitobafylkis hér í borginni, komu menn hér saman úr öllum áttum og tefldu fyrir ýmsum góðum gripum, og er það í stuttu máli sagt, að Magnús hafði ætíð sigur. Fyrir eitthvað ári síðan kom hingað mesti skákmaður heimsins, dr. Emanuel Lasker, sem heima á í NewYork, og tefldi hann við Magnús hér í Winnipeg. Eptir að dr. Lasker hafði kynnzt Magnúsi lítið eitt, fór svo kunningsskapur milli þeirra, að Magnús réðist til doktorsins, bæði sem rit- stjóri að mánaðarblaði, sem dr. E. L. gefur út, og sömuleiðis sem leikbróðir (Playing Partner). Dr. Lasker hafði vit á að meta þá fram- úrskarandi hæfileika, sem Magnús hefir til að bera. Hann hafði nokkur ár lesið það sem Magnús hefir skrifað í „Free Press" hér í borginni, og mun hafa verið sömu skoð- unar og prófessor Cross, sem ritaði eitt sinn í „Free Press“ á þessa leið : ús væri svo vel gefinn maður, að hann ætti að vera landstjóri í Canada. Þessi New-York ritstjóri hefur víst ekki vitað, að Magnús er íslenzkur. Það má þó segja honum (Magnúsi) til heiðurs, að hann kemur ætíð fram sem góður íslendingur, og hefir getið íslands að mörgu leyti í mán- aðarriti sínu. Og eitt er víst, að ef Magn- ús Smith skammaðist sín fyrir að vera fs- lendingur, skyldi eg víst ekki virða hann svo mikils að skrifa allt þetta mál um hann. í marz í fyrra vor tefldi flokkur hinna beztu Englendinga gegn jafnmörgum Ame- ríkumönnum, og voru leikir símaðir yfir hafið jafnóðum og þeir voru leiknir. Hinn ameríski flokkur vann sigur, og er það að miklu leyti þakkað Magnúsi Smith, sem hafði stjórn og allt eptirlit með mönnum þeim, sem tefldu hérna megin hafsins (f New-York). The Brooklyn Chess Club er sá voldug- asti og frægasti taflklúbbur — eða taflfélag væri máske réttara — sem til er á þessu meginlandi. Klúbbur þessi hefur háð „tour- nament", sem búið er að standa yfir eitthvað 7—8 vikur, en er nú til lykta leitt og end- aði þannig, að Magnús vann frægan sigur. Séð hefi eg það f þlöðum að sunnan, að Magnúsi er spáð því, að verða sá mesti taflmaður í heimi, og vona eg það rætist. Og Iýk eg svo að segja frá Magnúsi Smith. Mannalát. Hinn 12. þ. m. varð bráðkvödd frú Ida Halldóra Júlía Halldórs- dóttir (yfirkennara Friðrikssonar) kona séra Kristins Daníelssonar alþm. á Ut- skálum, fimmtug að aldri (f. 2. júní 1839), góð kona og merk. Sfðast í f. m. andaðist húsfrú V i 1 - borg Brynjólfsdóttir (prests á Stað í Grindavík Gunnarssonar) kona Júlíusar Einarssonar útvegsbónda í Vík í Grindavík, ung kona og vel látin. Hinn 12. ágúst síðastl. andaðist á sjúkrahúsi í bænum Vancovuer á Kyrra- hafsströnd Asmundur Björnsson trésmiður, sonur merkishjónanna Björns Asmundssonar og Þuríðar Jónsdóttur á Svarfhóli í Stafholtstungum. Hann hafði verið allmörg ár í Ameríku, kom hingað heim snögga terð fyrir skömmu, en fór vestur aptur. Hann var efnismaður. Banamein hans var heilabólga. „Sterllng“ kom hingað 12. þ. m. og fátt farþega, þar á meðal Helgi Zoéga kaupmaður, ungfrú Þuríður Jóhannsdóttir (dómkirkju- prests) og Þorgrímur Kristjánsson stud. jur. Veitt prestakall. Árnes í Trékyllisvfk er veitt séra Böðv- ari Eyjólfssyni, samkvæmt kosningu safn- aðarins. Aðrir sóttu ekki. Gunnar Hafstein bankafulltrúi við Landmandsbankann í Kaupmannahöfn er orðinn bankastjóri við »Föroya Bank«,útibú Landmandsbankans í Færeyjum. Laust prestakall. Attnað prestsembœttið i lievkjavikurþresta- kalli, samkvæmt lögum 16. nóvbr. 1907 um skipun prestakalla og stjórnarráðs- bréfi 28. maí 1909 (Lögbirtingabl. 3. júnf 1909 og Stjtíð. s. á. B. bls. 92—93). Auglýst 9. október 1909. Veitist frá fardögum 1910. Umsóknarfrestur til 15. desbr. næstk. A lagaskólamim er efnalitlum mönnum veitt ókeypis lögfræðisleg leiðbeining 1. og 3. laugardag í hverjum mánuði, kl. 7—8 síðdegis. UÍÉI liSHltli (alheimsmálinu, er allir þurfa að læra) eptir Porstein Porsteinssón, er nú þegar til sölu hjá öllum hók- sölum og á afgreiðslu Þjóðólfs. Kostar 1,50 í bandi. cSo£i *Rrynjólfsson yfirréttarmálaflutningsmaður. Bankasti’æti 14. Hoima fel. 12—1 og 4^/a—5Va. »Eg hefi lesið öll skákrit, sem gefin eru út á Bretlandi, og flest, sem gefin eru út í Ameríku, og það er mitt álit, að ekkert þeirra hafi eins gott að bjóða og það, sem Magnús Smith býður oss í dálkum „Free Press«. Síðan Magnús Smith kom til New-York, hefur þótt framúrskarandi mikið til hans koma, ekki að eins sem skákmanns, heldur sem ritstjóra. Því skömmu eptir þangað- komu hans, tók hann algerlega við ritstjórn á öllu því, er dr. Lasker gefur út, sem er ýmislegt og af ýmsu tagi. Það helzta er vísindalegt mánaðarrit um tafl og tafl- mennsku. Allskonar þrautir eru lagðar fyrir lesandann, og úr þeim leyst í næsta númeri á eftir, ásamt ýmsum kyngjum, sem eg fyrir mitt leyti ekkert botna í. Ásamt þessu mánaðarriti prenta þeir bækur af öllu tagi, ýmsa pésa, og yfir öllu ræður Magn- ús,- bæði að ritstjórn og ráðsmennsku, síðan dr. Lasker fór til Evrópu, þar sem hann býst við að dvelja eitt eða tvö áv1). En fyrir utan það, sem Magnús hefir að gera hjá dr. Lasker, ritar hann tvo dálka f „New York Evening I’ost" í viku hverri og sömuleiðis í „Free Press" hér í borginni,svo menn geta séð, hvað mikið þykir til hans koma, þar eð sótt er svona eptir honum og 1 ritgerðum hans. Einn ritstjóri í New-York sagði, að Magn- 1) Nú er Magnús farinn úr þjónustu dr. Laskers og gefur út blað á eigin kostnað í New-York. 153 »Ó, Edvarð«, sagði kona hans. »Ef þú hefðir séð son okkar brjótast um eins og veiddan örn í búri, þá mundir þú lfka hafa hjálpað honum til þessa litla flugs*. »Eg er ekkert að ásaka þig, Mary. Það má vel vera, að jeg hefði farið alveg eins að. Hann fór til Lundúna, og reyndi að ryðja sjer braut með afli sínu og hugrekki. Margir af forfeðrum okkar hafa farið eins að, og einungis sá munur verið á, að þeir báru sverð í hendi: en eg veit ekki til þess, að neinn þeirra hafi sýnt meiri hreysti af sér«. »Nei, það er víst áreiðanlegt«, sagði frændi minn hjartanlega. »Þegar svo Harrison loks kom aptur, fékk eg að vita, að sonur minn ætl- aði að heyja hnefleik opinberlega. Það mátti ekki eiga sér stað, Charles. Það er allt annað, að iðka hnefleik, eins og við gerðum á yngri árum, eða heyja kappleik fyrir peninga«. »Kæri vintir, eg hefði ekki fyrir alla muni viljað —«. »Nei, auðvitað ekki, Charles. Þú kaust álitlegasía manninn, og það var sjálfsagt af þér að gera það. En það mátti samt ekki eiga sér stað. Eg fann, að nú var tími til kominn fyrir mig að gefa mig fram við son minn, og það því fremur, sem heilsa mín var nú mjög tekin að bila af þessu óheilnæma lífi. Tilviljunin — eða á eg heldur að segja forsjónin? — hafði loks lýst upp í myrkrinu og fengið mér gögn til að sanna sakleysi mitt. Konan mín fór í gær til þess að sækja drenginn minn, og fá hann loks í hendur veslings föður hans«. Dálitla stund var stienþögn, en svo rauf frændi minn hana: »Þú hefur orðið fyrir verri meðferð af heiminum, Ned«, sagði hann, »en nokkur annar. Guð gefi, að við eigurn enn eptir mörg ár, til þess að bæta úr því. En mér finst við ennþá vera jafnófróðir urn, með hverjum hætti dauða veslings bróður þíns bar að höndum«. »í átján ár var það mér jafnmikil ráðgáta sem þér, Charles. F.n nú er loks uppvíst, hvar sökin liggur. Komið þér fram, Ambrosíus, og segið þér frá sögunni jafn hreinskilnislega og nákvæmlega, eins og þegar þér sögðuð mér hana«. XXI. Frásögn herbergisþj ó 11 si 11 s. Ambrosius hafði fært sig út í dimmt skot og lét þar ekkert á sér bera, svo að við höfðum alveg gleymt, að hann var viðstaddur, en nú kom hann

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.