Þjóðólfur - 29.10.1909, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 29.10.1909, Blaðsíða 2
i;8 ÞJOÐOLFUR. Dýrtíðin kemur því líka niður á þeim. Eigi bærinn að rfsa undir þessari gjalda- byrði, sem óhjákvæmilega leggst á hann í næstu framtíð, og eigi að koma í veg fyrir, að fólk þyrpist burt úr bænum meðan fjárkreppan stendur yfir, þá þart að finna einhver ráð til að gera ástandið þolanlegra, ráða einhverja bót á atvinnu- skortinum, ef unnt er. En þau ráð eru ekki svo auðsæ. Það tvennt, er mönn- um kynni fyrst að hugsast, er að vfsu hvorttveggja ófullnægjandi, en gæti verið roiklu betra en ekki. Annað væri það, að bærinn færi að gangast fyrir einhverju, er veitti fátæklingum bæjarins atvinnu. En það er ekki auðfundið, og yrði að vera eitthvað það, er bærinn hefði tölu- verðan arð af, því að lítill hnykkur væri það fyrir bæinn, að borga einhverja vinnu, er hann hefði sárlítið í aðra hönd fyrir. En vitanlega væri það betra en ekki, fyrir bæinn, að fá eitthvað ofurlítið fyrir vinnuna, ef það væru þurfalingar einir, sem ynnu, og fengju styrkinn útborgaðan sem vinnulaun. En vitanlega hrykki það ekki til, og svo er hætt við því, að ef engir aðrir fengju vinnu, en þeir sem beint nytu sveitarstyrks, þá mundi slíkum mönnum óðum fjölga, er hans beiddust eða hans þyrftu, er þeir gætu enga vinnu fengið. En dálftill léttir hlyti það samt að verða fyrir bæinn, ef hann gæti veitt öllum vinnufærum þurfalingum sínum at- vinnu. Það er skylda bæjarstjórnarinnar, að taka þetta málefni til athugunar. Hitt ráðið, sem einhverjir kynnu að vilja benda á, er það, að ýms félög, er halda uppi skemmtunum hér í bænum, héldu t. d. hvert fyrir sig eitt eða tvö skemmtikveld á vetri til styrktar þeim mönnum (heimilisfeðrum) í bænum, er leitast við að halda sér frá sveit. Og ætti ágóðinn að renna f sameiginlegan sjóð, er hafður væri til styrktar þessum mönnum. Ætti sjóður þessi að vera und- ir stjórn sérstakra manna, og bæjarstjórninni algerlega óháður. Ætti styrkur úr hon- um alls ekki að skoðast sem sveitarstyrk- ur, heldur sem viðurkenningarþóknun til þeirra manna, karla og kvenna, er með erfiðismunum halda sér frá sveit og opt eiga við lakari kjör að búa, en sveitar- limir. Gæti styrkur þessi munað nokkru, mundi hann verða hin bezta hvöt fyrir menn til að reyna að bjarga sjálfum sér og verjast sveit. Sú barátta er svo virð- ingarverð, að hún verðskuldar viður- kenningu. Um þessi efni öll, er hér hafa verið tekin til lauslegrar íhugunar, þyrfti að rita ítarlegar, en hér hefur gert verið, og mun eg ef til vill víkja að því síðar. Frá Danmörku. Ráðuneytið Holstein-Ledreborg fallið. Nýtt ráðaneyti komið á laggirnar. Zahle yfirráðgjafi. Símskey ti frá Khöfn 22. okt. síðd. Á fnndi fólkspingsins í gœr (21. okt.) var samþykkt vantraustsyfir- lýsing á ráðuneylinu danska, og baðst þá yfirráðgjafum, Holstein- Ledreborg greifi, þegar lausnar fyrir sig og allt ráðuneytið. Tilefni vantrausts-yfirlýsingarinnar hörð ummœli yfirráðgjafans um luvgri menn, er reiddust og gengu í baiula- lag við jafnaðarmenn (sósialisla) og gerbreytingamenn (»radikale«) til að steypa ráðuneytinu. 25. okt. sið. Zahle formanui gerbreytinga- manna í fólksþinginu faliðað mynda nýtt ráðuneyti. Pingrof líklegt. 27. okt. síðd. Nýtt ráðuneyti fullmyndað í dag, og í því eintómir gerbreytingamenn. i Ráðuneyiið er þannig skipað: Yfirráðgjafi og dómsmálaráðgj.: C. Th. Zahle. Landvarnarráðgj.: Chr. Krabbe. Utanríkisráðgj.: Scavenius skrif- stofustjóri. Innanríkisráðgj.: dr. phil. P. Munch. Landvarnarráðgj: Poul Christen- sen húsmaður. Kennslumálaráðgj.: Nielsen pró- faslur í Vemmelev. Verzlunarráðgj.: Weimann kon- súll í Hamborg. Fjármálaráðgj.: dr. Edvard Bran- des. Samgöngumálaráðgj.: Jensen- On- sted bóndi. * •/: Þetta nýja ráðuneyti er vafalaust að eins bráðabirgðaráðuneyti, einskonar milli- bilsstjórn, þangað til nýjar kosningar eru um garð gengnar, því að óbjákvæmilegt virðist annað, en að þingið verði leyst upp. Og að þeim loknum verður þessu ráðuneyti að líkindum hrundið, því að óséð er, að jafnaðarmenn styðji það til langframa, úr því að enginn þeirra hefur viljað taka að sér ráðgjafastöðu, er þeim eflaust hefur staðið til boða. Flokksmenn þessa ráðaneytis mega og fjölga mikið við nýjar kosningar, ef það á að hafa meiri hluta í fólksþinginu með styrkjafn- aðarmanna einna, því að naumast munu Christensensliðar eða Neergaardsliðar styðja það, og hægri menn tæplega held- ur. Það eru því fremur horfur á, að ráðuneyti þetta verði ekki ýkja langlíft. Það gengur annars heldur hrumult f dönsku pólitíkinni nú. Á rúmu ári, aða síðan í sept. f. á. hafa orðið þar þrenn ráðu- neytisskipti, nú síðast alger bylting, og 3 nýir forsætisráðgjafar sezt á veldisstólinn á þessum tíma (Neergaard, Holstein Ledre- borg og Zahle). Fyr má nú vera kútvelta en svo sé. Engum hefði getað komið það til hugar, þá er Christensen sat sem fastast í sessi fyrir rúmu ári, að hann mundi á svo skömmum tíma ekki að eins 1 hröklast úr forsætisráðherrastöðunni, held- úr vera hrakinn algerlega burt úr ráðu- neytinu með undirskriptaáskorunum til konungs og Zahle taka við stjórnartaum- unum. Það hefði þótt ósennilegur spá- dómur, þá er þeir báðir, Christensen og Zahle, voru hér í konungsförinni: Christ- ensen sem forsætisráðherra og foringi öfl- ugs flokks í þinginu, en Zahle flokksfor- ingi 9—10 þingmanna(I), og kom hér að eins við annan mann (dr. Rördam). Christensen mundi hafa hlegið dátt að því, ef því hefði verið spáð þá, að Zahle væri orðinn; yfirráðgjafi Dana að rúmum 2 árum liðnum, og allt ráðuneytið úr hans flokki einum(I). En nú er þó svo komið, hversu lengi sem)það stendur. Carl Theodor Zahle, nýiyfirráð- gjafinn og dómsmálaráðgjafi, er sonur skósmíðameistara í Hróarskeldu og rúm- lega fertugur að aldri (f. 1866), er kandi- dat í lögum og hefur alllengi verið yfir- réttarmálfærslumaður f Höfn.varum tíma ritstjóri í Arósum og kom fyrst á þing 1895, 29 ára gamall og var þá langyngst- ur þingmanna, en vakti brátt eptirtekt með því, hversu mikinn áhuga hann hafði á þingmálum, og hversu mikið far hann gerði sér um að kynna sér málin sem rækilegast. Þá er klofningur varð í vinstri manna flokknum 1904, varð Zahle í þeim hóp, er hélt fast við hina gömlu stefnuskrá vinstri manna gagnvart J. C. Christensen, og þá er Christensen varð forsætisráðherra árið eptir, gekk Zahle úr öllu bandalagi við hann og myndaði nýj- an flokk, er nefndist »Folketingets Venstre«, en síðar voru kallaðir »de radikale Venstre«, eða að eins »de Radikale«, en Christen- sen og hans flokkur nefndi þá »Rebeller« (óeirðarmenn, uppreisnarmenn) bæði í gamni og alvöru. Hafði Zahle orð fyrir þeim á þingi, og var opt alltannhvass í garð Christensens og Albertis, stóð mjög uppi í hárinu á þeim á þingi, enda aðal- maðurinn f allri mótspyrnu gegn stjórn- inni. Hann er lítill maður vexti, en hvat- Iegur, óhlífinn f orðum og ófeiminn. Christopher Krabbe, landvarn- arráðgjafinn nýi, áður héraðsfógeti í Lys- gaard, er langelztur nýju ráðgjafanna, 76 ára fullra (f. 20. júlí 1833) og kom fyrst á þing fyrir 45 árum (1864), var forseti fólksþingsins 1870—1883, sleppti þing- mennsku 1884, en kom aptur á þing 18915, frjálslyndur maður alla tíð og mikilhæfur að mörgu. Hann hefur í raun réttri ekki verið flokksbróðir Zahle’s, en staðið þeim flokki næst, og fylgt honum í flestum málum, svo að gerbreytingamenn hafa talið hann flokksmann sinn, líkt og Deuntzer. Dr. Edvard Brandes, bróðir Ge- orgs Brandesar, er annar helzti maðurinn og nafnkunnasti í þessu Zahles-ráðaneyti auk Krabbe’s. Hann er lærður maður mjög og fjölfróður, og stjórnmálamaður allmikill. Var einn af stofnendum blaðs- ins »Politiken« 1884 og hefur gefið sig allmjög við blaðamennsku. Hann er lands- þingsmaður og nú hniginn að aldri, 62 ára gamall (f. 1847). Poul Christen sen, landbúnaðarráð- gjafi er húsmaður í Ödemark nálægt Sór- ey, og nú hálfsextugur að aldri (f. 1854), hefur setið á þingi sfðan 1890, að hann varð eptirmaður Albertis gamla (föður Albertis ráðgjafa) sem þingmaður í 2. kjördæmi Sóreyjaramts. Hann kvað vera hæfileikamaður, mælskur vel og fylginn sér. Jensen-Onsted, (Jens Jörgen Jensen) samgöngumálaráðgjafi, er sjálfseignarbóndi í Onsted nálægt Odder á Norður-Jótlandi, og nú nær fimmtugur að aldri (fæddur á nýársdag 1860), kom fyrst á þing 1901. Var í Norður-Ameríku frá 1882—1886, og kvað hafa haft allmikið gagn afþeirri dvöl þar. Talinn meðal nýtustu þing- manoa í bændastétt. P. Munch dr. phil innanríkisráðgjafi er spánnýr þingmaður, komst inn á þing við sfðustu kosningar f vor. enda allung- ur maður (á fertugs aldri). Hann er sagn- fræðingur og var áður ritstjóri tímaritsins »Det nye Aarhundrede«, sem nú er runn- ið saman við »Tilskueren«. Er áhuga- mikill stjórnmálamaður. Michael Cosmus Bornemann Nielsen kennslumálaráðgjafi er prestur í Vemmelev og Hammershöj á Sjáiandi og prófastur í Slagelsehéraði, 62 ára gamall. Hann mun hafa verið kosinn á þing við síðustu kosningar í vor. Erik Julius Christian Scave- nius utanríkisráðgjafl, (sonurj. F. Scave- nitisar fyrrum ráðgjafa?) var settur skrif- stofustjóri í utanríkisráðaneytinu frá næstl. nýári. Hann er kornungur maður, að eins 32 ára gamall. Vilhelm Hartvig Otto Wei- mann verzlunarráðgjafi er kandldat í lögum, og var heimansendur yfirkonsúll f Hamborg. Hann er um fertugt. Frægur Japani myrtur. Sfmskeyti frá Kaupm.höfn í fyrrakveld hermir, að Kóreumaður hafi myrt jap- anska furstann Ito Hirobomi, er talinn var mestur stjórnmálamaður Japana, og manna mest hefur unnið að framförum landsins. Má segja, að Japan eigi honum einna mest að þakka að það er nú kornið í tölu stórvelda heimsins. Ito fursti var nær sjötugur að aldri (f. 1840) hafði á unga aldri farið til Englands og kynnzt þar sið- menningu Norðurálfubúa. Er hann kom heim aptur um 1864 leitaðist hann við að afnema bannið gegn því, að útlend skip kæmu til Japan. 1870 var hann sendur til Norður-Ameriku til að kynna sér pen- ingasláttu, og fékk síðan lögleidda nýja gangmynt í Japan, og 1872 byggði hann fyrstu járnbrautina þar í landi frá Tokio til Yokohama. Var aðalhvatamaður að því, að Japanar fengu nýja þingbundna stjórnarskipun 1889 og var opt í ráðuneyti keisara, þar á meðal forsætisráðherra 1886—88, 1892—1896 og sfðar. Hann var og hvatamaður að því, að Japan fór í ó- frið við Kína og Kóreu og vann við það landauka mikla og álit út á við, að ó- gleymdum ófriðnum við Rússa, er Ito studdi að. En í hefnd fyrir tilraunir hans til að efla veldi Japans sem mest og inn- lima Kóreu f það, hefur hann nú fallið fyrir morðvopni Kóreubúa. yílðarajntæli ágætismanna 1809—1909. Það er einkennilegt og alleptirtekta- vert, hversu mörg 100 ára fæðingaraf- mæli ýmsra ágætismanna heimsins koma einmitt á þetta ár, sem nú er að lfða (1909). Það er sjaldgæft, að á einu og sama ári fæðist jafnmargir framúrskar- arrdi menn, eins og fæðst hafa árið 1809. Hér er ekki talað um miðlungsmenn, er hafa getið sér allgott nafn 1 sögunni, heldur um stórfræga afburðamenn, er hver á sinn hátt hefur skarað fram úr að andlegu atgerfi og yfirburðum. Og slíkir menn, er aldarafmæli eiga á þessu ári, eru að minnsta kosti ekki færri en 7; geta auðvijað verið fleiri, þótt vér minn- umst þess ekki í svip. Af þessum 7 stórmennum eru 2 stjórnvitringar : A b r a- ham Lincoln og Gladstoné. 1 náttúrufræðingur: Charles Darwin, 2 tónskáld: Mendelsohn-Bart- holdy og Frederic Chopin og 2 ljóðskáld: Edgar Allan Poe og Alfred Tennyson. Eru þrír þeirra fæddir í febrúar 1809: Mendel- sohn-Bartholdy (3. febr.), Lincoln og Dar- win (báðir s. d. 12. febr.) og hinn 4., Edgar Poe, er ýmist talinn fæddur 19. janúar eða 19. febrúar, og ætla margir, að hið síðara sé réttara, og eru þá 4 þessara af- burðamanna fæddir í sama mánuðinum (febr. 1809). Chopin er fæddur litlu slð- ar, 1. marz, Tennyson 6. ágúst og Glad- stone síðast, 29. desember. Aldaratmæli hans er því ekki enn liðið hjá ogereng- inn efi á, að Englendingar gleyma ekki þeim afmælisdegi. Þeir hafa minnzt af- mælis Datwins með miklum hátíðabrigð- um og að nokkru leyti Tennysons, þótt minna bæri á þvf. Ameríkumenn hafa minnst Poe’s og sérstaklega Lincolns með miklum hátíðabrigðum. En heimttr söng- listarinnar hefur bundið þeim Mendelsohn- Bartholdy og Chopin fræga sveiga á ald- arafmæli þeirra, án tillits til þjóðernis, því að verk þeirra eru alheimseign. Hér er óþarft að lýsa sérstaklega ágæt- ismönnum þessum og þýðingu þeirri, er

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.