Þjóðólfur - 29.10.1909, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 29.10.1909, Blaðsíða 4
i8o ÞJOÐOLFUR Útsalan mikla, (10—30 °0 af^láttur) í verzlun J. J. Lambertsens, heldur eim áfram nokkra dag'a. II: J3ezt kaup og ódýru$t á GRÆNSÁPU og KRYSTALSÁPU eins og jafnan áður í h f Sápuhúsið og Sápubúðin. Þess ber að gæta, að sápur okkar eru búnar til úr hreinni olíu, en ekki úr lýsi, eins og sápur þær, er ýmsir hafa á hoðstólum. Vér leyfum oss að vara almenning við slíkri lýsissápu, þar eð hún eyðileggur þvottinn gersam- lega, og verður ekki notuð við þvott eldhússgagna sakir óþefs og óbragðs af ílátunum. lijí Sápuliúsið Sápubúðin Auslurslrscti IT' Langareg 40. Vatnsveitan. Húseigendur eru aðvaraðir um að Ioka á hverju kveldi þegar frost cr, stopphana húsleiðslunnar og hafa hann lok- aðan nóttina yfir, til þess að koma í veg fyrir að frjósi í húsleiðslunni. Ef sérstök leiðsla er fyrir þvottahús eða útihús, ætti sú leiðsla helzt að vera lokuð ætíð að vetrar- lagi, nema meðan verið er að nota hana. Húseigendum er ennfremur ráðlagt, að vefja húsleiðsl- ur sínar að vetri til einhverju efni, er ver þeim kulda. 'ffatnsveitunofnóin. eptir séra Pál Magnússon, sem var þar síðast prestur og dó 1788. Séra Vigfús var ættaður að sunnan; séra Vigfús var mesti búsýslumaður alla sína daga, verk- maður góður og sérlega verklaginn og útsjónarsamur, og hafði gengið til allra verka á heimili sínu, eins og hver annar óbreyttur vinnumaður, og sagði vinnufólki stnu til með lagi og laglegheitum; hann var smiður bæði á járn og tré, og smíð- aði alla búshluti og fann upp eða kom á gang ýmsum áhöldum, sem áður voru ó- þekkt í Fljótsdal, t. a. m. hjólbörur og hjólsleða; menn höfðu áður borið áburð- inn 1' pokum á túnin, eða þá handbörum. Hann kom mönnum fyrst til að brúka færi- grindur á túnin, til eflingar grasvextinum; hann kom mönnum til að breiða heyið í stakka og garða, eða rifja, sem sumir nefna. Aður var allt sett upp í kolludríli, sem var mikið seinlegri aðferð. Svona kom hann menningu á í sveitinni með ýmsu móti, sem til hagræðis horfði í öllu bú- skaparlegu tilliti, og svo vildi hann nú líka greiða til um búskap sinn, sem vonlegt var. Þegar hann kom að Val- þjófsstað, þá voru allar hjáleigurnar byggð- ar: Hvammurinn, þar bjó bóndi er Sig- urður hét; Miðbær, Narfi hét bóndi þar; Garðar, Erlendur Stefánsson bjó þar, bróð- ir Árna Stefánssonar föður Guðnýjar, sem Vigfús prestur ætlaði að eiga fyrir seinni konu. Þessi kot losaði prestur jafnskjótt og hann gat því við komið og hafði þau undir, og Langhús settti hann í eyði, þegar Gísli gamli dó, sem þar hafði lengi búið, og setti þangað bú frá sjálfum sér og 4 rnenn til að þjóna gripunum vetur og sumar. Faðir minn sagði mér, að hann hefði haft þar allt mislita féð sem flest, og þar höfðu verið 30 ær svartkollóttar, allar með kubba, því hann var þar smali, og með þessu lagi hleypti hann upp fjölda fjár. Hann tók til fósturs unglinga af fá- tækum foreldrum, um og eptir fermingar- aldur, og kenndi þeim bæði andlega og líkamlega vinnu, og hafði svo þessa ung- linga mestmegnis fyrir vinnufólk. Það hafði líka gott af því, því hann kenndi því prýðilega alla verklægni. Hann tók 3 syni afa míns, sem hann ól upp: Svein föður minn, Pétur fóstra minn og Magn- ús, og mannaði þá vel og kenndi þeim öllum að vefa, og svo urðu konur þeirra tveggja tvær stúlkur, sem ólust víst nokk- uð upp hjá séra Vigfúsi: Álfheiður Eyjólfs- dóttir kona Magnúsar og Kristín kona Sveins, mestu myndarkonur, svo þær báru mikið af öðrum sínum líkum. Og svona kom séra Vigtús fram í mörgu til góðs fyrir sveitarfélagið. Hann tók líka tor- næma unglinga, sem aðrir gátu ekki kennt kristin fræði, og kom þeim á framfæri. Einum dreng, Oddi nokkrum Torfasyni, varð ekki kennt að lesa, og var verið að troða í hann utanbókar einhverju. Þegar prestur fór að spyrja hann í fyrsta sinn á klrkjugólfi, þá tróð Oddur upp í sig vetl- ingnum sfnum, svo prestur varð að toga hann út úr honum. (Meira). Veðurskýrsluágrip /rá 23. okt. lil 29. okt. 1909. okt. Rv. íf. Bl. Ak. Gr. Sf. 23. - 2,1 + 0,2 -r- 0,8 +- 0,8 +- 7,o + 6,6 24. - 1,5 +- 0,3 + 1.5 +- 2,9 +- 4,6 +- 1,1 25. - 1,0 -L 3,4 +- 2,0 +- 3,o +- 6,0 +- 2,1 26. - 1,9 -r- 2,7 +- 4,o +- 3,4 +-ii,5 +- 3,5 27. - 9,0 +" 4.2 -v-io 4 +- 8,7 -4-10,5 +- 3,7 28. - 8,0 -T- 4.° +-II,2 -r-IO,2 +-13,0 +- 3,3 29. - 4,8 -f- 2,8 +- 9° -1- 7,0 +-15,0 -+- 5,3 Cggert Qlaessan yOrréttariililitiiQgsnnOar. Pósthússfræti 17. Venjulega heima id. 10—n og 4—5. Tals. 16. í fyrra haust var mér undirrituðum dreg- inn við Seyðisá hvítur lambhrútur með þessu marki: stig fr. hægra og illa gerður biti og gat vinstra, sem eg keypti eptir mati. Rétt- ur eigandi lambs þessa getur vitjað andvirðis- ins til mín og borgað auglýsingu þessa. Laug í Biskupstungum 2I/i° ’°9- Jón G. Sigurdsson. Jöröin SæunnarstaOIr í Vind- hælishreppi í Húnsvatnssýslu fæst til kaups og ábúðar frá næstu fardögum. — Upplýs- ingar hjá Páli Guðmundssyni, Njálsgötu 14. Eigandi og ábyrgðarm.: Hannes Þorsteinsson. HAtNftRSTR'17-18 1920 21-22-KOLAS-1-2-LÆKJART1-2 • REYKJAVIK* íshús og kælihús hefir undirritaðurkeypt og útbúið hjer í Kaupmannahöfn til geymslu og sölu á íslenskum afurð- um, einkum rjúpum, linsöltuðu kjöti, rullupylsum, linsöltuðum fiski og síld; og eftir nýjárið einnig á nýjum fiski og nýju kjöti isvörðu, kældu eða frosnu. Allar íslenzkar vörur verða tek- nar til geymslu og sölu fyrir mjög lág umboðslaun, svo sem saltflskur, síld, saltkjöt, gærur, ull, dúnn o. s. frv. Ágæl samhönd við stórkaupmenn, smásala, hóteleigendur og prívat heimili hjer. Kaupmannahöfn, 25. Sept. 1909. H. Th. A. Thomsen. Skinnlianzkar ódýrastir í verzl. Stnrlu jónssonar. Allsk. vörur nýkomnar í verzl. Sturlu jónssouar. Mjög lágt verð. Vindlar I. teg. a fa r ó d ý r i r, nýkomnir í Austurstræti I. Ásg. tí. tíunnlaugsson § Co. Begnkápur stórt úrval, frá 8,00—25,00. lO°/0 aísláttur fyrst um sinn. Ásg. tí. Gunnlaugsson Co. Prcntsmiðjan Gutenberg. 158 Hann hallaði höfðinu dálítið aptur á bak og hélt báðum höndum upp að skyrtu- kraganum, eins og hann væri að bisa við að losa um hann. Svo heyrðist skvamp, eins og hellt væri úr vatnsfötu, og hann hné niður á gólflð með hálsinn svo skældan, að eg sá á svipstundu, að maðurinn, sem eg hugðist hafa náð svo góðu taki á, var að ganga úr greipum mér. Eg ýtti hratt upp leynihurðinni og snaraðist þegar inn í herbergið. Augnalokin bærðust ennþá og mér fannst eg bæði geta lesið syndajátningu og undrun í augnaráði hans, þegar augu okkar mættust, Eg lagði hnífinn frá mér á gólfið og féll á kné við hlið hans, til þess að geta hvíslað 1 eyrað á honum nokkru smávegis, sem eg vildi gjarnan minna hann á, en meðan eg var að því, gaf hann upp öndina. Það er undarlegt, að eg, sem aldrei var hræddur við hann á meðan hann lifði, varð nú hræddur við hann. Þegar eg virti hann nú fyrir mér og sá, að allt var hreyfingarlaust nema blóðið, sem seitlaði niður á gólfið, varð eg allt í einu gagntekinn af heimskulegum ótta, þreif hnífinn og flýði sem skjótast aptur til herbergis míns, en gætti þó þess, að vekja engan hávaða, og læsti leyni- hurðunum á eptir mér. Það var ekki fyr en eg var kominn alla leið, að eg tók eptir þvf, að eg hafði í flaustrinu tekið blóðugan rakhnífinn, sem dottið hafði úr hendi höfuðsmannsins, 1 staðinn fyrir veiðihnífinn, sem eg sjálfur hafði komið með. Rakhnífinn faldi eg svo vandlega, að enginn hefur fundið hann síðan, en þessi óskiljanlegi ótti varnaði mér að fara aptur og sækja hinn hnífinn. Líklega hefði eg samt gert það, ef mig hefði grunað, hversu voðalegt sönnunargagn hann mundi geta orðið gegn húsbónda mínum. Lafði Avon og herrar mínir. Þetta er nú hreinskilnisleg og í alla staði nákvæm frásögn um það, hvernig dauða Barringtons höfuðsmanns bar að höndum". „En hvernig stóð á því“, spurði frændi minn gramur, „að þér létuð saklaus- an mann vera ofsóttan i öll þessi ár, þar sem eitt orð af yðar munni hefði verið nægilegt til þess að bjarga honum?“ „Það var vegna þess, að eg hafði fulla ástæðu til þess að ætla, að Avon lávarði mundi það vera mjög á móti skapi, sir Charles. Hvernig átti eg að segja frá öllu þessu án þess að gera bert ættarhneykslið, sem honum var svo umhugað um að halda leyndu? Eg játa, að það var rangt af mér að segja hon- um ekki undir eins frá, hvað eg hafði séð, en það var mér þó nokkur afsökun, að hann hvarf áður en eg fékk tíma til þess að taka ákvörðun um, hvað gera skyldi. En í mörg ár — alt frá því eg kom fyrst í þjónustu yðar, sir Charles — hefur samvizkan kvalið mig, og eg hét því, að ef eg nokkru sinni fyndi fyrri húsbónda minn aptur, þá skyldi eg segja honum alla söguna. Nú vildi svo til, að eg hlýddi á tal hr. Stone's, og af því sem hann sagði réð eg, að einhver mundi nota leyniherbergin á Kóngsklöpp. Eg þóttist nú sannfærður

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.