Þjóðólfur - 05.11.1909, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 05.11.1909, Blaðsíða 2
IjJ ÞJOÐOLFUR. 41_. /2% Jfi Hin fyrsta utsala á alls konar Skóíatnaði hjá IjiVRUSI <i. LÚÐVÍGrSSYNI, hngholtsstr. 2 hefst Laug'ardaginn 6. Nóv. n. k. — Þar verða seld mörg hundruð pör af Skófatnaði með ————— allt að 50°/0 af slsetti (h á 1 f v i r ð i). Zhoretilboiií. sem nsest stefnu landvarnarmanna, varð ofan á við kosningarnar, og landsmenn hafa án efa almennt hugsað sér hann sem væntanlegan ráðgjafa. Þar með var hann og framsögumaður og á þann hátt foringi að vantraustsyfirlýsingu til hins fyrra ráðgjafa, og mun venjulega svo á litið, að þeir, sem standa fyrir því, að steypa ráðgjöfum, standi næstir því að taka við. En svo fór sem kunnugt er, þegar atkvæði voru greidd til þrautar, að Björn Jónsson hlaut miklu fleiri atkvæði. Auðvitað gátu þá þeir, sem kusu Skúla, hafa lýst því yfir, að þeir veittu Birni Jónssyni ekki fylgi sitt. En hverju voru þeir að nær ? Fylgismenn Björns gátu eins neitað og hefðu neitað öllu fylgi við Skúla, eptir því kappi, sem þeir lögðu á þetta efni. Og hvernig hefði þá farið ? Flokkurinn hefði klofnað, sambandsmálið farið í glundroða, úrslit flestra mála orð- ið hending ein, og þingið hefði ekki get- að bent á neitt ráðgjafaefni, þvl að eng- inn hefði haft nóg fylgi. Og þá hefði verið laglega teflt. Eða hefðu menn heldur viljað fá einhvern kollhetturáð- gjafa, sem ekki hefði átt heima í neiu- um flokki — ef sá maður með mönnum annars var til 1 landinu — og grafa með því sambandsmálið ? Eitthvað mundi hafa verið að öllum fundið, hver sem fyrir val- inu hefði orðið. Eg held öllum landvarnarmönnum og meirihlutamönnum í landinu yfir höfuð megi vel skiljast af því, sem nú hefur ver- ið greint frá, að það nær engri átt, að landvarnarmenn á þingi eigi skriptir skil- ið fyrir framkomu sína í aðalmáli lands- ins. Þeir eiga einmitt þakkir skilið fyrir hana. Þeir hafa lagt völd og vild á fót- skör þessa máls, sem mest er. Það var skylt. Og það skylduverk var unnið. Allt annað mál er það, hve lengi landvarnar- menn geti veitt núverandi ráðherra fylgi sitt. Það er undir honum sjálfum komið. Ekkert þing hefur betur út f æsar nokkurn tím a fylgt kröf- um landsmanna en þingið 1909 hefur gert 1 sambandsmálinu. Þori nokkur að segja annað, segir hann annaðtveggja ósatt vísvitandi eða hefur að öðrum kosti ekki vit á því, sem hann talar um. Aðfinnslur vina vorra hinna yngri land- varnarmanna hefðu öllum að skaðlausu getað beðið, þangað til þeir voru búnir að athuga sig betur, og vita, hvort þeir fyndi einhver rök fyrir máli sínu. En hugfullir ungir menn eru jafnan bráðlátir, og geta því stundum orðið nógu veiði- bráðir. En áhugi þeirra á landsmálum er hins vegar aldrei lítils virðandi. Þeir eru oft nauðsynlegur órói í gangverkinu, góður vekjari, ef hina eldri mennina tek- ur að syfja — sem ekki var f þetta sinn — og fyrir þeim liggur að verða tímans herrar, þegar þar að kemur, eptir því, sem þeim eykst aldur og vizka og náð hjá guði og mönnum. 7. Þ. yHþýíukveískapur. Jón Hinriksson: Ljóðmaeii. Gefirt út á áttugasta aldursári höfundarins. 357 bls. 8. Með mynd hö/undarins og stuttu œfiágripi. Höfundur Ijóðmæla þessara, Jón Hin- riksson, fyr bóndi á Helluvaði við Mývatn, er nú áttræður að aldri (fæddur 24. okt. 1829), og mun eiga að skoða bók þessa sem afmælisgjöf til gamla mannsins frá börnum hans, en aðalútsala Ijóð- mæla þessara er í bókaverzlun Guðm. Gamalíelssonar. Vafalaust verður höf. það gleðiefni, að sjá Ijóð sín á prenti, og börnum hans verður ekki láð, þótt þau vildu gera honum þessa ánægju. Það er ræktarlegt við gamlan föður. Hitt er annað mál, frá bókmenntalegu sjónarmiði skoðað, hvort höf. hefði ekki verið gerður meiri greiði með því að hafa bókina helmingi styttri. Þeir sem að útgáfunni standa eru sumir hverjir að minnsta kosti svo góðir smekkmenn, að þeir verða að kannast við, að fjölda margt er í bókinni harla létt á metunum frá skáldlegu sjónar- miði, frá sjónarmiði listarinnar, og það væri naumast rangur dómur eða of strang- ur, þótt svo væri sagt um flestöll kvæði bókarinnar, en með því að hér á í hlut hagorður alþýðumaður, er engrar mennt- unar hefur notið, þá væri ekki sanngjarnt að leggja mjög strangan mælikvarða á þau í samanburði við Ijóð menntaðra manna. En vitanlega verður að gera nokkrar kröfur til alþýðukveðskapar, úr því að hann er birtur á prenti. Jón Hin- riksson hefur þótt gott skáld í sinni sveit og enda víðar á Norðurlandi. Jón Arna- son á Víðimýri var og talinn góðskáld á alþýðuvísu, áður en ljóðmæli hans voru gefin út, en eptir að þau birtust almenn- ingi, minnist enginn á hann sem skáld, enda hafa ljóð hans harla lltið skáldlegt gildi, og betri eru þó Ijóðmæli Jóns Hin- rikssonar yfirleitt, og má hann því vel una, því að Jón heit á Víðimýri þótti snillingur heima í héraði meðal Skag- firðinga. Því er svo varið um margan alþýðukveðskap, að hann þrífst bezt í heimahögum og er þar mest metinn, en nýtur sín síður á almannafæri, er hann er sendur heiman að til ókunnra manna. En enginn vansi er það höf. þessara Ijóð- mæla, þótt þau standi langt á baki því bezta, er vér höfum í þeirri grein, t. d. kvæðum Bólu-Hjálmars, sem var stórskáld, þótt ómenntaður væri. Ljóðmæli Páls Ólatssonar verða og ekki tekin til sam- anburðar, því að þótt þau séu talin til alþýðuskáldskapar, þá hafði Páll svo mikla menntun fram yflr óbreytta almúgamenn, að hann verður alls ekki settur á bekk með ómenntuðum alþýðuskáldum. Jóni Hinrikssyní er fremur liðugt um að ríma, en hugsanirnar eru ekkí að því skapi veigamiklar eða frumlegar. Mærðin er svo afarmikil, og mesti sægur af kvæð- unum er ýkja langur, t. d. sum ljóða- bréfin og erfiljóðin, og verður sá lestur þreytandi, þá er svo óvíða sker úr, að eptirtekt lesandans verði fangin. Fæst erfiljóðanna eru mikils virði, sem varla er við að búast. Þau munu flest »pönt- uð«, ort eptir ósk annara. Einna bezt eru erfiljóðin eptir séra Stefán Jónsson á Þóroddsstað, er úti varð 1888. Hesta- vísur eru mýmargar í bókinni, flest erfi- ljóð, og er sami gallinn á þeim og hin- um erfiljóðunum — lengdin ofmikil, en | allvlða eru dágóð tilþrif f þessum góð- hestaljóðum. Er auðsætt, að höf. muni hestamaður allmikill verið hafa og gaman þótt að taka skeiðsprett snarpan á skjótum fáki. Eitthvert bezta kvæðið í bókinni er fyrsta kvæðið: »Á þjóðhátíðinni 1874«. I Sellöndum* (bls. 298) er og dágott kvæði yfirleitt, og sé það ort 1903, eins og þar segir, þá er höf. var 74 ára, þá er það næstum annálsvert, hafi höf. einn um það fjallað, og ekki notið styrks eða lag- færingar Sigurðar á Arnarvatni sonar síns, er einmitt hefur ort ágætt kvæði um öræfin norður þar (Herðubreið o. fl.). Annars er þýðingarlítið að telja upp beztu kvæð- in { bókinni, og ekki nennum vér að elt- ast við mállýti og prentvillur, eða þylja upp langar romsur af því lakasta, er litill eða enginn skáldskapur getur kallazt. Vildum vér og sízt gera gömlum manni og gegnum skapraun nokkra með skymp- ingum og skemmdarorðum um það, sem honum er hjartfólgnast, því að kunnugt er oss um, að ekkert tekur hagmæltan mann sárara, en að sjá Ijóð sfn lítils metin. Og margur hagyrðingur hefur saknað þess sárt alla æfidaga, að sjá ekki á prenti ljóðasyrpu sfna. En þessi ánægja, er svo margir »Bragabræðurc Jóns Hin- rikssonar hafa orðið að fara á mis við, hefur honum hlotnazt, áður en tjaldið fellur til fulls og felur hann sýn samferða- mannanna. Thoretilboðið svokallaða var að vísu kæft á sfðasta þingi, en þar sem um jafn merkilegt mál er að ræða, og auk þess má vænra þess, að það verði bráðlega reist úr rústum aptur í einhverri mynd, virðist ástæða til að taka mál þetta til at- hugunar. Mál þetta kom að öllu leyti óundirbúiA inn á þing síðast, og var því eðlilegt og sjálfsagt að um það færi eins og fór í þetta skipti. Slík mál þurfa Ítaílegan og rækilegan undirbúning og alvarlega um- hugsun, áður en ráðizt er í að framkvæma þau, og sérstaklega þegar löggjafarvaldið1 er að ganga inn á nýjar og óruddar brautir. Með máli þessu virðast málsvarar þess vilja leiða hér í framkvæmd kenningar,. sem að vísu eru ekki með öllu óþekktar hér, en þó lítt reyndar í framkvæmdinni,. en það eru kenningar jafnaðarmanna um að ríkið eigi að taka að sér framleiðsluna og samgöngumálin. Þessar kenningar hafa rutt sér mjög til rúms á síðari tímum og þó fæstir stjórnvitringar landanna hafi viljað kannast við þær, er það kunnara en frá þurfi að segja hversu mikil áhrif þær hafa haft á gerðir þinga og stjórna, enda er það ekki nema eðlilegt, því al- staðar þar sem reynt hefur verið að leiða þær 1 framkvæmd, hefur það haft hin blessunarrlkustu áhrif. Ef vér lítum á frumvarp það, sem lá fyrir slðasta alþingi um hluttöku landsjóðs í Thorefélaginu og skoðum það sem til- raun til að reyna að koma hér í fram- kvæmd nefndum kenningum, hlýt-ur sú spurning strax að vakna, hvort þetta sé fyrsta sporið, sem stíga á og stíga þarf og hlýtur það svar að minni hyggju að verða neitandi. Það sem hverju þjóðfélagi ríður mest á er að tryggja sjálfstæði sitt efnalega og þarf því ríkið fyrst og fremst að taka að sér og annast um framleiðsluna, að hún sé nægileg og hæfilega skipt milli með- lima þjóðfélagsins; þar næst koma sam- göngumálin, og þá auðvitað fyrst sam- göngur á landi, þvf þar er eptirlitið auð- veldara og hægara viðaðráða, samkeppni og því um líkt. Síðast af öllu getur verið að ræða um, að ríkið taki að sér sam- göngur á sjó, vegna þess, að þar er svo erfitt að fyrirbyggja hættulega samkeppni og að þurfa að grípa til annara eins ör- þrifaráða eins og að leggja á lestagjald til verndar útgerð ríkisins er afarhættu- legt fyrir lítið og fátækt þjóðfélag, enda með öllu óvíst, hvort aðrar þjóðir létu sér það lynda. Ef landið væri búið að taka að sér fram- leiðslu og atvinnumál og samgöngur á landi væri allt öðru máli að gegna og gæti þá verið beint nauðsynlegt að ráða yfir samgöngum á sjó, en þangað til gæti það verið mesta hættuspil vegna sam- keppni þeirrar, er vænta mætti, og ekki grípandi til þess, nema ekki sé annars úrkosta. Það er og eptirtektarvert, að ekkert ríki f heimi hefur enn látið sér detta í hug að taka að sér samgöngur á sjó, enda þótt sum þeirra séu þegar búin 2S Útsalan mikla!* ÍO — 30°J0 afsláttur í verzlun 3* lambertsen heldur áfram enn þá nokkra daga. Hver sem par kaupir, fer ánœgdari en hann kom.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.