Þjóðólfur - 19.11.1909, Síða 3

Þjóðólfur - 19.11.1909, Síða 3
ÞJOÐOLFUR igi Krá Landsímanum. Tekjur Landsímans 2. ársfjórðung 1909: Símskeyti innanlands: Almenn skeyti 3754 45 Veðurskeyti 1200 OO 4954 45 Símskeyti til útlanda Almenn skeyti 2982 95 Veðurskeyti 3i5 43 3298 38 I90 8: Símskeyti frá útlöndum . . . 1 S°5 80 kr. 9758 63 ( 6825 98) Símsamtöl . . . — 9643 70 ( 6i53 80) Talsímanotendagjald — 2181 08 ( 824 55) Viðtengingargjöld og einkaleyfisgjald — 471 251 00) Aðrar tekjur 221 56í ( 702 Samtals kr. 22276 22 (i45°6 33) En um sagnaritunina er það segja, að hún virðist nú sem stendur sjaldgæfari en áður átti sér stað. Þeir eru tiltölulega fáir, sem leggja í vana sinn að rita upp viðburði eða æfintýri, og þætti um ein- staka menn. — I þessu sambandi á eigi við að telja þá, er fást við sagnaritun með styrk af opinberu fé, vitan- lega eigum vér þeim mikið að þakka, því skal ekki neitað. Og margur hefur haft gagn og ánægju af að lesa »íslenzkt þjóð- erni« og »Gullöld Islendinga«. En hér á eg eigi við sagnaritun þeirra manna, er gert hafa sögurannsókn og sögu- ritun að lífsstarfi sínu að meira eða minna leyti. Söguritun þeirra manna er tíðust bund- in við forntímann, og það sem þeir skrifa er vanalega heildarsaga, annaðhvort þjóð- arinnar frá upphafi vissra alda í lífi henn- ar, eða saga einstakra manna er liíað hafa endur fyrir löngu, Sú sagnaritun, sern átt er við hér að framan, er þessi gamla ísíenzka sögu- ritun að safna upplýsingum um menn, sem lifa eða hafa lifað fyrir skömmu og at- burði, sem eru að gerast eða hafa nýlega átt sér stað og rita það upp. Þessi sagnaritun er afar þýðingarmikil. Hún er að nokkru leyti grundvöllurinn undir seinni tíma söguritun. Sögur vor- ar eiga að miklu leyti rót sína að rekja til þessarar sagnaritunar í gamla daga. Það er því 1 fyllsta máta þakklætis- og virðingarvert, er einstakir menn taka sér fram um að skrifa upp sannar sagnir um merka menn og málefni. Næst- um í hverri sveit á landinu hafa lifað og lifa menn, sem eitthvað er eða hefur verið einkennilegt við eða sögulegt. Vér þekkj- um og könnumst við menn, er verið hafa framúrskarandi duglegir, bætt jarðirnar og unnið ýms stórvirki. Aðrir hafa verið gáfumenn miklir, einkennilegir í lund og kallaðir sérvitrir. Og enn aðrir hafa get- ið sér orðstfr fyrir afskipti sfn af opin- berum málum og forgöngu framfarafyrir- tækja í sínu héraði o. s. frv. Margir þessara manna hafa verið svo nýtir og þarfir þjóð- inni og haft þýðingu fyrir líf hennar á einn eða annan veg, að það væri bæði skaði og skömrn, ef minning þeirra glat- aðist með öllu. Sögur þessara manna ætti því að rita, og koma þeim handritum fyrir á óhultan stað, svo þau ekki eyðilegðust. En nauð- synlegt er, að rétt og greinilega sé skýrt frá öllu. Ríður þeim á, er þetta hafa með höndum, að vera vandir að heimild- um, ef þeir eru ekki sjálfir heyrnar- eða sjónarvottar að söguefninu. Þeir menn, sem kunnugt er um, að nú á tímum fást við að skrifa upp sagnir af mönnum og viðburðum, sem eru að ger- ast, eru þeir Brynjólfur Jónsson frá Minna-Núpi, skáld og fræðimaður og Sighvatur Borgfirðingur, sagna- ritari á Höfða í Dýrafirði. Brynjólfur hefur skrifað söguna af Þuríði for- m a n n i, sem einu sinni fylgdi »Þjóðólfi«. Er hún einkar fróðleg og skemmtilega rituð. — Mér er kunnugt um, að Brynj- ólfur hefur safnað ýmsum sögum um nafn- kunna menn þar eystra og atburði, sem þeir hafa verið riðnir við. En eigi hefi eg heimild til að skýra frekara frá því, hverjir þeir menn eru. En þess vil eg óska, að Brynjólfi vini mínum endist ald- ur til að ljúka við ýmsa söguþætti, sem hann er byrjaður á, og hefur f smíðum. Auk þessara manna, er nú voru nefndir, hitti eg í haust á ferð minni um Stranda- sýslu tvo menn aðra, er fást við sagnrit- un. Annar þeirra er Finnur Jóns- s o n á Kjörseyri í Hrútafirði. Hefur hann þegar ritað nokkrar bækur, og eru þ*ð mest frásagnir um menn, er hann hefur þekkt í ungdæmi sfnu. Er þar sagt frá mörgu fróðlegu. Meðal annars eru í bókum hans sagnir og lýsingar á þeim Guðmundi presti Torfasyni að Torfastöð- um, Þórði presti Arnasyni að Klaustur- hólum og Mosfelli, Jóni bónda Halldórs- syni frá Búrfelli og Reykjum 1 Mosfells- s/eit og mörgum fleiri. •—Hannereinnig byrjaður á að safna upplýsingum og rita um Asgeir Einarsson á Þingeyrum og fleiri merka menn, er lifað hafa og starf- að á öldinni sem leið. Þessi rit Finns eru svo merk og fróð- leg á ýmsan veg, að þau mega alls eigi glatazt. Væri æskilegast, að Landsbóka- hér í Reykjavík reyndi að eignast þau. Hinn maðurinn þar vestra, sem eg gat um, er Halldór Jónsson, bóndi í Miðdalsgröf. Hann hefur safnað teiknin öll afljóðmælumeptirýmsa alþýðuhöfunda, og hefur langmestur hluti þess aldrei verið prentaður. Er þessi Ijóðmælasyrpa orðin 16 b i n d i í 8 blaða broti, og er hvert bindi 200—600 blaðsíður. Skriptin er mjög góð og allur frágangur hinn vand- aðasti. Veður- og viðburðadagbók heíur Hall- dór haldið í 22 ár, eða frá 1887. Er þar margs getið, sem við hefur borið á þess- um árurn, einkum þó þar nyrðra. Þar er og yfirlit yfir ástand sveitarinnar (Kirkju- bólshrepps) öll þessi ár, að þvf er snertir búskap manna, efnahag og aðrar ástæð- ur. — Nú er hann byrjaður á að skrifa upp sagnir um merka menn þarnorðurfrá. Meðal annars er hann að safna því sem hann getur um Torfa Einarsson á Kleif- um, mjög merkan mann á sinni tíð, og skrifa það upp. Sumir kunna nú að ímynda sér um Halldór í Miðdalsgröf, að þessar skriptir hans dragi þann dilk á eptir sér, að bú- skapurinn sé vanræktur og hafður í hjá- verkum. En því er eigi svo varið. — Halldór situr jörð sfna prýðisvel •, hann er sístarfandi úti og inni. Þegar fært er vinnur hann að jarðabótum og húsagerð. Hann er einyrki og á 4 börn. En frf- stundirnar — þegar hann kemur inn frá jarðabótunum og fénaðarhirðingunni — notar hann til þess að færa í letur kvæði og sögur. Grein þessi er nú orðin lengri en eg hafði ætlazt til, enda skal nú staðar num- ið. En með þessu, sem hér er sagt, hef eg viljað vekja athygli á sagnafróðleik þjóðarinnar að fornu og sagnaritun. En þetta hvorttveggja virðist jafnvel vera í apturför hjá þjóðinni, og er því eigi alfarið ástæðulaust, að minna menn á og hvetja þá til að viðhalda sögulestrinum og sagnarituninni. Sigurðnr Sigurðsson. Gullbrúðkaupsafmælis þeirra hjóna, Páls Melsteðs og frú Þóru konu hans, var minnzt 13. þ. m., með því að þeim var fært skrautritað heilla- óskaávarp frá ýmsum bæjarbúum, fyrir forgöngu Stúdentafélagsins. Ennfremur gengu kvennaskólastúlkur í skrúðgöngu heim til þeirra og fluttu kvæði, er Steingrím- ur Thorsteinsson rektor hafði ort. Guli- brúðguminn varð þann dag 97 ára gam- all (f. 13. nóv. i8i2)oger langelztur skóla- genginna manna á landi hér. Hann er nú orðinn alblindur og liggur 1 kör, en allvel málhress. Sauðaþjófnaður er kominn upp hér í bænum. Mann- ræfill nokkur, Guðmundur Erlendsson að nafni, til heimilis hér í bænum, hafði á heimleið ofan úr Mosfellssveit í næstl. viku, tekið kindur út úr girðingu hjá Þor- birni bónda Finnssyni í Ártúnum ogrek- ið þær niður í bæinn, sleppt þar samt nokkrum aptur, en tekið loks 9, er Þor- björn átti, og slátrað sumum sjálfur, en látið sumar upp í húsaleigu til húseig- anda (Guðm. Magnússonar frá Blldsfelli) og eitthvað til annars manns (Kristjáns steinsmiðs) upp í skuld, Þjófnaður þessi varð skjótt uppvís, með þvl að engu öðru fé var slátrað f bænum um þessarmund- ir. Hefur maðurinn þegar játað þjófnað- inn. Hefur hann áður (í fyrra) verið dæmdur fyrir smáþjófnað, þjófnað á sjali, en varð nú þetta að mun stórtækari nú. — Ekki er Þjóðólfi kunnugt um pólitisk- ar skoðanir sauðaþjófs þessa, en sjálf- sagt.verður »Reykjavík« ekki lengi að skipa honum til sætis 1 stjórnarflokknum, sbr. síðasta blað, þar sem þrennskonar smáþjófnaður er settur 1 samband við pólitlk meiri hlutans(l), og einn þessara manna (Kristján Buch) meðal annars tal- inn starfsmaður síðasta alþingis, enda þótt sá maður kæmi þar hvergi nærri, hvorki pallavörzlu né öðru. — En hvað gerir það til í þvl virðulega sæmdar- og sannleiks-málgagni ? Vígslubiskupar. Nú er farin fram kosning tveggja vígslu- biskupa hér á landi, samkvæmt lögum slð- asta alþingis. í Skálholtsbiskupsdæmi hinu forna var Valdimar Briem prófastur á Stóra- núpi valinn vígslubiskup með 66 atkv. af 84, er greidd voru. Séra Jón lektor Helga- son fékk 12 atkv. og séra Jens Pálsson í Görðum 3. Hin dreifðust. I Hólabiskupsdæmi hinu forna var Geir Sæmundsson prófastur á Akur- eyri valinn vígslubiskup með 16 atkv. Þar komu öll atkvæði fram, alls 37. Fékk séra Björn Jónsson 1 Miklabæ 4, séra Stefán M. Jónsson á Auðkúlu 4, séra Jónas Jónasson á Hrafnagili 3, séra Árni Jónsson á Skútustöðum 3 o. s. frv. — Vígslubiskup Hólastiptis verður að líkindum vígður að Hólum í Hjaltadal að sumri, því að bisk- up ætlar þá að halda þar prestastefnu. Sjórtleikar. Leikfélag Reykjavíkur lék í fyrsta skipti á þessum vetri í gærkveldi leik, er nefn- ist »Ástir og miljónir«, eptir enskan höf- und, Alfred Sutro. Leikurinn heitir á ensku »John Glayde’s Honour«. Hans verður nánar getið næst. Eptirmæli. í Núpdalstungu í Miðfirði í Húnavatns- sýslu andaðist 21. jan. þ. á. Elínborg Guð■ mundsdóttir, ekkja Jóns sál. Teitssonar, er andaðist 10. okt. 1901, eins og áður hefur verið getið í Þjóðólfi. Hún var 84 ára gömul, eitt af börnum Guðmundar hins mikla völundar á Völlum og föðursystir Guðmundar Björnssonar landlæknis. — Af börnum þeirra Jóns Teitssonar og Elfnborgar lifa tveir bræður: Björn bóndi í Núpdals- tungu og Jónas bóndi á Spena. — Elínborg sál. var hinu mesti kvennskörungur og mat það meira, að vera, en sýnast. — Elzti sonur Guðmundar á Völlum, Jónas bóndi í Svarð- bæli, andaðizt 23, júni 1907, 84 ára gamall. Hann var hagleiksmaður og vel látinn af öllum; kona hans, Kristbjörg Björnsdóttir, lifir 163 ástríður, það var sannarlega undrunarvert. Þó að þvottaskálin hans hefði fengið keipa í sig, hefði hann ekki furðað sig meira á því. Þegar við áttum eptir um 50 faðma að húsi föður míns, sá eg Gorcoran, risann á græna frakkanum, stika niður eptir trjágöngunum. Faðir minn beið eptir okkur í dyrunum og var sýnilega glaður í bragði, þótt hann vildi ekki láta á því bera, »Mér þykir vænt um að geta gert yður greiða, sir Charles«, sagði hann. »Við höfum ákveðið það kl. 7 í fyrra málið á Disling almenningi«. »Eg vildi óska, að það hefði ekki verið svo snemma dags», sagði frændi. »Annaðhvort verður maður að fara á fætur fyrir allar aldir, eða vanrækja að búa sig«. »Þeir búa þarna í veitingahúsinu hinumeginn við veginn, og ef þér óskið að hafa það seinna —«. »Nei, nei, eg skal reyna að komast á fætur, Viljið þér koma upp í her- bergið mitt, Ambrosíus, með öll áhöldin kl. 5 í fyrra málið. »Eg veit ekki, hvort þér kærið yður um að nota skammbyssurnar mínar«, sagði faðir minn. »Eg hef haft þær í fjórtán orustum, og þér getið ekki ósk- að yður betri tækja á allt að þrjátíu metra færi. Þakka yður fyrir, en eg hef einvígisskammbyssurnar mínar hérna undir öku- mannssætinu. Látið þér bera olíu á gikkina, Ambrosíus, því að eg vil ekki, að þær standi á sér. Sæl systir, eg er kominn aptur með drenginn þinn jafn- óspilltan sem áður vona eg«. Eg þarf víst ekki að segja frá því, hversu blessunin hún móðir mín grét af fögnuði og kjassaði mig, því að þú, sem átt móður, getur sjálfur ímyndað þér það, og þú sem enga móðir átt, færð aldrei skilið, hversu hlýtt og nota- legt er í hreiðrinu heima fyrir. Mig hafði langað mikið til þess að sjá furðu- verk borgarinnar og eg hafði séð meira af þeim heldur en eg hafði nokkru sinni gert mér í hugarlund, jafnvel í mestu draumórunum, en ekker hafði eg samt komið auga á, sem mér virtist jafn viðkunnanlegt og friðsamlegt eins og litla dagstofan okkar með öllum smámununum, sem eru svo lítilvægir í sjálfu sér, en sem svo margar endurminningar eru bundnar við. En hvað það var líka ánægjulegt að sjá föður minn rjóðan í andliti með pípuna sína öðrumeginn við arininn, og hinumeginn móður mína með prjónana sína, sem aldrei lágu kyrrir. Þegar eg virti þau fyrir mér, furðaði eg mig á þvf, að mig skyldi nokkurntlma hafa langað til þess að fara frá þeim, eða eg gæti fengið af mér að fara frá þeim aptur. Eg varð samt að skilja við þau aptur og það bráðlega. Sagði faðir minn mér það með háværum heillaóskum, en móðir mín með tárin í augunum.

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.