Þjóðólfur - 26.11.1909, Side 3

Þjóðólfur - 26.11.1909, Side 3
ÞJOÐOLFUR 195 hagsýnina. Viðskipti við England, Þýzka- land og Ameríka mundu miklu hagfeld- ari fyrir Islendinga. Oss vantar beinar skipaferðir til Ameríku. Fæ eg ei ann- að skilið en þá hlyti að myndast af því viðskiptalff, sem gæti numið allmiklum hagnaði fyrir landið, ef með því móti væri hægt að koma á beinum viðskipt- um milli framleiðenda og neytenda. Frá Ameríku gætu þá kaupfélögin hér pantað ýmsar vörur. Sýnist ,þá eðlilegast, að hér væru sett á stofn forðabúr, er væru milliliður milli framleiðenda og neytenda, sem jatnframt gæti verið stórsöluverzlun, og þangað mætti svo flytja rúg í stórum stýl á sérstökum skipum frá höfnum rúg- landanna sjálfra. A meðan þessu llkt fyrirkomulag er eigi komið á, þá virðist mér að kaupfé- lögin ættu hægt með að sameina sig um innkaup á matvöru og ýmsum fleiri vör- um í heilum skipsförmum. Með því móti ætti að fást ódýrari vara og ódýrari flutn- ingur. En samvinna kaupfélaganna er eigi meiri en svo, að þau hafa ekki get- að sameinað sig um kolafarm, timburfarm eða saltfarm, enn sem komið er. Um vöruvöndun hefur eigi nægi- lega verið hugsað í kaupfélögunum hing- að til, þó þau hafi samt, öðrum fremur, gert nokkuð í því efni. Yfirgripsmikil samvinná í þeim efnum er óhjákvæmi- leg, ef nokkuð verulegt á að geta komizt í framkvæmd, sem þýðingu hafi á heims- markaðnum. Sláturhúsin eru þar fyrsta sporið. Um ullina hefur verið allt of iitið hugsað. Hugsanlegt virðist mér það, að ullarvöndun yrði meiri hjá bændum, ef í hverju kauptúni, þar sem nokkuð verulegt er um ullarútflutning væru tveir eiðsvarnir ullarmatsmenn. Þeir ættu að skipta allri ull í flokka, eptir gæðum og hver flokkur að hafa sitt ákveðna aðal- merki um land allt. Þetta ætti að vekja metnað hjá bændurn og í útlöndum ætti það fljótlega að vekja traust á vörunni, halda verðinu misfelluminna og þoka því jafnframt hærra. Kostnaðinn við þetta ullarmat ætti að borga úr landssjóði. Aptur á rnóti mætti leggja lítilsháttar út- flutningsgjald á ullina, til þess að vinna upp á móti matskosnaðinum. Hugsanlegt virðist mér og að bændur stofnuðu sameignarþvottahús til ullarverkunar. Þyrfti þá sérstakt mat á óverkaðri ull hvers eins, og sérstök aðal- útflutningsmerki. Sú ull ætti að komast í hátt verð og auka álit fslenzku ullarinn- ar, sem er viðurkennd að vera ágæt í sjálfu sér. Þann vitnisburð gáfu Ameríku- menn henni, áður en þeir voru sviknir á henni. Heyrzt hefur að þeim hafi verið seld rússnesk ull í Kaupmannahöfn sem íslenzk ull, og er slíkt ekki bótakostur. Við þessu þarf að sporna og það er, fyrst og fremst, með lögboðnu vöru- m e r k i um land allt og hinsvegar með þvf, sem að framan er greint, ásamt fleiru, er koma kann f leitirnar, þegar almenn stund verður lögð á betri og samræmis- legri ullarverkun en hingað til. UU til útflutnings, er ein af þremur aðalland- búnaðarvörum landsmanna; hinar eru: kjöt og smjör. Gagnvart þeim vörum eru samvinnufélögin alvarlega tekin til starfa og horfa tilraunir þeirra til góðs gengis. Það má eigi lengur svo búið standa, að ullin sé þar undanskilin, og hver verki hana með ósamkynja áhöldum eptlr sínu höfði. Verðmunur sá, sem nú þegar er búinn að ná festu á markaðnum, gagn- vart norðlenzkri og sunnlenzkri ull, bend- ir í áttina, að mismunandi gæði og verk- un ullar sé ekki þýðingarlítið, og þó er, innan þessarar flokkunar, allt í ruglingi eg stefnulaust. (Niðurl. næst). Sjónleikar. Nýi leikurinn, »Astir og miijónir«, er getið var um í síðasta blaði, að leikfé- lagið væri byrjað að leika, hefur nú ver- ið leikinn tvisvar sinnum, en óvíst, að hp.nn geti haldizt lengi á leiksviðinu, með því að hann þykir nokkuð daufur og langdreginn með köflum, einkum i. þátt- urinn. Efni hans snýst um enskan milj- ónamæring og konu hans, er í fjarveru mannsins lætur ungan málara mála mynd af sér, og verða þau ástfangin hvort í öðru. John Glayde, miljónamæringarinn, fær skeyti til Amertku um að hætta sé á ferðum, og hann bregður óðar víð og heldur heim til sín til Parísar, því að þar áttu þau hjón heima. Hann hafði áður ekki um annað hugsað en græða fé, haft allan hugann við það, en skeytt lítt um konu sfna, en unni henni þó undir niðri, og héfur nú staðráðið, að ganga f endurnýjungu lífdaganna, losa sig úr fjárgróðabrallinu,';"eri hafðij.fveiklað heilsu hans, og helga konu sinni það sem eptir væri æfinnar. En hún tekur þeim sinnaskiptum hans þurlega og fer undan í flæmingi, er hann gengur á hana um ástir hennar og málarans. Loks kemst hann þó hjá öðrum að hinu sanna í þessu efni um það leyti, er hún hetur ákveðið að strjúka með málaranum, Henni verður hverft við, er hann veit um þetta óleyfilega samband hennar og málarans, og þykist lofa bót og betrun og óskar fyrirgefningar, en það er upp- gerð ein til þess að geta komizt burtu með málaranum. John Glayde trúir henni og leyfir henni að fara, því að hún þykist ætla í heimboð. En litlu síðar kemst hann að þvf, að hún hafi farið beina leið heim tfl málarans, og rýkur því af stað þangað. Er hún þá í brottbúningi og tæst ekki til að snúa heim aptnr með manni sínum. Hann tekur því það ráð, að gefa saroþykki sitt til þess, að þau megi fara hvert á land er þau vilji, f stað þess að hefnast á málaranum og konu sinni, erstanda bæði í leikslok mjög áhyggjufull út af þessu ó- vænta »göfuglyndi« mannsins, er hjá höf- undinum á að vera hin harðasta refsing fyrir tál og lygar konunnar. Og með því lýkur leiknum. Hann á að sýna, að hjónabönd auðkýfinganna, er ekki hugsa um annað en mammon og afrækja þess vegna konur sínar, hljóti að verða ó- gæfusöm, og þess vegna sé afsakanlegt, þótt konan bregðist hjúskapartryggðinni. En slfkar óleyfilegar ástir séu hins vegar augnabiiks-ástrlða, er fljótt hjaðni, er til alvörunnar kemur, og lftt megi því á þeim tilfinningum byggja, sérstaklega frá karlmannsins hálfu, og einkum ef elsk- huginn er eldri en konan. — Leikur þessi er að vísu ekki veigamikill, né sér- lega átakanlegur, en ekki óliðlega sam- inn og sumt í honum dágott. En yfir- leitt er fremur lítið í hann varið, Höf- uðhlutverkin í honum eru leikin af Jens Waage, er leikur miljónamæringinn og ungfrú Emilíu Indriðadóttur, er leikur konu hans, Muriel Glayde. Leikur Jens vfðast hvar fremur vel og sumstaðar mjög vel. Hlutverk ungfrú Emilíu er allerfitt og vandasamt, en hún leysir það furðu- vel af hendi, ekki sízt í síðusta þætti, þá er hún neitar manni sínum að fara heim með honum. Sá leikur hennar er góður. Og hún getur yfirleitt verið mjög ánægð með, hvernig henni hefur tekizt með þetta stærsta og vandasamasta hlutverk, er hún hingað til hefur fengið að reyna sig við í leikfélaginu, því að þótt hún taki það nokkuð á annan hátt, en Guð- rún systir hennar mundi hafa tekið það, þá teljum vér óséð, að hún hefði gert það betur; sennilega ekki. Umhinhlut- verkin er lítið að segja. Þau eru leikin sæmilega flest, en frekar ekki, og virðist ekki ástæða til, að nefna þar einn öðr- um fremur, er taki hinum fram. Þjónn John Glayde’s er dálítið hjáleitur og gerfi hans ekki sem heppilegast, svo að hann verður hálfgert að undri, þótt hjá- rænulegur eigi að vera. Ræða Schack’s fólksþingsmanns, er getið var um í sím- skeyti hér 1 blaðinu fyrir skömmu, er nú hingað komin í heilu lagi, eins og hún er prentuð í ríkisþingstíðindunum dönsku. Er hún harla ósvffin f vorn garð á ýms- an hátt. Meðal annars verður ræðumanni mjög tíðrætt um millilandanefndarfrum- varpið, og telur það hafa verið allt of gott fyrir oss(l). í nefndinni hafi setið 70—80 ára gamlir danskir fauskar, er ekki hafi haft nokkra þekkingu á íslenzk- um málum. Hinn eini danski maður, er nokkuð vissi í þessum efnum, væri dr. Berlin, en hann hefði því miður verið að eins skrifari í nefndinni. Um viðskipta- ráðunautinn, Bjarna Jónsson, segir hann meðal annars, að hann sé alkunnur Dana- hatari, og sé nú (5. nóv.) að halda fyrir- lestra 1 Noregi og skamma Dani, sé að reyna að koma íslenzku verzluninni úr höndum Dana í hendur Norðmanna, og vitnar í nokkrar setningar úr fyrirlestrum hans sínu máli til sönnunar. Skorar hann á stjórnina að hafa gát á þessum herra og starfsemi hans f öðrum rfkjumogsam- bandi við erlendar stjórnir. Hér séverið að vinna að skilnaði Danmerkur og Is- lands, og einn af helztu embættismönn- um landsins, Guðmundur læknir Hannes- son, hafi nýlega skrifað í íslenzkt blað, að Island vantaði ekki annað en hugaðan foringja, til að gangast fyrir skilnaðinum, og segir ræðumaður, að það sé leiðinlegt, að þessi^hugrakki maður sé ekki í land- inu, en þá er hann rísi upp, sé skilnaður fyrir dyrum. Um brottnám danska hlut- ans af botnvörpusektunum verður honum og rojög tíðrætt, og telur það brot á samningi við dönsku stjórnina, er hann ímyndi sér, að íslendinga hafi brostið heim- ild tilað rjúfa og spyr, hvort danska stjórnin ætli að láta þetta viðgangast óátalið. Ræða þessi barst oss svo seint 1 hend- ur, að ágrip af henni gat ekki komizt 1 þetta blað, en ef til vill verður hún athug- uð sfðar að einhverju leyti, enda þótt hún sé naumast þess makleg, að henni sé sá sómi sýndur, þvl að hÚD er svo full af öfgum og fjarstæðum og stórdönskum yfir- drottnunarreigingi, að furðu gegnir. Það er eins og Danir eigi allt landið og lands- búa alla með húð og hári. Fornleifafélagið hélt aðalfund sinn í gærkveldi. Forseti (Eirfkur Biiem) lagði fram reikninga fé- lagsins og átti það í sjóði 1538 kr. 50 a., og stendur því hagur þess vel. Forseti skýrði frá ferð Brynjólfs Jónssonar til fornmenjarannsókna, Fór hann austur í Skaptafellssýslu og komst lengst í Fljóts- hverfi. Verður þetta síðasta rannsóknar- ferð hans í félagsins þjónustu, því að það hættir sllkum rannsóknuro, sem nú eru faldar fornmenjaverðinum, samkvæmt hin- um nýju fornmenjalögum. Ákveðið var að greiða eptirleiðis ritlaun fyrir ritgerðir í Árbókina. — Forseti var endurkosinn í einu hljóði, og sömuleiðis varaforseti dr. B. M. Ólsen og féhirðir Þórhallur biskup Bjarnarson, og þrír fulltrúanna, er úr áttu að ganga nú (Hannes Þorsteinsson, dr. Jón Þorkelsson og Pálmi Pálsson), og einn- ig varaembættismenn og endurskoðunar- menn. Dáinn er hér í bænum í nótt Erlendur Magnússon gullsmiður, rúmlega sex- tugur (f. 13. maf 1849). Hann var af bændaætt í Árnessýslu, kominn í beinan karllegg af Ögmundi bónda Magnússyni á Vestri-Loptsstöðum bróður Ófeigs lög- réttumanns í Skipholti, og gegnum einn kvennlegg frá Agli bónda Sveinbjarnar- syni í Miðhúsum í Sandvíkurhreppi, lang- afa dr. Sveinbjarnar Egilssonar. Með konu sinni Halldóru Hendriksdóttur Han- sen, átti hann 3börnálífi: Hendrik stud. med„ Magnús gullsmið og Sigríði gipta. — Erlendur heit, var mesti ráðvendnis- og sómamaður, bezti drengur og vel látfnn. Bæjarstjórnin. Á fundi í gærkveldi, er stóð langt fram á nótt, var varpað hlutkesti um þann þriðjung bæjarfulltrúauna, er nú á að fara frá. Voru þessir 5 dregnir út: frú Þórunn Jónassen, frú Katrín Magnússon, Kristján Jónsson háyfirdómari, Sighvatur Bjarnason bankastjóri og Sveinn Jónsson snikkari. Kosning í skarðið fer fram að aflíðandi nýári. Nýr umboðsmaður Gnttormi Vigfússyni, fyrrum alþm. í Geitagerði, hefur verið vikið frá umboðs- mennsku Múlasýslujarða, vegna vanskila, en Sveinn hreppstjóri Ólafsson í Firði í Mjóafirði verið skipaður umboðsmaður í stað hans. „Sterling“ fór héðan til útlanda 20. þ. m. Far- þegar um 20, þar á meðal Jón Gunnars- son samábyrgðarstjóri, Andrés Féldsted læknir, H. Hansen vatnsveituverkfræð- ingur, Karl Sæmundsen verzlunarumboðs- maður, Olsen verzlunarfulltrúi (Brydes- verzlunar), Niljohnius Hall og frú hans frá ísafirði, frú Sigríður Magnússon frá Chambridge, frú Kristfn Brandsdóttir; ennfremur Þorsteinn Björnsson cand. theol. og Páll Bergsson, báðir til Amer- fku. Kotstrandarkirkja vígð. Úr Ölfusi er Þjóðólfi ritað 18. þ. m.: »Hinn 14. þ. m. var vígð til guðsþjón- ustu kirkjan hjá Kotströnd í Ölfusi af sóknarprestinum séra Ólafi Magnúsyni að Arnarbæli, með aðstoð séra Gísla Skúla- sonar á Stóra-Hrauni, er hélt stólræðuna og sagðist honum allvel, en sóknarprest- inum betur, þvl hann er klerkur góður, hefur mjög viðfeldinn framburð, og söng- maður er hann ágætur. — Það var fjöldi fólks við kirkjuna. — Ekki lét herra biskupinn sjá sig við það tækifæri, sem margir vonuðust þó eptir samkvæmt stöðu hans, þar eð ekki eru nema 5—6 klst. reið úr Rvfk að Kotströnd og veður og færð var hin hezta. Það þótti mjög skemmtilegt að skoða kiikjuna. Hún er ágætlega smíðuð og fyrirkomulagið mjög smekklegt, svo er hún framúrskarandi vel máluð; má víst telja hana með allra fall- egustu kirkjum sunnanlands og þótt víð- ar væri leitað. Yfirsmiður við kirkjuna var Samúel Jónsson trésmiður f Reykjavfk. Það er nú 6. kirkjan, sem hann hefur verið yfir- smiður við, fyrir utan aðgerð á fleiri kirkj- um. — Þeir kirkjusöfnuðir út um landið, sem hafa hrörlegar kirkjur, er þurfa end-

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.