Þjóðólfur - 07.01.1910, Blaðsíða 1
62. árg.
Reykjavík, Föstudaginn 7. Janúar 1910.
JtS 1.
Tóuskinn,
h v í t og m ó r a u ð, kaupir*
verslun
Gunnars Porbjörnssonar.
Til lesenda Maösins.
Eg hefi ráðist í það, að taka að mér }
útgáfu og ritstjórn blaðsinsÞjóðólfur, þótt
eg finni það mjög vel, að mig bresti margt
það, er æskilegt er að blaðamenn hafitil j
að bera. Eg verð því strax að, biðja les- j
endur velvirðingar á því, þótt eígi takist i
það alskostar vel. Reyna mun eg að [
ieysa það sem best og samviskusamlegast
af hendi. Og ánægður verð eg, ef Þjóð- ;
ólfur nýtur jafn eindreignar hylli og fylgis
og hann hefir notið undir leiðsögu Hann-
esar alþingismanns Þorsteinssonar.
Sérstaklega mun eg reyna að gera mér
far um að blaðið verði gott og á r e i ð- j
a n 1 e g t fréttablað. Mér hefir virst svo,
sem blöðin skýrðu eigi ætíð sem réttast
frá almennum viðburðum, og það man
eg, að fyrir nokkrum árum síðan las eg
fundarskýrslu í einu aðalblaði Reykja-
víkur og hygg eg að enginn viðstaddra ;
fundarmanna hefði þekt fundinn af lýs-
ingunni. Þar voru þó viðstaddir mörg
hundruð manua. Og það hefir ekkert
batnað siðan, Ótal dæmi má þar benda
■á, þó hér sé eigi út í það fsrið.
A öllu því er í blaðinu kann að standa
ber eg einn ábyrgð, tek eg það sérstak-
lega fram hér, vegna þess að eitt blaðið
fleygði því í sumar, að heimastjórnarmenn
eða templarar hefðu keypt blaðið, og þar
yrði ritnefnd. Hvort, sem mönnum kann
að líka efni blaðsins betur eða ver, þá á
eg þar einn sök að.
Enga dul vi) eg draga á það, að blaðið
■mun eindregið, en þó með allri sann-
girni oggætni, fylgja að málum stjórnar-
andstæðingum, því það þykir mér sýnt,
að stjórn sú, er nú situr að völdum, sé
ekki fær um að sitja við stjórnartaumana.
Reykjavík 2. Janúar 1910.
Pétur Zophoníasson.
Árið 1909.
Síðastliðið ár hefur verið alitíðindaríkt,
og mun lengi verða minst
Árferði til iands mátti heita hið ákjós-
anlegasta. Veturinn frá því i Febrúar og
til vors var einhver hinn besti, er komið
hefur langan tíma; frosthægt og stillur
um land alt; vorið sólskinsríkt og gróð-
ursamt, og var grasvöxtur hinn allra besti,
sérstaklega á túnum, nema þar sem of harð-
lent var. Spratt mjög snemma, og var
sláttur byijaður miklu fyr en venja er til.
Oþurkar urðu nokkrir, sérstaklega norð-
l
anlands úr miðjum Júll og fram undir
haust. Þó náðust hey víðast lítið skemd,
og var heyskapur í besta lagi. Haustið
var fremur úrkomusamt og fyrrihluti vetr-
ar. Frost gerði og mikið í Desember og
töluverðan snjó.
Landbúnaður varð í betra lagi síðastlið-
ið ár; átti tíðarfarið þar góðan hlut að.
Kaupgjald var sumstaðar talsvert lægra
en undanfarið, og kom það bændum vel.
— Verð á íslenzkum afurðum var allgott
að því er snerti smjör og ull, en aftur á
móti virðist vanta góðan markað fyrir
saltkjöt.
Sjávarúlvegur er í hnignun, þótt fisk
vantaði eigi. Kaupgjaldið var ofhátt til
þess að útgerðin bæri sig, enda var fisk-
ur í lágu verði. Annars virðist þilskipaútgerð-
in vera að detta úr sögunni, og líklega eru
gufuskip með botnvörpum hin eina veiði-
aðferð, sem framtíð á fyrir höndum. —
Vélarbátar, sem mikið fé hefur verið lagt
í undanfarið, gefast illa, og hafa þeir átt
góðan þátt 1, að margir framtakssamir út-
gerðarmenn eru illa staddir fjárhagslega.
Verzlun örðug. Utlend vara í háu verði,
peningaleysi mikið og vextir af peningum
háir. Atvinnuleysi tilfinnanlegt i kaup-
túnum, og hér í Reykjavík er það á svo
háu stigi, að til vandræða horfir, ef eigi
rætist fljótlega úr. ■— Meðan góðu árin
voru, var um lítið annað hugsað, en að eyða
peningunum. — Hús og aðrar tasteignir
komustí geypiverð, og nú eiga margirfult
í fangi, að standa straum af eignum
sínum.
Lán var tekið hjá dönsku stjórninni, að
upphæð iVamiljón, og átti það eð verða
til að bæta peningaþröng Landsbankans.
Lánskjörin voru eigi góð, og óvist, að
það komi að tilætluðum notum.
Ping og stjórn. A þessu ári var hið
fyrsta vetrarþing haldið og kom það sam-
an 15. Febrúar. Var þar fyrst til tlðinda,
að ógild var ger kosning dr. Valtýs Guð-
mundssonar, er mætti sem þingmaður
Seyðfirðinga, og fór þar því kosning fram
aftur 9. Marz og hlaut þá kosningu Björn
prestur á Dvergasteini Þorláksson. Þáer
setið hafði verið á þingi í viku, fluttu
stjórnarandstæðingar, er komnir voru <
mikinn meiri hluta, vantrauststillögu á
Hannes ráðherra Hafstein, og var hún
samþykt í neðri deild 23. Febrúar með
15 gegn 8 atkv., en í efri deild var hún
eigi rædd, og var það að samkomulagi
milli ráðherra og meirihluta-þingmanna.
Var svo Bjöm ritstjóri ísafoldar til-
nefndur sem ráðherraefni meiri hlutans.
— Konugur veitti Hannesi ráðherra lausn,
en boðaði utan á sinn fund þá Björn rit-
stjóra Jónsson, er var forsefi sameinaðs
alþingis, Hannes ritstjóra Þorsteinsson, er
var forseti neðri deildar, og Kristján
dómstjóra Jónsson, er var forseti efri
deildar. Fóru þeir utan 21. Mars og náðu
með heilu og höldnu á konungsfund, og
var Biörn skipaður ráðherra 31. s. m.
Undirskrifaði hann sjálfur skipunarbréf
sitt með konungi, en áður hatði forsætis-
ráðherra Dana gert það. Er það að
þakka Hannesi Hafstein og þótti mörg-
um gott. — Forsetar komu heim aftur 11.
Apríl, og hafði þingstörfum verið haldið
áfram meðan þéir voru fjarverandi, en
fremur hafði þó forsetaförin tafið þau. —
Hinn nýi ráðherra hafði, meðan hann var
í Kaupmannahöfn, verið allmikill mál-
skrafsmaður, og fluttu dönsk blöð ýmis-
konar samtal við hann, er mörgum þótti
lítt samrýmanleg, er borið var saman við
það, er blað hans, „ísafold" hafði áður
sagt. Ox vegur hans lítið við það meðal
íslendinga, en Dönum þótti maðurinn
betri en áður, því lítt fögnuðu þeir út-
nefningu hans fyrst í stað.
Þá er forsetar voru heim komnir, var
hinn lögskipaði þingtími liðinn, en flest-
öll mál Óafgreidd af þinginn, ogvarþing-
ið því framlengt og stóð þar til 8. Maí,
og er þannig hið lengsta þing, er háð
hefir verið á landi hér. Af málum þeim,
er þingið afgreiddi, teljum vér fyrst og
fremst lög um aðflutningsbann ááfengi,
er afgreidd voru 1. Maí, og hlutuþau lög
konungsstaðfestingu 30. Júlí. Ganga þau
í gildi 1. Jan. 1912, því eftir þann tíma,
má engan áfengan drykk flytja til lands-
ins, en óseldar vínbyrgðir í landinu, má
selja til 1. Jan. 1915. — Þá samþykti og
þingið lög um stofnun háskóla, og er það
mál nú loks á enda kljáð, eftir hálfrar
aldar baráttu, og hafði aldrei fyr fengist
samþykki dönsku stjórnarinnar til þess.
— Þá var samþykt frumvarp til laga um
samband Danmerkur og Islands. Var
uppkasti millilandanefndarinnar breytt svo
mjög, að eftir því frumvarpi var farið
fram á konungssamband eitt, þar sem
uppkastið gerði ráð fyrir málefhasam-
bandi, því hermál og utanríkismál áttu að
vera sameiginleg svo lengi, sem löndin
væru í sambandi hvort við annað. Eigi
hefir rlkisþing Dana tekið það mál upp
enn sem komið er, og litlar líkur virðast
vera fyrir því, að þessu máli verði ráðið
; til lykta fyrst um sinn. Teljum vér þó
} óhyggilegt, að eigi skuli vera hægt, að
; ráða þessu máli svo til lykta, að vel megi
við una, því ofmikill tími eyðist fránauð-
i synlegum^störfum þings og þjóðar til að
} ræða og rita um það mál. Þingið hafði
og meðferðis stjómarskrárbreytingafrum-
varp, þar sem farið var fram á fjölgun
ráðherra, afnám konungkjörinna þing-
manna og fleira, er til mikilla bóta horfði,
en eigi var það afgreitt nú, heldur svæft
með nefndarnefnu. Skoraði þó neðri
deild alþingis á stjórnina, að leggja fyrir
uæsta þing frumvarp til laga um breyt-
ingar á stjórnarskrá landsins. — Þá kom
og fram á þingi frumvarp um hluttöku
1 landsins 1 Thorefélaginu. — Var þinginu
} boðið að kaupa skip félagsins, og átti
landið að eiga forgangshluti. Þetta mál
I vakti mikla deilu bæði á þingi og í blöð-
i um og lagði hinn nýi ráðherra og fylgis-
j menn hans margir mjög eindregið kapp
j á, að koma því í framkvæmd, en þó lauk
j því svo, að samþykt var rökstudd dag-
j skrá frá Skúla Thoroddsen, þess efnis, að
j þar sem þetta mál væri enn sem komið
! væri illa undirbúið, væri æskilegt, að
| stjórnin útvegaði sér skýrslna þekkingar-
j fróðra manna um eimskipaútgerð og alt
j er að- því lyti, og legði slðan málið fyrir
j næsta þing. — AHs samþykti þingið 53
| lög, og hlutu þau öll staðfestingar kon-
1 ungs 9. og 30. 'Júlf nema sambandsmálið.
j Stjórnin hafði i fjárlögunum heimild til
að gera samning í 10 ár, um jgufuskipa-
ferðir hér við land og milli landa, þar á
meðal 4 ferðir til Hamborgar. Mátti
veita alt að 60.000 krónur á ári úr lands-
sjóði. — Gerði hún samning við Thore-
félagið, og veitti því allan styrkinn og
auk þess 6000 krónur, af þvf fé er verja
átti til póstflutninga þeirra skipa er einskis
styrks nutu úr landssjóði. — Munum vér
síðar minnast rækilegar á þetta afrek
ráðherrans, þvf öll meðferð þessa máls,
er á þann veg, að eigi verður bótmælt.
Landsbank.nn. Þau tíðindi urðu 26-
Apríl, að ráðherra skipaði þriggja manna
nefnd til að rannsaka allan hag bankans.
Nokkru síðar var bankastjóranum Tryggva
Gunnarssyni sagt upp stöðu sinni, þeirri
er gegnt hafði hann í 16 ár. — Rann-
sóknarnefndin sinti um hríð lítt störfum
sínum, og 1. Okt. var ný nefnd skipuð,
og átti einn gömlu nefndarmannanna þar
sæti. — Tók nú nefndin til óspiltra mál-
anna, og 22. Nóv. var öll bankastjórnin
fyrirvaralaust rekin út, ettir skipan ráð-
herra. — Er þetta mál enn óútkjáð, og
hefir það sem vonlegt er, vakið mikið um-
tal. — Skýrsla ransóknarnefndarinnar var
óútkomin um nýár. — Síðar verðurnánar
á þetta minst.
Ipróttir eru fremur að færast í vöxt
Skautafélagið í Reykjavfk gekst fyrir skauta-
kapphlaupi 31. Jan. á Reykjavíkurtjörn,
og fór það vel fram. — Kappglímur voru
og haldnar bæði í Reykjavík og Akureyri.
— Sundskálinn var bygður við Skerja-
fjörð, og var kappsund háð þaðan 1. Ágúst.
Búnaðarnámsskeið var haldið eins og
að undanförnu við Þjórsárbrú, og búnað-
arþing í Reykjavík 17.—26. febrúar.
Sambandskaupfélag íslands. Fulltrúa-
fundur hófst í Reykjavík 1. Apríl, til að
ræða um stofnun sambands meðal allra
samvinnukaupfélaga landsins.
Prestaslefna var haldin á Þingvelli 2. og
3. Júlí, og mættu þar 32 prestar, auk
biskups.
Heilsuhœli fyrir berklaveika var reist í
sumar, og stendur það á Vífilsstöðum, sem
eru skamt frá Hafnarfirði. Fyrir þessari
stofnun stendur félag, er „Heilsuhælisfélag"
heitir og stofnað var hér í bænum 13.
Nóv. 1906, og voru „Oddfellowar" frum-
kvöðlar að því. — Er þetta hin fyrsta
líknarstofnun, er reist er með almennri
hluttöku, og vonum vér og óskum, að
þjóðinni verði það bæði til gagns og sóma.
Andbanningar. Þá er þingið hafði af-
greitt aðflutningsbannslögin, risu upp
nokkrir menn hér í bænum vg stofnuðu
félag, er þeir síðar nefndu „Þjóðvörn", til
að vinna á móti lögunum og fá þau numin
úr gildi. Keyptu þeir blaðið „Ingólf' og
gerðu það að málgagni sínu.
Nokkrir merkismcnn önduðust siðastl.
ár: Guðmundur Schewing héraðslæknir
Strandamanna (24. Tan.), Sigurður Jónsson
fangavörður í Reykjavík (20. Apríl), Sveinn
Jónsson trésmiður í Stykkishólmi (10. Mai),
Eyólfur Jónsson prestur í Arnesi (1. Júlí),
Skúii Þorvarðsson bóndi í Austurey, fyrr-
um þingmaður Arnesinga (3. Júlí), Þórður
Jónsson liafnsögumaður í Ráðagerði (20.
Júlí), Jens Jónsson bóndi á Hóli í Hvams-
! sveit (5. Ágúst, Einar Þórðarson prestur
á Bakka í Borgarfirði (6. Ágúst), Einar
Zoéga veitingamaður í Reykjavík (o. Ágúst),
Björn Ólafsson augnlæknir f Reykjavik
(19. Okt.), Erlendur Magnússon gullsmiður
1