Þjóðólfur - 07.01.1910, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 07.01.1910, Blaðsíða 2
ÞJOÐOLFUR, i Reykjavík (26. Nóv.), Hallgrímur biskup Sveinsson (16. Des.) og Pétur Pétursson bæargjaldkeri í Rvík (16. Des.). Slysfarir urðu með minsta móti. 20. Jan. druknuðu á heimleið frá Reykjavík Guðmundur Kolbeinsson hreppstjóri á Esjubergi og Árni Björnsson bóndi i Mó- um, báðir nýtir menn, og druknuðu þar með þeim systur tvær og unglingspiltur. 7. ágúst druknuðu 3 menn í Arnarfirði og s. d. 2 á Akureyrarpolli, annar þeirra var Ei- ríkur Halldórsson bóndi á Veigastöðum. — Halldór Jónssou bóndi á Brekkukoti í Akrahreppi druknaði 1. Ágúst í vesturós Héraðsvatna, og 21. s. m. druknaði Guð- mundur Jónsson bóndi á Þingnesi í Hornafjarðarfljóti. Brunar urðu nokkrir. n. Apríl brann hús í Reykjavík og stúlka þar inni. Hús á Barði í Fljótum brann 28. Apríl; bað- stofa á Esjubergi 2. Maí; bær í Keflavík i Skötufirði 6. Júní; bær á Flögu í Vatns- dal 8. Júni, og fleiri brunar urðu. iórar Landsbankans. Það safnaðist múgur og margmenni fyr- ir framan Landsbankann um hádegisbilið hinn 3. þ. m. Það var fyrsti dagurinn á þessu ári sem Landsbankinn var opinn, og allur mannsöfnuðurinn er þar var kom- inn beið eftir því, að sjá Kristján Jóns- son háyfirdómara mæta sem gæslustjóra i Landsbankanum. Það hafði kvisast, og var satt, að kl. 10 um morguninn hafði ráðherra sent honum og Eiríki Briem prestaskólakennara, sem er hinn alþingis- kosni gæslustjórinn erindi, þar sem hann tilkynti þeim, að það yrði ekki tekið við þeim i Landsbankanum, og að þeir heiðu enga heimild til að taka þar sæti. Lög- regluþjónar bæarins fluttu þeim þessi boð. En fólkið beið til þess að sjá hver end- ir á yrði. Þrátt fyrir bréf ráðherra mætti Kristján Jónsson háyfirdómari í bankanum kl. 12 til þess að taka þar sæti, en bankastjór- arnir sögðust enga tilkynningu hafa feng- ið frá ráðherra um það að þeir gæslustjór- ar, sem hann hafði áður skipað, skyldu vikja sæti. Kr. Jónsson kvað ráðherra ekkert koma þetta við og bankastjórarnir yrðu að bera ábyrgð á því, ef sér væri meinað að gegna störfum sínum í bank- anum, en þeir sögðust aftur verða í þessu að fylgja fyrirmælum stjórnarinnar, og til hennar yrði hann að snúa sér. Ari Jóns- son alþm. var mættur þar sem umboðs- maður ráðherra, en til hans kasta kom ekki. Kristján Jónsson snéri sér þá til bæjarfógeta og bað hann að leggja úr- I skurð á málið, og var það gért næsta dag (4. þ. m.) og er skýrt hér á öðrum stað í blaðinu trá því, úrskurðurinnn birtur þar allur. Samkvæmt þeim úrskurði fær Kristján háyfirdómari Jónsson aðgang að bókum bankans og skjölum samkv. kosningu al- þingis og nýju bankalögunum, eða með öðrum orðum sem gæslustjóri kosinn af alþingi. Hannes alþingism. Þorsteinsson sagði lausu gæslustjórastarfi sínu 31/ f. m. og hefir eigi síðan mætt sem gæslustjóri þar. Affur hefur heyrst að Guðmundur Helga- son búnaðarfélagsformaður sé atf ráðherra skipaður gæslustjóri i hans stað, en eigi hefir hann enn mætt í bankanum, og þvt er jafhframt fleygt, að hann muni eigi taka starfann að sér, og er það trúlegt, af þvf, að fáir munu vera til þess fúsir, eins og nú standa sakir. Hinn gæslustjóri ráð- herrans, Jón skrifstofustjóri Hermannsson, aefír haldið áfram störfum sínum. TJtskrift úr fógetabók Jteykjavíkurkaupstaðar. Ár 1910, þriðjudaginn 4. Janúar, var fógetinn í Reykjavík, Jón bæar- fógeti Magnússon, með vottum, Þ. Björnssyni og Jónasi Jónssyni, stadd- ur í stjórnarstofu Landsbankans, eft- ir kröfu Kristjáns háyfirdómara Jóns- sonar, til þess að fyrirtaka fógetagerð út af beiðni hans sem gæslustjóra um innsetning í hús bankans og bækur og skjöl. Var fógetaréttur settur þar og mætti fyrir honum gerðarbeiðand- inn sjálfur; viðstaddir voru banka- stjórarnir Björn Kristjánsson og Björn Sigurðsson, og settur gæslustjóri Jón Hermannsson; af hálfu landstjórnar- innar var viðstaddur Ari Jónssonað- alumboðsmaður stjórnarráðsins. Málið var tekið undir úrskurð og í því upp kveðinn svofeldur Urskurður: Því hefur verið haldið fram, að gerðarbeiðnin heyri ekki undir fó- getaréttinn, enda komi í bága við 43. gr. stjórnarskrárinnar. Fógetarétturinn getur eigi fallist á það, að krafa um aðgang gerðar- beiðanda sem gæslustjóra að húsi, bókum og skjölum Landsbankans geti eigi heyrt undir verksvið fógeta- réttar samkvæmt landslögum, þar sem hér er að ræða um notkun, meðnotkun eða aðgang að húsi og ákveðnum hlutum öðrum. Ekki get- ur rétturinn heldur álitið, að 43. gr. stjórnarskrárinnar sé til hindr- unar því, að mál þetta verði tekið fyrir við beina fógetagerð. Frávís- unarkröfur hér að lútandi geta því eigi tekist til greina. Stjórnarráðið og bankastjórnin hef- ur krafist þess, að gerðarbeiðandi, Kr. Jónsson, setti 500,000 kr. veð, eða tryggingu fyrir því tjóni, er af gerðinni geti hlotist, og getur rétt- urinn eigi tekið þá kröfu til greina, eftir því, sem málið liggur fyrir. Eftir lögunum frá 18. Sept. 1885 um stofnun Landsbanka var stjórn bankans skipuð þrem mönnum, ein- um framkvæmdastjóra, er landsstjórn- in skipaði með hálfs árs uppsagnar- fresti, og tveimur gæslustjórum, er þingið kaus til 4 ára. Eftir þeim lógum var landshöfðingja, síðar ráð- herra, heimilt að víkja frá um stundar- sakir hverjum þessara þriggja for- stjóra, einnig þeim þingkjörnu, og setja aðra í þeirra stað. Samkvæmt ákvæðum hinna sömu laga var einn- ig þátttaka gæslustjóranna nauðsyn- leg, ekki einungis til eftirlits og að- stoðar heldur og við framkvæmdir bankans, sbr. meðal annars 24. gr. laganna. Á þessu er gerð gagn- gerð breyting með lögum 9. Júlí f. á. um breyting á fyrnefndum lög- um. Stjórn bankans er skipuð tveim bankastjórum, er ráðherra skipar, og tveim gæslustjórum, er kosnir eru til 4 ára í senn af alþingi, en nú er a!t framkvæmdavaldið í stjórn bankans lagt í hendur þessara tveggja bankastjóra; gæslustjórarnir eiga aftur aðallega að hafa eftirlit með stjórn bankans og vera hinum til aðstoðar, og hafa að eins atkvæði til úrskurðar, þá er bankastjórunum kemur ekki saman, eða annar er forfallaður, sbr. 4. gr. laganna, en að vísu þarf hið síðara aldrei að koma fyrir, sbr. niðurlag 1. gr. Aðra verulega breyting gerá hin nýu lög og á aðstöðu gæslustjór- anna, nefnilega þá, að þeim verður eigi vikið frá af landstjórninni. Kemur þetta berlega fram, ekki einungis af því, að ákvæðið um frá- vikning gæslustjóranna er felt burt með hinum nýu lögum, heldur sést þetta og ljóslega af sjálfum lögun- um frá 9. Júlí f. á., sérstaklega 1. gr. þeirra. Þannig hefur alþingi stöðugt verið áskilinn réttur til þess, að taka beinan þátt í stjórn bankans með því að kjósa sjálft gæslustjór- ana, er því hafa umboð sitt frá al- þingi. En meðan gæslustjórarnir tóku einnig aðallegan þátt í fram- kvæmdarstjórn bankans, var yfir- umsjónarmönnum bankans, lands- höfðingja, síðar ráðherra, heimilað, að víkja þeim frá um stundarsakir, og samkvæmt þeirri heimild var Kristjáni báyfirdómara Jónssyni, er kosinn var gæslustjóri á alþingi 1905 fyrir árin frá 1. Júlí 1906 til 1. Júlí 19IO, vikið frá af ráðherra íslands 22. Nóvbr. síðastl1. Með því að ráð- herra var með þá gildandi lógum að eins heimilt að víkja honum frá um stundarsakir, verður sú ráðstöfun að teljast á enda, er þau lög gengu úr gildi í árslokin síðustu. Nú var Kristján Jónsson aftur kos- inn gæslustjórí af síðasta alþingi fyrir tímabilið frá 1. Júlí 1910 til 1. Júlí 1914. Umboð fians frá 1. Jan. þ. á. virðist eiga að meta eftir umræddum lögum frá 9. Júlí þ. á., er komu í gildi 1. Jan. þ. á., og samkvæmt framansögðu virðist ekki heimilt að svifta hann þessu umboði, eða víkja honum frá — að minsta kosti ekki nema af alþingi — nema hann verði sekur að laga dómi um eitthvert það verk, er svívirðilegt er að al- menningsáliti. Nú hefur umræddur gæslustjóri Landsbankans borið sig upp undan því, að sér sé fyrirmunað að fram- kvæma eftirlitsstarf sitt við bankann og krafist aðstoðar fógetans til að setja sig inn í eða veita sér aðgang að húsi Landsbankans og bókum bankans og skjölum, svo að hann geti framkvæmt eftirlitsstarf sitt sem gæslustjóri. Með því að gerðarbeiðandinn virðist samkvæmt því, sem að fram- an segir, verða að teljást löglegur gæslustjóri Landsbankans, virðist eiga að taka til greina kröfu hans um að veita honum aðgang að húsi Lan ds bankans og bókum bankans og skjöl- um. Því úrskurðast: Gerðarbeiðandanum Kristjáni Jóns- syni veitist aðgangur að Landsbanka- húsinu og bókum bankans og skjöl- um. Jón Magnússon. Urskurðurinn upplesinn í heyranda hljóði. Rétti slitið. Jón Magnússon. Kristján Jónsson. Ari Jónsson. Sveinn Biörnsson. Björn Sig- urðsson. Björn Kristjánsson. Þ. Björnsson. Jónas Jónsson. Gæslustjórastarfinn. S am tal við forseta neðri deildar, Hannes Þorsteinsson. Það er svo margt talað nú um alt það, er snertir Landsbankann og gæslustjór- ana þar, að það er eigi nema eðlilegt, að sitthvað eina sé um það mælt, er Hann- es alþm. Þorsteinsson neitaði að sitja lengur sem gæslustjóri við bankann. Þjóðólfi fanst réttast að heimsækja hann, til þess að geta skýrt sem best og réttast frá orsökinni til þess. Eins og við var búist, hittum vér Hann- es Þorsteinsson þar sem hann sat við skrifborð sitt og var að reykja vindil og lesa í ættfræðislegu handriti, ánægður að vanda og hinn rólegasti. Vér spurðum hann að því, hvert það væri rétt hermt um bæinn, að hann hefði sagt lausu gæslustjórastarfinu við Lands- bankann hinn 31. f. m. „Já", kvað hann, „eg skýrði ráðherra frá því þá munnlega, og var honum það fullljóst, er við skildilm, að eg mundi eigi þar mæta sem gæslustjóri eftirleiðis. Og þá tilkyuning áleit eg vera fullnóga. Það er alt annað, að gegna því til þess tíma, eða eftir nýárið". „En hann hefur eigi tilkynt það banka- stjórninni, eða skipað annan", kváðum vér. „Svo er sagt og það undraði mig, og varð það til þess, að eg tilkynti honum það skriflega, að eg tæki þar eigi sæti framvegis". „En að hverju leyti er verra að eiga þar sæti nú?" „Það er mikill munur á því. Eg var þar eftir gömlu bankalögunum, og eftir þeim er enginn efi á því, að landstjórnin hafði fulla heimild til að víkja gæslustjór- unum frá um stundarsakir. Og „um stundarsakir" gat vel verið til nýárs. En eftir 11. Janúar eru gæslustjórarnir þar eftir nýu lögunum, og þá er þar alt öðru málí að gegna. Og sem þíngmaður taldi eg það skyldu mína, að styðja ekki per- sónulega nokkra þá stjórnarathöfn, er ætla megi, að ríði í bága við rétt þings- irs. Jafhvel þótt eg hefði ef til vill get- aí varið það frá almennu sjónarmiði, að hslda áfram gæslustjórastarfinu eftir ný- áiið, þá gat eg það ekki sem þingmaður og forseti. Og þess vegna varð eg að telja það rétt, að segja starfi þessu af mér; vera þar á engan hátt við riðinn". Um leið og forsetinn bauð ágætan vindil, er var þáður með þökkum, tókum vér hatt vorn og þökkuðum fyrir viðræð- urnar, jafnframt og vér óskuðum, að fléiri hefðu jafh-heiðarlegan hugsunarhátt og forseti neðri deildar. Opið bréf til Jónasar frá Hriflu. Frá Jóh. Jóbannessyni. »Fyr skríður fugl úr eggi, en fleygur sé«. Svo má segja um þig, Jónas. Eg hefi mætt þér meðal annara á götum Reykjavíkur og staðið i þeirri meiningu, að þú mundir káka eitthvað lítilsháttar við stjörnufræði, því þú skorðar auðvitað gleraugun á nefinu eins og þeir, sem á. þeim þuría að halda, en horfir optast fyrir ofan þau, og ofar þeim, sem fram hjá ganga. Mér virðist þú fullþroskaður, sé litið á aodlitið, en sálin gerir lítið vart við sig hið ytra, en vel getur svo verið, að fremur lítið fari fyrir henni, ogerhún þá því léttari til burðar. An þess að fara frekar út í að lýsa þér, dylst mér þó ekki, að þú ert ánægðari með sjálfan þig en aðra, og má kannske deila um, hvort það er kostur eða löstur. Þannig. komst þú mér fyrir sjónir í fyrsta sinn; og spurði eg niann, sem eg rnætti, hver þú værir, og kannaðist eg þá strax við nafnið — hafði heyrt þess getið úr tveimur átt- um —, í fyrra sinnið í fjárlögunum, þótt slíkt sé næsta ótrúlegt, en hið síðara í Eimreiðinni. Þar hafði eg séð unglingslega ritaða grein um Askov-háskðlann, sem eg tek síðar til athugunar lítið eitt. Þetta er öll min kynning af þér, }>ví aldrei hefi eg talað við þig eitt einasta orð, og gleymdi eg þér svo í svip; en það átti ekki lengi að verða. í haust heyrði eg sagt, að þú sæt- ir dögum saman á Landsbókasafhinu og værir að grfna eitthvað í bækur þær, sem eg hefi gefið út. Enda þótt þekking mín á þér í gegnum áður nefnd atriði væri ekki sem best, mátti skoða það sem augnabliks yfirsjón og fljótræði, sem einkennir þá, sem skamt eru á veg komnir, þá bjósteghinsvegar þó við, að þú gæfir lesendum pínum kost á að lesa skyn- samar, grundaðar og rólegar aðfinslur, og var langt frá, að mér hefði þótt það miður. Því þótt margar af sögum mín- um séu eftir heimsfræg sagnaskáld, þá efast eg ekki un>, að maður með smekk og nokkurn vegin dómgreind, gæti eitthvað að þeim fundið, þótt ekki væri nema ytri frá- gang þeirra. Flest mannaverk eru háð að- finslulögmálinu. Um bækurnar— og mig — hafa nokkrir menn kveðið upp dóm á undan k

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.