Þjóðólfur - 07.01.1910, Page 3

Þjóðólfur - 07.01.1910, Page 3
ÞJOÐOLFUR. 3 þér, og flest af því hefur verið í svæsnu árásarformi, og er ekki unt að ræða mál við slíka menn til bóta — sérstals- lega þegar tilgangurinn stendur fáklædd- ur frammi fyrir lesendunum. — Þegareg hefi þá meiningu, að þú sért að lesa málskjölin til sanngjarnra dómsúrslita, þá kemur þú fram á sjónarsviðið með þennan andlega smiðisgrip þinn, og ber hann þess glögg merki, að fæðing hans hefur orðið með miklum þján- ingum, liklega aðeins á' 4 — fjórum mánuðum!! í dómi þessum tekur þú langt fram fyrirrennurum þínum, þrátt fyrir stælinguna, að óþokkaskap og klúr- yrðum; auk þess mun flestum ofætlun að skilja meiri hluta afkvæmis þíns, og á sá parturinn líklega að skoðast sem spegill af visindalegri þekkingu þinni, en hinn hlutinn eru skammir af lökustu teg- und, og það svo svæsnar, að þeir, sem næga hversdagsskynsemi hafa, mundu ekki láta þær sjást á prenti, til að forð- ast fyrirlitningu; en þú hefur annaðhvort ekki getað betur, eða verið sama, máske ekkert þótst hafa að missa, — nei, það er óhugsandi — en hegningarlögin hefur þú ekki haft handbær í það sinn. Eitt þótti mér meðal annars einkenni- legt við árásina á mig, og það var, að þú skyldir kasta þessari sálarbyrði þinni einmitt í »Ingólf«. Þú hefur í það sinn verið búinn að gleyma, hvernig þú hefur lýst ritstjóra þess blaðs — auðvitað að honum fjarverandi —, en sú ástæðamun þó llklegust, að engu blaði öðru hafi þótt sér samboðið, að lána ílát undir slíka framreiðslu. Og þegar þú loks varst búinn að ljúka þessu ósvikna verki að lengdinni til, labbaðir þú með það á fjölmenn- an fund hér í bænum, áður en það var prentað, og last það upp í heyranda hljóði, alveg óbeðinn. Að því loknu hefir þér víst fundist þú standa sem sigurvegari og hampað blöðunum 1 pálma staðl Þetta held eg að þú hljótir sjálfur að sjá, að er glögt merki hóflauss stæri- lætis og sjálfsálits. í sambandi við stærilætið skal eg geta þess, að þér finnst máske óviðfeldið, að eg svona blátt áfram ávarpa þig 1 ein- tölu; en eg vil þá til skýringar láta þig vita, að mér finst það sannarlega nægi- legt. Hvað inniheldur þá sá hluti greinar- skammarinnar, sem skilja má, og þú sjálfur álítur svo mikið meistarasmíði ? Eg tek Drðrétta kafla úr þinni eigin grein, og muntu telja það ósvikna vöru. sAllar kringumstæður knúðu migtil að vera honum alt of hliðhollan, enda bjóst eg ekki við að hafa sömu atvinnu (bóka- útgáfu)«. Eg get ekki betur fundið, en að þú hátíðlega tilkynnir, að vísu vanþóknun þína ! 1 á atvinnu minni; en þrátt fyrir það ertu knúður til að vera mér alt of hliðhollur, auðvitað af því að þær bækur, sem þú ert að svívirða, eru þér í raun og veru kærar — og þá auðvitað eg líka. Þessu get eg ekki verið að mót- naoela, enda þarf þess ekki; þú gerir það svo rækilega sjálfur síðar í greininni. Þér er full vorkun, þótt þú fylgist ekki með í jafn langri þvælu. Hitt, að þú búist ekki við að hafa sömu atvinnu sem eg hefi nú, finst mér rétt af þér að ákveða strax; þú finnur eflaust sjálfur tilfinnanlega vönt- un andlegra og líkamlegra skilyrða. En þó er það leitt með þig, svo ungan mann, ef rétt er til getið, þvi á bak við orð þfn liggur sárt andvarp yfir, að geta ekki byrjað, og er sllkt eðlilegt; en hughreystu þig með því, að fyrst er vísirinn, svo er berið. Þú hefur strax byrjað með sögu- korni og skelfur á beínunum út af þeirri tilhugsun, að eg skoði þig sem keppinaut minn!! Sagan heitir á þínumáli: »lliiin «ttalcgi kveldmntur, eda bónorðsförin, sem enginn skildi«. Á sögu þessa, sem er frumsmíði og til hennar lagt efalaust alt, sem bezt var að finna í fátæku heila- búi, mun eg leyfa mér að leggja minn dóm, og líklega reyni eg að búa til aðra þér til þægðar. »Af þvi Bóksalafélagið hefir lagt stein í götu Jóh. Jóhannssonar, þóttist egbæð’ geta unnið þarft verk og ljúft, með því að halda hlífiskildi yfir ofsóttnm velgerða- manni þjódarinnaríc.1) Að visu hefir Bóksalafélagið fyrir nokkr- um árum gert tilraun til, að hefta sölu bóka minna.J af hvaða ástæðum, mun ó- þarft að skýra; en sá steinn varð fljótt mosavaxinn, enda gekk eg yfir hann strax i byrjun, sem slétt grund 'væri, og hef hans enda not á ferðalögum mínum. Það er oft þægilegt, að finna steinvölu á gröxugri flatneskju. Svo hefur þessi malar- steinn knúð þig — einmitt þig — til að kalda hlífiskildi yfir mér!! Þar á ofan kallar þú mig velgerðamann þjóðarinnar. Það var óþarfi, þvf sá sem rær til fiskjar, gerir það fyrst og fremst til að ábatast sjálfur, þótt blessun leiði líka af aflanum fyrir þá, sem í landi búa. En að halda hlifiskildi yfir mér, af því að eg er of- sóttur, eins og þú kallar það, verð eg að skoða drengilega tilfinningu fyrir annara kjörum, ef hún kæmi ekki i bága við flest af því, sem þú segir síðar. En hvernig ætlar þú að leggja þennan skjöld til? Þegar sigurgleðin rennur af þér, hlýtur þú að finna til vanmáttar í þessu efni. Þig vantar æði mikíð, til þess að vera bjargfær sjálfur, og væri því ósann- gjarnt af mér, að vænta hjálpar af slikum manni, enda stendur svo á nú i bili, að eg þarf þin alls ekki með. En ef þú einhvern tíma yrðir meiri maður en þú ert nú, en eg þar á móti þurfandi, þá spyr sá nauðstaddi ekki að því, hver réttir honum ölmusu, ef neyðin ^krefur. »1 þvilikum huga snéri eg mér að bókum Jóh. Jóhannessonar, leit yfir titl- ana og sá að þær voru flestallar eftir ameriska höfunda. Allir voru þeir lítt kunnir, og þjóðerni þeirra gaf ekki sem beztar vonir um, að hér gæti verið um verulegt listaverk að ræða«. Margur gæti haldið, að hér talaði þroskaður maður, með víðtæka þekkingu á öðrum þjóðum, sem fjær okkur liggja, en slíkt er nú öðru nær! enda ekki unt að krefjast þess af þér — langt frá — þú ættir að þekkja sjálfan þig svo vel úr þessu, að þú værir ófær til að dæma um skáldskap stórþjóðanna, eða listaverk þeirra, þú t. d. heldur því fram líklega 1 alvöru? að úr því að höfundar bóka minna séu ameriskir, hljóti þær að vera spillandi Og ólesandi!! Það hefir því miður litla þýðingu fyrir mig, að benda þér á fræga ameriska höfunda og það einmitt suma þeirra sem samið hafa bækur mlnar, að minsta kosti nokkrar þeirra, það er leitt ef þú getur ekki á þessum árum öðlast bót á þessu þekkingarleysi, svo nauðsynleg sem hún þó er. Eg tala nú ekki um, ef þú hættir að lifa á almannafé og ynnir fyrir þér sjálfur með því að gefa út góð- ar sögur, eins og t. d. mínar, en til leið- beiningar skal eg þó undirbúa þig með upplýsingu, sem getur orðið þé^ð gagni. Vanalega eru höfundanöfnin á fremsta blaði bóka sem er kallað titilblað, svoer það líka á mínum bókum, þú ættir að blaða í þeim betur, þér til gagns og á- nægju, þvl á alt að fjórum mánuðum er ekki mikið lesið!!! Gott væri ef þú fengir einhvern kunningja þinn með þér — ef þú annars átt hann nokkurn, máske mig? — eða þá einhvern allvel læsan mann, svo væri rétt fyrir þig að spyrja þennan leiðtoga þinn, með mesta sakleys- issvip — og láta ekki bera á fáfræðinni 1) Leturbreytingar gerðar af höf. — hvort höfundarnir væru nokkuð þektir. Svarið mundi verða á þá leið, að sumir þeirra væru heimsfræg sagnaskáld, og að sögur þeirra væru af háum sem lágum lesnar um allan hinn mentaða heim með ánægju og aðdáun, en vegna þess sem á undan er gengið, máttu ekki láta undrun þína 1 ljósi. Eg rengi þig' ekkert um það, að þú hafir lesið eitthvað um merka Islendinga eða Islendingásögur — þær eru nú sem betur fer algengar barnabækur — Þetta dreg eg af þvl þú kant að nefna þá Egil, Jónas og Hallgrím. (Meira). i Eftirlaun Tryggva Gunnarssonar fyrv. bankastjóra. Á síðasta alþingi var samþykt, að Tr. Gunnarsson bankastjóri skildi hafa að eftirlaunum 4000 kr., ef hann léti af banka- stjórn. Það var ákveðið í 5. gr. banka- laganna nýu. Samkvæmt þessu ætlaði Tr. Gunnarsson að hefja eftirlaun sín í Landsbankanum, en fékk það svar, að þau yrðu ekki greidd fyrst um sinn. í tilefni af þessu hafa flogið ýmsar sög- ur um bæinn, meðal annars sagt, að stjórnin ætlaði að halda þeim eftir, neita að borga þau. Raunar væri það, ef svo yrði, beinlínis brot á beinum lagafyrir- mælum, — en það er eins og fólk trúi öllu um stjórnina, er miður má vera. Þjóðólfur hefir aflað sér upplýsinga um þetta atriði, Og er sannleikurinn sá, að þetta stafar af því, að enn er óráðið, hver eigi að borga aftirlaunin, hvort það sé landsjóður eða Landsbankinn, er borga á. Mun bankastjórnin hafa gert fyrir- spurn um þetta efnirtil stjórnarráðsins, og má vænta þess, að því verði svarað hið bráðasta. Eða svo ætti það að vera. Annars hefði þetta aldrei átt að ské, þvl stjórnarráðið hefði átt að vera búið að ákveða þetta fyrir áramótin, alveg eins og venja er um embættismenn, og að það hefir ekki verið gert, er vanræksla af þess hálfu, vanræksla, er ekki verður bót mælt. frzðslumál barna. í 34.—38. tbl. Þjóðólfs f. á. er ritgerð um fræðslumál barna, eftir séra Jóhannes L. L. Jóhannsson. Byrjar hún á því, að telja það ilt verk og óþarft, er þeir menn gera, sem níði fræðslulögin nýu og veki óvild til þeirra, og sé þá eigi sparað að kitla nfskuna og aðrar lægri hvatir manna. Þar sem eg er einn af þeirn, er hafa andmælt hinni nýju fræðslumálastefnu, einkum er snertir heimavistarskóla fyrir sveitabörn, þá leyfi eg méi- að gera nokkr- ar athugasemdir við grein hins mikisvirta höfundar. Að áfella menn fyrir það, þótt þeir láti í ljósi skoðanir sínar á almennum lögum og kalla það ilt verk og óþarft, ef til vill gert af óhreinum hvötum, til að afla sér vinsælda og lýðhylli, getur maður að minsta kosti kallað fljótfærnis- legt; því, þegar presturinn er búinn að segja þetta afdráttarlltið og hefur minst á hinar illu þakkir, er herra Guðmundur Finnbogason, aðalhöfundur fræðslulag- anna, fái fyrir starf sitt, dregar hann úr harðyrðum sínum og endar fyrsta sprett- inn með þessari klausu: »Mestu lfkindi eru nú samt til, þrátt fyrir alt, að þessi árás á lögin komi af skilningsleysi manna á málinu, en eigi af vondum hvötum, og liggur þá næst að segja: »Fyrirgef þeim, því þeir vita ekki hvað þeir gera««. Gggerí Qlaassen yflrréttarmálaflutníngsniaimr. Fósthússtræti 17. Venjulega heima Id. 10—11 og 4—c. Tals. 16. Líklega er það hr. Guðmundur Finn- bogason, sem á að fyrirgefa alt rang- lætið. En eg fyrir mitt leyti lýsi því yfir, að mér hefir aldrei til hugar komið að drótta því að honum, að óhreinar hvatir hafi ráðið því, að fræðslulagafrumvarp hans varð ekki að allra skapi. Það er af engum heimtandi, að hann geri betur en eftir beztu vitund, sem eg efast ekki um að hann hafi gert. Annað mál er það, að það hlaut að vera mikill vandi fyrir hann, að setja sig í spor fyrirhugaðrar kennarastéttar og þeirra, er byrðarnar áttu að bera. Maðurinn, þótt mentaður og efnilegar sé, var ungur, og getur breytt skoðunum sfnum með aldri og vaxandi þekkingu. En af séra Jóhannesi er meira heimtandi, sem er roskinn og ráðinn sveitaprestur og barnafræðari, sem ætti að þekkja betur andlegt og etnalegt á- stand almennings, að minsta kosti vestan- lands, þótt grein hans á sumum stöðum bendi á annað. Þungan dóm fær heimilisfræðsla vor hjá herra prestinum. Hann fullyrðir, að ávextir hennar séu fáfræði og félagslund- arleysi fólksins, og nú sé heimilisfræðslan dottin úr sögunni að fullu, enda hafi hún ekki verið innifalin í öðru, en að gera börnin nokkurn veginn stautandi og læra spurningakverið sitt utanbókar í þulu. »Þao er gaman að frétta þetta, þótt það kunni ekki að vera of satt«, sagði karlinn, þegar hann hélt að menn segðu ósatt. Hvar hafa öll börnin, er séra Jóhannes hefur fermt, lært skrift og reikning? Hafa þau lært það í barnaskólum? En hvað sem öðru líður og þrátt fyrir alt lastið, er heimilisfræðslan hefur orðið fyrir hjá séra Jóhannesi og öðrum, þá eiga heimilin hér eftir, sem áður, að kenna börnunum það, sem útheimtir mestan tíma og þolin- mæði, sem er lestur og skrift, og mig minnir að sumir meðmælendur fræðslu- laganna færu fram á, að heimilin, ásamt prestunum, væru ein um að kenna börn- unum kristindóminn. Hvað ætli séra Jóhannes segi um það? Hvað sem hefir átt sér stað í sóknum séra Jóhannesar, þá hefur það ekki verið, þar sem eg hef þekkt til, að börn hafi ekki lært á heimilunum annað en að stauta og læra spurningakverið utanbókar. Allir unglingar með fullu viti, sem eg hefi kynst, hafa lesið stórlýtalaust og lært barnalærdóminn á kverunum, en ekki utan þeirra, og mörgum var kent að skrifa og dálítið í reikningi löngu fyrir 1880, þegar lög um uppfræðing barna í skrift og reikningi komu út. Sumir ung- lingar kenndu sér líka sjálfir skript, reikn- ing o. fl. Það hefur líka verið sagt, að íslendingar væru flestum þjóðum fremri í því að menta sig sjálfir. Eg á rithönd margra bænda frá 18. og 19. öld, og má sjá þar, að ekki allfáir af þeim hafa verið góðir skrifarar og sumir ágætir. Þá var það ekki fágætt^ að menn rituðu heilar bækur, og fólk las þær eins og prent, þótt skriftin væri bundin, sem kallað var (þ. e.: að orðin voru skammstöfuð og ýms merki fyrir smá orð). Það er satt, að börnin áttu að læra spurningakverið svo vel, að þau kynnu það reiprennandi, sem þulu. En, hverja á að saka fyrir þululærdóminn, aðra en klerka og kirkjustjórn, sem heimtuðu að börnin kynnu sem bezt? Enda var það nauðsynlegt, ef þau áttu að geta svarað spurningum prestanna, t. d. hvar sálin yrði frá dauðanum til upprisunnar o. s. frv. (Meira).

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.