Þjóðólfur - 14.01.1910, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 14.01.1910, Blaðsíða 2
6 ÞJOÐOLKUR Landsbankinn verður fyrst um sinn opinn til af- greiðslu fyrir almenning hvern virkan dag klukkan 11—2Vz og á kveldin klukkan ð1/*—61/2. Banka- stjórnin er til viðtals klukkan 12— 2 og klukkan 5*/*—61/2- cRanfiasfjórnin. og varð Iaganámið að sitja á hakanum þann tíma. — 1866 var hann settur sýslu- maður 1 Amessýslu og þjónaði henni til 1868, en fékk ii. Okt. 1867 veitingu fyrir Þiugeyarsýslu og flutti norður sumarið eftir. 14. Febrúar 1874 var honum veitt bæarfógetaembættið í Reykjavfk ogsýslu- mannsembættið f Gullbringu- og Kjósar- sýslu, er voru sameinuð með konungs- úrskurði 31. Jan. s. á., og þjónaði hann þeim embættum til fardaga 1878. Þá um vorið /14. Apríl) var hann skipaður 2. meðdómandi f Landsyfirréttinum, og 1. meðdómandi 28. Júlí 1886, en dómstjóri varð hann 16. Apríl 1889. Því embætti þjónaði hann til 31. Mars 1908 að hann fékk lausn, og var hann þá farinn að heilsu. Hann sat á þingi 1885—1897 sem konungkjörinn þingmaður, og var í góðu áliti, og þótti hann vera fremur frjálslyndur, að minsta kosti af hinum konungkjörnu; var hann ekki endur- kosinn af stjórninni 1899, enda var hann mótfallinn »stjórnarbót«(!) þeirri, er kend er við Valtý Guðmundsson. — Þegar Landsbankinn var stofnaður 1885, varð L. E. Sveinbjörnsson skipaður fram- kvæmdarstjóri hans, og varþar til 1. Maí 1893, að Tryggvi Gunnarsson tók við. Er vel látið afstjórn hans, enda þurfti mjög að halda á reglusemi og dugnaði, meðan bankinn var að komast á fót. í bæar- stjórn Reykjavíkur sat hann lengi,,og < niðurjöfnunarnefnd. Riddarakross danne- brogsorðunnar fékk hann 24. Febr. 1891, og 5- Jan. 1899 varð hann dannebrogs- maður. 28. Júlí 1904 varð hann komman- dör af 2. flokki og 30. Mars 1908 af 1. flokki. — 28. Ágúst 1868 kvæntist hann Jörginu Margréti Sigríði, dóttur Guð- mundar Thorgrímsens kaupmanns á Eyr- arbakka, og eignuðust þau 6 börn; dóu 2 dætur þeirra, Ásta og Jónína, ungar, en hin, er komust til fullorðinsára voru: Kirstfn Sylvía (d. 10. Apríl 1898) átti Magnús sýslumann í Vestmannaeyjum Jónsson, Þórður Guðmundur aðstoðar- maður f Stjórnarráðinu, Jón Hjaltaifn cand. jur. f Kaupmannahöín og Ásta Sigrfður kona Magnúsar dýralæknis Einarssonar. L. E. Sveinbjörnsson var að mörgu leyti hinn merkasti maður, og embætti sitt rækti hann með dugnaði og samviskusemi. — Óhlutdrægur dómari þótti hann, að almannarómi Lítt blandaði hann sér 1 þau mál, er embættum hans voru óviðkomandi, en þó sýndi það sig, að hann unni framförum og gekst meðal annars fyrir stofnun síldveiðafélags við Faxaflóa. Meðan hann var framkvæmdarstjóri Lands- bankans gaf bankinn af varasjóði spari- sjóðsins 6000 krónur til sandgræðslu í Rangárvallasýslu. — Hann samdi með Magnúsi Stephensen landshöfðingja »Lög- fræðislega formálabók«, er þykir gott rit, og bera mikinn vott um skarpleik höf- undanna. Hirðtileysi. Eitt af þjóðarmeinum hér hefir verið trassaskapurinn óg hirðuleysið, er hefir rfkt á meðal allra. Að láta það draslast eins og best gegnir, hefir víða verið tal- in góð og gild regla, er menn hafa fylgt í einu sem öðru. Oft hefir að þessu verið fundið, en lítið hefur það batnað samt, og þó hafa oft hlutaðeigendur sjált- ir beðið tap af hirðuleysi sínu, og þaðan af oftar bakað öðrum allskonar tjón með því. Þennan löst, sem raunar rfkir meira og minna hjá öllum þjóðum, lítur út fyrir, að núverandi ráðherra sé illa við, þegar hann ritar, og þegar hann finst hjá öðr- um en honum sjálfum. Að sjá flfsina í auga bróður síns hefur jafnan hægt ver- ið, þó bjálkinn í eigin auga sjáist ekki. Hinn 22. Nóv. sfðastliðinn bar ráðherra megnar hirðuleysis-ákærur á þrjá ágætis- menn þjóðarinnar, ákærur, sem enn eru ósannaðar. En hjá honum er og pottur brotinn í þessu efni. Stjórnarráðið hefur oft bakað mönnum beint og óbeint tjón með tómlæti sínu og skriffinsku. Það hefir Björn Jóns- son oft áður sýnt í Isafold, að ekki er rétt, og er því næsta kátlegt, að hann skuli vera að heya harða orustu til að inn- leiða alskonar skriffinsku við Lanasbank- ann. En það var hirðuleysið. Stjórnarráðið hefir nýlega bakað þar tjón þó nokkrum mönnum, og það þeim, sem verst eru settir, sem sé fátækum ekkjum. Tími sá, er núverandi stjórn lífsábyrgð- arfélags sjómanna situr að stjórnarsessi, var útrunninn við síðasta nýár, og áttu því að fara fram kosningar til þess starfa fyrir 1. Jan. síðasti., og stjórnin að til- nefna þann, er hún skipar 1 stjórnina og mæla fyrir um kosningu í félögunum. En bréf frá stjórnarráðinu er ókomið enn um þetta efni. Engin lögleg stjórn situr því að völd- um við lífsábyrgðarfélagið, og ekkjur, er hafa þurft að fá styrk sinn, hafa orðið að hverfa aftur með tóma pyngjuna. Þetta þarf ekki útskýringar við. Það sjá allir, að þetta hirðuleysi er mjög baga- legt fyrir margar ekkjur og nauðsyn, að það sé fljótt bætt úr því. Betra að sleppa ýmsum hégilju-skrifum, ef tíminn er naumur. lirlai Trjp Gunnarssonar. Þess var getið í síðasta blaði, að hr. Tryggvi Gunnarsson hefði eigi fengið greitt eftirlaun sín, og jafnframt skýrt frá orsökum til þess. Nú hefir stjórnin loks kveðið upp úr- skurð um þetta efni og hr. Tryggva Gunnarssyni voru greidd eftirlaunin í fyrra- dag, þó án ábyrgðar og svo að þeim yrði skilað aftur ef Alþingi ákveði svo. Þessi athugasemd stjórnarinnar virðist vera næsta hjákátleg, þar sem hr. Tryggvi Gunnarsson á óskorinn og hiklausann rétt á eftirlaunum þessum samkvæmt bankalögunum frá síðasta Alþingi, og því bein skylda að greiða honum þau. Skylda, sem ómögulegt var að komast hjá. En vitanlega kemur aldrei til þess að þingið krefjist endurgreiðslu á þessu. Svo er sagt, að ráðherra hafi haldið flokksfund með nánustu fylgifiskum sín- um á Þriðjudagskveldið, og þar hafi ver- ið samþykt, að greiða eftirlaun þessi. Það er vfst í fyrsta sinn, sem flokksfund- ur er haldinn hér um hreinar, lagalegar spurningar, og virðist svo, sem það sé harla meiningarlaust, þvf að þingmönn- um ólöstuðum, þá hafa lögfræðingar hér meira skyn á, og enda er hér um fram- kvæmdj laga að ræða. En það hefir máske verið dæmt til þess, að minna bæri á því, að undan er sígið. NóbelsYerðlaunin hafa þessum mönnum hlotnast nú ný- lega: Selma Lagerlöf, sænska skáldkon- an, bókmentaverðlaunin; O s t v a 1 d, prófessor l Leipzig, efna- fræðisverðlaunin; Marconi og prófessor Ferdinand B r a u n, þýskur háskólakennari, eðlis- fræðisverðlaunin; Teodor Kocher prófessor, há- skólakennari 1 Bern, læknisfræðisverð- launin, og d’Estournelles de Constant, franskur þingmaður, og A u g u s t e Berernaert, friðarverðlaunin. frxðslumál barna. (Niðurl.). Séra Jóhannes er stórorður um hið illa ástand vor íslendinga í andlegu og efna- legu tilliti, og er hann þar ekki einn á bandi, því það er ekki nýtt, að nokkrir meðal vor, er hafa lært meira en almúg- inn, skammi hann fyrir fáfræði, siðspill- ingu, ráðleysi, varmensku og margt fleira, og er þá óspart vitnað til annara þjóða. Það er auðvitað, að margt af því hefur við rök að styðjast, en þó leyna sérekki öfgarnar og þekkingarleysið hjá sumum þessara manna, og mætti tína til ýms dæmi, en eg læt nægja að færa eitt til, sem sýnir hvað sumir álíta allt betra í öðrum löndum. Það kom í íslenzku fréttablöðunum ekki alls fyrir löngu, að þar var sagt, að meðferð á íslensku mjólkurkúnum væri svo afleitlega slæm, að ósköp væri að vita það, og þar af leiðandi væru kýrnar gagnslitlar eða gagns- lausar stritlur, og var Noregur tekinn þar helzt til samanburðar. Þar voru fjósin glæsilegar byggingar, »bezta húsið á bænum«, og allt var eptir því. En — við nánari rannsókn, af Norðmanni, kom það upp úr kafinu, að íslensku kýrnar reyndust eins góðar eða betri, en hinar norsku kýr. Þessu líkt er margt fleira, sem oss er sagt. Sá íslendingur, sem að margra dómi hefir rilað af mestri þekkingu, skarp- skyggni og sannleiksást um Island og ís- lendinga, er Þorvaldur prófessor Thor- oddsen. Hann gerir ekki eins mikið úr fáfræði íslenskrar alþýðu, í samanburði við alþýðu í öðrum lönduro, og sumir aðrir landar vorir. Það getur vel verið, að sparnaður, hag- sýni og félagslyndi, sem séra Jóhannes telur að almenning hér skorti svo tilfinn- anlega vegna fáfræði sinnar, sé roeira hjá lærða fólkinu en alþýðunni. Eg skal ekkert um það segja, hver flokkurinn gerir t. d. meiri kröfur til lffsins og er félags- lyndari; presturinn veit það betur. En það má geta því nærri, að umskifti al- þýðumenningarinnar yrðu mikil frá því sem nú er, þar sem eftir orðum prests- ins, að Qöldi fólksins er ekki nema að eins stautandi eða illa lesandi, þegar farið væri að kenna hverju 10—14 ára gömlu barni, auk þe3S vanalega: stjórnfræði, nátt- úrufræði, búnaðarfræði og heilsufræði. Því það vill séra Jóhannes að þeim sé kent, og eru orð hans þessi: »Af því börnin eru ekkert frædd um verk stjórn- arvaldanna í landinu, skilur það [fólkið] eigi stjórnmálagreinar .... sömuleiðis skilur það eigi alþýðlegar ritgerðir fnátt- úrufræði, búnaðarmálum og heilsufræði og öðru þess háttar, af því engin kensla er börnunum veitt í náttúruvfsindum*. Reyndar telur presturinn það eitt sanna mentun, »sem elskar kristindóminn og virðir líkams-vinnuna*. Það er það, sem prestarnir hafa verið að kenna, eru að kenna og eiga að kenna Islensku þjóð- inni, og mætti því ætla, að hún væri ekki alveg mentunarsnauð. Ekki má séra Jóh. heyra minnst á það, að heppilegra muni vera, að leggja meiri áherslu á unglingafræðslu en barnafræðslu, og ber helst við, að unglingarnir hafi svo mikið að starfa, en vill samt endilega koma upp unglingaskólum, svo sem ein- um í hverjum landsQórðungi, hvar nokkrir útvaldir unglingar eiga að vera fyrst um sinn, sem hafa námfýsn, fjármuni og tíma. En svo vill prestur, að allir, konur og karlar, séu skyldaðir til framvegis, að ganga á þessa skóla svo sem 5 mánaða tíma. Þ á virðist prestinum almenn ungl- ingafræðsla vera nauðsynleg, hvað sem þá námfýsi, fjármunum og tíma líður. En ætli það væri svo mikið óráð, að láta barnafræðsluna halda áfram í líkri stefnu og að undanförnu, en snúa sér heldur að ungmenna eða alþýðufræðslu í bók- legu og verklegu ? Þá þyrfti kennara- skólinn ekki að verða gagnslítil byrði á landsmönnum, sem eg hygg að geti kom- ið fyrir, ef menn halda fast við barna- skóla heimavistar hugmyndina. Eftir orðum prestsins er það mesta fjarstæða, að ætla prestunum barnafræðslu eða umsjón með henni; hann býst við jafnvel sumum góðum prestum óhæfum til þess, og telur það ekki geta samrýmst prestsembættinu. Ekki veit eg nokkurt dæmi til þess, að góður prestur hafi verið óhæfur eða lélegur barnafræðari, og ekki óttast eg það, að það vekti sundurlyndi í söfnuðunum, þótt prestar fræddu börn- in eða hefðu eítirlit með fræðslunni. Eg vona líka, að reglulegir trúleys- ingjar, er presturinn minnist á, séu ekki teljandi meðal vor, síst til sveita. Það mundi líka verða heppilegast, að börn trúleysingjanna hefðu sérkenslu, því fáum trúuðum foreldrum mundi verða það ljúft, að láta óþroskuð börn sín ver* lángvistum með börnum, sem alin væru upp < guðleysi, þótt þeim væri sagt, að slíkt væri algengt hjá mentaþjóðunum. Þá er eg ekki sérlega hræddur um það, að vorir íslensku prestar yrðu ofstækis- fullir harðstjórar í trúarefnum, þótt þeir kendu börnum trúfræði og annað, er að menntun lýtur, eða mynduðu voðalegasta kirkjuríki, er sést hefði undir sólunnL Klerkurinn hefur ekki gott álit á þeim. Klerkurinn dásamar skólaskylduna og fræðslulögin með mörgum orðum, en er þó ekki vel ánægður með lögin, þykir þau heimta of lítið o. fl., er eg sleppi að fjölyrða um. Ein klausa er þar, er sýnir að presturinn hefir rekið sig á það, að börn með 2 mánaða farkennslu hafa lært nálega eins mikið og börn i betribarnaskól- um við sjó læra á 5 mánuðum (að frá- dregnu skólafrlinu). jÞetta hefir sínar eðlilegu orsakir*, segir presturinn. »Fram- farirnar við námið verða ávalt miklu meira seinfara, þar sem Qöldi barna er saman í kenslustofu, heldur en þar sem þau eru sárfá; því bæði er það, að við Qöldann verðurmismuourinn meiri á þeim, er langt og skamt eru komnir, svo að hinir gáfaðri nemendur tefjast nokkuð af hinum lakari, og svo er hitt, að minna gagn verður að kennaranum fyrir hvern nemanda í stórum hóp, en smáum. Það er t. d. stór munur á, hvort maður hefur 32 nemendur í iíma, eða eigi nema 8, svo sem iðulegt er í farskólum. Sam- kvæmt þessu væru heimaskólar beztirs.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.