Þjóðólfur - 14.01.1910, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 14.01.1910, Blaðsíða 3
ÞJOÐOLFUR. 7 Betri meðmaeli með heimakenslunni gat presturinn ekki gefið. Presturinn telur það hreint hneyksli, þegar menn tali um, að barnafræðslan setji menn á sveitina. Ætli, að orð hans féllu ekki á annan hátt, ef hann væri fá- tækur fjölskyldumaður, sem væri að berj- ast við að manna börn sín, án þess að leita sveitarstyrks, en væri skipað að láta hvert io—14 ára barn sitt vera á föstum heimavistarskóla fjóra vetur. Þó hann sé svona stórorður um kostnaðarhræðsl- una segir hann þó: Höfuð erviðleikinn er náttúrlega fyrir efnalitla menn, að koma börnumjsínum fyrir af bæ og gefa þar með þeim, þvf þótt það b«int reik*ingslega sé hagur, ef fæði og kaup kennaranna heima er talið rneð, þá verður þó flestum létt- ara að fæða fólk sitt heima«. Ef prest- urinn heldur að aðstandsndur barnanna séu alveg lausir við fæði og kaup kenn- aranna, ef börnunum er komið burtu, þá mun það vera misskilningur. þeir verða að tiltölu við aðra, að taka þátt í þeim kostnaði, sem stafa af haldi kennaranna. Grein síra Jóhannesar sannar að heima- fræðslan er notadrýgst og ódýrust. Að endingu óska ég að þeir, sem vilja að óþroskuð börn læri ósköpin öll af að- skiljanlegum fræðslumolum, vildu kynna sér það, sem Herbert Spenser segir um það efni í: »Um uppeldi barna og ung- linga« og lesa hinar ágætu greinar eptir *Sveitaprest« sem eru prentaðar í »ísa- fold« f. á. Finnur Jónsson á Kjörseyri. Fiðluspil. 1 blaði einu í vetur (»Lögréttu«) mint- ist eg lítilsháttar á úmsögn tímaritsins »Lektyr« í Gautaborg um fiðluleikarann hr. Oscar Johansen, sem þá var væntanlegur sem fiðluleikari á Hótel ís- land. Nú er hann kominn og mun 6- hætt að segja, að ekki hefir verið ofsög- um sagt af listfengi hans. Hann leikur aðdáanlega vel á fiðlu, svo, að hann má vafalaust telja einn hinn æfð- asta og fimasta fiðluleikara, sem til sín hefir látið heyra hér. Jafnvel þó all- mörgum hafi þegar gefist kostur á að heyra hann á hótelinu, má gera ráð fyrir, að til séu þeir menn, konur og karlar, sem ýmsra orsaka vegna koma sjaldan eða aldrei á veitingahúsið, og fara þess- vegna á mis við skemtun þá, er hann veitir þar, en vildu aftur á móti hlusta á hann annarsstaðar. Hr. O. Johansen hefir því hugsað sér að bæta úr þessu, með því að halda opinberan hljómleik í Iðn- aðarmannahúsinu, Þriðjudagskvöldið 18. þ. m., kl. 8’/s. Meðal annars, sem mönn- um gefst kostur á að heyra hann leika þá, má benda á þetta: Sonate í D-dúr, ettir Hándel, Concert nr. 7, eftir Bériot og Hejre Kati, eftir Jenö Hubay, hvert öðru fegurra og mikilfenglegra. Fröken Kristrún Hallgrímsson aðstoðar hann við hljómleik þennan. Hr. O. Johansen til maklegs lofs má geta þess, að hann skemti, ásamt hr. Sig- fúsi Einarssyni, sjúklingunum á öllum sjúkrahúsunum hér nú um jólin, og má nærri geta> hvfjík skemtun þeim hafi verið í því, og er þetta því virðingar- verðara, að hr. O. Johansen mun hafa gert það alveg ótilkvaddur. Loks vil eg leyfa mér að ítreka bend- ingu mína í »Lögréttu« í vetur til ungra pilta og stúlkna, um að nota nú tæki- færið og læra fiðluspil hjá þessum manni, sem gæddur er svo frábærlegum hæfileik- um og kunnáttu, og sem stendur boðinn og búinn til að veita tilsögn sína hverj- um sem er. Mér virðist alls ekki óhugsanlegt, að fátækir unglingar, sem góða hæfileika kunna að hafa, mundu geta notið styrks úr einhverri átt í þessu efni, en því mið- ur virðast fáir hafa haft áræði til að gefa sig fram til þessa, enn sem komið er. Vilji einhverjir gefa sig tram eftir- I leiðis, skal eg með ánægju leitast við að ! koma þeim á framfæri og leita fyrir mér, | þar sem eg álít að von sé um einhvern styrk eða stuðning í þessu efni. Reykjavfk ix. Janúar 1910. Jún Pálsson. Hvað er að frétta? BúnaðarnðmskelO fer fram þesss dagana (10.—22. Jan.) í Þjórsártúni við Þjórsárbrú. Kennarar þar eru: ráðunaut- arnir Einar Helgason og Sig. Sigurðsson og Magnús Einarsson dýralæknir. Þeir riðu austur f þvf skyni á Laugardaginn. Mannalát. 31. f. m. andaðistá Akra- nesi Þorvaldur Björn Böðvars- s o n, sonur Böðvars kaupm. Þorvaldssonar og konu hans frú HelguGuðbrandsdóttur í Hvítadal, Sturlaugssonar. Hann var rúm- lega 22 ára að aldri (f. 18. nóv. 1887), hafði sfðustu árin verið berklaveikur og leiddi sú veiki hann til bana. Hinn 26. Nóv. s. 1. andaðist á Akur- eyri húsfrú Guðrún Kristjánsdótt- ir. Hún var fædd 15. Agúst 1834 dóttir Kristjáns Benediktssonar bónda á Hvassa- felli og Ingibjargar Jónsdóttur. 19 ára giftist hún Halldóri Jóhannessyni, er hann enn á lífi og er nú malari á Akureyri, og bjuggu þau um 46 áríEyjaflrði. Börn eignuðust þau 5, og eru 2 á lífi: Aðal- steinn, er eitt sinn var verkstjóri við Tó- vélar Eyfirðinga og Kristbjörg ekkja í Hvammi í Eyjafirði. Hinn 30. Nóv. síðastl. andaðist Guð- 'mundur Pálsson á Kirkjubóli f Bjarn- ardal f ísafjarðarsýslu. Hann var fæddur 10. Sept. 1842 og sonur Páls bónda á Hóli í Firði, Sigurðssonar og Kristínar Hákonardóttur. Hann bjó á Vöðlum 1869—1884 og sfðan á Kirkjubóli til 1904, að hánn lét af búskap. Kvæntur var hann Ingileifu Ólafsdóttur og eru 4 börn þeirra á lffi: Kristján bóndi á Kirkjubóli, Guð- rún kona Guðmundar Bjarnasonar á Mos- völlum, Páll og Guðmundur. Nýdáinn er á Sauðárkróki H i n r i k Á r n a s o n trésmiður. Hann var ungur maður og efnilegur og fylginn sér vel, og að þeim málum, er hann tók að sér, vann hann með kappi. Bindindismálið var eitt þeirra mála, er hann tók að sér, og vann hann mikið fyrir það. Banamein hans var tæring. Einn af mörgum, er tæringin banar. Sjálfsmox-ð. Ólafur bóndi í Norð- urkoti í Grímsnesi fyrirfór sér nýlega. — Hann fanst dauður við bæardyr og hafði skorið sig á háls. Skömmu fyrir jól skaut sig til bana á Hjalteyri, ungur maður, Magnús Þorkels- son að nafni. Slys. Björn hreppstjóri Björnsson á Brekku í Biskupstungum drap undan sér 2 reiðhesta fyrir skömmu í vök í Hvftá og bjargaðist nauðulega sjálfur. Hannvar á heimleið frá Eyrarbakka, hafði riðið Hvítá á ís f kaupstaðinn, en ekki varað sig á, að rignt hafði síðan og gert vök á ánni. Hestarnir stungust 1 vökina, en sjálfur hrökk hann um leið fram af hest- iuum yfir á ísröndina hinum megin vakar- innar. Halldór Jónsson á Hnausi í Flóa datt af hestbaki um daginn á heimleið frá álfadans við Ölfusárbrú, og meiddist mjög illa á fæti, hn^skelin eitthvað farið úr lagi og fóturinn skorist allmjög, 9. f. m. fórust 2 menn í snjóflóði 1 Borgarfirði eystra. Þeir hétu Björgvin Guðnason og Sveinn Gunnarsson. Þriðja manninn er var á ferð með þeim sakaði eigi. Nýlega drukku 2 hestar á Sandlæk í Hreppum kláðabað f misgripum, oghlutu bana af. BráOapest segir »Vestri« að hafi drepið margt fé á ýmsum bæum í Dýra- firði og Arnarfirði. Einn bóndi er átti um 70 fjár, misti um helming þess. Mýramenn halda stjórnmálafund i Borgarnesi 21. þ. m. Húsbruni. Aðfaranótt 23. f. m. brann hús Kristjáns söðlasmiðs Árnasonar á Húsavik. Hús og vörur voru vátrygðar fyrir 9000 kr. Um upptök eldsins ófrétt, þá „Norðri" getur brunans. TrúlofuO eru: Þorsteinn Skaftason ritstjóri „Austra“ og ungfrú Þóra, dóttir Matthíasar skálds Jochumssonar. Bœaratjórnarkosning. Hinn 3. þ. m. fór fram bæarstjórnarkosning á Akureyri, og hlutu kosningu: Sigurður ritstjóri Hjörleifsson með 142 atkv., Krist- ján verslunarstjóri Sigurðsson með 72 at- kv., Friðrik kaupmaður Kristjánsson með 71 atkv. og Björn prentari Jónsson með 42 atkv. Mótmæli. Herra ritstjóri Þjóðólfs! í sfðasta nr. blaðs yðar hefi eg rekist á greinarstúf, þar sem gefið er í skyn, að eg muni vera sá, er kallar sig »Calurius« og ritar »Andlitsmyndir« í »Ingólfi, og það þótt eg áður hefði mótmælt því ský- laust í Ingölfi. Eg lýsi því því enn á ný yfir, að eg á ekkert skylt við Calurius eða ritverk hans. — Annars er grein þessi langt fyrir neðan allar hellur, og hirði eg því eigi um að svara henni frekar, enda er hún að líkindum skrifuð í reiði af einhverjum, sem þar hefur átt skylt mál. Þessa leiðrétting vil eg biðja yður að gera svo vel að birta í blaði yðar. 8/>—1910. Magnús Jónsson stud. theol. * * * Hinn virðulegi mótmælahöf. má ekki gleyma því, áð yfir ýsing sú, er hann get- ur um, kom út í »Ingólfi« sama daginn og greinin f Þjóðólfi, svo hvorki gátum vér eða greinarhöf. vitað um hana, því ekki lesum vér prófarkir »Ingólfs« eða höfum með höndum handrit f það blað. — Um hitt, hvað mikið eða lítið vit er f Þjóðólfsgreininni geta þeir greinarhöf. og mótmælahöf. deilt oss að meinalausu. R i t s tj. Bœar-annáll. Fasteignaaala. Þinglýsingar 6. þ. m. Björn Jónsson skósmiður selur JóniBald- vinssyni prentara húseignir sínar báðar, er standa á lóðinni nr. 26 við Hverfisgötu, með öllu tilheyrandi. Dags. 3. Jan. Eiríkur Þorkelsson selur Hannesi ritstj, Þorsteinssyni húseign nr. 36 við Hverfis- götu með tilh. Dags. 18. Des. Gunnar Einarsson kaupmaður selur Jóni Pálssyni organista húseignina nr. 72 við Laugaveg með tilh. fyrir 14.000 kr. Dags. 20. Des. Jón Jakobsson landsbókavörður selur for- stjóra landsímans O. E. Forberg 1662 fer- álnir norður af lóð sinni við Þingholts- stræti fyrir 2493 kr. Dags. 11. Des. Jón Magnússon bæarfógeti selur forstjóra landsímans O. E. Forberg 1662 ferálnir norðan af lóð sinni fyrir vestan Þingholts- stræti en sunnan Skálholtskotsstíg, fyrir 1615 kr. 25 a. Dags. 6. Des. Páll Pálsson, Laufásveg 39, selur kaup- manni Jóhanni Jóhannessyni þá húseig* með öllu tilh. fyrir 3800 kr. Dags. 24. Des. Teitur Erlendsson selur Jóni Magnús- syni bónda í Gaulveijabæ húseign nr. 28 B við Bergstaðastr. (nú 18 við Óðins- götu) kallaða Reynistaði, með tilh. fyrir 1960 kr. Dags. 7. Des. Þórður J. Thoroddsen læknir fær upp- boðsafsal fyrir húseigninni nr. 46 við Laugaveg fyrir 14,000 kr. Dags. 4. Mars 1909. Þinglýsingar 13. þ. m.: Markús Þorsteinsson söðlasmiður selur Kristófer Sigurðssyni járnsmið húseig* sína nr. 9 við Frakkastíg með öllu tilh. fyrir 4000 kr. Dags. 12. Jan. Jón Magnússon bóndi í Krísuvík selar Jóni Jónssyni bónda á Hliðsnesi hús og landeign á Grímsstaðaholti, er Eyvík nefn- ist, fyrir 4000 kr. Dags. 6. Nóv. 1909. Uppboðsafsal til Eggerts Claessens yfir- réttarmálaflutningsmanns fyrirVatnsmýrar- bletti nr. 2, að upphæð 2125 kr. Dags. 23. Nóv. Heilbrigðisfulltrúi: Júlfus Hall dórsson er ráðinn heilbrigðisfulltrúi bæar- ins þetta ár með sömu launum og áður (800 kr.). Vatnsskatturinn. Bráðabirgða- reglugerð um vatnsskattinn hér í Reykja- vík hefir bæarstjórnin samþykt. Hún á að gilda fyrir þetta ár, en verður endur- skoðuð 1. Jan. 1911. Skatturinn verður miðaður við virðingar- verð húsa, að viðbættu virðingarverði fastra véla, þar sem þær eru, ef þær eru vá- trygðar ásamt húsunum. Húsunum er skift í 4 flokka, sem hér segir: 1. fl.: Allar byggingar, sem engin íbúð er í: , Af fyrstu 10,000 virðingar- ingarverðs greiðist. . . 3V» af þús. — næstu 10,000 virðingar- verðs greiðist........3 — — — því, sem fram yfir er 20,000 virðingarverðs greiðist.............2 — — 2. fl. Hús með einni ibúð: Af f. 10,000 virðv. greiðist 33/4 — — — n. 10,000 — — 3V4— — — því, sem fram yfir er 20,000 virðv. greiðist 2r/2— — 3. fl.: Hús með tveim fbúðum: Af f. 10,000 virðv. greiðist 4 — — 1 — n. 10,000 — — 3V2 — - — því, sem fram yfir er 20,000 virðv. greiðist 3 — — 4. fl.: Hús með prem eða fleiri íbúðum: Af f. 10,000 virðv. greiðist 4J/» af þú*. — n. 10,000 — — 4 — — — því, sem fram yfir er 20,000 virðv. greiðist 3 — — Sérstakan samning skal geva um vatns- skatt við baðhús, þvottastöðvar, verksmiðj- ur og hús með hreyfivélum. En takist ekki samningar, skal innheimta skattinn eftir mæli, er vatnsveitunefnd útvegar, en notandi greiðir 12 kr. árlegt eftirgjald af og skal greitt 1 kr. fyrir hverja 100 hektólítra, upp að 10,000 hektolitrum. Fyrir hús, er nota vatn til annars en heimilisþarfa og ekki falla Undir ofannefnd fyrirtæki, skal greitt aukagjald 1 af þús- undi hverju. Skip, er vatn taka hér í bæ, skulu greiða 60 aura af hverju tonni. Skattinn á að greiða eftir á, fyrir árs- fjórðung 1 senn. Bæarverkfræðingur er ráðinn Sigurður kennari Thoroddsen, með þeim skilyrðum, að enga aukaborgun fær hann fyrir nein störf í hæarins þarfir, nema alt að 1000 krónur fyrir eftirlit með gasstöðinni, og þó að því tilskildu, að hann taki full- kominn aðstoðarmann á sinn kostnað, ef gasnefndin telur þess þörf.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.