Þjóðólfur - 14.01.1910, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 14.01.1910, Blaðsíða 1
ÞJÓÐÓLFUR. 62. árg. Reykjavík, Föstudaginn 14. Janúar 1910. JS2. Tóuskinn, hvít og mórauð, kaupir verslun Gunnars Þorbjörnssonar. funður á Sauðárkróki um bankamálið. Skagfipðingar mótmæla stjórninni. Allir óska aukaþings. í tilefni af afsetningu gæslustjóra Landsbankans, sendu þingmenn Skagfirðinga í f. m. svohljóðandi bréf til allra hreppsnefndaroddvita sýslunnar: y>Með því að hœpið þykir, að siðustu aðfarir landsstjórnarinnar gagnvart Landsbankanum séu að öllu legti i fullu samrœmi við rétt- an skilning gildandi laga, og það kunni að geta haft spillandi áhrif á lánstraust bankans í útlöndum og verkað lamandi á verslun þess utanlands og innan, þá virðist naaðsynlegt, að þjóðin, þegar nán- ari skýrinyar eru fengnar, taki fasta ákvörðun l máli þessu, og reyni eftir jöngum að hefta þœr afleiðingar, sem hætlulegar \má telja. Af þessum orsökum höfum víð fundið okkur skylt, að boða til al- menns fundcr, er haldinn verður á Sauðárkróki laugardaginn 8. Jan. nœstk, kl. 12 á hádegi, og biðjum við yður, herra oddviti, að sjá um, að kosnir vetði 2 menn til að sœkja fundinn sem fulltrúar fyrir yðar hrepp. Svo er til etlasi, að fulltrúar ein- ir hafi atkvœóisrétt. Á fundinum verður borin upp tillaga um, að skora á ráðherra að hlutast til am, að kvatt verði til aukaþings á komandi vori eða sumri. Ólafur Briem. Jösef J. Björnsson«. Samkvaemt fuiidarboði þessu fóru fram kosningar í hreppunum, og hinn 8. þ. m. hófst fundurinn á Sauðársrók, og voru þar mættir fulltrúar frá öllum hreppum nema, Fellshreppi. Hinir mættu fulltrúar voru þessir: Úr Holtshreppi: Guðm. Davíðsson hreppstj., Hraunum. Jóu Sigurðsson, Brúnastöðum. Úr Haganeshreppi: Sr. Jónmundur Halldórsson, Barði. Páll Arnason hreppst., Mói. Úr Hofshreppi: Jón Konráðsson hreppstj., Bæ. Þorleifur Rögnvaldsson, Stóragerði. Úr Hólahreppi: Jón Sigurðsson oddviti, Skúfstððum. Sigurður Sigurðsson kennari, Hólum. Úr Viðvíkurhreppi: Hartmann Ásgrlmsson kaupm., Kolkuósi. Sigurður Pétursson óðalsb., Hotsstöðum. Ur Akrahreppi: Gtsli Sigurðsson óðalsb., Víðivöllum. Rögnvaldur BjörnSs. óðaJsb., Réttarholti. Úr Lýtingsstaðahreppi: Björn Þorláksson óðalsb., Kolgröf. Sigm. Andrésson óðalsb., Vindheimum. Úr Seiluhreppi: Tómas Magnúss. óðalsb., Geldingaholti. Þorvaldur Arason póstafgr.m., Víðimýri. Úr Staðarhreppi: Árni J. Hafstað búfr., Vík. Jón Jónsson hreppstjóri, Hafsteinsstöðum. Úr Sauðárhreppi: BenediktSölvas. oddv., Ingveldarstöðum. Björn Jónsson hreppstj., Veðramóti. Úr Sauðárkrókshreppi: Sr. Árni Björnsson prófastur, Sauðárkrók. Sigurgeir Danielsson spitalahaldari. Ur Skefilsstaðahreppi: Sr. Arnór Arnason, Hvammi. Jóhann Sigurðsson hreppstj., Sævarlandi. Úr Rípurhreppi: Guðmundur Ólafsson óðalsb., Ási. Jónas Jónsson hreppstj., Hróarsdal. Fundurinn hófst einni stundu eftir hádegi og stóð til náttmála. Fundarstjóri var Páll V. Bjarna- son sýslumaður. Skrifari fundarins síra Jónmund- ur Halldórsson á Barði í Fljótum. Fulltrúar einir höfðu atkvæðis- rétt, en fundarmenn allir málfrelsi og tillögurétt. Þær 8 klukkustundir, sem fund- urinn stóð yfir, var jafnan húsfyllir. Umræður urðu miklar og töl- Uðu margir. Bar fundarmönnum saman um, að lögbrot væri framið á rétti al- þingis og gæslustjórum þess, og að aðfarir stjórnarinnar í bankamál- inu væru óafsakanlegar. Enginn ágreiningur var um ó- hæfa framkomu ráðherra íbanka- málinu. Fundarmenn gátu að eins ekki allir orðið á eitt sáttir um það, hvað gera skyldi, hvers þjóð- in skyldi krefjast. Tillaga kom fram á fundinum frá þingmönnunum og krafðist hún aukuþings. Sigurður Sigurðsson kennari á Hólum, fulltrúi fyrir Hólahrepp, bar fram tillögu um, að kosin væri 5 manna nefnd til þess að orða tillögu fyrir fundinn, en síðar tók hann tillögu þá aftur, og bar þá fram tillögu um, að hinir löglega kosnu gœslustjórar yrðu af ráð- herra settir inn i stöðu sína aftur, að öðrum kosti á hann skorað, að hlutast til um, að kvatt yrði til aukaþings hið allra bráðasta. En þingmennirnir mæltu með sinni tillögu, og mun þeim hafa þótt tillaga Sigurðar kennara full- skörp, — vildu bersýnilega skjóta ráðherra undan kröfu um svo mikla auðmýkt frá hans hálfu, að hann setti gæslustjórana inn í stöðu sína aftur, eftir að hann þ. 3. þ. m. var búinn að lýsa því yfir, að hann ætlaði sér það ekki. Báðar þessar tillögur, bæði þing- mannanna og Sigurðar kennara, fóru fram á aukaþing. Mæltu allir með því nema 3 menn; 2 þeirra hreyfðu mótmæl- um gegn aukaþingi, en mæltu ráð- herra þar fyrir enga bót i málinu, töldu, að ýmislegt hefði átt að vera þar ógert, þótt hins vegar yrði ekki lagður neinn fullnaðardómur á ráð- herra, meðan nægjanlegar skýrsl- ur væru enn ekki fengnar. Mótmæli sin gegn aukaþingi bygðu þeir á þvi, að það eftir at- vikum fengist naumast saman fyr en á aliðnu sumri, og væri þá skemst eftir til reglulegs alþingis í Febrúar. Þá var því hreyft, að heyrst hefði, að ráðherra mundi ætla sér að stilla svo til, að reglulegt al- þingi skyldi ekki koma saman fyr en í maí eða júni næsta ár. Bar þá hinn þriðji þeirra félaga, Harlmann kaupmaður Ásgrímsson, er mótfallnir voru aukaþingi, fram tillögu um að bankamálið, fyrir greindar sakir, yrði látið bíða reglu- legs alþingis, en þess jafnframt kraflst, að reglulegt alþingi kæmi saman í Febrúar. Fulltrúar skiftust um þessar 3 tillögur: tillögu þingmannanna, til- lögu Sigurðar kennara og hina síðast töldu tillögu. Loks var gengið til atkvæða, og bar þá fundarstjóri fyrst upp til- lögu þingmannanna. Hún er svohljóðandi: r>Með þvi að það er álit fundarins, 1, að landsstjórnina eftir lög- um um stofnun Landsbanka bresti heimild til að víkja gæslu- stjórunum frá til fullnaðar, eða skipa gœslustjóra til langframa að fornspurðu alþingi, sem eitt hefur réit og skyldu til að kjösa menn í þá trúnaðarstöðú, 2, að slikt vald, og þar af leiðandi ótakmörkuð yfirráð eins manns yfir bankanum, sé viðsjárverð, og þannig lagað fordæmi gæti verið hættulegt vopn í höndum hverrar stjórnar, 3, að þjóðin eigi örðugt með að komast að réttri niðurstöðu i málinu, meðan öll rök fyrir frá- vikningu bankastjórnar eru ekki lögð fyrir þingið til rannsóknar, — telur fundurinn nauðsynlegt, að alþingi gefist sem fyrst kost- ur á að kynna sér alt sem bankastjórnin er sökuð um, meta gildi þess, og kfósa gæslu- stfóra, ef þörf krefur. Fundurinn skorar þvi á ráð- herra, að hlutast til um að kvatt verði til aukaþings hið bráðastax. Tillaga þessi var samþykt með 15 atkvæðum gegn 11. Þar með taldi fundarstjóri hinar aðrar tillögur fallnar. Gegn tillögu þessari greiddu at- kvæði Sigurður kennari Sigurðs- son á Hólum og þeir, er honum fylgdu að málum og hans tillögu. Þeir skýra svo frá, að þeir hefðu greitt tillögu þingmannanna at- kvæði sitt, ef þeirra tillaga, semer hvassari og að því leyti betri, hefði fyr komið til atkvœða og fallið. Þeir einir voru því á móti kjarna þess, er í milli bar, aukaþingi, sem fresta vildu bankamálinu til reglu- legs alþingis, gegn því að það kæmi saman í Febrúar, en ekki nema 3 menn tjáðu sig þvi fylgjandi, eins og þegar hefur verið tekið fram. En fundarmenn vorn cindregnir á móti ráðherra í öllu atferli hans gagnvart Landsbankannm. Fundurinn fal þingmönnunum að birta ráðherra áskorun fundar- ins þegar í stað með simskeyti, og aðalefni röksemdanna. Ennfrem- ur var þeim falið að sjá um, að ráðherra verði með næsta pósti send skýrsla um fundinn. t Laurits Eflvari Sveinbjörnsson fyrrum dómstjóri landsyfirréttar, andaðist hér í bænum að kveldi 7. þ. m. Hann var fæddur 30. Ágúst 1834 í Reykjavlk, og voru foreldrar hans Edvard Thomsen, er síðar var verslunarstjóri i Vestmanna- eyrjum, og Kiistín Lárusdóttir kaupmanns i Reyjavik Knudsens. Móðir hennar var Margrét dóttir Lárusar beykis i Stykkis- hólmi og Guðrúnar Þorbergsdóttur prests á Eyri i Skutilsfirði, Einarssonar í Reykj- arfirði á Ströndum, Jónssonar í Reykjar- firði, Björnssonar járnsmiðs, Sveinssonar prests í Holti i Önundarfirði (er var faðir Brynjólfs biskups) Sveinssonar. Kirstín móðir hans giftist þá hann var 6 ára Þórði Sveinbjörnssyni háyfirdómara og tók hann drenginn að sér og gaf hon- um nafn sitt. Sveinbjörn tónskáld i Edin- borg er sonur þeirra. L. E. Sveinbjörns- son útskrifaðist úr Reykjavikurskóla 1855 með 1. eink., tók próf í lögum við há- skólann 15. Júní 1863 með 1. eink. — Meðan hann dvaldi við laganám, varð hann kennari elsta sonar Blixsen Finecke baróns, er átti systur Lovísu Danadrotn- ingar og sýnir það ljóst, í hvað «iklu áliti hann hefir verið. Var hann þar_ 2—3 ár, \

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.