Þjóðólfur - 28.01.1910, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 28.01.1910, Blaðsíða 2
ÞJOÐOLFUR Skýrsla Landsbankarannsóknar- nefndarinnar. í gær er þá loksins skýrsla raunsóknar- ■efndarinnar komin fyrir almenningssjón- ir, sem viðbót aftan við stjórnartíðindin B. 1909. Skrifið er 80 síður alls að meðtöldum bréfaviðskiftum riðherrans og banka- stjórnarinnar á næstiiðnu ári. Ritið hefst með inngangi; er þar skýrt frá skipun nefadarinnar og störfamþeim, er hún hafi int af hendi samkvæmt skip- un ráðherra og erindisbréfi hennar o. fl. Þá er skýrt frá starfi bankans til yfir- lits. Um það er ekkert að segja. Þá er kafli, er nefnist sjóður bankans. Eftir því sem þar er frá skýrt, kom peningasjóður bankans nákvæmlega heim við það, sem hann átti að vera sam- kvæmt bókum bankans. Við rannsókn á verðbréfaeign bankans varð sama raunin á. Heldur ekki gat nefndinTfundið neitt að athuga við gömlu fasteignaveðsiánin, handveðslánin, lán gegn ábyrgð sveita- og bæarfélaga og accreditivlána. Þá er sérstakt mál um seðla Lands- bankans, seðlabrenslu og seðiafölsun, að enginn inniendur maður mundi geta búið til seðla, er líktust neitt verulega banka- seðlunum hér. Tillögur um að I.andsbankinn haldi serstakar seðlabækur, er gerð er nánari grein fyrir' og vitanlega heyrir stjórnar- ráðinu tii,*útgefanda seðlanna. Til þess að annast þessar seðiabækur er stungið upp'á að bæta einum manni við bánkann. Bankanum verður dýrt hjúahaldið um það er lýkur. Þ& er kafli um sparisjóð Landsbank- ans. Tillögubull um að innkalla allar sparisjóðsbæknr tvisvar á ári, og annað yfirklór yfir sparisjóðsuppgerðarieysisó- sannindi ísafoldar. En reikningsskekkjan, s«m um er getið og ekki er tiifærð með tðlum, er upp á 48 kr. og nokkra aura, er kom fram við síðustu reikningsskil. En aðalefni kaflans er nýtt embætti, að nauðsyniegt sé að stofna nýtt embætti, sparisjóðsforstjórastöðu, með því að af- greiðsla sparisjóðsins verði adgreind frá afgreidslu bankans, þ. e. fari ekki fram 1 sama herbergi. í íslandsbanka hér og bönkum víða er- iendis fer afgreiðsia sparisjóðs eins og í landsbankanum fram á afgreiðslustofu bankans; en hér þarf að hafa sérstakt kerbergi; afgreiðslustofan er að vísu lítil og nóg húspláss á efri bygð bankans, svo að það ætti ekki að vera neitt á móti því í sjálfa sór; en það sem hér er aðal- kjarninn, er að nota þetta sérstaka spari- sjóðsherbergi sem átyllu til þessaðstofna sérstakt embætti, þvf að aðalstefnuskrá núverandi ráðherra og stjórnarniðja hans eru embættastofaanir, ný embætti. Þá eru nokkur orð um úrskurð reikn- inganna; vonskast yfir að endurskoðunar- menn hafi ekki gert athugasemdir o. s. frv. En það snertir':ekkert bankastjórnina, eins og margsinnis hefur verið tekið fram. Þá er kafii um sjálfskuldarábyrgðarián, þar næst kafli um víxla og þar á eftir kafli um mat á þessu hvorutveggju. Þyrlar nefndin upp miklu moldviðri um þau ián og kemst loks aö þeirri nið- urstöðu, að tryggingar íyrir lánum þessum hafi rýrnað. Það var mikið, að nefndin skyldi ekki rifna af rannsóknarspeki áður en skýrslunni ioks var lokið. Það sýnist ekki hafa þurft að launa neina nefnd til þess að finna þetta út, að tryggingar hafi rýmað, með öðrum orðurn, að efnahagur margra manna haíi hnignað 2 síðustu árin. Það vita allir, og þarf enga spek- inga til að koma upp með það. Þá skýrir nefndin frá því, að af þeim 1100 manna, er skuldi vfxia og sjálf- skuldarábyrgðir, sem eitthvað sé að at- | huga við, þá séu 740 manns öreigar, sem | ekkert eigi og aldrei geti eignast neitt | og aldrei látið neitt af hendi rakna. 55 menn hafa eitthvað undir höndum, að hún hyggur, en eigi þó ekki fyrir skuld- um. Þá eru 280 menn, sem eiga fyrir skuldum, en skuida lítið sem ekkert í bankanum og á hvlla litlar ábyrgðir. Þá eru 30 menn, sem kalla má efnaða, en skulda lítið sem ekkert og erti í sem eng- um ábyrgðum, og loks 20 menn, sem ekki hefur fengist vitneskja uro, hvernig ástatt er fyrir efnaiega. En eftir þeim upplýs- ingum sem hafa náðst og eftir þvf sem ástatt er með lán þau, er þeir eru við riðnir, hafa þau alls enga þýðingu. Eftir þessum pistii í skýrslunni að dæma virðast það vera öreigar, sem aldrei geta eignast neitt, og menn sem ekki eiga fyrir skuidum, sem aðallega skulda alla súpuna, um tvær miljónir. Eftir þessu”ætti bankinn þá aðtapamestu af þessu, en nú segir nefndin að baokinn tapi ekki nema 400,000 kr. og mun þó enginn væna hana um að hún geri^of lít- ið úr tapinu, sem bankinn á að bíða.H ; Nefndin hefir ekki gætt sín þegar 'hún var að smyrja upp öreigalistanum, að láta hann koma nokkurn veginn heim við tap- áætlunina. Það vill oft ganga svo fyrir i þeim sem þurfa að segja ósatt, að ein j lýgin rekur sig á aðra. Nefndin sannar það þanníg best sjálf og sýnir að ekkert mark er takandi á þessu [mati hennar, enda mátti vita það fyrirfram, að meira mark væri takandi á gömlu bankastjórninni en þessum „rann- sóknarpiltum«. Jafnvel þeir sem hingað til hafa haldið að eitthvað mark mundi takandi á nefnd- inni, munu sannfærast um að svo er eigi með því að lesa þennan skuldamatslista, aðrar eins ógöngur og nefhdin þar hefir ient í. Þó má vfkja að því að það er nefnt til eins og eitthvert hneyksli, —- eitthvað sem ekki eigi að eiga sér stað, — að bankinn hafi lánað vinnufólki, daglaunamönnum og sjó- mönnum. Hvaða ástæða eigi að vera til þess að útiloka þannig heilar stéttir er ekki til- greint. Er það ef til vill af því að þetta fólk verði að rýma fyrir valdhöfanum og Thorefélaginu, svo að það geti ferigið eins mikla peninga og það þykist þúrfa með? Sé svo, þá er illa farið að loka bankan- um fyrir skilamönnum, því það er al- kunnugt að alþýðufólk er ekki síður orð- heldið og áreiðanlegt í viðskiftum en ýmsir aðrir t. d. stúdentarnir, sem Karl Einarsson taldi ekki minsta nauðsyn að hjálpa meðan hann var gæslustjóri, með því að þeir þyrftu peninganna með og hefðu ekki von irm tekjur fyr en þeir kæmust í embætti. En það var Thorefélagið. Einn núver- andi forstöðumaður bankans hefir sagt, að það væri ekki meira að lána Thorefélag- inu en hverjitm öðrum, ef það setti næga tryggingu. En þótt svo væri að trygging þess væri nægileg, þá væri þar fyrir ekki rétt að ausa fé Landsbankans ef til vill hundruðum þúsunda í það félag, með því að félagið ætti bersýnilega eins auðveld- lega að geta fengið slfkt lán, með nægri trygg‘nu Þar sem þaö er búsett, erlendis, og félagið geldur sína skatta og ástæður ' þess eru best kunnar. Hvaða meining er í því að vera að láta landssjóðinn útvega fé gegn ábyrgð sinni til handa Landsbankanum til þess svo að lána það félögum og stofaunum erlendis, ; lánþegum sem greiða skatta sína erlendis og í engu hjálpa til að bera byrðarnar á þessu landi? Nei, Landsbankinn er fyrir landsfólkið og þá sem bera byrðarnar í landinu. T.andsbankinn er upphaflega til þess stofnaður að greiða fyrir landsmönnum sjálfum með peningaverslun sinni, en hvorki til þess aðallega að vera gróða- stofnun né stofnun fyrir einstaka menn og erlend félög. Næsti kafli eftir þeim þrem er síðast voru taldir,’’er um varasjóð Landsbankans. Leiðindastagl. Fyrst skýrir nefndin frá hvað hún telji felast í sjálfu nafninu og hennar hugmynd um varasjóð o, s, frv. Þá er þar þvælan um veðsetninguna, sem engin er.[Þá er margvísleg speki um vara- sjóðinn, sem nefndin þykist finna út með rentureikningi, en virðist þar meðal ann- ars hafa gleymt hinni rentulausu eign vara- sjóðs,|bankabyggingunni. Þá [eru þar og nídd bankavaxtabréfin íslensku og miklar efasemdir um það hvort varasjóður bankans megi liggia í þeim bréfum. Það virðist þó syo sem varasjóði Landsbankans og bankanum að öðru leyti sé eins gott að verðbréfaeign hans sé fólgin 1 íslenskum verð- býéfum engu síður en erlendum, og það því fremur sem íslensku bréfin eru engu ótryggari og gefa þess utan hærri vexti en t. d. kgl. rfkisskuldabréf og flest önntir erlend verðbréf þau er full- trygg geta taiist. Að bankavaxtabréfin íslensku séu torseld er heimska, eða var heimska áður en Björn fónsson kom til sögunnar sem valdsmað- ur á íslandi. Það eru sem sé ekki dæmi til þess að kgl- ríkisskuldabréf hafi nokkru sinni selst við sama verði og bankavaxtabréfin fsiensku, og væru banka- vaxtabréfin boðin út fyrir sama verð og rikisskuldabréfin mundu þau renna út eins og vatn. íslensk bankavaxtabréf hata staðið í 100, 98 og lægst 96 á sama tíma og kgl. rlkisskuldabréf hafa staðið í 94. Það er alveg óskiljanlegt hvað nefad- inni og ísafold getur gengið til að nlða og eyðileggja álit manna á bankavaxta- bréfam Landsbankans, nema hugmyndin ef til vill sé að taka veðdeildina af Lands- hankanura og leggja hana undir franska bankann, en þyki því viðkunnanlegra að gera veðdeildina ómögulega áður, svo þakk- látssemin og fögnuðurinn yfir franska bank- anum verði þeim mun meiri. Næst taka við í skýrslunni skýrslur um verðbréfaeign Landsbankans 1908, 1907 og 1906, nokkrar línur um tryggingarfé veð- deildanna og varasjóði þeirra og veðdeild ina sjálfa. Er fátt um þetta alt að segja, meinlaus rolla nema hvað nefndin gerir sjálfri sér dálítinn óleik út af varasjóðum veðdeild- anna. I reikning f ísafold í vetur sem allir vita að saminn var af nefndinni, tel- ur hún upp verðbréfafúlgu, sem eign þess- ara varasjóða og minkar með þvf verð- bréfaeignina annarsstaðar. En nii þykist hún vera búin að finna út að sjóðir þessir séu ekki f verðbréfum. Þá er reikningur Landsbankaas 30. Aprfl 1900 samkvæmt höfuðbókum bank- ans. Þvlnæst eru athugasemdir við þann reikning. Aðalefni þeirra er, að víxileign bank- ans sé 6200 kr. lægri en bækurnar til- færa. Þótt nefndin þykist hafa fundið þessa skekkju, þá er engan veginn áreið- anlegt, að útreikningurinn á henni sé réttur. Nefadin var margbúin að athuga þetta atriði fyrir 22. Nóv. og hafði um eitt leyti talist svo til, að munurinn væri ekki nema nokkur hundruð krónur (sbr. grein eftir Tr. G. f Lögréttu). Eða því var ekki úttekt látin fara fram á víxiaeign barkans, eins og peninga-. og verðbréfaeigninni þ. 22. Nóvbr. ? Allur bærinn veit, að þessi upphæð eða tala er eftir bankamönnunum dönsku og nefndin náði í hana hjá þeim, er þeir intu nefndina eftir, hver útkoman hefði orðið hjá henni; en nefndin tekur ekki tii greina á annað þúsund krónur af upphæð þessari, er kom til leiðréttingar hjá dönsku bankamönnunum og nefnd- inni mun vera fullkunnugt um. Mismunurinn, ef réttur væri hjá þeir» dönsku, er innan við 5000 kr., en þar fyrir segir nefndin hann yfir 6000 kr. Réttorðir piltar. Að dönsku bankamennirnir hafi engan veginn komist að fastri niðurstöðu (sbr. grein eftir Tr. G. í Lögr. 26. Þ. m.) er rannsóknar«efnd sem öðrum vitanlegt, því að mismunurinn var að eins una 3000 kr. við síðustu athugun um ára- mótin. Mismunur á ávísanaeign og rciknings- tilfærslti er kr. 1435,90 eftir skilagrein bókara. Nefndin hafði ekkert fandið. Ekki eru þetta stórar upphæðir þótt réttar væru, sem engan veginn er víst, á öllum hinu mörga tugum miljóna, sem bankinn hefar haft undir höndum á öil- um umliðnum árum. Þá er skýrsla um víxilkaup starfs- manna bankans eftir sögusögn rannsókn- arnefndar, er byggist á því, að ekki sé skrifleg útgjaldaskipun fyrir hverjum víxli. Er þessu margsvarað áður. En á eitt mætti benda. Rannsóknar- nefndin getur þess til utn mismun víxil- eignarinnar og reikningsupphæðarinnar, að starfsmenn bankans kunni nð bafa glatað einhverjum víxlum; en ætli rann- sóknarnnfndin hafi þá ekki iíka getað glatað einhverju, ef ekki víxlum þá út- gjaldaskipunum? Það eru þó ekki nema smálappar og hvergi bókfærðir. Um lýgna menn er það sagt, að þeir séö allra manna trúgjarnastir, um þjófa, að þeir séu allra manna þjófhræddastir o, s. frv. Þá er útdráttur úr gjörðabók nefndar- innar, þar á meðal svör bankastjórnar- upp á spurningar nefndarinnar eins og hún hefir bókað þau, og bankastjórnin strax mótmælt og heimtað, að leiðrétt væru. Þá er siðasti kafli skýrslunnar, bréfa- viðskifti ráðherra og bankastjóra út af gerðabókarhaldi bankastjómarinnar. Þar hefir Tryggvi Gunnarsson síðastur orðið og kveður ráðherra ( kútinn. Með bréfi Tryggva endar skýrsluritíð. Nú þegar skýrslan er komin út, geta allir séð, að ekki er að furða, þótt Birni ráðherra þætti ekki mikið bragð að henni, og honum væri nauðugt að birta hano. Þeir sem hingað til ekki hafa þótst fá fullnægjandi rök, meðan skýrslan enn var ókomin, fyrir því, að afsetning banka- stjórnar hafi verið réttroæt, ættu nú að lesa skýrsluna. Við það munu þeir sannfærast um, að hún verður ekki var- in, afsetningin 22. Nóv., hvað þá heldur afsetningin 3. Jan., nema með misskiln- ingi á lögum bankans, órökstuddum stað- hæfingum og ósannindum. Skýrshwinur. Fræiiir vorir nyrðra. Bjorn Jónsson, ráðherra íslands Ráðherra íslands hefur nýlega, á mið- ur heppilegan hátt, leitt athygli manna að íslandi. Hann lét birta símskeyti I öllum hérlendum blöðum þess efnis, a ð hann hefði sett alla stjórn

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.