Þjóðólfur - 04.02.1910, Síða 1

Þjóðólfur - 04.02.1910, Síða 1
62. árg. Reykjavík, Föstudaginn 4. Febrúar 1910. J» 5. Tóuskinn, h v í t og m ó r a u ð, kaupir verslun Gunnars Þorbjörnssonar. Rannsóknarnejnðar- skýrslan. (Frh.). Sjálfskuldarábyrgðarlán og reikningslán, að svo miklu leyti, sem þau eru trygð með sjálfskuldar- ábyrgð, nefnist næsti kafii skyrslunn- ar. Þar fyrst er það, er yngri nefnd- in lætur til sín heyra. í kafla þessum eru allskonar athug- anir og bollaleggingar fram og aftur, svo sem það, að slík lán „geti oft ver- ið hagkvæm þeim, er á lánum þurfa að halda" o. s. frv. Flest þessi atriði eru aðeins til at- bugunar fyrir bankastjórn og aðra, og •ómerkileg. Á einum stað í kafla þess- um er það tekið fram, að mörg lán hafi staðið afborgunarlaus síðan 1907, „nema hvað vextir og smá-afborganir hafi greitt af nokkrum af iánum þess- um meðan nefndin hefur setið“. Hér fer nefndin ekki með allskost- ar rétta frásögn, svo eigi sé frekar að orði komist. Eðlilega hafa afborganir af ýmsum lánum verið minni síðan árið 1907, vegna þess, að fjárhagur manna hef- ir verið erfiðari þau árin; það hefir stafað af ýmsum orsökum, atvinnu- leysi o. fl. Bankinn hefur því, eins og sjálfsagt var, verið vægur með af- borganir, er svo stóð á. Að ganga að lánum og heimta þau miskunnar- laust borguð, hefði oft orðið til þess, að skuldunautar hefðu orðið gjald- þrota, og það þótt eignir væru næg- ar. Það borgar enginn lán sín í bank- anum með vörum, húsgögnum, hluta- bréfum, bókum o. fl., og það þótt eignir þær nemi mikiu meiru en skuld- in er. Og banki, sem er banki þjóð- arinnar, verður að gæta þeirrar skyldu vandlega, að gera engan gjaldþrota, nema brýna nauðsyn beri til. Hvert gjaldþrot er þjóðartap. Það minkar- viðskiftatraust allra, bæði innanlands og utan. Nefndin segir enn fremur, að smáafborganir einar hafi verið greiddar af lánum þessum meðan hún sat að störfum, en það er rangt. í maímánuði fór nefndin yfir sjálfskuld- arábyrgðarlánin, og ritaði þá upp hjá sér „til athugunar" um 100 lán. At þessum lánum eru sum að fullu greidd bankanum. Hið fyrsta þeirra var borgað að fullu 19. Maí, annað8.Júlí, þriðja 9. Júlí o. s. frv. Og af þess- um 100 lánum hafa enn fremur verið greiddar allgóðar afborganir at sum- um þeirra, (7/7 1909 borgaðar 2250 kr. af einu, 9/s 1700 kr. o. s. frv.).— Þetta ætti að vera nægilegt til að sýna, að nefndin fer hér ekki með rétt mál. Það er alveg rétt hjá nefndinni, að við endurnýun lána þarf að gæta að tryggingunni, enda hefur þeirri reglu verið fylgt, og það er líka rétt, að tönn tímans getur rýrt trygginguna. En þar er þess að gæta, að í því efni mun vandfarnast fyrir allar peninga- stofnanir, og hægra að kenna heil- ræði en halda þau, auk þess, sem það ávalt er álitamál, hvert Pétur eða Jón eru góðir tyrir 1000 kr. eða ekki. Arni álítur þá góða, en Einar slæma. Það er því ekki auðið að kveða upp neinn fullnaðardóm um þetta efni, eins og nefndin gerir, enda geta lánin oft verið jafntrygg, þótt einhver ábyrgð- armannanna verði gjaldþrota eða deyi. Hann hefur máske aldrei verið neins metinn af bankastjórninni, og því þá að heimta, að lántakandinn taki nýtt lán vegna þess. Það væri að baka viðskiftamönnum óþarfa kostnað, og það á landstofnun ekki að gera. Þá getur nefndin þess, að svoog svo mikið sé hjá málaflutningsmanni til innheimtu, og finst henni, að það beri vott um, að bankastjórnin hafi vanrækt starf sitt. En með leyfi að spyrja, hvað á að gera .við lán, er enginn af ábyrgðarmönnum eða lántakendur hirða um, þrátt fyrir ítrekaðar áskoranir?— Lánin geta verið jafntrygg fyrir það. Á að láta þau liggja þannig áfram? Ekki virðist svo, sem nefndin sé þeirr- ar skoðunar. En til málafærslumanns vill nefndin ekki láta senda þau. Hingað til hef- ir það verið leiðin fyrir alla, er hafa þurft að heimta inn skuldir, og eigi hafa getað gert það sjálfir, að biðja málafærslumann að innheimta þær, og það hefir verið talin góð leið yfirleitt. En þessir tveir málafærslumenn; sem eru í nefndinni, líta öðruvísi á það — þeir telja það óráð, og búumst vér við því, að margir verði þeim þakk- látir fyrir það, því málafærslumenn þykja oít dýrir, ef þeim er bent á annað betra og heppilegra ráð. En það vantar hjá þeim blessuðuml Víxlar er næsti kaflinn, og er hann lítill og lítilfjörlegur; en tvö atriði eru þar er verðskulda það, að þeim sé veitt at- hygli. Annað er það, að bankinn hafi j keypt ofmikið af smávíxlum fyrir verka- ! menn, sjómenn o. fl. Hingað til hefur verið litið svo á, \ sem það væri ein af skýlausum skyld- ; um bankans, að kaupa jafnt stóra sem smáa víxla, ef tryggir eru. En nefndin lítur öðruvísi á það. Verkamenn og sjómenn þurfa enga víxla og eiga aldrei að vera skuldskeyttir bankanum, segir nefndin. Það er þó alkunna, að þeir eru engu síður skilamenn en margir aðrir, og þeir geta oft þurft á fé að halda, bæði til verkfærakaupa o.'fl., og þótt afborganir þeirra séu minni, þá eru þær jafngóðar. Enn- fremur má í því sambandi líta á það, OlLUM peim, sem sýndu okkur hjálpsemi og hlnltekningn i orði og verki, pegar pað slgs bar að höndum, að við mistum alla mani okkar í hús- j bruna adfaranólt 22. p. m., vottum við ; hjartanlegar pakkir. Skótavörðustíg 4, Rvik 39/i '10. Marta Magnúsdóttir, Guðrún Sigurðardóttir, Guðmundur Magnússon. að tap á þeim víxlum er og verður jafnan lítið, það þarf svo marga víxla þar, svo nokkuð muni um, en á kaup- mannavíxlunum er tapið oft stórt og mikið, ef tap verður. Hitt er það, að nefndin álasar banka- stjórninni fyrir það, að forðast afsögn svo sem auðið er. Þetta er hrósvert, | en ekki ásökunarvert, því ein afhelstu meginreglum hverrar bankastjórnar, eins og hvers einstaklings, er eins fáar afsagnir og unt er. Og þegar komið er með endurnýunarvíxil jafn tryggan, þótt lítil eða engin afborgun sé, þá er sjálfsagt að kaupa ’nann. Þetta „prin- cip“ er laukrétt, og það, er nefndin segir um það, er misskilningur einber. Þar sem nefndin hyggur að trassaskapur manna vaxi við það, að svo sé gjört, þá er það ekki rétt. Trassaskapurinn ís- : lenski er mikið eldri en Landsbankinn, og Landsbankinn hefir ekki aukið hann, heldur ekki getað sigrað hann af fullu, vanið alla af honum. Þetta er víst öllum ljóst, nema ef vera kann nefndinni. Annars eru þessi atriði eins og annað í þessum tveimur köflum, hégómi einn. Mat nefndarinnar heitir næsti bálkurinn, langur kafli og leiður, en ekki að sama skapi viðar- mikill, sem lengdin er. I byrjun hans segist nefndin hafa ritað upp til athugunar alla lántakend- ur og ábyrgdarmenn að lánum og víxl- um, er voru 500 -kr. eða meira, og auk þess nokkur smærri lán, ef sér- staklega stóð á. Tala þessara manna segir nefndin að sé 1125. Til þess að vita sem glegst um það, hversu lán þessi eru trygg, segist nefndin hata aflað sér „áreiðanlegra og nákvæmra" upplýsinga. Og hvernig er þá efnahagurinn. Nefndin svarar því svo: 740 eiga ekkert og geta fyrirsjáan- lega aldrei eignast neitt“• í þessum flokki eru verkamenn, daglaunamenn og sjómenn. 55 eiga ekki fyrir skuldum, en eiga | þó einhverjar eignir. 280 eiga fyrir skuldum og sumir nokkuð meira, en þeir skulda lítið og eru í litlum ábyrgðum. 30 má kalla efnaða, en þeir skulda lítið eða ekkert og eru í mjög litlum ábyrgðum, Um 20 veit nefndin ekkert, en hún segir að það hafi alls ekki neina þýð- ingu, því svo sé ástatt um lán þau, sem þeir eru við riðnir. Með öðrum orðum, nefndin segir að einir 30 menn í Reykjavík og Suður- landi af öllum viðskiftamönnum bank- ans, séu efnaðir. Mikil hormung væri það, ef satt væri. En þetta eru verstu ósannindi. Það vita allir. En þetta er gert til þess að svívirða bankastjórnina, og ekki hugsað um hverjar afleiðingar eru af því. En afleiðingin er bersýnileg. Ef nokkur maður leggur trúnað á þessi ummæli nefndarinnar, verður það til þess, að lánstraust allra er farið. Eng- inn trúir öðrum fvrir einum eyri, enda munu verkamenn hafa orðið varir við það, eftir bankastjóraskiftin og gengið ver að fá smálán en ella mundi hafa verið. Kaupmennirnir munu og verða varir við það, er þeir vilja og þurfá að fá lán erlendis, að lánstraust þeirra er margfalt minna. Þetta verður til þess að vöruflutningur verður minni til landsins og útlendar vörur þar af leið- andi dýrari. Ef sá er þjóðníðingur, er ritar fá- orðar og réttorðar greinar um ráð- herrann, hvað á þá sá að heita, er eyðileggur alt lánstraust íslendinga ytra og níðir þá, sem fátæka ræfla, er „fyrirsjáanlega geta aldrei eignast neitt“. En það gerir ráðherra með birtingu skýrslu þessarar, er hann hefur birt bæði innan lands og utan. Hann ber hér ábyrgðina, og það er hann, er hefur síðan hann komst að völdum, veikt svo sem föng hafa verið láns- traust og heiður þjóðarinnar út á við. Á þetta atriði mun nánar minst síðar. Annars er ekki stór munur á 1. og 2. flokk hjá nefndinni. í fyrsta flokk eru gjaldþrota menn — menn, sem eiga minna en ekkl neitt. í öðrum flokk eru menn, sem ekki eiga fyrir skuldum, eða menn, sem eiga minna en ekki neitt. Hver er munurinn? Enginn. Jú, munur er, þeir, sem eru í 1. flokki (740) geta fyrirsjáanlega aldrei eignast neitt. Hvernig nefndin fer að rannsaka þar ókomna tíma mun flest- um vera hulið. Þá upplýsir nefndin, að rúmir 460 skuldunautarí 1. og. 2. fl. skuldibank- anum 1,380,000 kr. I þessum flokk- um eru alls 79 5 menn, og mun ekki ofhátt að telja, að skuld hinna 335, sem ótaldir eru hjá nefndinni, séu að minsta kosti 178,000 kr., rúmar 500 kr. á mann. Skuldir 1. og 2. fl. verðaþá 1,556,- 000 krónur. Og með hverju á að borga þessa skuld ? Ekki borgar 3. fl. hana, þótt nefnd- in gefi það í skyn, því hún segir, að á þeim „hvíli litlar ábyrgðir", en það | gæti eigi talist, ef ábyrgð þeirra næmi ; yfir 1 miljón króna, og sama er að ; segja um 4 flokk. Til þess að greiða með þessar

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.