Þjóðólfur - 11.02.1910, Síða 1

Þjóðólfur - 11.02.1910, Síða 1
7 62. árg. Reykjavík, Föstudaginn 11. Febrúar 1910. Tóuskinn, hvít og mórauð, kaupir verslun Gunnars Þorbjörnssonar. 852 kjósendur krefjast aukaþings. 839 kjósendur lýsa vantrausti sinu á þingmönnum bæarins. Eins og auglýst var í síðasta blaði, voru almennir kiósendafundir haldnir hér í bænum 6., 7. og 8. þ. m., og birtum vér hér fundargerðirnar. I. lijördeíld. Ar 1910 hinn 6. febrúar kl. 8 e. h. var haldinn almennur kjósenda- fundur út af bankamalinuí Goodtempl- arahúsinu héríbænum. Til fundarins hafði verið boðað af samtals 31 borg- ara bæarins. A fundinn voru boð- aðir allir aiþingiskjósendur, sem búa í Þingholtum að meðtóldu Banka- stræti, Skólavörðustíg, Njalsgötu og Grettisgötu. Þeim einum var hleypt inn á fundinn, sem heima eiga á þessu svæði, og sannað höfðu rétt sinn sem alþingiskjósendur til að fá aðgöngumiða að fundinum, og voru þeir samtals 322 að tölu, er þannig sóttu fundinn. Enn fremur hafði ráðherra og þeim þingmönnum, er hér eru búsettir, verið boðið á fund- inn, sömul. endurskoðendum Lands- bankans og hinni fráviknu banka- .stjórn og loks ritstjórum blaðanna. Jón Jónsson alþingismaður bauð fundarmenn velkomna og skýrði frá tildrögum fundarins. Því næst var kosinn fundarstjóri Guðmundur Björnsson landlæknir; setti hann fundinn með nokkrum orð- um, brýndi fyrir mönnum fundarsköp og kvaddi þá Sighvat Bjarnason bankastjóra og Thor Jensen kaup- mann til fundarskrifara. Þá tók til máls Lárus Bjarnason lagaskólastjóri. Talaði hann um frá- vikning bankastjórnarinnar og afleið- ingar hennar svo og um skýrslu rann- j sóknarnefndarinnar í bankamálinu. í lok ræðu sinnar bar hann fram svo hljóðandi tillögu: (Krafa um aukaþing). »Af því nú er eigi lögleg gœslu- ’ stjórn siarfandi í Landsbankan- um; af því að óröskuðum úr- skurði dómsvaldsins er ekki hlgtt, og af því að Alþingi eilt hefur vald lil að heimta öll skjöl og skilríki í bankamálinu og. til að koma bankanum í löglegt lag, þá krefjast alþingiskjósendur í Reykja- vík þess, að kvatt sé sem allra fyrst til aukaþings, er haldið verði svo fljótt sem auðið er í sumar«. Fleiri tóku eigi til máls, og var því tillagan borin undir atkvæði, og hún samþykt með 318 samhljóða at- kvæðum. Þrír fundarmenn greiddu eigi atkvæði, auk fundarstjóra. Jón Ólafsson alþingismaður tók þá til mals og leiddi athygli fundarins að því, hve óheppilega þingmenn bæarins hefðu komið fram, að því er þetta fundarhald snerti. — Var síðan borin upp svohljóðandi tillaga frá Pétri Zóphóníassyni ritstjóra : (Vantraustsyfirlýsing til þing- nianna Keykjavíkur). »Pingmenn Reykvíkinga hafa reynst ófáanlegir til að boða til \ almenns kjósendafundar út af \ bankamálinu. Peir hafa heldur ekki verið fáanlegir tit að sœkja j fundi vora, og þeir hafa nú síð- \ ast J. dag gerst samsekir í lilraun I til að spilla öllum fundahöldum; j þetta er ósœmilegt athœfi þing- manna gagnvart kjósendum,og því lýsum vér hér með óánœgju og fullu vantrausti á þingmönnum vorum, og skorum á þá, að leggja tafarlaust niður þingmenskua. Tillagan var samþykt með 313 samhljóða atkvæðum; 4 fundarmenn greiddu eigi atkvæði og 4 voru gengn- ir af fundi áður en atkvæðagreiðsla fór fram um þessa tillögu. Fleiri mal voru eigi rædd á fund- inum. Fundi slitið. G. Rjörnsson. Sighv. fíjarnason. Th. Jensen. II. kjördeild. , 2. alm. kjósendatundur fyrir kjós- endur úr Austurbænum, norðan Laugavegar að honum meðtöldum, var haldinn samkv. fundarboði, í Goodtemplarahúsinu Mánudaginn 7. Febrúar 1910, kl. 8 síðd. Þess var nákvæmlega gætt, að ekki mættu aðrir á fundinum en kjósendur af ofantöldu svæði bæar- ins. Fyrir hönd fundarboðendanna setti Jón alþm. Jónsson frá Múla fundinn, skýrði frá tildrögum hans og tilgangi, tilraunum fundarboðenda til þess að ! fá ráðherra, þingmenn bæjarins o. fl. | til þess að mæta á fundinum, og ennfremur frá tilraunum nánustu stjórn- arliða til þess að koma fundarhaldi þessu á ringulreið. Loks stakk hann upp á bæargjaldkera Borgþóri Jósefs- syni fyrir fundarstjóra, og var það samþykt með lófaklappi. Fundarstjóri tilnefndi þá Svein Sig- íússon kaupmann og Karl verslunar- stjóra Nikulásson skrifara fundarins, og var það einnig samþykt. Þá tók til máls Jón Ólafsson al- þingismaður; talaði hann langt og snjalt erindi um bankamálið, og bar að lokum upp þessa tillögu: (Krafa um aubaþing). „Af því að o. s. frv. (sjátil. fyrsta fundarins). Honum var þökkuð ræða hans með lófaklappi. Með því að ekki báðu fleiri um orðið, var tillagan borin upp til at- kvæða, og hún samþykt í einu hljóði. 7 greiddu ekki atkvæði, og skýrði einn þeirra frá því, að hann greiddi ekki atkvæði vegna þess, að hann áliti sig ekki hafa rétt til þess að greiða atkvæði á þessum fundi, þar sem hann væri að koma af fundin um úr Iðnaðarmannahúsinu og hefði greitt atkvæði þar á móti 3 tillögum. Á fundinum mættu alls 282 kjós- andi, og var því tilagan samþ. með 275 atkv. samhljóða. Þá var borin upp svohljóðandi til- laga: (Yantranstsyflrlýsing til þing- manna Reykjankur). „Þingmenn Reykvíkinga o. s. frv., (sjá síðari tillögu fýrsta fundarins). Þessi tillaga var samþykt með 271 samhljóða atkvæði, en 11 greiddu ekki atkvæði. Því næst var fundi slitið. Borgþór Jósefsson. Karl Nikulásson. Sv. Sigjússon. III. kfördeild. Ár 1910, 8. dag febrúarmánaðar, var almennur aiþingiskjósendafundur fyrir vesturhluta Reykjavíkurbæjar vestan lækjar, haldinn í Goodtemplara- húsinu, til þess að ræða um banka- rnálið. Þess var nákvæmlega gætt, að ekki greiddu aðrir atkvæði, en kjós- endur af ofantöldu svæði. Fundinn setti verkfræðingur Jón Þorláksson og stakk hann upp á Eggert Claessen yfirrjettarmálaflutn- ingsmanni til fundarstjóra og var hann samþyktur. Skrifarar voru kosnir Magnús Einarsson dýralæknir og Þorv. Þorvarðsson prentsmiðju- stjóri. Til máls tók fyrstur bankastjóri Hannes Hafstein og endaði mál sitt með því, að lesa upp eftirfarandi til- lögu til fundarályktunar: (Krafí/urn aukaþing). „Af því að o. s. frv. (sjá tillögu fyrsta fundarins). Þá talaði kaupm. Br. H. Bjarna- son og bar upp ýmsar spurningar fyrir fyrverandi bankastjórn. Svar- aði þeim fyrv. bankastjóri Tryggvi Gunnarsson og háyfirdómari Krist- ján Jónsson. Fyrnefnd tillaga til fundarályktun- ar var sfðan samþykt með 259 at- kvæðum gegn 2. Átta greiddu eigi atkvæði. Þá taiaði prófessor B. M. Ólsen J* 6. og bar fram tillögu til fundarálykt- unar: (Vantrauslsyflrlýsing til þing- manna Beykjaríkur). „Þingmenn Reykvíkinga o. s. frv., (samhlj. síðari tillögu fyrsta fundar). Var hún samþykt n.eð 255 atkv. gegn 2. Sex greiddu eigi atkv. Fundi slitið. Eggert Claessen. Porvarður Porvarðsson. Magnús Einarsson. + Páll Melsteð sagnfræðingur var fæddur 13. Nóv. 1812 á Möðruvöllum í Hörgárdal, sonur Páls Þórðarsonar Melsteðs, er síðast var amtmaður 1 Vestur- amsinu (d. 1861) og Önnu Sigrlðar Stefáns- dóttur amtmanns á Möðruvöllum Þórar- inssonar. Hann var útskrifaður úr Bessa- staðaskóla 1834 og lifði alla stúdenta þaðan. Fór utan sama ár og tók að lesa lög við Kaupm.hafnarháskóla, en lauk eigi embættisprófi. Kom út aftur 1840 og reisti þá bú á Brekku á Alftanesi og bjó þar til 1844, að bærinn brann þar allur. Flutti þá til Reykjavíkur og dvaldi þar, en þjónaði Árnessýslu veturinn 1848 —1849 í fjarveru föður síns, en 19. Mai 1849 var hann settur til að gegna sýslu- mannsemþættinu í Snæfellsnessýslu og þjónaði henni til 1854, og Mýra- og Hnappadalssýslu 1853—1855. Bjó hann 1 þau ár í Bjarnarhöfn. 1855 fór hann utan í annað sinn og tók próf f dönskum lögum (examinati juris) 28. Jan. 1857, og lifði hann lengst þeirra Islendinga, er það próf hafa tekið. 1858 var hann settur sýslumaður í Gullbringu- og Kjósarsýslu og gegndi því embætti til vors 1862. Þá (21. Jan. 1862) varð hann málaflutnings- maður við Landsyfirréttinn, og gegndi því starfi til 1886, að hann fékk lausn (5. Febr.). Tfmakennari í sögu við Reykja- víkur lærða skóla var kann 1868—1893. Bjó hann í Reykjavlk, þar til hann and- aðist 9. þ. m., og hafði þá lifað 7 vetur hins tíunda tugar og 3 mánuði betur. Varð Þórarinn Erlendsson prófastur á Hofi í Álftafirði (d. 1898) einu ári eldri (f. 1800), og hafa þeir tveir orðið elstir allra skólagenginna manna hér á landi síðan 1730, að séra Ólafur Sigfússon á Refstað lést, er talið er að orðið hafi 104 ára, þó það sé eigi rneð fullri vissu. i Alþingi 1885 veitti honum 1800 kr. í frllaun sem sögukennara; en þegar hann lét kensluna af hendi 1893, veitti þingið honum sömu laun í heiðursskyni fyrir sagnfræðisstörf hans. 27. Spt. 1892 var hann sæmdur riddaramerki dannebrogsorðunnar. Hann kvongaðist í fyrra sinn 30. Des. j 1840 Jórunni dóttur ísleifs Einarssonar háyflrdómara á Brekku og eignuðust þau 5 börn. Tvö þeirra dóu komung, og Páll sonur þeirra dó rúmlega tvítugur, nýlega útskritaður úr lærða skólanum, en 2 dætur eru á lífi: Sigríður ógift 1 Reykja- vík og Anna kona Stefáns Stephensens

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.