Þjóðólfur - 11.02.1910, Side 3
ÞJ OÐOLFUR!
23
trúað ísafold fyrir leyndarmáli, sem þeir
hafa engum öðrum trúað fyrir og máttu
engum segja ?
Sé svo, hafa þeir valið sér dálaglegan
trúnaðarmann!
Halli.
Hvað er að frétta?
Skipstrand. Enskur botnvörp-
ttngur strandaði f. m. á Meðallandsfjöru
t Skaftafellssýslu. Skipverjar komust eigi
land fyr en eftir 12 klukkuttma og urðu
að vera í reiðanum allan þann tíma. Mat-
sveinninn druknaði en 10 björguðust i
land og fótbrotnaði einn þeirra. — Náðu
þeir bæum eftir illan leik, en urðu að
skilja við félaga sinn, þann er fótbrotinn
var, og náðist hann eigi fyr en daginn
eftir, og var hann þá enn á lffi, og liggur
þar eystra. En hinir fóru utan með Ceres
2. þ. m.
Stysfarir. Aðfaranótt 3. þ. m. varð
Hjörleitur bóndi á Selskarði á Álftanesi
úti á heimleið frá Reykjavík. Þeir voru
þrír saman, en i Garðahrauni fældist
hestur eins þeirra félaga, svo maðurinn
féll af honum, en Hjörleifur fór af baki
og elti heStinn. En hinn steig á bak
hesti Hjörleifs og héldti þeir svo áfram.
Kom Hjörleifur eigi til bæar um kvöldið,
en um morguninn var farið að leita hans,
og fanst hann þá örendur í hrauninu.
Hann var kvæntur og átti börn í ómegð.
Próf í stjórnfrseði segir stjórn-
arblaðið að Jónas Einarsson hafi tekið
við háskólann með x. eink.
Kristjón Jóhannesson kaup-
félagsstjóri á Eyrarbakka, andaðist þar 7.
þ. m. Hann var á fimtugsaldri.
Bœar-annáll.
Trkklofttö eru ungfrú Hedvig Bar-
tels og Ole Blöndal póstafgreiðslumaður.
Slys. 4. þ. m. hrapaði þýskur smið-
ur við gasstöðvabygginguna ofan af gas-
geiminum og mjaðmabrotnaði. Hann
heitir Zemmemann.
Prestkosningin hér, fer fram
26. þ. m. Á kjörskrá eru alls 3284 menn.
Þýskan k>ottt-vörj>ttngf hefir
„Islands Falk" nýlega fengið hér sektaðan
ttm 1000 kr. Afii og veiðarfæri gert upp-
tækt.
mojrlýsingrar 27. Jan.: Jón Magn-
ússon, Njálsgötu 57, selur Pétri Örnólfs-
syni þá húseign með 875 ferálna lóð og
öðru tilh. fyrir 2500 kr. Dags. 24. f. m.
Magnús Blöndahl alþingism. selur Guð-
mundi bókb. Gamalíelssyni húseignina nr.
6 A við Lækjargötu með öllu múr- og
naglföstu og tilh. lóð fyrir 26000 kr.
Dags. 20. f. m.
Pinglýsingar 3. febr. Guðjón Jónsson
járnsmiður selur Gunnari Gunnarssyni
kaupm. húseign sína Háholt. Dags.31.fi m.
Gunnar Gunnarsson kaupm. selur Guð-
jóni Jónssyni járnsmið húseign sfna nr. 9
við Vitastíg með öllu tilh. Dags. 31. t. m.
Jóhann Jóhannesson kaupm. selur Jó-
hanni Hafliðasyni húseign sína nr. 2 við
Holtsgötu. Dags. 29. f. m.
Jóhannes Reykdal selur Jónatan Þor-
steinssyni húseign nr. 3 við Vitasttg.
Dags. 31. f- tn.
Skiftaráðandi selur Jónatan Þorsteins-
syni húseign nr. 32 B. við Laugav. Dags.
6. Okt. 1909.
Botttvörp«ngfarnir’. „Jón for-
seti“ seldi mánud. 3i.f.in.afla sinn á Eng-
landi fyrir 720 £ = 12,960 kr. Skömmu
stðar (á miðvikud.) seldi s/s „Mars" fyrir
478 £ = 8604 kr. Bæði skipin voru jafn
lengi að veiðum. S/s „Jón forseti" hefir
þá á tímabilinu ’°9 til '10 aflað
fyrir 49,392 kr., sem er óneitanlega góður
afli.
„Sterling“ kom hingað 8. þ. m.
Farþegar voru: Ó. Ólafsson kaupm.,
Trolle kapt, Olsen ráðsmaður við Brydes-
verslun og frú hans, Gunnar Egilsson og
trú hans, A. V. Carlquist kaupm., Snæ-
björnNorðfjörð verslunarm., Bjarni Bjarna-
son klæðskeri, Thaulow (frá Höfn), Ás-
geir Gunnlögsson student o. fl.
Kafli úr kunningjabréfi.
» . . . I gærkvöldi, þegar jeg var hátt-
aður, lánaði vinur minn mér hina svo-
kölluðu »rauðubók« bankanefndarinnar,
og varð það til að halda vöku fyrir mér
megnið af nóttinni. Ekki furðar mig svo
mjög, að lesa slíkt á prenti eftir þá,menn,
sem samið hafa, en sorglegt er, að eiga
stjórn, sem lætur sér sæma að prenta slfkt
og bjóða okkur til sölu. Jeg getekkibet-
ur séð, en að öll „feilin", sem nefndin
þykist þykist finna, séu bygð á ágiskun-
um og misskilningi, þar sem „ísafold" er
eina blaðið, sem nú orðið berst hingað í
mitt bygðarlag með góðum skilum, full-
yrðir, að tap bankans sé 400 þús. kr., þá
hélt eg, að eg mundi finna eitthvað í
nefndarálitinu, sem sannaði það, en því
fer fjarri, sem eg skal sína með dæmi því,
sem eg set hér á eftir, af manni sem býr
hér skamt frá mér og er mér mjög kunn-
ur; hann byrjaði félagsskap með fleiri
mönnum fyrir nokkrum árum með 9,000
kr. böfuðstól, félagsskapur þessi hélt á-
fram að starfa í 2 ár og tapaði á þeim
árum 16 þús. kr.; býst hann við, að sum-
ir af þeim meðlimum séu nú komnir á
svörtu töfluna; segist hann ekki sjá svo
mjög eftir sínu tapi, enda þótt það hafi
gert hann eignalausan í bili; hann hafi
lært af því, og þakkar bankanum þann
lærdóm, því þar var rekstursféð að nokkru
fengið að láni. Aftur byrjaði sami mað-
ur annað fyrirtæki eignalaus, með öðrum
manni aðeins, án þess að hafa nokkurn
höfuðstól, en með þvt að fá smálán hjá
verslun um tíma og tlma; sá félagsskapur
gekk þanmg, að á miðju fyrsta ári var fé-
lagið skuldlaust og á miðju öðru ári var
það einnig skuldlaust; að tveimur árum
liðnum var gert upp og þessi kunningi
minn seldi sinn helming af eignunum fyr-
ir 8,148 kr. Þannig hafði hann á þessum
tveimur árurn grætt á þessu fyrirtæki 8,148
kr. Með þessu dæmi, ásamt mýmörgum
öðrum, má sanna, að ekki er mikið byggj-
andi á fullyrðingum nefndarinnar um tap
bankans, þótt menn virðist eignalitlir 1
bili. — Ef þú, vinur minn, ert kunnugur
einhverjum úr nefndinni, þá máttu gjarn-
an segja þeim frá mér, að heldur vilji eg
bera nafnið, sem þeir velja okkur fátæk-
lingum, »sveitarlimir«, með réttu, heldur
en að vera í þeirra sporum nú, því mér
finst þeir vera sannir krabbar í þjóðlík-
amanum.
Mér þykir hálf leiðinlegt skammdegið
núna, því helsta skemtun mín hefir verið
að lesa blöðin, sem kunningjar mínir og
nágrannar lána mér, en nú síðan um ný-
árið hefir varla komið fyrir, að nokkurt
blað hafi komið með skilum, nema »ísa-
fold«, sem altaf er að korna, enda þótt
bréfhirðingastaður sé hér á næsta bæ við
mig . . . «.
Álnavara
nýkomin með »Ceres« í
verslun
Síurlu cJónssonar.
V eðnrskýrslnágr ip
frá 29. Jan. til 10. Febr. 1910.
Jan. Febr Rv. ffi Bl. Ak. Gr. Sf.
29. 30- 31- 1. 2. 3- 4- 5- 6. 7 8. 9- 10. -5- 6,3 -f- 9,0 -s- 2.0 —f— 0,6 = 2.5 8-3 = 1.5 -4- 2,0 -F 2,5 -r-II,8 + 5.9 -r- 4,0 + 0,5 +- 9-4 +- 7,2 +- 4,2 +- 40 +- 4,2 +- 4.2 +- 2,6 +-IO, I +-10,8 +- 4.3 + 0,2 +- 7,i +-I4.9 +- 4,o +- 7,o +- 1,4 +- 1.7 +- 6.7 +- 8,4 -i~ 6,0 +-10,0 +-II.0 +- 6,0 + 1,2 +- 6,2 +-i3,o +- 5,5 +- 3,o +- 5,5 +- 4.o +- 9,o +- «.5 +- 4-0 +- 7,6 +-11.1 + 12,7 + 2,0 +- 9.0 +-19,5 +- 7,o +- 3-5 +- 9-5 +- 7,o +- 4,0 -s- 5,5 +- 9,0 +-13,° +-16,0 +-n,o = 2,5 +- 5,3 +-10.7 +- 2,3 +- 2,0 +- 0,2 +- 3.0 +- 3,6 +- 1,1 +- 33 +- 8,3 +- 9,2 +-IO,2 -1- 4,8
teikfélag Reykjaviknr:
Sinnaskifti
verður leikið í Iðnaðarmanna-
húsinu
Laugardag 12. Febr. II. 8 sM.
Til leigu óskast 3—4 herbergja
íbúð, helst f miðbænum. Tilboð merkt
„íbúð" sendist afgreiðslu Þjóðólfs á
Laugavegi 19.
&ilRynning.
Jónas Jónsson frá Hriflu hefar Í
„Ingólfi" síðast sent mér kveðju af
sama toga spunnin — sem undanfar-
ið f því blaði — og finn eg enga á-
stæðu til að svara pilti þessum frek-
ara, en eg hefi þegar gert, á annan
hátt en með málshöfðun, sem eg nú
þegar hefi undirbúið. Vel getur svo
farið, að málshöfðun þessi geti orðið
þess valdandi, að lítið eitt kvarnist
úr gjafafé því, sem honum hefur hlotn-
ast, en það er hans sök, en ekki mfn;
þó er ekki með öllu óhugsandi, að
hann geti fengið skaðann bættan með
nýum samskotum, því ætla má, að
hluttekning með þeim, sem bágt eiga,
verði hin sama, þrátt fyrir lestur bóka
minna — enda þótt Jónas kunni að
draga það í efa.
Reykjavík 7. Febr. 1910.
Jóh. Jóhannesson.
Góö skemtun!
Stúkan „Hlín" heldur afmælishátíð
sína næstk. laugardag 12. þ. m. Að-
göngumiðar í bókav. Sig. Kristjáns-
sonar, bókav. Guðm. Gamalfelssonar,
Lækjarg. og verslun Jóns Jónssonar
frá Vaðnesi. Skemtun: Sjónleikur,
skrautsýning, söngur, hljóðfærasláttur,
upplestur, ræður o. fl.
Aðeins fyrir Templara.
Kjörínndar.
Kosning prests í 2. prestsembættið við dómkirkjuna
í Reykjavik fer fram Laugardaginn 26. þ. m. í barna-
skólabyggingu Reykjavíkurbæjar, og byrjar kl. 11. f. h.
Prófasturinn í Kjalarnessprófastsdæmi,
Görðum, 9. Febrúar 1910.
Jens Pálsson.
Forend de nye Varer kommer giver vi
15°
0
af ViRterkaabestoffer
Kjjill Jacobsen.
dijörsKrá
til prestskosningar í annað prestsembættið í Reykjavíkur-
prestakalli liggur frammi, kjósandum til sýnis, í búð
Einars Árnasonar kaupmanns, Aðalstræti 14.
frá S.—14. þ. m.
gjfly Kærur yíir kjörskránni skal senda oddvita
sóknarnefndarinnar innan 21. Febrúar.
8. Febrúar 1910.
Æáftnarnafn&in.