Þjóðólfur - 09.03.1910, Síða 1
'Y
62. árg.
Reykjavík, Miðvikudaginn 9. Mars 1910.
M ÍO.
Dmræður í þjóðþiugmu dausku
um
ísleusk lál.
N. Neergaard (framsm. fjárlaganna,
fyrv. forsætisráðherra):
»Það er ekki undarlegt, þó að allur þorri
manna, og sérstaklega þjóðþingið, hafi
mikið hugsað um Islensk mál. Eðlileg
afleiðing af því hefir verið, að fjárlaga-
nefndin hefir óskað eftir ráðum hjá hin-
um háttv. forsætisráðherra og beðið hann
um ýmsar upplýsingar viðvíkjandi íslandi.
Hin fyrsta spurning, sem dregið hefir
að sér athygli manna, er sambandsmálið.
Menn muna að sjálfsögðu ennþá vel eftir
því, að eg í fyrra, þegar eg sem forsætis-
ráðherra lagði fram frumvarp nefndar-
innar um samband Danmerkur og Islands,
tók það fram, að frumvarpið væri frá
danskri hlið enginn grundvöllur til samn-
inga. í millilandanefndinni var það álit
vor Dana — menn muna, að í þessu máli
vorum við allir sammála — að hér ættum
við elcki að vera harðir 1 skilyrðum, en að
mest væri undir því komið, að slaka eins
mikið til og hægt væri, ef eining rikisins
Ætti að varðveitast. Því hér áttum við
við nákomna vinaþjóð, sem er raunar einn
hluti danska ríkisins. Það gerðum við-,
vér buðum hið mesta, sem hægt var-,
afleiðing þess er einnig það, að nokkuð
verulegt meira getum við ekki boðið.
Auðvitað gætu breytingar á orðalaginu
átt sér stað, en frekari efnisbreytingar
alls ekki. Þetta lét eg í ljósi í fyrra,
þegar málið var til umræðu. Að því
leyti hefðu allir átt að vera vissir um af-
stöðu stjórnarinnar. Ekki gátu menn
heldur verið í vafa um, að afstaða þessi
studdist við foringja flokkanna í þjóð-
þinginu, og sér í lagi þá þingmenn, sem
sjálfir höfðu átt sæti í nefndinni, og því
hafa haft til að fylgja gangi málsins frá
því fyrsta. En á síðasta alþingi var sam-
þykt frv., sem gekk margfalt lengra, og
átti ekki neitt skylt við nefndarfrv.. Al-
þingi gat sagt sér það sjálft, eftir alt það
sem við höfum rætt um málið, og eftir
þeirri þekkingu, sem það hafði á sam-
bandsmálinu, að slíkt frumvarp gæti ekki
vænst nokkurrar aðstoðar 1 Danmörku.
Spurningin hlýtur nú að vera, hvort stjórnin
ætlar að leggja frv. aftur fyrir alþingi, eða
hvort hún skoðar það þannig, að síðasta
alþingi hafi með frv. sínu slitið samning-
unum, þar sem það hefir felt frv. það,
sem það vissi að var hið mesta, sem
Danir gætu samþykt, og hefir sett annað
í staðinn, sem það fyrir fram vissi, að
Danir ekki gætu samþykt. Fjárlaganefndin
hefir óskað að fá að vita afstöðu stjórnar-
innar í þessu máli, og stjórnin hefir sagt
oss frá áliti sínu. Eg ætla ekki að skýra
frá því, því eðlilegra er, að hinn hæstvirti
ráðherra sjálfur skýri frá áliti sínu á af-
stöðu málsins.
Næsta mál, sem hefir valdið umræðum
1 fjárlaganefndinni, er spurningin um ís-
lenska styrkinn til strandgæslunnar. Eins
°g menn muna, samþykti þjóðþingið 1904
^905 að aukin skyldi strandgæslan við
ísland. Var það viðbótin með slslands
Falk«. Höíðu íslendingar óskað mikið
eftir þeirri breytingu. Það voru þýðingar-
miklir viðbætur fyrir fiskveiðarnar, og Danir
höfðu fullnægt þeirri kröfu íslendinga.
Þegar það var samþykt, settum við Danir,
eg þori að segja, að sjálfsögðu, engin
skilyrði um styrk frá Islandi, því strand-
gæslan er réttur, sem tilheyrir danska
ríkinu. Það er bæði réttur þess og skylda,
að sjá um réttindi sln yfir öllum höfum
ríkisins. Og uppfylling þessarar skyldu
er alls ekki komin undir því, hve stórt
tillag sé veitt af einhverjum hluta rík-
isins. En 1 umræðunum kom fram á-
kveðin ósk frá fjárlaganefndinni um það,
að Island styrkti eitthvað þessa viðbót
strandgæslunnar, sem hafði mikinn kostn-
að í för með sér, og sem íslenskir sjó-
menn og útgerðarmenn höfðu óskað svo
mikið eftir. Menn fóru þess á leit við
hinn þáverandi forsætisráðherra, að leita
samninga um þetta við ráðherra Islands.
Forsætisráðherranum fanst óskin réttmæt og
ráðherra Islands félst á það, og þeir komu
sér saman um, að ráðherra Islands skyldi
reyna að fá veittan styrk úr landssjóði,
sem svaraði 2/3 af sektarfénu og 2/3 verðs
upptæks afla og veiðarfæra. Var giskað
á að þetta mundi nema 10,000 kr., en
það sýndi sig, að það varð mikið meira.
Eftir slðasta reikningi um það, þ. e. a. s.
fyrir árið 1907—8, nam þetta 40.512 kr.,
eða 4 sinnum það sem áætlað var.
Féll oss það þvf illa, þegar síðasta al-
þingi ekki tók fjárveiting þessa inn á fjár-
lögin. Þó var engin ástæða fyrir kon-
unginn að neita fjárlögunum staðfestingar
fyrir þetta, en það gat verið ástæða
til samninga milli ráðherra Islands og
dönsku ráðherranna, og slfkt hefir átt sér
stað. Eg álít mig skorta heimild til að
minnast nánar á það, en eg vil einungis
taka það fram, að fjárlaganefndinni finst
það ekki rétt, að alþingi skuli hafa stryk-
að út fjárveiting þessa; og við verðum að
halda því fast fram, að í rauninni verði
haldið áfram með það, sem danski for-
sætisráðherrann og íslandsráðherra á sín-
um tíma höfðu komið sér saman um og
alþingi síðar samþykt. Spurning mín til
hins háttv. forsætisráðherra er þá, eins og
í fjárlaganefndinni: Hvernig lftur stjórnin
á þetta mál? Og álítur hún að Uklegt
sé, að kröfur vorar í þessu máli nái fram
að ganga á næsta alþingi.
Hið þriðja, sem fjárlaganefndin og
forsætisráðherrann hafa átt tal um, er
starf íslenska viðskiptaráðanautsins. Það
er kunnugt, að í síðustu fjárlögum íslands
var veitt fé til viðskiftaráðanauts. Ýms-
ar féttir hafa gengið hér um þennan
ráðanaut. Menn sögðu að hann f
raun og veru ætti að vera pólitiskur
æsingamaður, en ekki viðskiftaráða-
nautur í eiginlegri merkingu. Slíkt gát-
um vér Danir auðvitað ekki fallist á, o g
ráðherra Islands gaf þess
vegna h.inum dönsku stéttar-
bræðrum sínum fullkomlega
tryggilega yfirlýsingu f þessu
tilliti, með því að ráðherra Islands tók
það fram, að til væri ætlast, eins og
orðalagið sýndi, að þetta væri viðskifta-
ráðanautur, sem ætti fað stuðla að ís-
lenskum viðskiftum og auðvitað
ekki að grípa inn f verkahring
danskra konsúla, að þvferís-
land snerti, og þvf síður að
vera pólitiskur æsingamaður,
allra síst æsingamaður ýmsra
fslenskra s k i 1 n a ð a r s k o ð a n a.
En við höfum okkur til leiðinda séð, að
í blöðum, einkum f norskum, hafa verið
höfð eftir viðskiftaráðanautnum ummæli
frá opinberum samkomum, sem hafa farið
í þá átt, sem hlýtur að vekja ilt skap
hér í landi. Greinileg og svæsin trúar-
útbreiðsla um það, að sambandið á milli
Danmerkur og Islands verði að breytast
í persónu-samband, og ýmisleg orð, sem
voru als ekki vingjarnleg gagnvart
Danmörku. Ég bið hinn hæstv. forsætis-
ráðherra hér, eins og f fjárlaganefndinni,
að segja frá því, sem stjórninni er kunn-
ugt viðvíkjandi starfsemi verslunarráðu-
nautslns, og hvert að það hefir ékki sýnt
sig, að ræður hans hafi verið öðruvísi,
en blöðin hafa skýrt frá. Og að minsta
kosti, að íslenska stjórnin eða íslenski
ráðherrann viðurkenni, að starfssvið við-
skiftaráðanautsins sé eingöngu viðskifta-
mál,—að vekja eltirtekt manna á landinu
og þjóðinni, — en als ekki pólitískt.
Fjórða málið, sem ráðherrann og fjár-
laganefndin hafa átt tal um, er spurn-
ingin um veitingu á embætti í íslenskum
lögum við háskólann. Fé hefur verið veitt
til þessa, Ýmsir í fjárlaganefndinni hafa
óskað þess, að embætti þetta yrði veitt.
Menn hafa talað um málið. Hinn háttv.
ráðherra hefur sagt, að hann enn þá
hefði ekki komist að ákveðni niðurstöðu,
og lofaði hann að yfirvega málið nánara.
Ég finn því enga ástæðu til, að tala meira
um það mál eins og nú stendur á, með
því að ég hef ástæðu til að ætla, að
yfirveganir hins háttvirta ráðherra muni
taka enda, áður en mjög langt líður.
Einnig væri æskilegt, að heyra álit hans
þessu viðvíkjandi.
Z a h 1 e (forsætisráðherrann): Spurn-
ingum þeim, sem hinn heiðraði framsm.
beindi að mér, vil eg svara á þessa leið:
Hér í Danmörku er eiginlega engin þörf
á breytingum viðvíkjandi sambandi Dan-
merkur og ísiands, og úr því að íslend-
ingar sjálfir vilja heldur núverandi stjórn-
arfyrirkomulag, en nefndarfrumvarpið, þá
getum við vel sætt oss við það. Island
hefur full umráð yflr öllum sínum innan-
landsmálum. Þetta samband kunna Danir
vel við, en því er þannig varið, að marg-
ir hér í Danmörku léðu nefndarfrv. fylgi
sitt af þvf að menn [bjuggust við, að það
mundi verða samþykt. Því við vildum
gjarnan láta að óskum íslendinganna, í
þeirri von, að loksins kæmist á skipun,
sem báðir mættu vel við una. En þessi
von strandaði á því, að alþingi Is-
lendinga samþykti slíkar breytingar, að
ganga má að því vísuu, að þær verði
ekki samþyktar hér. Þjóðþingið hér hef-
ur als enga löngun til, að ganga lengra,
\ en gert var í nefndarfrv.; það held eg,
I að eg megi fullyrða, að sé áreiðanlegt;
þegar athugað er, hve mjög frumv. var
breytt af alþinginu, munu menn sjá, að
eg hef rétt fyrir mér í því, að ástæðu-
laust sé fyrir þjóðþingið, að fara nú að
taka það mál fyrir. Nefndarfrv. var til-
boð frá Dönum, en því var hafnað af
Islendingum.
Hvað a/3 botnvörpusektanna viðvlkur,
er, eins og hinn heiðraði framsm. veit,
rökstudd von um það, að ráð-
herra íslands muni beita sér
íyrir því, að koma á þeirri
tilhögun, að hin áðurnefnda
upphæð aftur renni í ríkis-
sjóð. Nú sem stendur, álít eg rétt, að
segja ekki meira þessu viðvíkjandi.
Hvað viðvíkur viðskiftaráðanautnum,
skal eg fara nánar út í það. Eg er alveg á
sömu skoðun og hinn háttv. framsm., hvað
viðvíkur starfsemi þess manns, og stjórn-
arráðið hefur starfað út frá sama sjónar-
miði. Við höfum átt því mikla
láni að fagna, að mæta algjör-
lega sömu skoðun hjá fnínum
háttvirta félaga, ráðherra ís-
1 a n d s. Hinn hæstvirti utanríkisráðherra
hefur haft orð á því hér 1 þinginu, að
hann ætlaði að taka þetta mál til at-
hugunar, eins og eðlilegt er, þar sem
það kemur við utanrfkismálefnum íslands
og Danmerkur. Hinn 10. Nóvember s. 1.
skrifaði hann svohljóðandi bréf til stjórn-
arráðs íslands, — eg álít vera réttast, að
lesa upp bréfin orðrétt, svo að það geti
ekki verið nokkrum vafa undirorpið, að
fullkomnar upplýsingar hafa verið gefnar
í þessu máli bréfin eru heldur ekki svo
löng, að það taki langan tíma. — Bréf
hans frá 10. Nóv. hljóðar þannig:
»Utanríkisráðaneytið leyfir sér hér með
að minnast á málefni við stjórnarráð ís-
lands, sem vakið hefur talsvert umtal í
ýmsum blöðum, bæði innlendum og er-
lendum, og sem vakið hefur verið máls
á í þjóðþinginu. Það er viðvíkjandi því,
að íslenskur fulltrúi hefur verið sendur
til útlanda, — hinn svokallaði »viðskifta
ráðanautur« Bjarni Jónsson alþingism.
frá Vogi, og starfsemi hans.
Utanríkisráðaneytið viðurkennir fyllilega,
að æskllegt væri að hafa ráðanaut erlend-
is, til að vinna að ýmsum áhugamálum
íslands; en ráðaneytið, sem hefir ábyrgð-
ina á afstöðunni við önnur lönd,
verður nauðsynlega að fá að vita um,
hvernig og hverskonar störf hins umrædda
ráðanauts eru. Þannig starfa t. d. hinir
dönsku landbúnaðarráðanautar erlendis,
samkvæmt skipunarbréfum, sem eru opin-
berlega send utanríkisráðaneytinu; sömu-
leiðis er sendiherrum í hinum tilheyrandí
löndum tilkynt skipun þeirra.
Þess vegna vildi utanrlkisráðaneytið,
sem hefir umboð fyrir ríkisheildina
út á við, gjarnan fá að vita opinberlega,
eftir hvaða skipunarbréfi hr. Bjarni. Jóns-
Jónsson starfar, eins og við vildum gjarn-
an geta kynt hann fyrir viðkomandi sendi-
herrum. Ráðuneytið verður einnig að
álíta slíka opinbera tilkynningu nauðsyn-
lega vegna þess, að þá mundi maður
sleppa við misskilning bæði hér og er-
lendis, viðvlkjandi tilætlun ferðalaga hans.
Aftur á móti mundi ráðanauturinn fá að-
gang hjá viðkomandi sendiherrum, og
mundi eiga vísa aðstoð þeirra, sem að
ýmsu leyti mundu gera stöðu hans og
vinnu auðveldari. Ráðaneytið leyfir sér
sambandi við þetta að leiða athygli hins
kgl. stjórnarráðs að því, að í mörgum,
bæði dönskum og norskum blöðum, hefur