Þjóðólfur - 09.03.1910, Side 4

Þjóðólfur - 09.03.1910, Side 4
40 ÞJOÐO LFUR h|f Klæðaverksmiðjan „Iðunn" litar ýmsa haldgóða og fallega liti, þæfir og pressar heima unnin vaðmál. Alt mjög' ódýrt. 11 ágætu komin aítur, ásamt íleiru af VEFNAÐARVÖBTJ jWSTVKSTKÆTI I. Ás/). G. Gmmlaugsson. Heiðruðu húsmæður í Rvik. Mjólkurbúið í Reykjavík vill benda ykkur á, að fyrir ykkur er það nauðsynlegt, að semja sem allra fyrst við I\Ijó 11»url)áið i\, Laugavegi 13 (Talsími 233) um ykkar daglegu pantanir á mjólk, því mjólkurbúið vill reyna að liafa altaf rnjólk handa sínum föstu, ákveðnu viðskiftavinum. En ef ekki liggur pöntunin fyrir, þá eiga þeir, sem ekki panta í tíma, það á hættu, að geta ef til ekki fengið mjólk daglega yfir suma tíma ársins. ,YÖLDNDBR‘ heldur Aöalíund Sunnudaginn 13. þ. m. í ,,Klúbb“-húsinu viS Thomsens Magasín. Fundurinn byrjar kl. 3 e. h. Þar verða lagðir fram endurskoðaðir reikningar félagsins, kosin stjórn og endurskoðunarmenn, umræður og atkvæðagreiðsla um önnur mál. Alt samkvæmt því er fyrir er mælt í fólagslögunum. Ef hlutabréfaeign fjelagsmanna hefir breyst síðan 1. Janúar 1910, verða þeir að sýna fullkomin skilríki fyrir því, svo að þeir geti mætt á fund- inum og tekið þátt í atkvæðagreiðslu. Reikningarnir iiggja frammi á skrifstofu félagsins til 13. þ. m. Reykjavík, 5. Marz 1910. Síjórnin. t ÓLÖF SIGURÐARDÓTTIR Marteinstungu. Fœdd 5. Des. 1852. Dáin 31. Okt. 1909. Bjart var yfir Barkarstöðum blíð þá æskusólin skein, þar var lengi glatt með glöðuM, gleðin sú var ljúf og hrein. Þannig liðu æskuárin eins og sumardagur mær, gegnum bros og gegnum tárin geislum enn sú minning slær. Þannig svífur andinn yfir árin fögru’ á þessum stað, endurminning ljúf þar lifir, lán og böl, sem greinir að. Söguríka sveitin góða, sér þú ei hjá vinum skarð, þar sem harpan ljúflingsljóða lánsæld kvað um vinagarð. Þvf er von að þrútni bráin, þennan verði hljótt um reit, bví að Ölöf er nú dáin, ærið skarð í Holtasveit. Rangárbygðin góða, græna, guðvefstjald þitt rofið er, móðurhjartað milda, væna, má ei lengur bærast hér. Finnurðu’ ei, sem fórnar tárum, fræg af stofni, er brotin grein, manstu’ ei vel frá yngri árum, eðlisgöfug, ljúf og hrein? Ólöf leið sem lind um haga, létt og stilt og hrein og blíð; góðrar móður göfug saga geymast mun því langa tíð. Bjart er yfir Barkarstöðum, blómin meðan gróa í hlíð, þar er enn þá glatt með glöðum, glatt sem fyr, um liðna tíð. Þaðan frá of laufgað leiði líkt og röðulsblysin skær, geislastafi bjarta breiði burðarminni hugum kær. &)■ Síogi óRrynjóífsson yfirréttarmálaflutningsmaður. Bankastræti 14. Heima fel. 1*—1 og 4>/a—S*/a. 17 Matthildur heyrt að ríkur móðurbróðir sinn hefði gefið foreldrum sínum með miklum eftirtölum. Hún hataði þessa ríku ættingja sína hjartanlega. Móðurbróðir hennar, kammeráð Knudsen, átti ullarverk- smiðju og var flugríkur. Henni fanst hann geta losað þau úr þessu basli; en hjálp hans var svo ófullkomin, að að árangurinn varð lítill. Kona hans, sem hafði talsvert að segja í verksmiðjubænum, þar sem hún bjó, skrifaði henni áminningar- brjef sí og æ. Sömuleiðis sendi hún öll þau gömlu föt, sem hún sjálf ekki lengur gat notað. Oft voru það út- slitnir rifnir klútar, sem voru lítt brúk- andi; það kostaði því mjög mikla vinnu og ástundun, að geta notað þessa fataræfla. Allar systurnar, og móðirin líka, kvöldust af því að vera í þeim fötum. Og auðvitað varð að taka þeim með þakklátu hjarta. Enginn vissi eiginlega neitt um móðurbróður hennar. Hann skrifaði « csTyrir afarRáíí veré kaupi eg eftirfarandi bækur: Bindindistíðindin. Minnisverð tíðindi, Isl. Maanedstidende, Fjölni, Nönnu Jóns ólafssonar, Svövu 1.—4. ár. Borgaðar samstundis með gulli. Jóh. Jóhannesson, ÁLNA-^a wVARA ætíð best í verslun Síuríu clónssonar. Gardínutau mikið úrval. Selt með óvanalega lágu verði. Síuría Sónsson. Skóhlífar verða seldar með verksmiðju- verði nú næstudaga í verslun Síuríu Sónssonar. og öll olíuföt seljast mjög ódýrt í verslun Síurlu Sónssonar. Ritstjóri og ábyrgðarm.: Pétur Zóphóniasson Prentsmiðjan Gutenberg. 18 aldrei, svaraði aldrei kvörtunarbréfum systur sinnar. Matthildi fanst það hræðilegt, að móðir sfn skyldi geta fengið sig til að betla á honum, og gat ekki séð annað en þau gætu verið án svo aumrar hjálpar. Faðir hennar, hár og gildur maður, með stórskorna andlitsdrætti, sat við hljóðfærið og spilaði gleðilag. Hans hörðu hendur léku á nóturnar eins og þær væru úr stáli. Hann spil- aði eitt af sínum eigin verkum. Hann kallaði það vor — með stormum og ísruðningum, síðan ylhýrri golu, er þaut í trjákrónunum, og endaði á veiði- för, sem fór með háværum gleðibrag gegnum skóginn. Faðirinn hafði einn áheyranda og útskýrði lagið fyrir honum á meðan hann spilaði, án þess að líta upp. Matthildur >þekti þvílíkar stundir og nam því staðar í dyragættinni, án þess að gera vart við sig. Faðirinn hafði oft þann sið, að leita sér áheyrenda í veitingastofum og víðar. Því hann hafði sérstaka ánægju af tvennu: að 19 spila lög eftir sjálfan sig, og sýna hina fögru dóttur sína, sem hann tal- aði um seint og snemma. Hvaða maður var nú þetta? Hún hafði áreiðanlega aldrei séð hann fyr — þetta veðurbitna, einkennilega and- lit. Og hvað hann var karlmannleg- ur! Dökku augabrýrnar vorti vaxnar saman, augun voru stór og dökkblá, og stórt bogið arnarnef. Hún gat ekki gert sér grein fyrir því, hvers vegna hún horfði svo forvitnislega á þennan mann. En alt í einu tók hann eftir henni og stóð upp. Sönglagið var á enda og faðirinn kinkaði kolli til hennar. „Loksins kemur þú“, sagði hann, „þetta er herra White, Ameríkumað- ur, sem ferðast hefur um öll lönd, þekkir allar fagrar listir, þar á meðal hina fögru sönglist. I kvöld ætlar hann að hlusta á þig á söngskemtun- inni. Eg er þegar búinn að segja honum frá þér“. I Matthildur heilsaði kuldalega; hún ! var vön að heyra svona ræður til föð- 20 ur síns, og henni féll það mjög illa. En á hvern minti þessi maður hana? Hún gat ekki komið því fyrir sig, og leit beint framan í hann, um leið og hann sagði nokkur kurteisleg orð við hana. Skyndilega hrökk hún saman; nú sá hún það! Hann líktist Albert, þann- ig að ómögulegt var að villast á því, jafnvel þó finna mætti mótsetningu hjá þeim. White tók hatt sinn og kvaddi, um leið og hann þakkaði Lange fyrir nautn þá og ánægju, sem hann hefði gert sér. Augu hans hvíldu þó oftar á Matthildi, en á föður hennar. Skömmu síðar sat Matthildur við hljóðfærið, til þess að yfirfara lögin ennþá einu sinni undir kvöldið. En hún spilaði eins og vél, með hugsan- irnar langt í burtu, og heyrði naum- ast leiðréttingar föður síns. Þegar hún var búin, spurði hún hann stuttlega, hvar hann hefði hitt þennan Ameríkumann! „Á leikhúsinu", svaraði hann. „Hann

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.