Þjóðólfur - 29.04.1910, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 29.04.1910, Blaðsíða 2
70 ÞJOÐOLFUR un til, og kjör þeirra og verkahringur vaeri eitthvað 1 likingu við það, sem prestkennara uppástungan leggur til. — Hins vegar er jafnframt nú búið að skifta landinu svo í prestaköll, að langfæstir af prestunum geta nokkurnveginn fullnægt köllunarverki sínu, þótt þeir séu allir aí vilja gerðir, og þá einnig um leið lang- fæstir söfnuðir, sem geta notið tilætlaðr- ar uppbyggingar af prestum sínum, þótt söfnuðirnir séu góðir söfnuðir — alt vegna víðáttu og strjálbygðar kallanna. Hví skyldi þá ekki prestkennara-uppá- stungan og fyrirkomulagið vaka fyrir mér enn og nú? Jú, hún gerir það llka. Og mér þætti ekkert undarlegt, eða ó- eðlilegt, þótt hún, eða eitthvað svipað, færi nú bráðum að vakna og vaka fyrir geirum og fleirum, En þó að þetta fyrirkomulag kunni að fara i bága við aðskilnað ríkis og kirkju, sem eg að svo stöddu skal ekki ura segja, þá tel eg það ekki með skaða, heldur jafnvel til hins gagnstæða. Því eltir því, sem eg hugsa lengur og meir um fríkirkju yfirleitt, og einkum hér á landi, eftir þvl verð eg minna sspentur* fyrir henni. Og mér finst nú efasamt, hvort frfkirkja er æskilegri eða blessunar- vænni en vel frjáls þjóðkirkja, sem nú fer að verða að vonum. Því fríkirkja getur orðið, og heiur einatt orðið fult eins þröng og ströng af andlegu ófrelsi og einræni, eins og þjóðkirkja, og miklu þrengri en frjáls þjóðkirkja. Frikirkja getur Uka auðveldlega orðið að þjóðkirkju, og hefir einatt ordið það, eins og þjóð- kirkja að fríkirkju; svo að hvorttveggja skiftist á, og er tímabils-ásigkomulag, eins og flest annað fyrirkomulag i heiminum. Ef þjóðkirkjan okkar yrði að fríkirkju, þá mandi hún varla treysta sér til að hafa söfnuði sina marga og smáa, eða prestaköllin lítil; því að smáir eða fá- mennir söfnuðir mundu ekki geta boðið prestum sínum lífvænleg kjör, og fri- kirkjusöfnuðir mundu eigi geta veitt svo mörgura svo mikla launauppbót sem þyrfti til svo margra smágaila, og það enda þótt hún feggi að halda öllum þeim eign- uro, sem þjóðkirkjunni nú teljast. Þvi að á sjóði hennar mundi auðvitað hvíla prestaskóli og ýms önnur útgjöld i þarfir hennar. Hún mundi þvi, að likindum, kjósa söfnuðina sem stærsta, prestaköllin sem fjölmennust, til þess að söfnuðirnir sjálfir gætu sem mest kostað hver sinn prest, og þyrftu sem minst að hvíla á kirkjusjóði. En tii þess að islenskur sveitasöfnuður gæti launað af eigin rammleik presti sín- um, álíka vei og prestum nú er goldið, og minna mundi ekki þykja boðlegt, þá þyrfti hann að vera mjög svo stór eða fjölmennur, ellegar þá að öðrum kosti að leggja á sig margfait meiri prestsgjöld en hingað til hefir verið, og þótt harla nóg. Eg get þvi ekki hugsað mjer slíka söfnuði smáa, heldur, að hugsað yrði um og reynt að bafa þá sem fjölmennasta; ekki fámennari, heldur fjölmennari en flest samsteipuköllin nú. En stór söfnuður, fjölment prestakall i íslenskri sveit er nú, og mun verða lengi ennþá, sama sem afarstórt og erfitt þjón- ustusvæði, sem hlýtur að gera bæði þjón- ustuna og notin að henni algerlega ófull- nægjandi, og nánast að nafni tómu, eins og fyr er ádrepið. Nei, hér þarf margt og mikið að breyt- ast frá því sem nú er, til þess að frí- kirkja geti algerlega, og til nokkurra b ó t a tekið við af þjóðkirkjunni, að minsta kosti í sveitunum: fólk að fjölga, bygð að þéttast og blómgast, menning að eflast, samgöngur að batna o. s. frv. Enn sem komið er, og eins og nú stendur og horfir við, er því fyrir mínum sjónum, frjálsleg þjóðkirkja ákjósan- legri og tryggari, jafnvel eins og henni nú er fyrirkomið að prestakallaskipun o. fl., sem eigi má iakara vera. En betra væri þó miklu, að þjóðin ætti þá kirkju og kirkjan þá þjóð, sem vildi taka höndum saman og hjálpast að til að efla og öðlast hinn besta auð hverrar þjóðar, mentaða trú og trúaða mentun í þessu landi, sem ennþá vant- ar yfirleitt þetta hvorttveggja, eins og flest ástand hjá þjóð vorri sýnir nú nokk- urnveginn jafnt í veraldlegum og andleg- um efnum. En þetta mundi einna best takast ein- mitt með því, að nota prestskennarafyrir- komulagið: gera fræðsluhéruðtn hvert fyrir sig að safnaðar- og sveitarfélögum, sem allra mest sjálfráð um sín sérmál, andleg og veraidleg, eða fyrirkomulag þeirra, gera svo kennarana að prestum og prestana að kennurum sem allra best mentaða og trúaða frá mentuðum og trú- uðum kennara- og prestaskóla, láta kenslu- blbýli og heimili prestskennara vera hvorttveggja saman á hentugasta og þétt- býlasta stað í héraði hverju, ætla prest- kennara 20—30 nemendur 12—18 ára í 2 flokkum til 4 rnánaða lýðkenslu á hverjum einstökum á ári, eða eitthvað þessu líkt, og laga svo og liðka verka- hring kennarans sem prests, að hann jafnhliða lýðfræðslunni, og auk hennar, geti auðveldlega fullnægt eðlilegum, and- legum þörfum og kröfum héraðsbúa sinna o. s. frv. En þá er ennþá eitt, sem sr. Jóhannes og sjálfsagt fleirum, þykir mæla á móti þessu eða öðru eins fyrirkomulagi, en það er, að slikt hafi ekki tíðkast rneðal germanskra þjóða. Það þykir mér skrít- in mótbára. í henni finst mér liggja það, að enginn eigi eða megi gera neitt, sem ekki hefir &ður eða annarstaðar verið gert meðal skyldfólks hans, ellegar þá, að vér rnegum ekki bera neitt við, nema í eftir- hermum eftir nálægum ættþjóðum. Það er náttúrlega gott og sjálfsagt, að taka margt eftir þessum þjóðum: alt gott og nytsamlegt, sem við á hér og samiýmist cfnahag, eðli og ásigkomulagi lands vors og þjóðar. En vér íslendingar höfum lika, að sögn og sannindum, s é r e ð 1 i, og landið vort einnig; og hér er svo mörgu öðruvísi háttað en annarstaðar. Eg sé nú ekki betur, en að þetta prests- kennara-fyrirkomulag geti átt við séreðli vort og lands vors, og ekkert, sem fyr og betur mundi koma þjóð og landi upp til dygða og dáða, farsældar og frama fyiir mentaða trú og trúaða mentun. Þetta fyrirkomulag er lika óreynt, að sögn sr. Jóh., meðal germanskra þjóða. Og hver veit þá, eða getur fullyrt, að það sé þar alstaðar óhafandi, fyrst það er óreynt? Það þýðir ekki, og er rangt, að benda, i þessu sambandi, á samband katólsku kirkjunnar og skóla hennar við rikið á Frakklandi eða annarstaðar — þvi mót- mælendatrúin og kirkjan er annars eðlis en hin katólska, ekki sist hin sannlút- erska, sem i sannkristilegum anda elskar og þráir sannleikann, ljósið, frelsið og hverskyns^fullkoranun og framför sálar og líkama. F.g læt svo staðar numið; en bið sr. Jöh. eða aðra, sem kveða vilja niður prestskennara-uppástunguna, og dæma hana afleitari en allar aðrar uppástungur, að sýna mér og henni þá vinserad, áð lesa og íhuga það, sem eg hef stutt hana með bæði nú og.fyr. Eg hef verið svona langorður nú, af því eg ætla mér ekki að deila um þetta mál lengur, — en eg vildi þó taka fram hið helsta um leiðog eg hætti. ið afnema öll eftirlaim. Það virðist vera orðið meir en mál að fara að kvarta yfir fjáraustri þeim til embættismanna og annara, sem í land- sjóð rétta fingurnar — í samanburði við það, sem varið er landinu til þrifa af þingi og stjórn. Eg veit vel hvert svarið verð- ur af þeim lýð, þegar yfir þessu er kvartað. Að alþýða sé að telja eftir það fé, sem gangi til embættismanna og annara, sem fá fé úr landsjóði, án þess að kunna að meta störf þeirra og þekkja þarfir þeirra. í þessu getur verið dálítið hæft, og mikið er f því hæft, að henni er farið að ofbjóða slíkur austur, sem fer hækkandi ár frá ári. Ár frá ári koma nýir og nýir, sem vilja hækka laun sín. Ár frá ári eru stofnuð ný embætti með frá 1200— 6000 kr. launurn. Ar frá ári er bætt við nýum mönnum á eftirlaun, stundum hóp- um saman, sem ekki höfðu haft rjett til eftirlauna. Ár frá ári birtist frá þinginu nýr samanburður.á launumembættismanna. Sá embættismaðurinn, sem minna þykist hafa, vill fá eins og sá, sem meira hefir; einlægur metningur koll af kolli, eins og þegar börnum er gefinn biti 1 lófa, ofoft- ast er beiðnin heyrð, í ár frá þessum, þvl hann heyrir til þeirri stjórn og þeim meirihlntaþingflokk; þá koma aðrir, og vilja fá eins og hinir. Þessi gang- ur er orðinn gamall; fyrst byrja æðstu embættismennirnir, svo koma hinir á eftir: læknar oft, prestar, skjalaverðir og bóka- verðir, aðstoðarmenn allir, barnakennarar allir, póstar, skáld, og eg veit ekki hvað má lcngi telja. En sú upptalning er bæði óljúf og þýðingarlaus, því þar eru lítil takmörk; flestir vilja fá meira, fáum þykir fé of mikið eða trúlega fæstum, þvf eiga þeir skilið þakklæti, sera þiggja og ekki biðja um meir- Eg efast ekki um, að margur alþýðu- maður sjái það, að þetta getur ekki gengið áfram endalaust, að hún eða þeir, sem eiga að borga, geta það ekki, það hlýtur svo að fara. Það er búið að venjabænd- ur svo, að þeir mögla ekki á meðan einn peningur hrekkur. Að þvf leyti likjast þeir horuðum hesti á haustdegi, sem rogast heim með vetraríorða handa hús- bóndanum og heimilisfólkinu, svo lengi sem hann getur staðið, án þess að hafa hugmynd um að geta tórt sjálfur. Alt þetta gerir hann möglunarlaust. En hús- bóndinn veit ekki fyr en hann einn góð- an veðurdag gefst upp undan byrðinni, og ekki trúi eg öllum betur, sem laun sín fá úr landsjóði eða bitllnga, til að sjá hve- nær vér hættum að geta borið það, sem á baki okkar hvllir. En svona er búið að þjaka hug og dug fjöldans, að hann virðist þola alt möglunarlaust; jafnvel bændur sem á þingi eru, virðast vera eins, og mætti þó ætlast til að þeir gætu ekki horft á slíkt, vitandi það, að alt sem gera þarf til að rækta og efla landið að gæð- um, er enn ógert og í hreinasta skötulíki. Skuldir manna aukast ár frá ári, samfara iðjuleysi og alskonar prjáli. Allir vilja læra eitthvað — þó ekki væri annað en til barnakenslu, þvf það er þó eitthvað í áttina að geta tekið hlut á þurru landi, þó ekki sé hann stór. Það er heldur ekki mikið líkams erfiði. Og það eitt gerir alla bitl nga úr landsjóði óalandi og óferjandi, eða fiesta, að þeir bæði eyðileggja sál og sannfæringu margra, snúast um von á þeim og þeirn bitlingum, eða því haía blöðin oít viljað halda fram, og er það vfst ekki með öllu ósatt, og hitt, að slfkt keraur oft illa og óréttlátt niður, þar til allir fá eitthvað. Það sem þá er enn ótalið og verst er að þola, það eru eftirlaun embættismanna, og má vera hreinasta furða á þvf, að veí efnaðir embættismenu skuli aldrei hafa fundið hvöt hjá sér til að afsala sér slík- um — eg vil ekki segja blóðpeningum, — vitandi þess, að þeir eru oft teknir frá munninttm á bláfátækum konum ogbörn- um, og bændum, sem ekki hafa við- unanlega fllk til að fara, f að vinnu sinni, ekki viðunanlegt hús til að hverfa í að kvöldi, varla nægilegan mat til að borða og alloftast vont og kalt rúro til að hvílast í, eftir strit og stríð dagsins. En við slík kjör búa nú margir bændur á landi voru, trúlegu miklu fleiri, en nokk- urn okkar varir. Nei og aftur nei, það gera embættismenn ekki; hitt er tíðara, að þeir láta sér ekki nægja sín lögskipuðn eftirlaun, heldur vilja fá meira — meira, og það þótt vel efnaðir séu, og má slíkt furðu sæta. Sjálfsagt brygði slfkum mönn- um við, að hafa sætaskifti við hina. En er okkur bændunum og öðrum, sem borga eigum, ekki mál að hefjast handa og yfir- fara Iaun þau, sem við borgum embættis- mönnum og þá bitlinga, sern borgaðir eru hinum og þessum. Getum við ekki hugs- að um það, eða megum við það ekki eða þorum við það ekki? Mundura við ekki vilja rerja sumu af því fé öðruvísi en gert er? Jú, sannarlega. En við verðuro þá að láta heyra til okkar. Á öllum þing- málafundum ætti þetta mál að ræðast. Öllura þingmönnum ætti að vera falið á hendur að stuðla að því, að öll eftirlaun væru afnumin með öllu. Það þýðir ekk- ert að vera að segja okkur, að menn fá- ist ekki í embættin, ef þau eru ekki hátt launuð, því það er ekki satt. Við trúurn þvf ekki; þvf ekki losnar svo neitt em- bætti, að ekki sé rifist um það; ekki svo mikið sem barnakennarastnða losni, svo að ekki séu margir um hana, og það nægir til að sýna, hvað hæft er f hintt. Ekki þýðir heldur að ætla, að við trúum þvf, að maðurinn standi neitt bctur í stöðunni, þótt hann hafi há laun; þv£ við vitum, að allir samviskusamir menn gera jafnt skyldu sína, hvað sem laun- unum líður. Þau eru þar enginn reæli- kvarði, nema að síður sé, þvl trúlega geta mikil laun leitt til hófleysis, munaðar, og til að gera manninn um of aerukæran. Að minka laun og afnema öll eftirlaun, gæti orðið til þess að tærri gengu manta- ▼eginn eu nú gera, ineira og minna á landsins kostnað og slæpast svo hópum saman, það gæti eg vel skilið, og kalla eg þá vel farið. Eg vooast til að enginn skilji orð mín svo, að eg vilji ekki, að alþýðu eða embættismönnum sé borguð hæfileg laun; það er alls ekki álit mittv heldur að þau verði ekki hækkuð koll af kolli < það óendanlega. Slíkt getum við ekki þolað. Og að öll eftirlaun séu af- numin. Við getum ekki annað en blygð- ast okkar fyrir að gleðjast yfir, þegar við heyrum lát gamalla og góðra embættis- manna, bara fyrir eftirlaun þeirra, eins og það væri cinhver sveitarkerling, semaldr- ei hefði gert ærlegt verk. F,n svona ero menn nú innrættir, og það rnargir, og er þ'að sannarlega leiðinlegt. Þetta gera eftirlaunin, og ekkert annað. Kg endurtek það aftur að endiugu, að- eg vonast eftir að eftirlaunamálið verði tekið til umræðu á öllum þingmálafundum fyrir næsta þing. Eg veit, að allur al- menningur er þeirrar skoðunar, að bau séu ranglát í samanburði við kjör alþýðu og .efnahag þjóðarinnar- Og því er þá ekki sjálfsvgt að hreifa því opinberlega og fylkjast nm að afnema þau og gera land- inu eitthvað þarfara nieð þeim. 5. Mars 1910. Bjarki Árnesingur.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.