Þjóðólfur - 29.04.1910, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 29.04.1910, Blaðsíða 3
ÞJOÐOLFUR 7i Islenzkar sagnir Frá Hljóða-Bjarna. [Handrit Sigurðar prófasts Gunnarsson- ! ar á Hallormstað (d. 1878) skrifað 20. apríl 1864, Lbs- 4t9 8^|. Maður er nefndur Pétur1). Hann bjó undir Heiði á Langanesi. Það var um miðja. xS. öld. Pétur var vel fjáður, og græddi fé af kaupskap sínum við Hof íendinga. Til þess vann hann og iét vinna duggaraband. Þvi var hann kali- aður Prjóna-Pétur. Prjóna-Pétur átti 2 sonu, hétu Guðbrandur-) og BjarnÍJ). Þeir voru snemma léttir á fæti, snarir og lið- ugir. í æsku prjónuðu þeir mjög dugg- araband. Stjaki stóð á hlaðinu á Heiði tveggja álna hár, og var höggvinn stallur i miðjan stjakann. Það var leikur þeirra braðra, þegar þeir hlupu út með prjón- ana að hlaupa á stjakann, fóta sig á topp- icum og fella ei lykkjuna. Það tókst Guðbrandi en Bjarna ekkb). Guðbrand- Ur var maður gæfur og þokkasæll, en Bjarni var snemma ódæll, fullur gróða- hyggju, einrænn og draugalegur, gátu eng- ir við hann tætt. Latur var hann og hrekkj- óttur, og þó allvel vitiborinn. Snemma bryddi hjá honum á ljótum strákskap. Guðbrandur kvæntist og átti a dætur. Þær voru mannvænlegar, er* giftust þó eigi og kont engin ætt af þeitn. Guðbrandur var orðlagður rnaður að féttleik og snarræði. Hann þreytti hvern Itest á hlaupi og göngu. Og eitt sinn kom hann gangandi til kirkju að Sauða- nesi og stóð margt fólk á hlaði. Þar vorn 4 hestar bundnir hver aftan i ann- an. Sá ysti var við stjaka og stóð stjak- tnn við for. Im. ftljóp Guðbrandnr til skeið, og stökk fram yfir alla hestana og forina. Það hlaup var meira en 15 áln- irs). Bjarni var og mesta snarmenni, og þó ekki sem Guðbrandur. Hann fór víða tim sveitir með kaupskap, og hafði ýmsar brellur: alstaðaðar var hann illa þokkað- ór, því bæði var hann kvensamur, og á- sótti konur, enda var hann illfús ef gert var 1 móti honum, og kvalari við skepn- ttr. Það var eitt til marks um hvað illhis hann var, að hann tók eitt sinn nokkra hunda, sem rifust, færði í poka, og stakk sfðan með broddstaf til bana. Sagt var tig að hann hefði stungið hesta, ef hann reidist þeim, því hann var fólskur f skapt6). Bjarni fór vestur um sveitir, og eitt sinn f Reykjavík. Hann lést jatnan hafa kvöl i baki og gekk álútur, og hljóðaði mjög því var hann kallaður Hljóða-Bjarni. Og tneð því hann var evo hvimleiður, illfús og hljóðaði, var hann vfða um Norðurland ') Hann var Þorsteinsson og andaðist 20. Aprí! 1779, 69 ára að aldri. Kona hans og móðir Bjarna hét Gróa (d. 3. Okt. 1780). Hún var Erlendsdóttir, Móðir hennar var Sigrfður Einarsdótir bónda á Geiteyjarströnd við Mývatn, Flóventssonar. Sigrfður var systir Rannveigar er Glsli átti í Haga í Reykjadal Árnason, bróðir Jóns biskups í bkálholti. 2) Guðbrandur var fæddur 1749 (skírður »4- Júlf). Hann kvæntist 6. Sept. 1773 Guð- rúnu ívarsdóttir, og andaðist 18. Des. 1783 °g »átti eftir sig vitlausa konu og 4 börn". ’) Bjarni var eldri, fæddur 1744 (skfrður 13. Ágúst). 4) sbr. J. A. og Ól. Dav.: ísl. gátur, skemtanir o. s. frv_ j j, 88. Það er mis- minni hjá Olafi Daviðssyni, að saga þessi sé eftir Jón Sigurðsson í Njarðvfk heldur er hún eftir sr. Sigurð Gunnarsson svo sem að framan segir. s) sbr. J. Á. og Ol. Dav. ísl. gátur skemt- anir o. s. frv. II, 88. 6) Um hann var kvcðin vísa þessi. Vænt er hann Bjarni vinnuhjú af verkunum er hann slingur. Halabrýtur hverja kú, úr hestunum augun stingur. Þá vfsu lcvað Einar Jónsson sterki, og ýmsar fleiri um Bjarna, og er í ísl. sagnaþ. H, 21—27, ýmsar sagnir um viðureign þeirra. hafður sem grýla við börn. Það sannar i vísa, sero móðir kvað við bam sitt, er það i hljóðaði: Bjarni Pétursson þig sér, sem að étur börnin hér. Þetta tetur úti er ef þú getur trúað mér. Þegar Bjarni kom í Reykjavík, hitti hann mann á götu höfðinglegan. Þeir heilsuðust. Maðurinn spurði: Hvað heit- ir þessi maður? „Eg heiti“, segir Bjarni, „Bjarni sonur Prjóna-Péturs sem var und- ir Heiði á Langancsi, eða ertu nú nokkru nær? Og hvað heitir þú?“ „Eg heiti Geir" segir maðurinn. „Biskupinn kann- ske", segir Bjarni. „Svo er það kallað", segir hinn. Þá hljóðaði Bjarni mjög, varð bjúgari og hljóp burtu. Við þetta kann- aðist Bjarni f elli, og sagði: Hvernig átti eg að þekkja biskupinn, allir mannaskratt- arnir gengu á kjól. Bjarni þúað flesta menn, og þó höfðingjar væru. — Oft var Bjarni ofsóttur og eltur fyrir óknytti og landhlaup, en komst mjög oft undan, lá úti tfmum saman í hellum og skúturn á heiðum, eða fðlst á bæum. F.itt sinn var honum náð, og færður Birni sýslumanni, föður Þórðar cancellieráðs — eða Þóröi. — Lét sýslumaður setja h&nn í gapastokk, og hafa stokk undir fótum, þvf Bjarni var lágur; þá kallaði Bjarni: „Vægð um stundl Vægð um stund" „Enga vægð“, segir sýslumaður, og lét kippa stokknum undan fótunum. Þá orgaði Bjarni: „Engavægð segir hann helvfskur". Annað sinn var Bjarni hýddur. Þá er sagt hann hafi beðið vægðar á sama hátt, en sýslumaður hafi svarað: „Húðina af! Húðina af! Aðrir segja þessi hýðing hafi verið svo komin undir, sem nú skal grein3: Bjami kom á bæ, og var þar ekki heima nema konan og dóttir hennar. Bjarni lagðist á hugi við dóttur húsfreyu, og sótti mjög á hana rned gjöfum og blfðlæti. Kom svo langt, að stúlkan leyfði honum að vera um nóttina úti f hesthúsi, þar sem hey var, þvf húsfreya rak hann úr bæn- um. Kvaðst skyldi finna hann þar um nóttina einslega. Þessu varð Bjarni sár- feginn og læddist burt. Stúlkan hélt orð sln og fór uni nóttina til hesthússins, en móðir hennar var með henni, og höfðu stóran vönd. Stúlkan opnaði hurðina, og var Bjarai þar fyrir klæðlaus og fagnaði henni þegar, en í því kom húsmóðirin inn með vöndinn, og tók til að hýða Bjarna. Höfðu þær hann undir og af- hýddu vægðarlaust. Þá er mælt hann hafi hljóðað af kvölunum og sagt: „Vægð um stund, himnesk náðin!“ „Húðina af, húðina af!“ sagði kerling. — Fleiri slíkar ráðningar fékk Bjarni fyrir kvennafar sitt. Eitt sinn ásótti hann lengi stúlku á Langa- nesi, og lést oft mundi verða sér að bana, ef hún gengi ekki að eiga sig, og víst mun hann hafa náð ástum hennar, svo það varð um síðir, að hún giftist honum, þvl mönnum þótti ráð að spekja með því stjórnleysi hans, er lítið vildi batna fyrir það. Samkomulag þeirra varð svo ilt og ómannlegt, að þau skildu, og slðast að lögum. Þessa konu sfna kallaði Bjami Gunnu járnroð. Löngu seinna ærðist Bjarni svo eftir annari konu, sú varekkja og hét Sigríður. Það varð um síðir, að hún átti hann, fyrir hræðslu sakir; enda efuðu menn ekki, að hann mundi gera eitthvað ilt í ærslum sínum, ef hann næði ei konunni. Það hjónaband fór líkt og hið fyrra. Bjó hann svo ferlega við hana, að hún hljóp frá honum, og fékk hann hana aldrei síðan til sambúðar, og sótti þó oft eftir því. Þá konu kallaði Bjarni Siggu koparstykki. Heyhlaða fauk á Lágafelli 24. þ. m. með talsverðu heyi. Skaðinn nm 500 krónur. Lækjargötu 6 A. Talsími 3©. Tekur að sér, eins og að undaniornu, alt, sem við kemur bókbantli, svo sem: sniða og maskimt'tnfllingu, og ennfremur allskonar höfuöbóKaband. Vönduð vinna! Fljótt af hendi leyst! Sanngjarnt verð! Um leið tilkynnir það heiðruðum viðskiftamönnum sinum, að hr. bóksali Guðm. Gamalíelsson er hættur öllum slörfum fyrir félagið og biður því menn að snúa sér til verKsfjóra vinnnatofnnnar, hr. bókbindara Guð* bjðrna Guðbrandasonar. Utanáskrift til félagsins er: H/F Félagsbókbandið. Reykjavík. Stjornin. ) OOOOOOOOOOO OOOOOO OOOOOOO OO000( Ibúðir smærri og stærri til leigu. Sturla Jónsson. >000000ooooooc Hvað er að frétta? Ujörn M. Ól»en prófessor er ný- lega orðinn heiðursfélagi 1 hinu konung- lega danska vísindafélagi. líjörn SitfurðtíHou bankastjóri er nú kominn til heilsu og tekinn við störfum sínum i bankanum. 8amábyr(rðin. Auk uruboðs- manna þeirra, sem getið er l næst sein- asta blaði, hafa þessir verið skipaðir: Jón Arnesen konsúll á Eskifirði, Jón Proppée verslunarstjóri í Ólafsvík. Jón M. Snæbjörnsson verslunarstjóri d Patreks- firði, Olgeir Friðgeirsson verslunarstjóri á Vopnafirði og Sveinn Árnason fiskimats- maður á Seyðisfirði. .Jónas JónanBon presturá Hrafna- gili hefir 16. þ. m. fengið lausn frá prests- skap. Hann er orðinn 3. kennari Akur- eyrarskólans. B&tux* fórst í Bolungarvík 21. þ. m. með þrem mönnum. Þeir voru í fiski- róðri. Runjræineai' hér f bænum héldu sumarfagnað á sHótel ísland« 2r. þ. m. Þar var frú Ingunn Johnson frá Velli heiðursgestur. Bæar-annáll. UiisrlinjEfasalcóla Ásgríms Magnús- sonar var sagt upp slðasta vetrardag; hafði hann þá staðið í 6 mánuði ; var settur 1. vetrardag. 55 nemendum var veitt inntaka í skól* ann og 29 þeirra tóku próf að afloknu námi og fengu aðaleinkunnir sem hér segir: Anna M. Ólafsdóttir Rvík .... 4 Ágústa Jóhannsdóttir — .... 7 Ásta Jónsdóttir — .... 6 Bjarni Bjarnason — .... 5 Bjarni Guðmundsson Rvlk . . .4 Björn Ó. Guðmundsson — .... 6 Brynjólfur Brynjólfsson Engey ... 5 Erlingur Pálssoa Rvfk .... 5 Eyvindur Ingvarsson — .... 6 Guðmundur Hjörleifsson Rvlk , . , 5 Guðrún Gunnlaugsdóttir — . , , 6 Hallur Pálsson •— ... 6 Hannes Jóhannesson Ingveldur Ólafsdóttir Ingibjörg Snorrauóttir, l.axfossi, Mýras. 7 Jóhanna G. Gústaisdóttir Stykkishólmi 4 Jóhann Kr. Gfslason Rvík .... 5 Jón Jónsson, Naustvik, Strandas. . . 5 Jónas F. Einarsson Rvík ..... 6 Jústa Bjaraason Isafirði.............6 Kjartan Ólafsson Rvfk................5 Kristfn í. Pálsdóttir Spóast., Biskupst. 7 Ragnhildur Einarsdóttir Rvlk ... 6 Ragnar Sigtryggsson s. st...........5 Rósa Eyólfsdóttir Snorrast., Laugardal 6 Sigrún Sigurðardóttir Rvík ... 4 Sigurður Fr. Sigurðsson — .... 4 Soffia Jóhannesdóttir -— .... 5 Þorvarður Steindórsson Stokkseyri . . ö Tíu námsgreinar voru kendar. Landa- fræði, saga og náttúrufræði voru kendar með fyrirlestrum. Fyrirlesararnir voru: Guðmundnr Hjaltason, Jón Jónsson sagn- fræðingur, Magnús Jónsson stud. theol., Helgi Jónsson grasafr. og frk. S. Berg- mann. ------r-.r— ---------------, 1 m innminiiBMini ■ Stnkan Verðanði nr. 9. A næsta iundi segir Halldór Jóns- son útlendar bindindsfréttir. Stúk- an æskir ijölmennis. Mjólkurhúsið á Laipeg 24 hefur ali af nóg af nýmjólk á 18 aura pottinn, rjóma á 80 aura pottinn, piskrjóma á 1 krónu pott- inn skyri á 20 aura pundið og undanrenningu á 8 aura pottinn. o

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.