Þjóðólfur - 27.05.1910, Page 3

Þjóðólfur - 27.05.1910, Page 3
ÞJOÐOLFUR. 8 7 Oeir Zoéga kaupmaður varð áttræður í gær (f. 26. Maf 1830). Var þessa minnst hátíðlega, og blöktu fánar á hverri stöng, og fjöl- ment samsæti haldið um kveldið ( á Hótel Reykjavík, er yfir 200 bæarmenn tóku þátt í og buðu honum, konu hans og börnum. — Mælti Páll borgarstjóri Einarsson fyrir minni heiðursgestsins, en G. Z. þakkaði og mælti jafnframt fyrir minni Reykjavlkur. — Þá stóð upp Kl. Jónsson landritari, og skýrði frá því, að Geir Zoega hefði gefið heilsuhælinu á Vífilsstöðum öll húsgögn í 10 einbýlis- herbergi, og nam verð þeirra 5,500 kr. — Björn Jónsson ráðherra skýrði frá því, að G. Z. hefði afhent sér gjafabréf frá erf- ingjum Kristjáns læknis Jónssonar, er andaðist i Clinton í Iowa í vetur, en þeir eru: Geir Zoega og kona hans, Halldór prestur Jónsson á Reynivöllum og kona hans og Sigurjón verslunarmaður Jónsson. Nam sjóður sá 10,000 kr. og bera skyldi hann nafn Kristjáns Iæknis, en vöxtunum skal varið til styrktar sjúklingum á heilsuhælinu. — Þökkuðu þeir ráðherra og landritari þessar rausnarlegu gjafir. Þórhallur biskup mælti fyrir minni konu heiðursgestsins og barna hans, og Borg- þór bæargjaldkeri Jósefsson mælti fyrir minni hans sem 29 ára húsbónda sfnum og aðalbrautryðjanda aðalatvinnuvega Reykvíkinga. Stefanía Guðmundsdóttir frú las upp kvæði, er Borgþór flutti heið- ursgestinum, en ort hafði Guðmundur skáld Magnússon. Annað kvæði eftir séra Matth. Jochumsson var sungið þar. Jlukaþingsáskoratiir. Snnii-Mýlingfar héldu fulltrúa- fund 12. þ. m. á Búðareyri við Reyðar- fjörð, og var þar samþykt svohljóðandi tillaga: »Með því það er álit fundarins, a ð ráðherrann hafi brotið bankalögin, er hann heimildar- og ástæðulaust vék frá þingkosnu gæslustjórunum, þvertofan í ótvíræð lagafyrirmæli, og skipaði nýa, að hann hafi að vettugi virt dómsvald landsins, a ð hann hafi misboðið valdi rétti þings- ins, að hann hafi spilt fjárhag landsins og veikt álit þess út á við, að hann hafi f mörgu fleiru misbeitt framkvæmdarvaldi sínu, og a ð alþingi eitt hafi rétt til að kippa þessu í lag, þá krefst fundurinn þess, að alþingi verði kallað saman til aukafundar svo fljótt, sem því verður við komið á þessu sumri«. Bangœingar héldu 17. þ. m. al- mennan kjósendafund og samþyktu þar svohljóðandi tillögur. Hina fyrri með 77 gegn 9 atkv., en hina sfðari í einu hljóði: 1. »Fundurinn lýsir yfir þeirri skoðun sinni, og styður hana meðal annars við þegar uppkveðinn úrskurð dóms- valdsins, að ráðherrann hafi gengið inn á valdsvið þingsins og tekið sér ólöglegt og óhæfilegt einveldi yfir Landsbankanum með afsetning gæslu- stjóra hans fyrir fult og alt og skip- un annara í þeirra stað. Þetta telur ftindurinn, að þjóðin megi alls ekki Þola afskiftalaust, enda lítur svo á, að heppilegast sé, bæði fyrir úrlausn bankamálsins og rtjórnmálaástandsins í landinu yfirleitt, að þingið taki bankamálið til athugunar og úrslita sem allra fyrst. Fundurinn skorar því á þingmennina, að fara þess á leit við ráðherra íslands, að hann hlutist til um, að kvatt verði til aukaþings á þessu sumri svo fljótt sem unt er«. 2. »Fundurinn skorar jafnframt á stjórn landsins, að leggja fyrir væntanlegt aukaþing frumvarp til breytingar á stjórnarskránni samkvæmt ályktun síð- asta alþingis«. Hvað er að frétta? Landsímalagnmgfar 1009. I fyrrasumar voru framkvæmdar síma- lagningar þær, er taflan sýnir. Fyrri tölu- dálkurinn sýnir kostnaðinn, eins og hann varð, en slðari dálkurinn fjárveitingar alþingis og sýslutillögin. Reikn. Fjárv. Reykjavík — Eystri-Garðsauka 40,863,71 58,433,00 Grund — Borgarness 10,341,25! 11,262,91 ‘ 21,600,00 Kalastaðakot — Akraness Isafjörður — Hníisdalur — Bol- ungarvík 8,818,20 8,000,00 Til nauðsynlegrar útfærslu og umbóta, til stofnunar nýrra stöðva, til rannsóknar síma- leiða, m. fl. 13. gr. D II, 10 7,412,80 7,500,00 I viðbót til þess að kaupa Eski- fjarðarlínuca (fjáraukalög) Kr. 6,000,00 78,698,87 101,533,00 Kostnaðurinn við lagninguna hefir með öðrum orðum orðum orðið n æ r r i 23 þús. kr. minni en áætlað var og fjár- veitingar námu. .(ísaf.). Mannalíit. 2. apríl andaðistPét- ur Stefánsson (prests á Hjaltastað Péturssonar) bóndi á Bót í Hróarstungu, 38 ára. 10. þ. m. andaðist á Möðruvöllum í Hörgárdal Stefán Stefánsson faðir Sigurðar prests í Vigur, Stefáns skóla- meistara á Akureyri og Þorbjargar konu Björns bónda Jónssonar á Veðramóti. Hann var rúmlega áttræður að aldri (f. 13. Ágúst 1829) og bjó um 30 ár á Heiði í Gönguskörðum. Kona hans var Guðrún (d. 20. Febr. 1902) dóttir Sigurðar bónda Guðmundssonar á Heiði f Gönguskörðum. Jón Ólafsson bóndi á Sveinsstöð- um í Þingi er nýlega andaður. Hann var sonur Ólafs bónda þar Jónssonar prófasts f Steinnesi Péturssonar. Páll Ólafsson bóndi á Akri í Þingi er og andaður. Hann var fæddur 9. Sept. 1832, sonur Ólafs Jónssonar söng- manns á Gilsstöðum og Steinunnar Páls- dóttur prests á Undirfelli Bjarnasonar. Kona hans var Guðrún Jónsdóttir prests í Otrardal Jónssonar, og eru synir þeirra: Bjarni prestur í Steinnesi og Ólafur skrif- stofustjóri í Kaupmannahöfn. Jóhann Kristján Jónsson fyr bóndi Ingvörum í Svarfaðardal, andaðist 20. þ. m., 78 ára að aldri (f. 7. Ágúst 1831) faðir Árna bankaritara í Reykjavík og systkina hans. Magnús Brynjólfsson bóndi og dbrm. á Dysjum á Álftanesi andaðist þar 12. þ. m. um nírætt. Ofsaveður á Austurlandi. Stórkostlegir fjárskaðar hafa orðið víða á Austurlandi í ofviðri, er gerði þar 7. þ. m. kl. 4 síðdegis og hélst þann dag allan og daginn eftir. — Aftaka stórhríð var þessa daga, og var veðrið svo ilt, að ekki var ratandi milli húsa. Ekki eru greinilegar fréttir komnar af fjártjóni því, er veður þetta gerði á Fjöllum og Vopnafirði; en það er sagt, að á flestum bæum hafi far- ist fjöldi fjár. — Á Sleðbrjót í Jökulsár- hlíð fórust 150 fjár, og á Hallgeirsstöðum lentu 180 kindur í fönn, en fundist hafa um 50 lifandi. Á Haugsstöðum 1 Jökuí- dal fórust 100 sauðir og 60 fjár á Skeggja- stöðum í Jökuldal. Jón Ó. Magnússyni uppgjafa- presti í Bjarnarhöfn er veitt 17. þ. m. Arnarstapaumboð og Skógastrandar. Bæar-annáll. Keimaraskólanum var sagt upp 20. f. m. og luku þar kennaraprófi: 1. Guðm. Ólafsson SörlastöðumS.-Þ. 90 st. 2. Helgi Salómonsson, Laxárbakka í Hnappadalssýslu . . . . . 90 - 3. Kristbjörg Jónatansdóttir, Akur- eyri.............................90 - 4. Sigurður Sigurðsson, ísafirði . 90 - 5. Svafa Þorleifsdóttir, Skinnastöð- um N.-Þ. . ... . . 1 . . 89 - 6. Kristinn Benediktsson, Völlum, Eyaf.............................87 - 7. Sigurður Kristjánsson, Ystafelli S.-Þ. 87 - 8. Einar Sv. Frímann.Mýrnesi S.-M. 85- 9. Jóhann Einarsson, Laufási, S.-Þ. 85 - 10. Jóhann Jóhannsson, Skarði . . 80 - 11. Egill Hallgrímsson, Minni-Vog- um, Gullbr.......................81 - 12. Þjóðbjörg Þórðardóttir Rvík . 81 - 13. Kristján Sigurðsson, Brenniborg Skagaf...........................79 - 14. Kristíana Benediktsdóttir frá Kornsá ..........................78 - 15. Egill Þorláksson, Ytra-Hóli Eyf. 77 16. Margeir Jónsson, Ögmundar- stöðum, Skagaf.................76 17. Páll Stefánsson, Isafirði ... 73 18. Eufemía Gísladóttir, Hvammi, Mýrasýslu........................70 19. Guðm. Magnússon, Hafnarnesi, Suður-Múlas......................70 20. Ásmundur Þórðarson, Rvlk . . 69 21. Ingibjörg Sigurðardóttir, Svelgsá, Snæf............................63 22. Kristmann Runólfsson, Suður- koti, Gullbr.....................58 Gfifting’a.r. Kristinn Steinar Jóns- son verslm. og ungfrú Sigríður Guðjóns- dóttir, 5. Maí. Þorsteinn Briem aðstoðarprestur í Görð- um og ungfrú Valgerður Lárusdóttir, 6. Maí. ísleifur Jónsson frá Kothúsum í Garði og ungfrú Júlíana Bjarnveig Bjarnadóttir. Thomas Thomsen vélameitsari í Bol- ungavík og ungfrú Sigurlaug Jónsdóttir, 11. Maf. Gamalíel Jónsson frá Hæðarenda í Hafnarfirði og ungfrú Sigurbjörg Anna Björnsdóttir, 14. Maí. Guðjón Guðjónsson Grettisgötu 47 og ungfrú Sveinbjörg Jónsdóttir, 14. Maí. Valdimar Kristmundsson frá Skúms- stöðum á Eyrarbakka og ungfrú Guðný Jónsdóttir, 14. Maí. Hjörtur Frederiksen hjúkrunarm. og ungfrú Karen Marie Larsen, 21. Maí. Kristján Ó. Þorgrímsson konsúll og ekkjufrú Magnea Johannesen, 22. Maí. Víxillölsun. Unglingspiltur hér 1 bænum hefir játað á sig víxilfölsun. — Hann fór sjálfur til fangavarðar og lýsti sökinni á hendur sér. — Hina fölsuðu víxla hafði hann selt íslandsbanka, og og námu þeir 2—300 kr. Skipaferðir. »Kong Helge* fór til Austfjarða og útlanda 22. þ. m. með fjölda af sunnlensku verkafólki. »Pervie« fór í strandferð 25. þ. m. »Ceres« korn frá útlöndum og kringum land 22. þ. m. og fór til útlanda 25. þ. m, »Sterling« fór til útlanda 23. þ. m. Morten Hansen skólastjóri var meðal far- þeganna. Jóni Guðmnndssyni fyrv. pósti á Laugalandi hefir verið veitt ráðsmanns- staðan við Vífilsstaðaheilsuhælið. Concert Óskars Johansens í kvöld í Báruhúsinu ættu menn að sækja. Öll lögin eru samin af honum sjálfum. — Nánar auglýst hér f blaðinu. Cggcrt (Blaess&n ySrréttariilaSntiiiiiíraaöiir. PósthÚRStrwti 17. Venjulega heima kL 10—11 og 4—5. Tals. 16. Betra er að vita rétt en hyggja rangt. Margir þeir, sem eru mér kunnugir, hafa sagt mér að skuld mín við Lands- bankann væri með stærstu skuldunum þar. Hvaðan þetta er sprottið, segjast þeir ekki vita, en frá mönnum bankans á það eigi að vera komið, þar sem þagnarskilda hvílir á þeim. En margir vita nú hvern- ig komið er, þar sem bú mitt er tekið til skiftameðferðar eftir kröfu Landsbank- ans. En hver er svo krafan? Ekki mín eigin skuld heldur Timbur- verslunarinnar Bakkabúð. Hún átti þar víxil að upphæð 11500 kr. með átta manna nöfnum, sem allir voru félags- menn, en einn þeirra var orðinn eigna- laus fyrir nokkrum vikum. Sjálfur persónulega skulda eg Lands- bankanum eða veðdeildinni ekki eina krónu. Þessi víxill er krafan. Tvö þúsund krónur bauð eg upp í víxilinn og sömu upphæð bauð annar maður. En auk þess á félagið Bakkabúð reikn- ingslán í bankanum, trygt með veðrétt- um og sjálfskuldarábyrgð. En af hverju er þetta svona komið? Af því að margir sem fengið hafa lán hjá Timburversluninni Bakkabúð hafa ekki enn borgað skuldir sínar, en þeir eru látnir í friði fara. Vitanlega er það okk- ur félagsmönnum að kenna, en allir vita að þeir sem lána, gjöra það í góðri trú til þess sem (ær láníð. Landsbankinn hefur fengið alla þá sem skulda nefndri verslun uppskrifaða, og er vonandi að þeir gefi sig fram við hann og semji um skuld sína áður en nöfn þeirra verða birt þeim til vantrausts. Þegar svona er komið mun eg ekki hlífa þeim sem ekki reyna að sína skil, Fyrnefnda félagsverslun munar talsvert um 10—20 þúsund krónur til Landsbank- ans er svona stendur á. Það er sárt að vera svo óheppinn með fyrirtæki sln, að margir menn missi al- eigu sína fyrir vanskil annara, en ekki bætir það til ef hugsast gæti að óheppi- lega væri ráðið til lykta, en Um það geta orðið skiftar skoðanir. Eg læt mér ekki detta í hug að pólitík komi nærri svona gjörðum, en eg get ekki felt mig við að flækjast hér manna á milli til lengdar þegar eg er þó svo heppinn að geta fengið peninga frá bræðrum mínum f Ameríku til að komast þangað og eiga vísa atvinnu þar. Marga langar til að verða með og er það eðlilegt. Ef margir verða svona óheppnir með fyrirtæki sín, og geta alls ekki komist að samningum, þá skil eg það vel að þeir Ieiti fyrir sér á öðrum stað. Bjarni Jónsson. „Danski pabbi“ skrifar í »Ísafold«. I »Isafold« siðustu hefir »danski pabbit . ritað um þingmálafund Sunn-Mýlinga. Það er ekki síður en vant er, þegar »danski pabbi* ritar um nýja »húsbóndann í hjá- leigunni«, farið loflegum ummælum um hann. »Danski pabbi« segir þar meðal annars, að »húsbóndinn« »hafi hlýtt vand- lega og látið hlýða dómsvaldi landsins, og, að hann með bankarannsókninni, og úrskurðinum 22. nóv. f. á., eigi einungis ekki veikt fjárhag landsins o. s. frv., heldur beint bjargað honum við og aukð álit landsins út á við«f!!!j. Hafa menn heyrt meiri fjarstæðu? —

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.